Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 25
rper hm23<3 .8 mroAŒWVPB RAMUAHT2fl MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SÚNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 HáirhælarAlmodóvars ■ Breski leikstjórinn Peter Medak, sem gerði hina of- beldisfullu mynd um Kray- bræðurna, hefur sent frá sér myndina „Let Him Have It”. Hún er byggð á sönnum atburðum frá árinu 1952 þegar táningspiltar tveir voru dæmdir fyrir morð á lögreglumanni. Annar var tekinn af lífi, hinn settur í fangelsi. Myndin var sýnd breskum þingmönnum í sumar og hefur hún orðið til þess að málið var tekið upp að nýju fyrir bresku dómstólunum. M Fyrstu myndin sem fram- leiðandinn Lili Fini Zanuck leikstýrir heitir „Rush” en Zanuck er gift Richard Zanuck og saman fram- leiddu þau m.a. metsölu- myndina Ekið með Daisy. „Rush” er með Jason Patric og Jennifer Jason Leigh í aðalhlutverkum en þau leika löggur sem verða dópistar í gegnum starf sitt og ástfangnar í leiðinni. MJapanski Ieikstjórinn Ak- ira Kuro-sawa réði Ric- hard Gere í nýjustu mynd sína, „Rhapsody in- Aug- ust”, og segist ánægður með hann. Leikstjórinn aldr- aði bauð Gere hlutverkið í samkvæmi fyrir einu og hálfu ári síðan þegar haldið var upp á 80 ára afmæli Kuro-sawa og Gere þáði það á stundinni. MNæsta mynd Francis Coppolas eftir sögunni um Drakúla verður að líkindum byggð á ævisögu FBI for- stjórans alræmda, J. Edgar Hoovers, eins og hún birtist í nýútkominni bók Curts Gentrys sem heitir Hoover: Maðurinn og leyndarmál hans. MBreska leikkonan Maggie Smith leikur á móti Whoopi Goldberg í nýrri gamanmynd sem heitir „Sister Act”. Framleiðandi er Touch-stone Pictures. NYJASTA mynd spænska Ieikstjórans Petro Almodóvars heitir Háir hælar og er geysi- vinsæl á Spáni þessa dagana. Hún segir frá undar- legu sambandi frægr- ar poppsöngkonu (Marisa Paredes) og dóttur hennar (Victoria Abril úr Bittu mig elskaðu mig), sem er fréttaþula í sjónvarpi. Þá fyrst fer að sjóða upþúr þegar eiginmaður dóttur- innar er myrtur og í ljós kemur að hann var fyrrum elskhugi móðurinnar. Handritið að Háum hælum innihélt engin eró- tísk kynlífsatriði í byrjun en Almodóvar gat ekki setið á sér að læða einu með. Það er með fréttaþul- unni og kynskiptingi sem farið hefur í gervi móður hennar. Atriði sem þessi í mynd- um hans hefur komið hon- um í klípu áður. Almodóvar lenti í útistöðum við kvikmyndaeftirlit- ið í Bandaríkj- unum vegna Bittu mig, elskaðu mig, sem sýnd var á sín- um tíma í Háskóla- bíói, en hann segir að hann hafí verið misskilinn. „Bittu mig” er umfram allt ástarsaga. Rit- skoðun, eins og ástin, er órökrétt,” segir hann. Og um Háa hæla: „Ég hef gert sterka ástars- enu án tillits til afleiðinganna.” Háir hælar; ritskoðun er eins og ástin. JFK; sýnd um mánaðamótin jan/feb. 10.000 sjá Aldrei án dóttur minnar MJÖG GÓÐ aðsókn var á fyrstu sýningarhelgi Sambíó- anna eftir að Sagabíó og hin nýja viðbygging sem hýs- ir anddyri, miða- og sælgætissölu Bíóhallarinnar og Sagabíós var tekin í notkun, að sögn Arna Sainúelsson- ar kvikmyndahúsaeiganda. Alls hafa nú um 7.000 manns séð nýjustu mynd Spikes Lees, Frum- skógarhita í Bíóhöllinni, um 10.000 manns hafa séð dramað Aldrei án dóttur minnar með Sally Field í Bíóborginni og þar hafa FERÐALAG WENDERS 1999 William Hurt fer með aðalhlutverkið í nýjustu mynd þýska leikstjórans Wims Wenders, sem heitir „Until the End of the World” eða AHt til enda heimsins. Wenders var í fimm mán- uði að gera þessa al- þjóðlegu vegamynd sína, sem tekin var um víða veröld en hún segir frá manni nokkr- um, William Hurt, sem legg- ur í langferð árið 1999 að mynda fallega staði fyrir blinda móður sína á dánar- beði. Hann stekkur um heim- inn allt frá síkjunum í Fe- neyjum til óbyggðanna í Ástralíu en myndavélin er uppfinning hans og getur sent myndirnar beint inn í heilann. Solveig Dommartin, sem lék í Wendersmyndinni Him- inn yfir Berlín, fer með ann- að aðalhlutverkið, konu sem aðstoðar Hurt, en hann elta bófar og illmenni sem stela vilja hinni furðulegu mynda- vél. Upptökurnar kostuðu heil- mikil ferðalög. „Allur hópur- inn steig upp í flugvél aðra hvetja helgi,” segir framleið- andinn Jonathan Taplitz (Síðasti valsinn). „Við urðum líka að breyta heimsborgun- um dálítið svo þær féllu að framtíðarsýninni; í Moskvu er allt fullt af auglýsinga- skiltum og í París eru engir bílar á götunum. Það er bannað. Það má