Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGJJR 8. DESEMBER 1991 C 38 Levi’s-vörumar ekki dýrari hér heima? heimtingu á því að þjóðfélagið sæi til þess að í námunda við þá væru ávallt fullkomin björgunartæki i veikinda- og slysatilfellum. Hægt væri að benda á slysatilfelli þar sem þyrla hefði ekki komist austur vegna veðurs á leiðinni þó að á slysstað hefði hún vel getað at- hafnað sig. Hér á Egilsstöðum væri öll aðstaða fyrir þyrlu ásamt flugvirkjum og viðhaldsmönnum. Einnig mætti benda á að illviðri við norðurströndina nái ekki inn til Egilsstaða þannig að þyrla kæmist suður ef á þyrfti að halda. Það væri einnig spurning hvort varðskipin sem væru öflug björg- unartæki ættu ekki að vera stað- sett í hvetjum landsíjórðungi með aðstöðu og heimahöfn þar. Of langan tíma tekur að fá þyrlu að sunnan Stefán Guðmundsson sem mikið hefur unnið að björgunarstörfum sagði að því miður væri það stað- reynd að björgunarþyrla sem stað- sett væri á Suðvesturlandi nýttist Austfirðingum nánast aldrei. Þetta stafaði einfaldlega af því hve langan tíma það tekur að fljúga hingað austur. Og ef eitthvað væri að veðri þyrfti núverandi þyrla Landhelgisgæslunnar að fara með ströndinni. Þetta yrði til að lengja flugleiðina og þá um leið tímann sem hún tæki. Þyrlur hefðu lítið flugþol og eins og birgð- amálum þyrlueldsneytis væri hátt- að í landinu í dag gæti þyrla Land- helgisgæslunnar einungis tekið eldsneyti í Reykjavík og á Höfn. Þess væru dæmi að þegar þyrlan væri komin austur yrði hún að byija á að fara á Höfn og taka eldsneyti áður en hún gæti farið að sinna björgunarstörfum. Þetta tæki einfaldlega of langan tíma til að viðunandi gæti talist. Varn- arliðið væri betur sett að þessu leyti því þeirra vélar gætu tekið eldsneyti á flugi. Eins og málum væri háttað í dag tæki það þyrlu Landhelgisgæslunnar um tvær klukkustundir að komast hér aust- ur og það væri við bestu skilyrði þegar hægt væri að fljúga beint yfir hálendið. Eina ásættanlega lausnin væri þvi að hafa öfluga björgunarþyrlu staðsetta á Austurlandi. Björn Eg er algjöriega forfallinn Levi’s- aðdáandi og vil helst eingöngu klæðast ekta Levi’s-fötum. Því brá ég á það ráð að fara í verslunar- ferð erlendis og gera þessi reyfara- kaup á Levi’s-vörum en því miður varð reyndin önnur. Sögurnar sem hafa farið af þessum verslunarför- um erlendis eru með því móti að halda mætti að þeir borgi með vör- unum í búðunum þarna í útlöndum. Því ákvað ég að fara út fyrir land- steinana og gera þvílík kjarakaup að ekki hefði heyrt um áður. Ég fór í Levi’s-verslun úti og keypti mér þessa forlátu Levi’s-peysu sem kostaði 5.300 ísl. kr. Mér fannst þetta svo yndisleg tilfinning að vera að kaupa Levi’s-peysu á þessum kostakjörum úti að ég keypti tvær til þess að vera nú viss um að hafa grætt allavegana 10.000 kr. á þess- um kaupum, því að jú auðvitað reiknaði ég með að þessi Levi’s- peysa væri a.m.k. helmingi dýrari heima ef ekki meira. En stuttu seinna komst ég að því mér til mik- Lítil saga úr * Eg bý á dvalarheimili aldraðra. Það var um miðdegisleytið þegar ég var að enda við að borða að hún kom til mín fallega, skemmtilega konan sem gleður mig stundum með því að koma með kaffibollann sinn að borðinu mínu eftir matinn svo við getum fengið okkur svolitla samtals- hressingu. Okkur þykir svo gaman að ræða saman um alla heima og geima og þá sérstaklega skáldskap og tónlist. í þetta sinn fannst mér hún eitthvað öðruvísi en venjulega og ég sem aldrei get vanið mig af forvitninni spurði bara hrein- skilnislega hvort eitthvað væri að hjá henni. „Það er nú kannski ekkert stórvægilegt,” sagði hún „en þó get ég ekki gleymt því.” Og nú óx forvitnin hjá mér svo út af flóði. Láttu þetta nú bara koma málalengingalaust sagði ég eins og ég væri hálærður speking- ur eða sálusorgun væri mér í blóð borin. „Þá það,” sagði hún, „þú skalt illa vonbrigða að samskonar peysa kostaði aðeins 5.700 kr. í Levi’s- búðinni hérlendis. Eftir öll þessi læti og æðibunugang, lafmóð hlaupandi í hveija verslunina á fætur annarri til þess í rauninni að spara hafði ég 400 kr. upp úr krafs- inu. Það munaði ekki nema 400 krónum á þessum peysum og eini munurinn var sá að önnur var keypt erlendis og hin var keypt hérna heima. Því vil'ég benda fólki á að hugsa sig tvisvar um