Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 Hinir smávöxnu Rice-bræður fundust nýfæddir í pappakassa, en eiga nú milljónir og telja kjark í aðra dverga FORRÍKU „Ef þú heldur að þú eigir við vandamál að stríða, líttu þá á okkur.” Þeir bræður eru þekktir fyrir ríka kímnigáfu. r r FLORIDA-D VERGARNIR Texti og myndin Ron Laytner RÆSTINGAMAÐUR var að skúra í sjúkrahúsinu að næturþeli. Honum fannst hann heyra mjálm, — eða var það veikt barnskjök- ur? Hann gekk á hljóðið. Það kom úr pappakassa, sem einhver hafði skilið eftir fyrir utan dyrnar að slysadeildinni. Hann gægð- ist ofan í kassann og hljóp síðan eftir hjálp ... Rice-bræðurnir voru komnir á vettvang ... ice-bræðumir eru smáv- öxnustu eineggja tví- burar, sem vitað er um, eða nákvæmlega 86,3 cm á hæð. Þótt þeir séu dvergar líkamlega, em þeir risar, þegar lögð er á þá hin venjulega mæli- stika hamingju, auðs og árangurs í lífmu. Þeir hafa brotizt áfram af eig- in mætti og verða nú að teljast vel- lauðugir. Fróðir menn álíta, að hvor um sig eigi eignir, sem ekki verði metnar á minna en sjö milljónir Bandaríkjadala, en e.t.v. á allt að tólf milljónum (þ.e. á bilinu frá 420 að 720 milljónum íslenzkra króna). Flórídadvergarnir forríku heita John og Greg. John er kvæntur fríð- leikskonu, sem er 1,68 cm á hæð. Þau eiga tveggja ára gamlan son, sem vex alveg eðlilega. Greg hefur ekki látið verða af því að kvænast, en hann er svo eftirsóttur til sam- neytis af forvitnum unglingsstúlkum, að engu lagi er líkt, mundu sumir segja, en aðrir minna á, að mannlegt (eða kvenlegt) eðli sé óútreiknanlegt í fjölbreytni sinni. í minnisbókinni hans sést, að hann er upppantaður á stefnumót margar vikur fram í tím- ann. Þetta líf líkar honum vel, en bróðir hans kýs rólegt fjölskyldulíf. Báðir una því vel sínum hag. Tvíburamir standa nú á fertugu. Ekki var við því búizt í upphafi, að þeir ættu langt líf fyrir höndum. Saga þeirra hefst við sjúkrahús í West Palm Beach, ekki langt fyrir norðan Miami í Flórída, um vorið 1951, þegar skúringamaður fann þá í pappakassa. Læknarnir í St. Mary’s Hospital, þar sem sveinbörnin fundust, kváðu upp þann dóm, að athugun lokinni, að þeim yrði vart langra lífdaga auð- ið. Sennilega yrðu þau mjög skamm- líf. Jóðin-tvö voru dvergar frá fæð- ingu, en þau voru nýfædd, þegar þau fundust. Drengirnir voru með óeðli- lega stór höfuð miðað við smáa lík- ama. Úrskurður læknanna var sá, að þeir hefðu fæðzt með erfðagalla (spondylo-epi-physeal dys-plasia), en talið er, að eitt bam af hverju hundr- að þúsundi fæðist með þann galla. Síðar rannsökuðu sérfræðingar þá. Þeir sögðust búast við því, að tvíburarnir gætu lifað við harmkvæli í allt að fimm ár, en eldri gætu þeir tæpast orðið. Þeir voru skrásettir munaðarleys- ingjar á stöðugu framfæri Flórídarík- is. ★ Blaðamaðurinn átti fund með tví- burunum í skrifstofu fyrirtækis þeirra nálægt fundarstað (og fæðing- arstað?) þeirra í West Palm Beach. Fyrirtækið heitir „Think Big” („Hugs- aðu stórt!”). Allt er þarna af venju- legri stærð, húsgögn og annað, svo að milljónamæringamir tveir verða að klifra upp á stólana. Starfsfólkið virðist risavaxið í samanburði við þá. Það fékkst við alls konar hluti, meðan blaðamaður- inn talaði við bræðurna. Sumir voru að ganga frá samningum um sýning- ar á sjónvarpsþáttuin þeirra um eig- naumsýslu og fasteignakaup. Aðrir tóku við beiðnum um að tvíburarnir kæmu fram á hvers konar fundum og samkomum úti um allan heim. Enn aðrir fengust við stjóm á rekstri leiguhúsa þeirra, en þeir eiga á fjórða hundrað hús, sem þeir leigja út. Annars staðar í byggingunni unnu tæknimenn að gerð nýrra sjónvarps- og myndbandsþátta. Sagt er, að John og Greg Rice hafi bókstaflega bjargað lífi margra manna með hughreystingarþáttum sínum, einkum dverga, en einnig annarra, sem hafi verið að veslast upp af minnimáttarkennd, sjálfsvor- kunn og aumingjaskap, svo að í stað þess að herða upp hugann og treysta á sjálfan sig til að bjarga sjálfum sér, hafi þeir verið komnir að því að segja sig til sveitar eða ana úti í sjálfsmorð. Svo mikið er þó óhætt að fullyrða, að þeir hafi breytt lífi hundruða, ef ekki þúsunda, víðs veg- ar í veröldinni. Menn hafa breytt um atvinnu og lifnaðarhætti, eftir að hafa kynnt sér kenningar þeirra. Þeir, sem enga atvinnu höfðu og héldu, að þeir fengju aldrei neitt að gera, hafa fundið sér starf við hæfi og öðlazt tilgang