aðeins aka neðanjarðar.” -'KVIKMYNDIR™ Hvad œtli Walt segóiP SNOTOG ÓFRESKJAN DISNEY hefur gert enn eina teiknimynd sem tímaritið Newsweek segir að gefi gömlu, frægu teiknimyndum fyrirtækisins frá dögum Walts, ekkert eftir. Hún heitir „Beauty and the Beast” eða Snót og ófreskjan og er þrítugasta teiknimynd Disney fyrirtækisins frá því Mjallhvít var gerð árið 1937. Walt ku hafa ætlað að gera þessa mynd sjálfur fyrir mörgum, mörg- um árum en seinni helmingur sögunnar, sem var heldur átakalaus, kom teikni- höfundun- um í klípu. Nýju Dis- neyteikn- aranir hafa leyst málið með því að gera sög- Arnald Indriðason una að tónlistarmynd sem er allt í senn rómantísk, fyndin og óttaleg, að sögn Newswe- ek. Flestir kannast við ævin- týrið uni Snót og ófreskjuna en það skýtur reglulega upp kollinum í einhverri mynd, nú síðast á Stöð 2 í þáttunum Fríða og dýrið. Það segir frá hinni fallegu Snót sem nauð- beygð er til að búa með ófreskju fjarri mannheimum eftir að faðirinn hefur lofað henni ófreskjunni til að sleppa við bráðan bana. Ófreskjan reynist auðvitað prins í álögum en finni hann stúlku sem játar honum ást sína losnar hann úr þeim. í teiknimyndinni hefur verið bætt nokkuð við ævin- týrið og hlutverk stúlkunnar I Disneyhefðinni; úr myndinni um Snót og ófreskjuna. gert stærra. Snót er heilmik- ill bókaormur og hún á von- biðil sem heitir Gaston og er illinginn í sögunni. Hún er ekki send til ófreskjunnar í skiptum fyrir líf föðurins heldur hefur hún upp á föður sínum þar sem hann er í haldi ófreskjunnar og semur um lausn hans. Byrjað var á gerð mynd- arinnar fyrir þremur og hálfu ári og átti hún þá að vera venjuleg frásögn en seinna þegar tónlistarhöfundarnir Howard Ashman og Alan Menken (Litla hryllingsbúð- in, Litla hafmeyjan) tóku að vinna við „Snótina” breyttist hún í tónlistarmynd. Þykit' hún hafa að geyma mörg frábær lög. Á meðal leikara sem ljá teiknipersónunum raddir sín- ar eru unglingastjarnan gamla, Robbie Benson, sem er prinsinn, og Angela Lans- bury, sem talar fyrir hlýleg- an, breskan teketil en aðrar söguhetjur eru m.a. kertast- jaki og borðklukka og jafnvel heill borðbúnaður eins og hann leggur sig. Flestir halda eflaust að fyrst séu myndirnar teikn- aðar og svo tali leikararnir inná þær en þessu er reyndar þveröfugt farið. Raddirnar eru hljóðritaðar áður en farið er að teikna og oft hefur leikstíll leikarans áhrif á teikningarnar sjálfar. Jeffrey Katzenberg, yfir- maður Disneyversins, vonar að tnyndin verði útnefnd til óskarsins, segir í Newsweek, en það yrði þá í fyrsta sinn sem teiknimynd lenti í slagn- um um styttuna. Aldrei hefur teiknimynd verið útnefnd ti! óskarsins fyrr. Hvort Snót og ófreskjan verði fyrst til þess kemur í ljós í febrúar þegar útnefningarnar verða kynntar. einnig um 16.000 manns séð gamanmyndina Hvað með Bob? nteð þeim Bill Murray og Richard Dreyfuss. I Bíó- höllinni hafa um 6.000 manns séð hasarmyndina Réttlætinu fullnægt og um 5.000 manns hafa séð þar myndina Fífldjarfur flótti með Rutger Hauer. Nýjasta stórmynd Olivers Stones, JFK, sem fjallar um morðið á John F. Kennedy, verður frumsýnd hjá Sambíó- unum um mánaðarmótin jan- úar/febrúar og um svipað leyti verður frumsýnd nýj- asta mynd Tonys Scotts, Síð- asti skátinn eða „The Last Boy Scout” með Bruce Willis en það er hasarmynd í líkingu við „Lethal Weapon”. Þá verður mafíumyndin Billy Bathgate með Dustin Hoff- man frumsýnd um miðjan janúar. W/m IBIO Umsóknir til _ Kvik- myndasjóðs íslands um styrki til kvikmynda- gerðar lýsir þeim ' afar mikla áhuga sem hér er á að gera bíómyndir, áhuga sem er alltaf að aukast. Því miður lýsir ýjöldi þeirra einnig van- mætti sjóðsins, sem eng- an veginn getur styrkt nema eina eða tvær bíó- myndir á ári að einhveiju marki. Það segir sig sjálft að kvikmyndagerðarmenn geta ekki einblínt til sjóðs- ins ef þeir ætla að gera bíómyndir. Til þess er fjárhagur hans alltof þröngur. Aðrir sjóðir standa til boða, norrænir og evrópskir, og ágætlega hefur gengið að fá erlenda aðila í samstarf en fyrst og fremst verða kvik myndagerðarmenn að afla peninganna sjálfir. Það er auðvitað erfitt og áhættan er mikil. Þannig hefur íslensk kvik- myndagerð lengst af ver ið. Hún kallar á ódýrar myndir úr samtímanum og eru það ekki einmitt myndirnar sem við þurf- um og eiga mest erindið? Myndir eins og Veggfóðr- ið sem kostar 15 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.