Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 29 Klaus Schmieder bruggmeistari og Ágúst Öskar Sigurðsson mat- vælafræðingur við gæðaeftirlit. Egils-páskabjór kom- inn I verslanir ATVR EGILS-páskabjór er nú kominn í verslanir ÁTVR. Þetta er í annað sinn sem sérstakur Egils-páskabjór er settur á markað- inn en löng hefð er fyrir páskabjór í nágrannalöndunum. Flestir Islendingar sem eitthvað hafa dvalið í Danmörku þekkja t.d. Tuborg-páskabruggið sem Danir hafa tekið opnum örmum fyrir hverja páska um Egils-páskabjórinn er „milli- dökkur" og hefur 5,1% alkóhól- innihald miðið við rúmmál. Hann er bruggaður samkvæmt Reinheitsgebot lögunum þýsku eins og allur annar bjór frá Öl- gerðinni. Það þýðir að engin aukaefni eru notuð við bruggun- ina, einungis vatn, malt, humlar og ölger. Höfundur uppskriftar páska- bjórsins er hinn þýski brugg- meistari Ölgerðarinnar, Klaus Schmieder, sem er frá brugg- áraraðir. meisturum kominn í tvo ættliði. Hann hefur starfað við ölgerð víða um heim og segir að ís- lenska vatnið sé það besta sem hann hefur notað til bruggunar hingað til. Egils-páskabjórinn er eins og áður segir fáanlegur í verslun- um ÁTVR og kostar kippan 800 krónur. Jafnframt má reikna með að flestir helstu veitinga- staðir landsins komi til með að hafa hann á boðstólum. (Fréttatilkynning) Sérfræðingur Sotheby’s heldur vínkynningu SOTHEBY’S-uppboðsfyrirtækið gengst fyrir kynninguu á víni og vínsmökkun föstudaginn 1. maí og laugardaginn 2. maí. Serena Sutcliffe, sérfræðingur víndeild- ar Sotheby’s, mun flytja fyrir- lestur um vín og að honum lokn- um verður vínsmökkun þar sem kynnt verða frá Bordeaux-hér- aði. Aðallega verða smökkuð vín frá níunda áratugnum sem talinn er vera besti áratugur þessarar aldar í Bordeaux. Einstaka eldri vín verða einnig sinökkuð. Serena Sutcliffe hefur verið sér- fræðingur víndeildar Sotheby’s síð- an árið 1991 og er meðal virtustu sérfræðinga á sínu sviði í heiminum. Hún hefur m.a. gert sjónvarpsþætti um vín fyrir breska og franska sjón- varpið og flutt fyrirlestra víða um heim. Serena Sutcliffe hefur einnig ritað ijölmargar bækur um vín og má þar nefna: Great Vineyards and Winemakers, The Wine Drinker’s Handbook, The Pocket Guide to the Wines of Burgundy og A Celebrat- ion of Champagne. The Pocket Guide to the Wines of Burgundy var valin vínbók ársins 1986 af tímaritinu Decanter og A Celebration of Champagne vínbók ársins 1988 af sama tímariti. Árið 1988 var Serena Sutcliffe heiðruð af frönsku ríkisstjórninni Selfoss; Fimm bjöllukórar á landsmóti Selfossi. hver annars, fóru meðal annars í sundlaugina í Hveragerði. Mótinu lauk svo með tónleikum í Selfoss- kirkju á sunnudag þar sem kórarn- ir spiluðu hver fyrir sig og síðan allir saman. í lokin var svo öllum boðið til kaffisamsætis. - Sig. Jóns. LANDSMÓT bjöllukóra fór fram á Selfossi 27.-29. mars. í mótinu tóku þátt kórar frá Hellissandi, Garðinum, Bústaðakirkju og tveir kórar frá Selfossi. Kórfélagarnir æfðu bjöllutónlist yfir helgina og nutu félagsskapar Serena Sutcliffe með orðunni Chevalier dans l’Ordre des Arts et des Lettres fyrir fram- lag sitt til kynningar á frönskum vínum og fyrir rannsóknir á franskri vínsögu. Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Ingvarsdóttir fulltrúi Soth- eby’s á íslandi. Skráningarfrestur á kynninguna rennur út þriðjudag- inn 14. apríl. Borgarstjórn skorar á heilbrigðisráðherra; Fæðingarþjónusta verði áfram á Fæðingarheimili Reykjavíkur BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum í'fyrradag tillögu þar sem ítrekuð er fyrri samþykkt hennar uni að með yfirtöku ríkisspít- ala á Fæðingarheiinili Reykjavíkur verði þjónustusérstaða þess tryggð þannig að heimilið verði áfram sá valkostur sem það hefur verið. Þá skoraði borgarstjórn á