Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 2
reei aaawaaaa .8 auoAaunvíua aia/vianuoaoM —MORGUNBfcftBIB-SUNNtJDTtGURTST'DESEMBERTOTT HOPPARÍ ÞYRLU eftir Elínu Pólmndóttur MARYLENE Delbourg-Delphis vatt sér glaðleg í fasi inn á ritstjórn Morgunblaðsins einn morguninn. Bar það ekki með sér að þarna færi þekkt athafnamanneskja. Enda var hún til annars komin en að tala um umsvif sín í viðskipalíf- inu á sviði tölvuforrita vestan hafs og í Frakklandi. Af- greiddi það með því að hún væri ekki til Islands komin í viðskiptaerindum. En henni hafði verið sagt frá grein í blaðinu um sjóslysið á Mýrum 1936 þegar franska rannsókn- askipið Pourpoui-pas? fórst og vildi ræða við viðkomandi höfund. Bauð í hádegisverð til þess að taka ekki meira en nauðsyn krefði tíma vinnandi manneskju. Hvers vegna Pourqoui-pas? Jú, ungur systursonur ömmu hennar fórst með skipinu og er jarðsettur hér í Fossvogskirkjugarði ásamt 8 öðrum, því líkið rak seinna. Hún var þegar búin að leggja krans á leiði hans. Og svo hafði hún leigt sér þyrlu og farið upp á Mýrar til þess að sjá slysstaðinn. Svo hoppaði hún í tvo daga í þyrlu milli staða sem hún ætlaði að sjá víða um land. Þessari rösku athafnakonu fannst of mikil tímaeyðsla að sitja klukkutímum saman í bíl. Þó og kannski þess vegna virtist hún hafa nægan tíma til að skoða og ræða við fólk þar sem hún kaus að stansa. Bara vön að vita hvað hún vildi raunverulega gera við sinn tíma. Kannski er galdurinn við velgengni í því fólginn. Og kannski er ráðið til þess að veija íslenska náttúru fyrir of miklu sliti af vaxandi ferðamannastraumi að flylja þá um í þyrlum? Frændinn ungi hét André Chevanton, fæddur 1913 í La Roche Jaune í þorp- inu Plouguel á Bretagne. Hann var ekki í flotanum heldur sjálfboðaliði í þjálfun og gegndi bátsmannsstöðu um borð. Hann var systursonur ömmu Marylenar Detbourg-Delphis, sem var guðmóðir lians. Sagði hún að amma hennar, sem hefði sagt henni sögur heima í þorpinu á Bretagne þegar hún var að alast upp, hefði einhvern tímann beðið hana, eftir að hún var farin að eiga leið um Island á leið milli fyrirtækja sinna í Kaliforníu og Frakklandi, að leggja blóm á leiðið þar sem þessi guðsonur hennar lægi undir mirinís- merki í fjariægum kirkjugarði. Á sínum tíma hafði tílkynningin um það komið til foreldra hans frá franska flotamálaráðuneytinu. Þeg- ar dótturdóttirin var stödd í Boston á leið austur um haf vár hringt til að segja henni að amma hennar væri Iátin. Þá fannst henni að nú ætti hún að gera þetta í minningu hennar. Það hafði hún gert. Síðan fór hún heim á Hótel Holt og hringdi til systur sjómannsins, Eliane Le Chevanton, sem er á lífi og býr í La Roche Jáune, til að segja henni frá því og minnismerkinu í Fossvogs- kirkjugarði um skipveijana. Það var einmitt verið að jarða ömmu hennar heima á Bretagne daginn sem Mary- lene lagði blómin á leiðið og fór upp á Mýrar. Þegar hún steig á land á íslandi sagði hún að flætt hefðu svo sterkt yfir hana minningar úr æsku hennar á Bretagneskaga og dauði ömmunnar verið svo einkennilega nálægur á kvöldgöngu hennar þenn- an dag kring um Tjörnina í Reykja- vík. Þótt hún væri þarna á göngu fannst hénni hún jafnframt vera komin til Bretagne, heyra gömlu konuna segja frá uppáhalds systur- syni sínum og vera stödd í alda- gamla þorpinu þeirra. Ekki. kvaðst hún