Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 'fc 'ii Greg bætir við: „Fósturfaðir okkar lézt, þegar við vorum sjö ára gamlir. Mamma dó, þegar við vorum Qórtán ára. Betty systir tók þá að fullu við því að ala okkur upp.” Tvíburamir gleyma því aldrei, hve Betty reyndist þeim vel, og eru enn fullir þakklætis í hennar garð. Þegar þeir komust í álnir, keyptu þeir hús og gáfu henni. Núna sjá þeir um fjár- mál hennar og reyndar allrar fjöl- skyldunnar. í framhaldsskóla léku bræðumir í skólahljómsveitinni og vom eftirlæti allra skólafélaga. Þeir fengu að vera með í hafnabolta, þótt þeir þyrftu að hlaupa tvisvar sinnum fleiri skref milli hafna en aðrir. í skógartúrum og gönguferðum var ekkert mál að fá sig borinn milli áningar- og áfang- astaða, væru áfangarnir fulllangir. Bræðurnir neita staðfastlega að koma fram í hinum vinsælu samtals- þáttum á sjónvarpsstöðvum. Þeim geðjast ekki að þvi, hvers konar fólk hinir frægu sjónvarpsþáttastjómend- ur vilja fá „til að opna sig” frammi því að það þekkti aldrei raunverulega foreldra sína, og þess vegna hafi það pottþétta afsökun fyrir illu líferni sínu.” Og þeir halda áfram: „Þessir stjórnendur vinsælla sjónvarpsþátta vilja borga okkur fyrir að koma vælandi fram fyrir alþjóð og lýsa því, hve það sé djöfullegt að vera ekki nema rúm alin á hæð í heimi þriggja álna manna, hve „samfélag- ið” níðist á þessum „minnihluta” vilj- andi sem óviljandi, o.s.frv. Þeir kæra sig alls ekki um að heyra, hve heim- urinn er dásamlegur og lífið yndisT legt. Þeir þykjast vera að gera heim- inn betri með því að hamra á hinu neikvæða eða búa það jafnvel til. Það vantar ekki, að þeir réttlæti aðferðir sínar með því að telja sig „hafa hlut- verki að gegna í þjóðfélagsumræðun- um”. Sjálfir gera þeir engan greinar- mun á samúð, vorkunnsemi, með- aumkun, lítilsvirðingu og mannfyrir- litningu. Þeir vilja endilega, að við segjumst búa við mikil vandamál. Þeir þola ekki að heyra okkur segja, að við þekkjum ekki vandamál. Við eigum að hafa vandamál, og heimurinn allur á að hafa vandamál. Það líkar þeim að heyra. Við segjum hins veg- ar, að heimurinn sem slíkur, þjóðfélagið, geti ekki átt við nein vandamál að stríða. Vandamál eru aðeins persónuleg, bundin við einn einstakling. Hann getur átt í vand- ræðum með sjálfan sig. Hann verður að leysa vanda sinn sjálf- ur.” ★ Bræðurnir kynnt- ust viðskiptum fyrst af eigin raun, þegar þeir voru í framhalds- skóla. Þá tóku þeir að sér að ganga hús úr húsi til þess að kynna snyrtivaming og selja. Þeir voru ráðnir í vinnu hjá Glenn Turn- er, sem þá var orðinn frægur í Flórída og víðar fyrir frumlegar aðferðir í vörukynn- Fimm ára gamlir og hvers manns hugljúfar. Þeir voru skrásettir munaðarleysingjar á stöð- ugu framfæri Flórída-ríkis. Karen Rice, 34 ára gömul, giftist John árið 1987 og eiga þau eðli- lega vaxinn son. fyrir alþjóð í kompaníi við enn fræg- ari gesti sína, sem „spyija svo fórn- arlömb sín leiðinlegra og leiðandi spurninga” í von um, að þeir tali af sér og segi jafnvel eitthvað ljótt og neikvætt. „Þessir stjómendur eru á höttunum eftir fólki, sem hefur þjáðst og vill tala um það á almanna- færi, jafnvel stundum til þess að koma höggi á einhvem og hefna sín þannig á sekum eða saklausum