í lífinu og ham- ingju með því. A hveiju ári halda bræðumir um 80 „hughreystingarræður”, aðallega í Ameríku, en einnig í hinum heim- sálfunum fjórurri. Þeir segja frá því, hvernig þeir tókust á við vandamál sín og eyddu þeim. Þeir telja kjark í áheyrendur, porra þá upp, hvetja þá til dáða og ráðast gegn vonleysis- hugarfari. Ileita má, að alltaf sé húsfyllir, þar sem þeir koma fram. Þögn verð- ur í áheyrendasal, þegar þessir litlu menn klifra upp stiga í ræðustól og hefja mál sitt af fullkomnu látleysi, hreinskilni og einlægni: Hlustið á, hvað við gerðum. Megi það verða ykkur innblástur til þess að takast á við lífið á sama hátt. Vonandi getið þið lært eitthvað gott af því að hlusta á okkur. Allir eiga skilið að lifa góðu lífi, en ekki auðnast öllum það. Menn mega aldrei missa móðinn. Horfíð fram og upp, verið hugrakkir! Okkur leggst öllum eitthvað til, en fyrst verðum við sjálf að leggja okkur fram ... Sjálfir koma þeir vel fyrir; bjart- sýnin sjálf uppmáluð. Þeir bera sig vel og klæðast fijáismannlega, hreyfa sig hratt og lipurlega, sveifla litlum skjalatöskum í hendi sér, ganga hnarreistir með djarflegt augnaráð og brosa sífellt. John segir: „Það má segja, að við höfum fæðzt á miðöldum fyrir Ijöru- tíu árum. Þá var viðhorfið gagnvart dvergum allt annað en nú. Samt þarf enn mörgu að breyta í þeim efnum, og við viljum leggja okkar skerf fram til þess. En fyrir fjörutíu árum var ævi dvergs talin miklu al- varlegra vandamál en hún nauðsyn- lega þarf að vera. Dvergar voru al- mennt dæmdir til ömurlegs lífs þegar við fæðingu.” Greg bætir við: „Margir læknar og flestir aðrir héldu, að dvergar gætu ekki orðið langlífír. Sumir voru feimnir við að nota orðið „dvergur” og töluðu um „lítið fólk” eða „mjög smávaxið fólk”, jafnvel „fólk, veru- lega undir meðalstærð”. Það var einnig almennt álit, að langflestir dvergar ættu erfitt um gang og með allar hreyfíngar”. ★ Ævina á enda fylgir þeim brenn- andi spurning: Hveijir eru foreldrar þeirra? Hvernig gátu þeir (eða móðir- in ein) fengið sig til þess að troða nýfæddum börnum niður í pappa- kassa, flytja kassann að næturlagi að sjúkrahússdyrum, skilja hann þar eftir og láta sig síðan hverfa fyrir fullt og allt út í nóttina? Þegar þeir voru átta mánaða gamlir, tóku hjónin Frank og Mildred Windsor þá í fóstur. Frank hafði ekki miklar tekjur. Hann hafði litla menntun og fékkst við lítils háttar búskap, en hafði fastar tekjur af því að gera hreint í skólahúsi í nágrenn- inu. Bræðurnir segja, að þrátt fyrir litla, formlega menntun og enn minni veraldarauð, hafi Windsor-hjónunum samt tekizt uppeldið betur en heilli félagsmáladeild af sálfræðingum, uppeldisfræðingum og félagsráðgjöf- um hefði getað tekizt: þau létu þá aldrei finna annað en að þeir væru á allan hátt eðlilegir drengir. Windsor-hjónin áttu fyrir tvö börn, Jay og Betty, en þegar þau tóku Rice-tvíburana að sér, höfðu þau nýlega misst þriðja barn sitt, dóttur, sem dó nýfædd. Þegar hún andaðist, létu hjónin skrá sig á opinberan lista yfir fólk, sem óskaði eftir því að taka fósturbörn eða kjörbörn. Fljótlega var þeim boðið að taka tvíburana að sér, og hugsuðu þau sig ekki lengi um, eftir að hafa séð þá. Bræðurnir fullyrða, að lykillinn að allri velgengni þeirra í lífinu sé upp- eldið, sem Windsor-hjónin veittu þeim. „Foreldrar okkar umgengust okk- ur á nákvæmlega sama hátt og sín eigin börn og kölluðu okkur aldrei fósturböm,” segir John. „Við bjugg- um á smábýli; jörðin var um fímm ekrur á stærð (um 2 hektarar). Við mjólkuðum kúna, sáum um að- safna eggjunum undan hænunum og höfð- um ákveðin verk að vinna í kálgarð- inum.” Þeir voru fyrst látnir ganga í sér- stakan barnaskóla handa fötluðum börnum. John segir um fyrstu skóla- gönguna: „Við vorum einu dvergarn- ir; að öðru leyti amaði ekkert að okkur. ÖIl hin börnin voru fötluð á ýmsa vegu, mörg vantaði hendur og fætur, óku um í hjólastólum eða studdust við hækjur. Þarna var hvorki hlaupið né klifrað. Við vissum hins vegar, að við gátum hvort tveggja og næstum því hvað sem var. Skólayfirvöldum þóknaðist að hafa okkur þarna, þó að við ættum litla samleið með hinum börnunum. Skólaráðgjafar töldu, að fengjum við að ganga í skóla með börnum af eðlilegri stærð, myndu þau meiða okkur í leikjum. Því væri öruggara að hafa okkur í hópi barna með næsta takmarkaða leikgetu.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.