Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1991 C 15 lent á, en það er alls staðar sama svarið, völlurinn lokaður. Vélin gefur staðarákvörðun. VM, sem er þvert á Vestmannaeyj- ar þ.e. út af Vestmannaeyjum. Flugstjórinn tekur við veðurfrétt- unum og fær fyrirmæli um að lækka flugið í átt til Keflavíkur. Hann fær gefnar upplýsingar um möguleika á radaraðflugi. Radar- inn á Reykjavíkurflugvelli hafi ekki enn verið tekinn í notkun fyrir blindflug, er aðeins notaður til þjálfunar. Flugstjórinn biður um neyð- araðflug (Emergency radar appro- ach) til Reykjavíkurflugvallar. Á meðan málið er kannað, heldur flugvélin áfram að radíóstefnuvita Keflavíkurflugvallar. Við sjáum í hendi okkar að um annan mögu- leika er ekki að ræða en radarað- flug til Reykjavíkurflugvallar, ef möguleika skuli kalla. Þar sem ég gegni störfum varð- stjóra og stjórna jafnframt rad- araðflugstækjunum, þá er þetta kannske ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið, en það er ekki eftir neinu að bíða. „Samþykkt að reyna neyðaraðflug með radar- tækjum Reykjavíkurflugvallar. Það hefur oft farið um hug minn síðan, hvaða dóm hefðu mistök fengið? Ef stórslys hefði orðið? Margir farist?, vélin lent í íbúða- hverfi? Það er logn og því eðlilegt ör- yggis vegna að vélin komi inn yfir Skeijafjörðinn og lendi á braut 14. Spennan vegna þess, sem í hönd fer magnast upp, verður lamandi nokkur augnablik, en öll skilning- arvit skerpast, gengið er til starfa hratt og ákveðið. Radartækið er stillt til aðflugs á braut 14. Á meðan ég vinn að því, heyri ég að vélin kallar flugturninn „Reykjavík tower Af 6908. Nálgast radíóstefnuvita Reykjavíkurflugvallar í 5.000 feta Litla radartækið verður fjöregg hans. Tilfínningin um það hvar hann sé staddur má engu ráða. Vélin kemur nú í ljós á sjón- skífu radarsins, þar með hefst þetta samspil tveggja manna, sem aldrei hafa sést. Annar stjómar flugvél, sem æðir áfram án þess að sjá nokkuð fram fyrir sig. Hinn stjórnar radartæki sem er kyrrt og sér þar flugvélina. Flugstjórinn verður að hlýða öllum fyrirmælum og framkvæma þær fljótt og örugglega, lítill ljós- depill fer um sjónskífu radarsins, ég veit að í honum er lifandi fólk. Vélin fær fyrirmæli um stefnu og flughæð, hvað ber að gera ef talsamband rofnar. Það er mikill léttir að sjá hve vel og nákvæm- lega flugstjórinn útfærir aðflugið, greinilega maður sem kann sitt fag, röddin róleg og styrk. Eg beini vélinni út á Faxaflóa, kem henni á þverlegg fyrir braut- ina, ætla síðan að sveigja hana til hægri inn á lokastefnu fyrir braut 14. Radarinn er þannig byggður að hægt er að breyta sjónskífunni, úr 30 mílum í 15, en við það stækkar allt sem er innan 15 míln- anna um helming, en um leið verð- ur að gæta þess að vélin sé komin inn fyrir 15 mílurnar, annars kæmi hún ekki fram á sjónskífunni. Síð- an er skipt yfír í 10 mílur og svo að lokum 3 mílur, mest er um vert að 3ja mílna skiptingin sé rétt upp sett, en við enda brautar- innar eru tvö radarendurskins- merki við hvorn jaðar hennar og milli þeirra verður vélin að fara til þess að aðflugið takist. „Hægri beygja 140 gráður, flughæð á að vera 1200 fet, er 6 mílur frá brautarenda, hægri beygja 5 gráður stefna 145 gráður ath. hjól niðri og læst.” Ég verð að gæta þess að tala stöðugt, skjóta inn upplýsingum Gamla radarhúsið við Reykjavíkurflugvöll. hæð. Flugþol 2 klst. og 36 mínút- ur.” Flugturninn gefur veðurlýs- ingu, hver setning hæðarmælis er, segir veður fýrir neðan lágmark til aðflugs, gefur fyrirmæli um að skipta yfir á radaraðflugsbylgju. Vélin kallar eftir augnablik á radarbylgjunni og biður um radar- aðflug, ég spyr flugstjórann að því hvort honum sé kunnugt um veður og aðstæður, svar hans er: „Hef fengið allar upplýsingar, á ekki aðra kosti en treysta á radar- aðflug til vallarins, sem ég óska hér með eftir.” Teningnum er kastað. Við vitum báðir að eldsneytið brennur hratt, timinn líður hratt. Flugstjórinn virðist rólegur og öruggur, ég sé fyrir mér flug- stjórnarklefann, tugi mæla, ljósa, stjórntækja, sem hann verður að fylgjast með. Athygli hans er áreiðanlega þanin til hins ítrasta. Kortin sem ég veit að hann leitast við að skoða, sýna óhugnanleg fjöll í nágrenni vallarins, sem ekki eru árennileg. Ég veit að það skiptir öllu máli að halda ró sinni, minnstu radd- brigði gætu skert traust flugstjór- ans á því, 'sem mun gerast á næstu mínútum. Gagnkvæmt traust verður að ríkja, ég vona að þetta sé reyndur flugstjóri, sem nær því að fylgja út í æsar þeim fyrirmæl- um, sem hann fær varðandi að- flugið, en á því veltur líf áhafnar hans, og farþega. um brautarlengd og breidd, og gefa upplýsingar um veður til þess að flugstjórinn geti verið öruggur um að