manni, sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér, af því að honum verður aldrei boðið í sjónvarpsþátt. Sjónvarpsþáttarstjórnandinn á þann- ig þátt í því að móta almenningsálit, sem getur kveðið upp þyngri áfellis- dóm en nokkur löglegur dómstóll gæti gert yfír viðkomandi mótgerð- armanni píslarvottarins á sjónvarps- skerminum. Þeir vilja fá konur, sem hafa myrt eiginmenn sína, af því að þeir börðu þær, að þeirra eigin sögn; þeir vilja fá kvenkyns fatafellur, sem segjast hafa verið karlkyns fyrir að- gerð; og þeir vilja fólk, sem segist vera óskaplega óhamingjusamt, af ingu og sölu. Turner var næstum mállaus; hafði átt við meðfædda málhelti að stríða. Hann hafði samt ekki látið það á sig fá og stofnaði kynningar- og sölufyrirtækið „Dare to be Great”. Þegar hér var komið sögu, hafði fyrirtækið þanizt út um allar jarðir. Hann hafði útibú i öllum Bandaríkj- unum, Englandi, Ítalíu, Þýzkalandi, Ástralíu, Kanada og Mexíkó, og var að undirbúa stofnun dótturfyrirtækja í mörgum ríkjum í Suður-Ámeríku. „Upphaflega tókum við aðeins að okkur kynningu, sölu og dreifingu í skólanum og nágrenni hans. Salan gekk svo vel, að athygli Tumers var vakin á okkur. Hann átti þá tvær einkaþotur af Lear-gerð og kom fljúgandi á annarri til fundar við okkur. Hann langaði til þess að tala við þessa átján ára pilta, sem virtust hafa betrumbætt sölutækni hans.” John heldur áfram: „Ekki leið á löngu, unz við vorum farnir að fljúga mörg þúsund mílur á viku til þess að skýra starfsfólki hans um allan heim frá aðferðum okkar. Við skýrð- um einnig frá því, að við hefðum ákveðið í upphafí, að óvenjulegur lík- amsvöxtur okkar ætti ekki að hafa nein áhrif á dugnað og færni í starfí, enda væri vinnan að sjálfsögðu ekki á nokkurn hátt komin undir hæð- inni.” Greg tekur nú við: „Við vorum í föstu starfí hjá Glenn Turner frá 1970 til 1976. Hann var sá fyrsti til þess að láta okkur skiljast, að við gætum gert allt, sem við vildum, aðeins ef við vildum það nógu ákveð- ið. Fyrir okkur verður hann alltaf hetjan okkar, kennarinn okkar. Hann uppgötvaði okkur. Hann lét okkur njóta sannmælis og afraksturs vinnu okkar. Hann efldi sjálfstraust okkar og virkjaði það. Hann verkaði vel á almenning, svo að honum reyndist auðvelt að fá tugi þúsunda í mörgum löndum til þess að trúa á hann og festa fé sitt í sívaxandi fyrirtækjum hans. Gallinn var sá, að hann höfð- aði til græðginnar í mannssálinni. Von um gróða er heilbrigð og eðli- leg; á henni byggjast allar framfarir og allt viðskiptalíf. Græðgi er ýkt og óeðlileg útgáfa af gróðavon. Hvar er markalínan? Hann dró líka að sér of mikla athygli og þar með öfund og illgirni. Á þessum árum klæddist allt starfslið hans rauðum fötum og ók aðeins í gulum kadiljákum. Ekki voru allir hrifnir af þessum tiltækj- um, en um allan heim virtust nægi- lega margir vera til, sem höfðu gam- an af þessum látum og keyptu vöru hans og síðar einnig hlutabréf.” ★ Glenn Turner varð gjaldþrota að lokum og afplánar fangelsisdóm en Rice-bræður halda alltaf tryggð við hann. Þegar veldi hans var að engu orðið, reyndu bræðumir fyrir sér í fasteignasölu. Þeir dembdu sér út í hana af áræði, en létu þó skynsam- lega varfærni tempra kraftinn. Fyrsta árið tókst þeim að selja 57 hús á Palm