Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 31
Pf! íl3PM3?:aCL R flnnAn'IWWlp, (TL<1/ J[I'/MQH01/Í MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 3 OP C 31 Sjá auglýsingar frá Sambíóunum á næstu opnu fyrir framan Áttaný- ir lyfja- tæknar HINN 28. september 1991, að loknu 17. starfsári Lyfjatækniskóla Islands, útskrifuðust 8 nýir lyfja- tæknar. Alls hafa þá 173 lyfjatæknar útskrifast frá skólanum. Á meðfylgjandi mynd eru: Standandi ’ frá vinstri: Pál- mey H. Gísladóttir, Jóna Gunnarsdóttir,_ Svanhildur Bjarnadóttir, Ólöf Tryggva- dóttir, Una G. Haraldsdóttir og Svanhildur Hauksdóttir. Sitjandi frá vinstri: Margr- ét Kristjánsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir, skólastjóri og Thelma B. Kristinsdóttir. SKÁL! Fyrra bmdið af Söffu Selfoss Selfossi. FYRRA bindið af Sögu Selfoss er komið út og nær frá landnámi til 1930. Höf- undur er Guðmundur Kristinsson bankagjald- keri og fræðimaður. Bókin skiptist í 27 megink- afla og þar segir frá örnefn- um og aldarfari, bændum í 300 ár, prestum í 400 ár, póstferðum, ferjumálum og árfióðum 1888 og 1889. Sagt er frá aðdraganda að smíði Ölfusárbrúar, Suður- landsskjálftum, þjóðtrú, bú- skap á Selfossbæjum, lax- veiði og farandmönnum. Þá er sagt frá upphafi byggðar- innar, gestgjöfum í Tryggva- skála, konungskomum 1907 og 1921, fyrstu iðnaðar- mönnum og upphafi verslun- ar í inni árflóðinu 1930. I bókinni eru 184 ljós- myndir og getið er 1.261 manns. Bókin kemur út á 100 ára afmælisári Ölfusár- brúar og er einn liðurinn í að minnast þeirra tímamóta. Á næstunni mun einnig koma út myndband sem geymir mynd Marteins Sig- urgeirssonar um Selfoss frá fyrstu tíð til nútímans. Guðmundur Kristinsson hefur unnið að ritun sögunn- ar í nokkur ár og kveðst vera langt kominn með síð- ara bindið og segir að þar muni kenna ýmissa grasa. Bókin er væntanleg í bókaverslanir 13. desember en verður seld fram til þess tíma á bæjarskrifstofu Sel- foss á kynningarverði. Jóns. Jönsaon FYRSTA eintakið af Sögu Selfoss var afhent Sigurði Óla Ólafssyni fyrsta oddvita Selfoss og fyrrum alþingis- manni. Sigurður, sem varð 95 ára í október, dvelst nú á Ljósheimum á Selfossi, og það voru forseti bæjarstjórn- ar, Bryndís Brynjólfsdóttir, og höfundur bókarinnar, Guðmundur Kristinsson sem afhentu Sigurði Óla bókina. Árbók hestamanna Þorgeir Guðlaugsson Guðmundur Jónsson SKJALDBORG hefur gef- ið út bókina Hestar og menn 1991 - Árbók hestamanna eftir Guð- mund Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson. I bókinni eru frásagnir af mótum, hestaferðum og viðtöl við hestamen, sem við sögu koma. Kaflar bókarinnar heita: Fjórðungsmót á Suðurlandi, Ragnar Þór Hilmarsson skeiðmeistari 1991, Guðni Jónsson, Ferð í kringum Tindafjöll, íslandsmót í Húnaveri, Þórður Þorgeirs- son, Einn á ferð norður fyr- ir Vatnajökul, Heimsmeist- aramótið í Norrköping, Tómas Ragnarsson, Carina Heller, Saga fjórðungsmóta á Suðurlandi, Ulf Lindgren