heilbrigðisráðherra að tryggja til frambúðar að á Fæðingarheimilinu verði áfram veitt fæðingarþjón- usta samkvæmt þeirri hugmyndafræði sem þar hefur verið byggt á frá stofnun og að fjármagni verði veitt til þess. Tillagan var samþykkt samhljóða. TiIIögu Elínar G. Ólafsdóttur um að borgin yfirtæki aftur rekstur Fæðingarheimilisins var vísað frá. Málefni Fæðingarheimilisins voru rædd utan dagskrár á fundi borgarstjórnar. Kristín Á. Ólafs- dóttir sagði að óskað hefði verið eftir utandagskrárumræðunni þar sem síðustu daga hefðu borist fregnir af hugmyndum forráða- manna ríkisspítalanna um gjör- breytt hlutverk Fæðingarheimilis- ins með því að allar fæðingar yrðu fluttar þaðan yfir á Fæðingardeild Landspítalans. „Það var alls ekki það sem borg- aryfirvöld höfðu í huga þegar þau lýstu sig tilbúin að ganga t>'l við- ræðna við ríkisvaldið um yfirtöku á rekstrinum," sagði Kristín. Hún lagði fram tillögu að ályktun á fundinum þar sem skorað var á heilbrigðisráðherra að tryggja að fæðingaþjónusta yrði áfram veitt á Fæðingarheimilinu. Elín G. Óiafsdóttir lagði fram tillögu um að borgarstjórn sam- þykkti að tryggja áframhaldandi rekstur ‘Fæðingarheimilisins í óbreyttri mynd með því að leysa það til sín á ný og yfirtaka allan rekstur þess á eigin vegum. Hún sagði að borgarfulltrúar hefðu verið hafðir að fíflum í þess- ari umræðu. „Ég get ekki skilið orð Árna Gunnarssonar, útsendara heil- brigðisráðherrans, á annan hátt en þann að nú sé enn á ný allt í kalda- koli varðandi rekstur Fæðingar- heimilisins. Það er ekkert að marka það samkomulag sem ég allavega hélt að væri í höfn,“ sagði Elín. Árni Sigfússon sagðist kjósa að gera ekki of mikið út' málinu. Ekki væri búið að hnýta alla hnúta en vonast væri til að það gerðist fljót- lega. Árni sagði að heilbrigðisráðherra hefði marglýst því yfir að Fæðing- arheimili Reykjavíkurborgar yrði rekið áfram þannig að fullyrðingar um að Fæðingarheimilið væri að koðna niður væru ekki á dagskrá. „Það er ekki verið að leggja Fæð- ingarheimili Reykjavíkurborgar niður og orð skulu standa um það,“ sagði Arni. Hann sagði að það sem lægi óljóst eftir væri hvort flytja ætti fæðingar yfir á Fæðingardeild Landspítalans. „Nú stendur deilan um það hvort fæðingarþjónusta eigi að færast af Fæðingarheimilinu yfir á Landspítalann eða ekki. Sautján milljónir sem lagðar eru til reksturins nægja hins vegar ein- faldlega ekki og það er það sem stjórnarformaður ríkisspítala hefur ítrekað. Hann hefur sömu áhyggjur og við um að það fjármagn sem ætlað sé til Fæðingarheimilisins dugi ekki,“ sagði Árni. Hann sagði að þetta mál þyrfti að ræða við heilbrigðisráðuneytið. „Við töldum okkur hafa fengið lausn á því máli en það kann að vera að enn þurfi að herða róðurinn til að tryggja það.“ Árni lagði fram málamiðlunartil- lögu fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins þar sem borgar- stjórn ítrekaði fyrri samþykkt sína og skoraði á heilbrigðisráðherra að tryggja til frambúðar að á Fæðing- arheimilinu verði áfram veitt fæð- ingarþjónusta samkvæmt þeirri hugmyndafræði sem þar hefur ver- ið byggt á og að fjármagni verði veitt til þess. FEWAINGARGJAFIR í ÖRVALI TILDÆMIS: HANDSMÍÐ AÐIR14 K HRINGIR MEÐ PERLU 6.900 HRINGIR MEÐ STEINI 7.900 Jön Slpmunílfflon Shortgripaverzian LAUGAVEG 5-101 REYKJAVÍK SÍM! 13383 EM 1480 KERAMIKHELLA /CZZZZZZZZN V i 1 1 f; i 1 :i 1 V ;4 / //- 'X \f Vi 1 \ V. j r i V \ - V EKV 1480 Fullt verð fyrir ofn, hellu og viftu kr. 74. 163 Staðgreiðsluverð fyrir sama kr. 59.330 Fullt verð fyrir ofn, keramikhellu og viftu kr. 101.830 Staðgreiðsluverð fyrir sama kr. 81.466 RAFtiW &SAMBANDSINS MIKLAGARÐI S.692090 VINKLAR A TRE HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI KK EINKAUMBOÐ B8 Þ.ÞORGRÍmSSON & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.