Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 33 Hlíf Siguijónsdóttir og Símon H. Ivarsson. Kaffikonsert í Selfosskirkju FIÐLULEIKARINN Hlíf Sigur- jónsdóttir og gítarleikarinn Símon H. ívarsson halda sunnu- daginn 5. apríl kl. 17 tónleika á Selfossi. Tónleikarnir eru haldnir í Selfosskirkju og eru skipulagðir í samvinnu við tón- listarráð Selfosskirkju. Samleikur á fiðlu og gítar er sjaldheyrð hljóðfærasamsetning. Bæði hljóðfærin eru meðal elstu hljóðfæra tónlistarsögunnar og hafa verið nátengd hvort öðru í gegnum tímans rás. Á efnis- skránni er fjölbreytt tónlist frá ólíkum tímabilum tónlistarsögunn- ar en þar gefur m.a. að heyra verk eftir Hándel, Beethoven, Paganini, Sarasate, Gunnar Reyni Sveinsson og Albeniz. Kirkjukórinn mun annast kaffi- veitingar og fjöldasöngur við- staddra verður í lok tónleikanna í tilefni af Ári söngsins. Einnig munu nemendur úr Tónlistarskóla Árnessýslu koma fram á tónleik- unum. -----» ■♦■■4-- Reiknilíkön um umferð REIKNILÍKÖN af umferð verða til umræðu á fundi Að- gerðarannsóknafélags íslands. Fundurinn er tvíþættur. Annars vegar verður fjallað um reikni- líkan fyrir höfuðborgarsvæðið og hins vegar reiknilíkan fyrir landið allt. Tilgangur fundarins er m.a. að skiptast á upplýsing- um og skapa heildarmynd. Á dagskrá fundarins mun Bald- vin Baldvinsson hjá Borgarverk- fræðingi kynna reiknilíkan höfuð- borgarsvæðisins og Þorsteinn Þor- steinsson kynnir líkan landsins alls. Fundurinn er haldinn í Tækni- garði, Dunhaga 5, 6. apríl og hefst klukkan 17,15. LOFTA GÆÐAPLÖTUR FRÁSWISS p|_ÖTIIR OG LÍM Nýkomin sending r EINKAUMBOÐ co Þ.ÞORGRIMSSON pavarac Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Upplagseftirlit Verslunarráðs Islands: Um 9 þús. áskrifendur að tímaritinu Uppeldi Upplagseftirlit Verslunarráðs íslands hefur kannað upplagstölur fimm tímarita og eins fréttablaðs mánuðina nóvember 1991 til febr- úar 1992. Tímaritin fimm eru Heilbrigðismál, Heimsmynd, Uppeldi en upplag þess var stærst 9.950 blöð að meðaltali, Æskan og 3T og loks fréttablaðið Víkurfréttir Keflavík. Upplag tveggja tölublaða Heil- birgðismála á tímabilinu nóvember 1991 til loka febrúar 1992 var að meðaltali 7.265, þar af voru 6.350 eintök til áskrifenda. Til saman- burðar var meðaltalsupplag þriggja tölubláða frá júlí 1991 til febrúar 1992, 7.360 og þar af 6.450 til áskrifendá. Meðaltalsupplag þriggja tölublaða tímaritsins Heimsmyndar á tímabilinu nóvem- ber 1991 til febrúar 1992, var 8.362 blöð þar af 1.417 í áskrift og 6.949 í lausassölu. Á tímabilinu júlí 1991 til febrúar 1992 var meðaltalsupp- lag sex tölublaða 8.474 þar af 1.470 til áskrifenda og 7.004 í lausasölu. Upplag tveggja tölublaða tíma- ritsins Uppeldi á tímabilinum nóv- ember 1991 til febrúar 1992, var að meðaltali 9.950, þar af voru 9.375 í áskrift, 275 í lausasölu og 300 ókeypis. Upplag þriggja tölu- blaða á tímabilinu júlí 1991 til febr- úar 1992 var að meðaltali 9.941, þar af til áskrifenda 9.376 og 232 í lausasölu en 333 ókeypis. Meðal- talsupplag þriggja tölublaða Æsk- unnar var 8.602 á tímabilinu nóv- ember 1991 til febrúar 1992, þar af voru 6.287 til áskrifenda, 255 í lausasölu og 2.114 ókeypis. Upplag sex tölublaða á tímabilinu júlí 1991 til febrúar 1992, var að meðaltali 8.008, þar af 6.206 til áskrifenda, 249 í lausasölu og 1.478 ókeypis. Meðaltalsupplag tveggja tölublaða 3T var 6.500 blöð á tímabilinu nóv- ember 1991 til febrúar 1992, þar af 6.100 í lausasölu og 350 ókeyp- is. Upplag þriggja tölublaða á tíma- - bilinu júlí 1991 til febrúar 1992, var 6.500 þar af 6.100 í lausasölu og 400 ókeypis. Meðaltalsupplag 16 tölublaða fréttablaðsins Víkurfréttir í Kéfla- vík var 6.095 á tímabilinu nóvem- ber 1991 til febrúar 1992, þar af 590 til áskrifenda og 5.305 ókeyp- is. Meðaltalsupplag þrjátíu tölu- blaða á tímabilinu júlí 1991 til febr- úar 1992 var 5.996, þar af 590 áskrifenda og 5.305 ókeypis. HUSEIGENDUR ALLRA TÍMA hafa leitað logandi Ijósi að réttu innréttingunum og öðru þvi sem prýða skal hólf og gólf híbýla þeirra. Nú er leitin á enda því BYKO hefur opnað HÓLF & GÓLF á neðri haeð verslunarinnar i Breiddinni. í HÓLF & GÓLF er heimilissýning allt árið með innréttuðum hólfum og klæddum gólfum. Þar er bókstaflega ailt fýrir heimilið: Gólfefni, hillur og skápar, hreinlætistæki, innréttingar, Ijós, klæðningar og fleira og fleira. Þú sparar tlma, fé og fýrirhöfn með því að fara á einn stað og finna alit sem þú þarft á að halda fyrir heimilið - I hólf og gólf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.