áður en það ■ákveður að fara í verslunarferð er- lendis, það borgaði sig ekki í mínu tilfelli. Eitt er víst að Levi’s-vörurnar eru ekki dýrari hér heima og þessi slæma reynsla hefur kennt mér það að framvegis mun ég eingöngu kaupa Levi’s-vörur á íslandi. Núna þegar ég kaupi Levi’s-föt, kaupi ég þau í ró og næði og hef fyrirtaks þjónustu frá Levi’s-búðunum hérna heima við höndina. Margrét B. Eiríksdóttir strætisvagni fá að heyra hvað mér býr í bijósti. Fyrir nokkrum dögum varð ég fyrir því að skella á gólfið i strætis- vagni og fór hálfpartinn innundir næsta bekk. Vagninn var sneisa- fullur af fólki og bjóst ég sannar- lega við að margar hendur yrðu á lofti mér til hjálpar en enginn, ég segi enginn maður í vagninum hreyfði hönd eða fót mértil aðstoð- ar. Þótt ég fyndi sárt til í skrokkn- um var það ekkert á við andlegu pínuna. Hvar var nú mannkærleik- urinn hjá náunganum? Einhvern veginn dró ég mig á fætur. Ég var eiginlega bálreið, ef þetta skyldi henda mig aftur, sem ég vona að ekki verði, ætli ég þurfi þá að öskra af öllum lífs og sálar- kröftum til þess að vekja einhvern í þessum litla heimi, ég meina strætisvagninum? Öskra eins og mín áttræðu raddbönd þola til þess að minna á orðin í Biblíunni „elska skaltu náungann eins og sjálfan þig”.” F Fæðingarheimili Reykjavíkur lifi! Þegar ég frétti, að til stæði að loka Fæðingarheimili Reykja- víkur varð ég ákaflega hrygg. Ég hugsaði með mér hvað væri eigin- lega að þessu þjóðfélagi, sem skæri niður það sem gott er, en mokaði fé í alls kyns óþarfa. Fæðingarheimili Reykjavíkur hefur starfað í fjöldamörg ár. Þar hafa verið innleiddar ýmsar nýjung- ar sem létta konum fæðinguna og gera hana og sængurleguna ánægj- ulegri. Má þar nefna undirbúnings- námskeið fyrir fæðingu, slökun, leikfimi og tónlist. Fyrir rúmum 20 árum fór ég sjálf á eitt slíkt undir- búningsnámskeið hjá Huldu Jens- dóttur, sem þá var forstöðukona Fæðingarheimilisins. Hún tók síðan á móti frumburðinum. Leið mín lá þangað aftur í desember 1990 þeg- ar fyrsta barnabarnið mitt fæddist. Það situr í minningunni hversu frið- sælt og notalegt var, nóttina sem sólargeislinn okkar kom í heiminn. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólkinu fyrir alúð og skilning. Ég er sjálf lítið fyrir stórar stofnan- ir, sem mér finnst oft heldur kulda- legar og ógnvekjandi. Það eru ekki allir eins og einmitt þess vegna er svo nauðsynlegt að eiga valkost. Fæðingarheimilið hefur alltaf verið hlýlegt og heimilislegt en þegar ég kom þangað í heimsókn nokkrum mánuðum síðar, var búið að gera það ennþá notalegra, með því að mála í mildum litum og hengja upp ný glaðleg gluggatjöld. Athyglis- Sólargeislinn verð nýjung var kassettutæki sem svo var inni á fæðingarstofunni og gátum við spilað fallega tónlist á það. Tónlist breytir andrúmsloftinu. Hana má m.a. nota til að ná slökun og hugarró. Sjúkrastofnanir ættu að notfæra sér lækningamátt tón- listarinnar mun meira en gert er. Allar stofnanir, hvaða nöfnum sem þær nefnast, eiga að kapp- kosta að skapa aðlaðandi og heimil- islegt andrúmsloft, þar sem skjól- stæðingum þeirra getur liðið sem best. Við vitum aldrei hvenær við þurfum á þjónustu að halda, en þegar það gerist viljum við að hún sé góð og okkur líði vel þar sem við þurfum að dvelja. Það eru mannréttindi að geta valið. Þess vegna eigum við að hafa fleiri en einn stað þar sem konur geta alið börn sín hér á Reykjavík- ursvæðinu. Fæðingarheimili Reykjavíkur er góður staður sem á rétt á því að fá að lifa og fá fullan stuðning heilbrigðisyfirvalda. Á.K.O. Njóttu jólanna í sól og hita ó Kanaríeyjum með Veröld - Síðustu sætiu Jólafcrð 19. des. 2 vikur -örfá viðbóínrsæli Jólaferð 19. des. 3. vikur - WlWSSfi 2. janúar 3 vikur - örla sæti laus 9. januar 3 vikur - JfflWSBTl 23. janúar 3 vikur - fffíTíTfSTl 30. janúar 3 vikur -8 sæii laus 13. febrúar 3 vikur -3 sæti laus 20. febrúar 3 vikur - uppseli 56.900.- Verð frá kr. Verð fyrir mnnninn m.v. hján meA 2 hiirn 2-11 nra. 1‘laya Flor, 19. des. 2 vikur. Verð frá kr. Tveir í íhúá, Pláya Flor. 72.200.- 39.800.- Verð frá kr. Verii fyrir manninn m.v. hjón með 2 börn, 2 — II ára, Creen Oasis, 2. janáar , 3 vikur. FERBAMIOSTDOIN ASTURSTRÆTI17 - SÍMI 622200 faRKEBRT FLUGLEIDIR <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.