vita af hveiju hún væri að tala um þetta við alókunnuga manneskju, enda var þetta ekki viðtal. Það var ekki fyrr en seinna að upp kom að fleiri hefðu líklega áhuga á þessari óvenjuíegu konu. „Island er fyrst pg fremst í mínum huga æskuminningar sem alltaf eru tengdar Allraheilagramessu vegna frönsku Islandssjómannanna og minningarskildinum frá flotamála- ráðuneytinu um þá sem horfið höfðu með Pourqoui-pas?, sagði hún. En Island var þó ekki bara tengt sjóslys- um og þessari keltnesku undirgefni við forlögin. Það var líka Leyndar- dómar Snæfellsjökuls, ferðin að miðju jarðar, eftir Jules Verne. Um leið og hún kom úr fyrri þyrluferð- inni gat hún ekki stillt sig um að hringja til systur sinnar, sem veitir forstöðu frönsku menningarmiðstöð- inni í Leipzig til að deila með henni frásögninni af Snæfellsjökli, þar sem sögupersónur Jules Vernes hófu ferðina niður um gíginn. Þar höfðu þær deilt annarri og öðru vísi æsku- minningu, sem nú rifjaðist upp þeg- ar hún sagði frá ferðinni í leigu- þyrlu á Islandi upp á Mýrar og um Snæfellsnesið, m.a. á vit þessa sögu- lega eldfjalls. Á þeim dögum, árið 1949, þegar þær systur voru 8 og 9 ára gamlar, var lítið um kvikmynd- ir í þorpinu þeirra og þær upplifðu sterkt ferðina niður um Snæfellsjök- ul með söguhetjum bókarinnar. Úr ilmvötnum í tölvuforritun Hún veit upp á hár hvaða staði hún vill sjá á Islandi. Seinni daginn sém hún leigir þyrlu ætlar hún að stansa við Víðimýrarkirkju og Glaumbæ í Skagafirði, áður en hún flýgur til Mývatns þar sem margt þarf að sjá og fara kring um vatnið. Þá hafði hún hug á að koma við á Akureyri, fljúga yfir Öskju og fram- hjá Herðubreið og drepa niður fæti á Hveravöllum, ef tími gæfist til. Sagði flugmann þyrlunnar mjög hjálplegan, hreint frábæran. Maryíene Delbourg-Delphis er mjög vel lesin í bókmenntum, heim- spekingur að mennt, kennari og greinaskrifari í blöð framan af. Þeg- ar svo í samtalinu kemur af tilviljun fram að hún hafði haft samband við Reyni Hugason til að forvitnast eitt- hvað um tölvuforrit á íslandi, sem hún hefur með að gera „í hinu starf- inu“, veit maður ekki hvaðan á sig stendur veðrið og fer að leita upplýs- inga um það „starf“, sem felst í því að Ieggja undir sig alþjóðlega tölvu- forritamarkaðinn. Þá kemur í ljós að Marylene Delbourg-Delphis er framkvæmda- stjóri ACI Corp. og fleiri tölvuefnis- fyrirtækja. Lenti í tölvuiðnaðinum þegar hún var að skrifa sögu ilm- vatnsins fyrir tískublaðið Vogue. En kandidatsritgerðin hennar í háskóla hafði verið um spjátrungana í París í upphafi aldarinnar og því þekkti hún vel til ungu menntamannanna sem fyrir komu í Morgunblaðsgrein- inni um Charcot, þá Jean Babtíste Charcot, Leon Daudet og George orgunbladið/Bjarni" Hugo, sém voru á sínum tíma svo ábérandi í. samkvæmislífi, Parísár- borgar. -Þegar hún- J'var að vinna gréinina úm- ihnvötnih „fyrir tísku- blaðið fór einn viðmælenda hennar þess á leit að hún byggi til gagna- grunn um sögu ilmefnanna. Blaða- maðurinn með áhuga á heimspeki upplýsingamiðlunar varð alveg him- inlifandi yfir að fá það verkefni að móta svona gagnagrunn. Og þegar hún og og ungi forritarinn, Lauent Ribardiere, höfðu lokið þessu verki, rann það upp fyrir þeim að forritið þeirra gat allt eins gagnast sem gagnagrunnur almennt. Marylene Delbourg-Delphis stofnaði því snar- lega fyrirtækið ACI