sambandið hafi ekki rofnað. „4 mílur úti á lokastefnu, vinstri beygja 5 gráður, stefnan á að vera 140 gráður, flughæð á að vera 1200 fet, byija að lækka flugið í 300 fet, hef þig á lokastefnu 3 mílur úti, flughæð 900 fet, vinstri beygja 3 gráður, stefnan 137 gráð- ur, 2 mílur úti, flughæð 600 fet, hægri beygja 3 gráður, stefnan 140 gráður, 1 mílu frá brautar- enda, stefnir á miðja brautina.” Svitadropi silast niður ennið. Svo heyri ég rödd flugstjórans: „Sé brautina, lending,” um leið heyri ég gleðióp félaga minna, sem sjá vélina koma út úr þokunni og lenda. Fyrsta björgun flugvélar með radaraðflugi til Reykjavíkurflug- vallar er staðreynd. Litla frumstæða radartækið sannaði gildi sitt. Flugstjórinn þakkar fyrir gott radaraðflug, kveður, lokar talstöðinni. Við sáum aldrei hvor annan. Vaktin er senn liðin. Skömmu seinna var bætt inn í loftumferðar- stjóraskírteinið mitt: „Réttindi til radaraðflugs á Reykjavíkurflug- velli.” Ilöfundur er fyrrverandi fliigumferðarstjóri og starfar nú við Háskóla Islands. Útlitsráðgjöf Starf tíunda áratugarins Tiundi áratugurinn mun verða tímabil per- sónulegrar þjónustu, s.s að hjálpa konum að finna hvaða fatastíll hæfir þeim, hvaða hórgreiðsla, litir og snyrting o.s.frv. Alhliða ókeypis þjálfun með „Beauty For All Seasons" til að verða „útlits-ráðgjafi”. Skrifið til: Annica Ullhag, Nardmarksv. 42, 123 51 Farsta, Svíþjóð. VZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! s JMmqjtuiMfifrift Auglýsing frá Tryggingaeftirlitinu Tryggingaeftirlitið vekur athygli á auglýsingu er birtist í Lögbirtingarblaðinu 28. nóvember síðast- liðinn, varðandi fyrirhugaða sameinginu á rekstri B.í. Líftryggingar g.t., Brunabótafélags íslands og Líftryggingafélagsins Andvöku g.t. í Líftrygg- ingafélag Islands hf. og um breytingu á rekstrar- ' formi Líftryggingafélagsins Andvöku g.t. Tryggingaeftirlitinu ber lögum samkvæmt að at- huga hvort ástæða sé til að ætla að yfirfærsla tryggingareksturs og breyting á rekstrarformi geti á nokkurn hátt skaðað vátryggingartaka og hina vátryggðu. Vegna þess hefur Tryggingaeftir- litið, með nefndri auglýsingu, óskað eftir skrifleg- um athugasemdum innan þriggja vikna frá birt- ingu auglýsingarinnar. Tryggingaeftirlitið, 6. desember 1991. NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR pCtur zophonasson VIKINGS IÆiqAROTV Asgeir Jakobsson SÖGUR ÚR TÝNDU LANDI Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir œvisögur sínar um íslenska athafnamenn. Þessi bók hefur að geyma smásögur eftir hann, sem skrifaðar eru á góðu og kjarnyrtu máli. Þetta eru bráöskemmtilegar sögur, sem eru hvort tveggja í senn gamansamar og með alvar- legum undirtóni. Pétur Zophoníasson VÍKINGSLÆKJARÆTTV Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti hluti h-liöar œttarinnar, niöjar Stefáns Bjarnasonar. Efninu fram að Guðmundi Brynjólfssyni á Keldum verður skipt í tvö bindi, þetta og sjötta bindi, sem kemur út snemma á nœsta ári (1992). Myndir eru rúmur helmingur þessa bindis. BÆKUR - SKUGGSJÁ Pétur Eggerz ÁST, MORÐ OG DULRÆNIR HÆFILEIKAR Þessi skáldsaga er sjöunda bók Péturs Eggerz. í henni er meðal annars sagt frá ummœlum fluggáfaðs íslensks lœknis, sem taldi sig fara sálförum að nœturlagi og eiga tal við fram- liðna menn. Þetta er forvitnileg frásögn, sem fjaliar um marg- breytilegt eðli mannsins og tilfinningar. M.Scott Peck Leiðin til andlegs Iproska Öll þurfum við að takast á við vandamál og erfiðleika. Það er oft sársaukafullt að vinna bug á þessum vandamálum, og flest okkar reyna á einhvern hátt að forðast aö horfast í augu viö þau. í þessari bók sýnir banda- ríski geðlœknirinn M. Scott Peck hvernig við getum mœtt erfið- leikum og vandamálum og öðlast betri skilning á sjálfum okkur, og um leið öðlast rósemi og aukna lífsfyllingu. Hnnhogi Guðinundsvni Gamanscmi $noira ^turlusonav Nokkur valin dæmi SUss<ji atilBHÍÍÍÉHHBnd Finnbogi Guömundsson GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 23. september voru liðin 750 ár síöan Árni beiskur veitti Snorra_ Sturlusyni banasár í Reykholti. í þessari bók er minnst gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþœttir í verkum hans. Myndirí bókina gerðu Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþórsson. Auöunn Bragi Sveinsson SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA í þessari bók greinir Auðunn Bragi frá kynnum sínum af rúmlega sextíu íslenskum prestum, sem hann hefur hitt á lífsleiðinni. Prestar þeir, sem Auðunn segir frá, eru bœöi lífs og liðnir og kynni hans af hverjum og einum mjög mismikil; við suma löng en aðra vart meira en einn fundur. SKUGGSJÁ Bókabúð Olivers Steins sf NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.