Beach. Þeir eru nú hættir beinni fasteign- asölu, en framan af var hún helzta undirstaðan undir viðskiptum þeirra. Þeir segja orku sína hafa beinzt að henni fyrstu árin, aðallega vegna þess, að þeim fannst hún vera áskor- un á þá. „Við vorum varaðir sterk- lega við því að fara út í fasteigna- sölu, af því að fólk myndi ekki taka tvo dverga alvarlega. Hver tæki mark á tveimur dvergum?” Samt fór það svo, að Samtök fast- eignasala heiðruðu þá fyrir sölutækni og öryggi við gerð samninga. Þeir voru fengnir til þess að standa fyrir námskeiðum á vegum fasteignasala. Þegar þeir höfðu sannað sig fyrir sjálfum sér og öðrum á þessu sviði, drógu þeir sig að mestu út úr þess- ari tegund viðskipta og héldu á ný til Flórída. Þar stofnuðu þeir hug- hreystingarfyrirtæki sitt, „Think Big, Inc.”. Bræðumir hafa nú nóg að iðja og eru vellríkir. Gjaldtaka fyrir fyrir- lestrahald er mikill hluti tekna þeirra. Þeir eiga auðvelt með að fá uppsett gjald fyrir fyrirlestra sína. í Norður- Ameríku er það 5.500 dollarar (330.000 ísl. kr.) auk útlagðs kostn- aðar, en utan Bandaríkjanna og Kanada er það 7.500$ (450 þús. ísl. kr.) auk kostnaðar. Á síðastliðnu ári flugu þeir meira en 200.000 mílur. Þeir fengu um hálfa milljón dala fyrir fyrirlestra og um fjórðung milljónar fyrir fasteign- asölusjónvarpsþátt sinn. í þessum þætti, sem sjónvarpsstöðvar víðs vegar um Bandaríkin kaupa, er væntanlegum kaupendum boðið að skoða hús í 26 bandarískum borgum. „Þegar verið er að tala um auðæfi,” segja þeir, „skyldu menn ekki gleyma því, að heilsan er hið dýrmætasta, sem nokkur maður get- ur eignazt. Sem betur fer, emm við svo hraustir og heilbrigðir, að á því sviði erum við margfaldir milljóna- mæringar. Menn eru að reyna að gmfla í því, hve við eigum mikið í dollumm talið. Ætli hvor okkar um sig sé ekki farinn að nálgast tíu milljónir dollara (600 millj. ísl. kr.), eh slíkir útreikningar eru háðir sveifl- um á kauphallarmarkaði hverju sinni. Við eigum fé okkar í mörgum körfum, teljum öruggara, að það standi víða föstum fótum. Þótt einn bili, sem nú þykir traustur og fast- ur, er annar eftir. Við eigum alls konar hlutabréf, verðbréf og skulda- bréf, inneignarskírteini, fasteignir og meirihluta í fyrirtækinu „High Ho- pes; Inc.”, sem við stofnuðum sjálf- ir.” ★ Karen Rice, sem giftist John, er 34 ára gömul. Hún er lagleg og spengilega vaxin, jarphærð og hrokkinhærð, fallega sólbökuð í framan. Hún gekk um beina á veitingastað einum, þegar hún hitti bræðurna fyrst. Dag nokkurn skipti John um hjólbarða fyrir hana. Hann notaði tækifærið og bauð henni út. Þau giftu sig 1987 og eiga nú, eins og fyrr segir, eðlilega vaxinn son. Hjónin höfðu áhyggjur af væntan- legum erfingja á meðgöngutímanum. „Læknar sögðu okkiy að helming- slíkur væru á því að barnið yrði dvergur.” Hún segist hafa verið spurð að því oftar en tölu verði á komið, hvern- ig hún hafí getað orðið ástfangin af dverg. „Hann er ástríkur, skilnings- góður, laglegur og gáfaður. Ekki er allt smátt á Jóni mínum,” segir frú Karen og brosir drýgindalega. „Höf- uðið og aðrir mikilvægir líkamshlutar eru sannarlega ekki undir meðal- stærð. Hann er karlmaður að öllu leyti, mikill karlmaður, fyndinn og skemmtilegur. Hann er næmur að læra, og það er gaman að