og seldi fyrstu útgáfurnar af gagnabankanum fyrir 128K Machintosh-tölvur. Hún fór sér hægt, vitandi að flest nútíma- fyrirtæki vilja breiða hratt úr sér, vildi fyrst og fremst vera viss um að fara rétt af stað. Hún vissi að Machintosh-markaðinn hungraði í tengda grunna sem ekki litu út eins og þeir kæmu beint frá DOS. Þess vegna varð næsta útgáfan hennar af gagnagrunni margnota og gat boðið upp á ótakmarkaða fjölbreytni fyrir umbrot og myndir. Þannig var boltinn oltinn af stað. Næst skrifaði Apple undir samning við hana um grafísk forrit. Um hríð var hún í samvinnu við einn af þeirra mönn- um, Guy Kawsasaki, sem stofnaði fyrirtækið Acius, sem endaði með að hún tók við því ein. Nú er svo komið að fyrirtæki hennar ACl seldi fyrir 80 milljónir dollara 1989 og hefur 300.000 grunna. Ekki svo slæmt fyrir ungan franskan heim- speking, sem var að skrifa um ilm- vötn fyrir Vogue. Marylene Delbourg-Delp- his aó rjúka af staó í þyrlu fil þess aó skQÓa áhuga- verða staði á Islandi. Nú eyðir Marylene Delbourg Delphis um 70% af tíma sinum vest- an hafs í skrifstófunum í Kaliforníu og hefui’ líka skrifstofu í París, með heimili á báðum stöðum. Þess vegna er hún svo oft á ferðinni yfir Atlants- hafið og komst af einhvetjum ástæð- um upp á að hafa stöku sinnum stutta viðdvöl á íslandi. í upphafi gerði þessi óþekkta kona á sviði tölv- utækni sér grein fyrir því að mjög fá evrópsk forrit komast nokkurn tímann á markað í Bandaríkjunum. Forritarar á litlum markaði hafa sjaldnast fé til þess að markaðssetja á bandaríska vísu. Eða þá að þeir hafa góð forrit að bjóða en komast ekki rétt af stað. En Marylene Delbo- urg-Delphis var af allt öðrum toga. Með samblandi af heimspeki, menn- ingarviðleitni og tölvuforritun náði hún á toppinn með framleiðslu sinni á svokallaðri „4th Dimension" forrit- un. Nálægðin svo mikil Allt þetta þarf að leita upplýsinga um. Þegar Marylene Delbourg- Delphis er á Islandi og ekki í við- skiptaerindum er hún upptekin af landinu og heimspekilegum vanga- veltum. Hún er að velta því fyrir sér hvað það er við ísland sem hrífur svona: „Hérna er þessi mannlega saga svo samofin jarðfræðisögunni. Eflaust er það þetta sem gerir mun- inn á grísk-latneskri goðsagnamenn- ingu og tilsvarandi menningu ykkar. Mýtur eiga rætur grafnar í ómuna- tíð — sögumar ykkar vekja upp for- tíð sem er sameign, sem enn er hægt að segja frá, og sem virðist letruð í samfelldan tíma.“ Hún talar um Odysseif sem er svo framandi og fjarlægur og svo hins vegar þenn- an stórkostlega flótta Eiríks rauða til Klakkseyja, en í ferð sinni á Mýrar gat hún farið og séð heima- slóðir hans. Og um fossinn þar sem goðin féllu, Goðafoss, sem hún er ákveðin í að sjá daginn eftir. Og Þingvelli. Þetta hefur nálægð í tíma. Margt fleira sagði þessi margþætta kona. Ég skildi við hana fyrir utan Bókaverslun Eymundssonar, þar sem hún ætlaði að birgja sig upp af íslenskum bókum, í enskri eða franskri þýðingu og jafnvel á ís- lensku ef engin þýðing væri komin. Hún virðist blanda vel saman tölvu- öld, gróinni menningu og heimspeki- legum vangaveltum. Líklega á þetta ekki eins illa saman og manni virð- ist við fyrstu sýn. Hér segir frá tölvuforritaranum, heimspekingnum og ferðalangin- um Marylene Delbourg- Delphis, sem rak hér á fjörur m 1 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.