Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 22
22 C —u:____ MORGUNBLAÐIÐ MENNiNGARSTRAUMAR sunnudagur ^.fPESEMBER 1991 ÉG ALDREI ÞORÐI ... LANDSLAGIÐ 1991 er afstaðið og líklega vita flestir hvaða lag bar þar sigur úr býtum, því nóg hefur það hljómað í útvarpi síðustu daga. Sigurlagið, Ég aldrei þorði, flutti Anna Mjöll Olafsdóttir, sem einnig samdi lag og texta. Anna Mjöll sagðist hafa fengist nokkuð við lag- asmíðar síðustu misseri og eiga einhver lög á kassettum, en ekki vera iðin við að semja. „Það er frekar að mér detti eitthvað í hug sem ég svo vinn úr lag.” Hún sagði þó að þessi sigur staðfesti að eitthvað sé spunnið í lögin og það gæti verið byrjunin á einhverju meira; „mig klæjar óneitanlega nokkuð í puttana að gera sólóplötu í ljósi þess hvemig keppnin fór”. Anna Mjöll segist ekki hafa átt von á því að vinna í keppninni, „mér fannst keppnin svo jöfn að ég átti alls ekki von á að vinna. Ég var því sallaróleg þangað skýrt var frá úrslitunum, því ég var svo viss um að Eld- fuglinn myndi vinna. Mér fannst lögin í keppninni vera svo jöfn og það var örugg- lega mjótt á munum í lokin.” Anna Mjöll fór til Banda- ríkjanna í sumar og fékkst þar við tónlist, en hún segir að það hafi verið meira upp á grín í sumarleyfi. „Ef ég ætlaði mér að bijótast áfram úti, þá er það mikil vinna og tekur langan tíma. Það blas- ir við að reyna að koma sér áfram hér eins og er, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér; kannski á ég eftir að fara út aftur.” Anna segist þegar hafa fengið tilboð um að troða upp með Ég aldrei þorði, „þannig að það virðast einhverjir vilja sjá þetta aftur”. DÆGURTONUST Fyrirhverja eru bamaplöturf Stóm bömin Idka sér BARNAPLÖTUSMlÐ er jafnan lífleg fyrir jól, þegar baráttan um að komast i jólapakkann stendur sem hæst. Þá láta menn oft nægja að taka gömln lummuraar, bæta við nýjum takti og smá hijóðgervlakryddi og láta það nægja. Þegai’ Þorvaldur Bjarai Þor- valdsson, þriðjipartur Todmobile, tók ao sér að seQa saman baraaplötu máttu menn þó búast við að annað yrði upp á ten- ingnum. Barnaplatan Stóru böm- in leika sér kom út fyrir stuttu og hefur vakið þó nokkra athygli, enda ekki farnar troðnar slóðir i útsetn- ingum og spiliríi, þó alltaf sé þess gætt að láta galsann ráða ferð- inni. Þor- valdur segist hafa valið lögin með Jónatan Garð- arssyni og Andreu Gylfa- dóttur og þá þau lög sem honum fannst skemmtileg eftir Árna Matthiosson Ijósmynd/Bjðrg Sveinsdóttir Hrekkjusvín Plata fyrir alla sem ekki hafa gleymt að leika sér. og sem nýja fleti mætti finna á, en hann segir að mörg þeirra hafi hann ekki þekkt ýkja vei og þvi kom- ið að þeim óháður fyrri til- raunum til útsetninga. Þegar hlustað er á plöt- una fer ekki á milli mála grallarasvipurinn. Þorvald- ur, tókst þu þetta fyrir hendur með hrekki í huga? „Nei, en ég er svolítið hrekkjusvín, svo það skilaði sér þegar það átti við. Ég átti jafnvel von á að ýmsir yrðu mér ósammála með útsetningar og fleira, þó ég væri ekki að reyna að storka neinum. Ert eí ég er beðinn að gera svona nokkuð þá geri ég það eins og ég vil gera það. Upphaflega stóð til að hafa lögin í einskonar poppútsetningum, en ég ákvað að eltast ekki alltaf við það að gera þau sölu- leg; frekar að reyna að leita að skemmtilegum hlutum S lögununt og líta á laglín- urnar frá öðrum sjónar- homum.” Þorvaldur segir að plat- an sé að hans mati fyrir alla sem ekki hafa gleymt barninu i' sér, „alla sem ekki hafa gleymt að leika sér”. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Tunglfarar Geiri Sæm og félagar í Tunglinu. Reikistjörnur GEIRI Sæm sendi frá sér sína þriðju breiðskífu, Jörð, fyrir stuttu og til að fylgja þeirri skífu eftir hóaði hann saman í sveit, sem hyggst spila víða á næstu mánuðum. Forsmekkur af því er tónleikar á Púlsinum í kvöld. Með Geira í sveitinni em Sigurður Gröndal, Bjarni Bragi Magnússon, Sigfús Óttarsson og Einar Rúnarsson. Geiri segist hafa viljað halda í gamla sveitarnafnið sitt, Tunglið, enda of gott til að henda. Hann segir sveitina hafa smollið einkar vel saman, „þetta er samstilltasti hóp- ur músíklega og móralslega sem ég hef spilað með”. Hann segir að framundan sé mikið hark til að kynna plötuna, en þeir ætli líka að halda áfram eftir jól og fara þá að heija á skólana. „Við spilum bróðurpartinn af plötunni og svo eldra efni í bland. Það er um að gera að nota líka veturinn til að byggja upp nýrra efni.” Eins og áður sagði held- ur Tunglið tónleika í Púls- inum í kvöld, en áður verð- ur skálað fyrir plötunni nýju í glöggi. Góður tími Brimkló. Talið í og tekið upp BRIMKLÓ var með vinsælustu sveitum landsins á sinni tíð. Fyrir stuttu kom út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Rock ’n’ Roll, öll mín bestu ár. Ejörgvin Halldórsson, sem var fremstur meðal jafningja í sveitinni, segist eiga góðar minning- ar um þessa fyrstu plötu Brimklóar. „Mér hefur allt- af þótt vænt um þessa plötu, en hún ber merki uppruna síns og þess tíma sem hún er gerð. „Þetta var góður tími og það var gam- an að þessu, það var bara talið í og tekið upp.” UROLLING STONES hef- ur verið kölluð mesta rokk- sveit heims. Það var því forr- áðamönnum Sony Music nokkuð áfall þegar sveitin gekk á mála hjá Virgin- útgáfunni. Ekki hefur verið látið uppi um samningsupp- hæð, en líklega er um að ræða nokkur fjárlög íslenska ríkisins. Samningurinn geng- ur í gildi í ársbyrjun 1993. LIFANDI PÓSTKORT TÓNLISTARMYNDBÖND eru jafnan leiknar auglýs- ingar fyrir plötur/lög/hljómsveitir og því yfirleitt ekki ætlaðað lifa lengi. Fyrir stuttu kom út óvenjulegt tón- listarmyndband, því segja má tónlistin undirstriki myndskeiðið en ekki öfugt. Lagið við bandmyndina heitir Island er land þitt Og er eftir Magnús Þór Sig- mundsson. Island er land þitt kom út á plötunni Draumur ald- amótabamsins fyrir tæpum tíu árum og hefur náð þjóð- arhylli ásíðan það kom út. Magús segist hafa verið að vinna á geðdeild þegar lagið varð til; „ég var með bók með ljóðum Margrétar Jóns- dóttur og var að lesa fyrir sjúklingana og síðan að semja lög og spila fyrir þá. Rúnar Júlíusson heyrði svo þessi lög hjá mér og vildi ólmur gefa þau út. Astæðan fyrir mynd- bandinu er sú að það hefur töluvert af fólki hringt í mig og beðið um að fá að nota lagið sem undirspil í band- myndum sem það er að taka upp af fjölskyldunni eða landslagi til að senda til vina og ættingja í útlöndum. Það vaknaði því sú hugmynd að gera eins gott myndband og kostur væri með laginu til að selja fóki og fyrirtækj- um. Við eyddum tveimur mánuðum í að að velja myndskeið með laginu, en það er fyrir vikið góð land- kynning og hefur selst mjög vel.” Sást þú fyrir þér að þetta lag ætti eftir að lifa önnur lög af plötunni? „Nei, alls ekki. Þegar ég var að gera plötuna fannst mér Draumur aldamóta- barnsins besta lagið, en frá því hún kom út hefur ísland er land þitt verið að slíta sig frá henni.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.