kenna honum, hvað sem er. Og þér er óhætt að trúa því, að ég hef kennt honum sitt af hveiju.” Enn brosir frú Karen. Hann skýtur því hér inn, að flest- ir hafí verið þeirrar skoðunar og lát- ið hana uppi við hann, að hann mætti þakka fyrir, næði hann sér einu sinni í kvenmann til þess að kvongast, og hann yrði þá að sætta sig við einhvetja „ósköp venjulega”. Hann segir: „Eg veit, að Karen er óvenju fögur. Hún geislar líka af kynþokka. Hún er full af ástarbrima, og eðlishvatir hennar eru afar sterk- ar, svo að allt dansar í höfðinu á mér þegar ég hugsa um hana eða horfí á hana. Ég hafði hvort sem er aldrei nokkru sinni verið með neinni, sem nálgast það að vera ámóta lítil og ég er. Ég var vanur stórum stelp- um áður, svo að líkamshæð Karenar ein sér hafði engin áhrif á mig.” En hvað skyldi gera hann „sexí” í hennar augum? „Það eru einmitt augun,” ansar hún. „Hann hefur svo rómantískt augnaráð. Annars orkar hann bara „sexí” á mig, án þess að ég geti skýrt það nánar. Hann þarf ekki annað en að horfa á mig... Svo get ég aldrei fengið mig til þess að rífast við hann, því að mamma sagði við mig á sínum tíma, að ég mætti aldrei særa hann eða hrella á nokkum hátt. Hún elskar hann jafnmikið og syni sína. Þetta hjóna- band endist örugglega ævina á enda.” Karen finnst alltaf jafngaman að umgangast dvergana tvo. „Það er svo margt öðruvísi heldur en gengur og gerist í sambandi við þá. Til dæm- is má nefna, hvemig það er að fara með þeim í verslun. Á augabragði hætta allir að gera það, sem þeir voru að gera, þegar við gengum inn. Þeir dáleiða fólk, aðeins með nær- veru sinni. Þótt ég stæði allsber í anddyrinu, myndi enginn svo mikið sem renna hálfu auga til mín; allir stara á þá.” Hún heldur áfram: „Þegar ég fer eitthvað ein eða með öðra fólki en þeim bræðrum, skiptir sér enginn af mér eða okkur. Séu þeir hins veg- ar með í för, hnappast alls konar fólk að okkur. Það er svo mikill þokki yfír þeim, að allir laðast ósjálfrátt að þeim. Fólk fínnur hinn góða bjam- aryl sem leggur frá þeim. Þeir em þannig gerðir, svo vel gerðir and- lega, að velgengni mun aldrei geta spillt þeim.” ★ Tvíburarnir geta nú leyft sér allt, sem hægt er að kaupa fyrir peninga. Samt hafa þeir ekki keypt sér ýmis- legt, sem ókunnugir gætu ætlað, að þeir myndu gera, eða látið smíða sérhannaða gripi handa sér. „Margir hafa haft orð á því við okkur, að við ættum að fá okkur húsgögn við hæfi, dvergasmíði handa dvergum, svo að við hættum að klöngrast upp á venjulegar stólsetur og stökkva niður af þeim á eftir. Þeir, sem bjóða okkur til fundar, hafa einstaklega miklar áhyggjur af ýmsu í sambandi við komu okkar. Þarf ekki að saga neðan af ræðupúltinu eða dulbúa lágan koll eins og ræðustól? Hvernig er með salemismálin? Það er engin þvagskál lágt á vegg handa drengj- um í snyrtiherberginu, sem þið gæt- uð notað, en er ekki í lagi að setja skammel við hliðina á einu klósettinu og merkja hurðina þar sérstaklega, svo að þið vitið, hvar þið eigið að fara inn? Og svona endalaust,” segja bræðurnir og hlæja dátt. „Við vildum ekki láta smíða nein húsgagnakríli eða annað af dverga- stærð til að hafa á heimilum okkar. Þá færum við í manngreinarálit gagnvart gestum okkar. Þeim yrði mismunað heima hjá okkur og við yrðum