og úrslit móta. Bókin er 271 bls. Ævintýri á myndböndum Myndbandasafnið hef- ur hafið útgáfu á mynda- flokki með ævintýrum eftir H.C. Andersen og Grimmsbræður, undir nafninu Sígild ævintýri. Að þessu sinni eru gefin út fjögur myndbönd í þess- um flokki og eru tvö ævin- týri á hverju þeirra. Allar myndirnar eru með íslensku tali og eru það Karl Ágúst Úlfsson, Saga Jónsdóttir, Júlíus Bijáns- son og Örn Árnason ásamt fleirum sem tala inn á myndirnar undir stjórn Guðrúnar Þórðardóttur. Hljóðupptaka fór fram hjá Hljóði og mynd, þýð- ingu annaðist Matthías Kristiansen. Ævintýrin sem eru á myndböndunum eru: Ljóti andarunginn og Gullveig, Þumallína og Skósmiður- inn og álfarnir og Stígvéla- kötturinn og Tindátinn staðfasti. Tvö myndbönd hafa ver- ið gefin út í flokknum Sag- an mikla en þau eru Örkin hans Nóa og Daníel í ljóna- gi-yfjunni og Sköpunin og Fæðing Jesú. Öll myndböndin eru yfir 60 mín. að lengd. VITASTIG 3 i.SIMI 623137 Sunnud. 8. des. Opiö kl, 20-01. TÓNLISTARVIÐBURÐUR GEIRISZEM & V TUNGLIÐ BJARNI BRAGI KJARTANSSON, EINAR RUNARSSON. SIGURÐUR GRÖNDAL, SIGFÚS OTTARSSON, HALLI GULLI Flutt efni af plötunni JÖRÐ og valið eldra efni m.a. Sterinn. EINSTAKT KVÖLD MEÐ EINSTÖKUM TONLISTARMANNI OG FRABÆRRI HUOMSVEIT- JOLAGLOGG OG PIPARKÖKUR I TILEFNI KVOLDSINS! S • K • I' • F • A • N PÚLSINN gHorgiinhtehih Auglýsingastminn er 69 11 11 ATH. ISLENSK TALSETNING OF FALLEG FYRIRÞIG -Sýnd kl. 9 og 11. KRAFTAVERK ÓSKAST sýnd ki. 5,7,9 og 11. CS3 19000 NBOGIINN FRUMSÝNIR ÓSKARSVERDLAUNAMYNDINA: VEGURV0NAR VEGUR VONAR FÉKK ÓSKARSVERÐLAUNIN SEM BESTA ERLENDA KVIKMYNDIN ÁRIÐ 1991. STÓRBROTIN MYND SEM ALLIR VERÐA AÐ SJÁ. Aðalhlutverk: Necmettin Cobanoglu, Nur Surer og Emin Sivas. Leikstjóri: Xavier Koller. Sýnd kl. 7,9 og 11. Bönnuð börnum innan 12 ára. FUGLASTRÍDIÐ í LUMBRUSKÓGI HOMOFABER Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. KÖTTURINN FELIX Sýnd kl. 3. Miðav. kr. 300. ÁSTRÍKUROG BARDAGINN MIKLI Sýnd kl. 3. Miðav. kr. 300. LUKKULÁKI Sýnd kl. 3. Miðav. kr. 300. Ómótstæðileg teiknimynd með íslensku tali, full af spennu, alúð og skemmtilegheitum. Óliver og Ólafía eru munaðarlaus vegna þess að Hroði, fuglinn ógur- legi, át f oreldra þeirra. Þau ákveða að reyna að saf na liði í skóginum til að lumbra á Hroða. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Aðalhlutverk: Bessi Bjarnason, Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Sig- uriónson, Laddi, Örn Árnason o.fl. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Miðaverð kr. 500. ROKKSKÓGAR KYNNA Á RAUÐUM HJÓLBÖRUM UM EYÐILANDIÐ Dagskrá í Listasafni íslands sunnudaginn 8. des- ember 1991 kl. 15.30. Með Ijóðaþýðingum Árna Ibsen og Sverrir Hólmarssonar á verkum Ezra Pound, William Carlos Williams og T. S. Eliot. Upplestur: Viðar Eggertsson, Árni Ibsen og Arnór Benónýsson. Tónlist: Reynir Jónasson. Miðasala í Listasafni íslands frá kl. 13.00 samdægurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.