eins konar „rasistar” með fordóma gagnvart hávaxna meiri- hlutanum! Það væri mjög andstætt öllu því, sem við emm að reyna að kenna fólki. Nú á dögum væri líka sjálfsagt hægt að kæra okkur fyrir ranga hegðun við einn hóp þjóðfé- lagsins, jafnvel þótt það sé hinn lura- legi meirihluti! Hópur samt, sem á lögvarinn rétt á að hann sé virtur. Án gamans, þá höfum við einfaldlega aðlagað okkur hinum hávaxna hluta mannkyns. Hefðum við allt smátt í næsta umhverfí okkar, á heimili og vinnustað, yrðum við áreiðanlega fljótt latir, væmkærir og ánægðir með pínulitla tilvem í okkar eigin agnarsmáa heimi. Við myndum liggja heima í makindum og hætta að fara út úr húsi. Þetta hefur svo sem gerst hjá öðmm dvergum, sem hafa kosið að lifa í eigin dverga- heimi. Þeir lokast inni í skel. Við viljum ekki fyrir nokkurn mun hætta við að teygja úr okkur úti í hinum venjulega heimi, já og teygja okkur eftir hlutunum sem þar em og bíða eftir því að láta okkur grípa sig.” Þeir kaupa oft barna- og unglinga- fatnað, þótt stundum láti þeir klæð- skera sauma á sig föt, eins og annað fólk gerir reyndar líka. Litlu skjalatö- skurnar em ekki gerðar sérstaklega handa þeim. í eldhúsunum hafa þeir lága kolla á hjólum, en þeir voru ekki heldur sérsmíðaðir. Áðeins er hægt að nefna einn hlut, sem þeir hafa báðir látið gera sérstaklega handa sér. Það era há fótstig í bif- reiðum þeirra. ★ Rice-bræðurnir viðurkenna, að þeir segi stundum dvergaskrítlur í fyrirlestmm sínum. Það hefur komið fyrir, að stóra, góða fólkið, sem vill þeim vel, verði vandræðalegt, og eins hafa dvergar og annað smávaxið fólk stundum þykkst við. „Við eram ekki með neinn sálar- hnút vegna smæðarinnar, höfum engan dverga-komplex. Fremur mætti líklega segja, að við lítum stórt á okkur, þó að við reynum að bæla það niður. Sumum dvergum þykir við hafa vondan smekk; það sé óvið- eigandi og smekklaust að koma með einn og einn dverga-brandara eða tala full-glannalega um vandamál dverga. Þetta fer allt eftir áliti hvers og eins á sjálfum sér. Sá sem hefur sjálfsvirðinguna í lagi er ekki auð- særður. En fyrst þetta ber á góma, er best að taka það skýrt fram, að við segjum aðeins dverga-brandara um sjálfa okkur, en aldrei, nei aldr- ei, um aðra.” Bræðrunum verður tíðrætt um sið- gæði og heilindi í lífí manna. Menn eigi að vera heiðarlegir við sjálfa sig og aðra og heilir í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Þá muni alltaf vel ganga. Ekki geti öðmvísi farið, þótt menn verði stundum að temja sér þolinmæði í bið eftir ávöxtum erfiðis síns. Hvers konar svik og prettir séu ekki aðeins andstyggð, heldur einnig hrein og klár heimska. Það komist alltaf upp um kauða, fyrr eða síðar. Það sé líka óþarfi að svíkja og svindla. Betra sé að tapa á einum viðskiptasamningi en reyna að ná sínum fram með prettum, þótt það virðist auðvelt. Það sé allt í lagi að tapa annað veifið, því að það græð- ist bara til baka á næsta samningi. Dagur kemur eftir þennan dag, segja bræðurnir, og nýr samningur á eftir öðmm. „Jæja, hvar mynduð þið bræður vilja vera að tíu ámm liðnum?” „Nákvæmlega hér þar sem við eram, í kjallara himnaríkis, í Flórída! Hér er dýrðlegt að lifa!” Höfundur er blaðamaður í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.