Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESBMBER 1986 -" „ " 49 Konur og kvennasaga Bókmenntir Erlendur Jónsson Björg Einarsdóttir: ÚR ÆVI OG STARFI ÍSLENSKRA KVENNA. III. 420 bls. Bókrún. Rvík, 1986. Björg Einarsdóttir kunngerir í inngangsorðum þessarar bókar að hér með sé rit hennar, Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, allt komið út. í þessu síðasta bindi er sagt frá tuttugu og þrem konum. En í inn- ganginum segir Björg meðal annars: »í upphafi þessa verkefnis létu ýmsir í Ijósi efasemdir um að konur hérlendis hefðu yfirleitt átt svo markverða ævi að tæki að rita um hana, að örfáum undanskildum sem náð hefðu að komast á spjöld sög- unnar eða í fréttageislann. Þeim sem svo mæltu er einfalt að svara. Undir lokin var staðan sú að erfitt reyndist að velja hvaða konur skyldi taka til umfjöllunar því um svo margar var að ræða. Hver ein sem efni var safnað um opnaði við þá eftirgrennslan sýn á fjölda margar aðrar.« Söguhetjur Bjargar Einarsdóttur eiga það sameiginlegt að þær voru allar kunnar á sínum tíma; eða báru ábyrgð. Hitt var misjafnt hversu háttað væri stöðu þeirra í þjóðfélaginu að öðru leyti. Ekki voru þær allar frúr og maddömur svo líkt sé eftir orðalagi fyrri aldar. Hér er Ragnhildur Björnsdóttir svo dæmi sé tekið, seinni kona Páls Ólafssonar skálds. Þáttinn af henni nefnir Björg / skuggsjá ljóða. Sú fyrirsögn felur í sér kjama málsins. Páll orti mikið um Ragnhildi sína, geysimikið. En sjálf hafði hún sig lítið í frammi. Björgu hefur samt tekist að safna nógu mörgum efnis- brotum og raða saman svo úr verður heilleg mynd af þessari merku konu. Eftir að þau urðu hjón, hún og Páll, er saga þeirra svo sam- tvinnuð, að hvorugs verður sérstak- lega getið án hins. Páli er því einnig prýðilega lýst og leggur Björg glöggt mat á skáldskap hans og persónu. »... hann orti ekki til þess að vera skáld, heldur eingöngu af því að hann var skáld,« segir Björg. Mikið rétt! Þeir, sem hingað til hafa ritað um Pál, hafa látið að því liggja að Ragnhildur hafí ekki verið mikil búkona sem svo hafi valdið því að efni þeirra gengu til þurrðar. Björg neitar því ekki en telur að hún hafi látið umhyggju sína fyrir skáldinu sitja fyrir búsáhyggjum. Og það hefur borið árangur. An Ragnhildar hefði Páll alls ekki orðið það skáld sem hann varð. »Hann greindi sig frá öðrum skáldum ásta að því leyti að ást hans var ekki rómantísk ímyndun til ímyndaðrar kvenveru heldur ást til einnar raunverulegrar konu sem entist honum til sífelldrar endumýjunar,« segir Björg. Lítil hætta sýnist á að Ragn- hildur Björnsdóttir gleymist. Öðru máli gegnir um Arnrúnu frá Felli. Hver var hún? Guðrún hét hún Tómasdóttir, lærð ljósmóðir en hvarf til Vesturheims, orti ljóð og samdi sögur — og valdi sér þetta höfundarnafn. Seint verður Arnrún frá Felli talin til meiriháttar höf- unda en »hún er fundvís á þau atriði sem valda hvörfum í lífi fólks og fjallar um þau á þann hátt að vel má skilja að hver er sinnar gæfu smiður,« segir Björg í þætti sínum af henni. Saga Guðrúnar Tómasdóttur sýnir einkar vel hver hugur og dugur var í kvenþjóðinni íslensku við upphaf þessarar aldar: ungar stúlkur undu ekki lengur hlutskipti mæðra og formæðra. Þær vildu menntast, starfa. Og kynnast heiminum. Skemmtilegur er þáttur af Krist- jönu Hafstein. Rétt tvítug giftist hún Pétri Hafstein amtmanni sem þá var hálffimmtugur orðinn og Með reistan makka Békmenntir Sigurjón Björnsson Með reistan makka. Sögur af hestum VI. bindi. Erlingur Dav- íðsson skráði. Bókaútgáfan Skjaldborg. Akureyri 1986. 237 bls. + 19 myndasíður. í þessu sjötta bindi hins kunna og mikið lesna ritsafns Með reistan makka segja 13 hestamenn frá hestamennsku sinni og samskiptum við hinn mikla og göfuga vin mannsins, íslenska hestinn. Sögumenn allra bindanna sex fara nú að nálgast níu tugi og er þetta því orðin fríð fylking, sem frá mörgu hefur að segja og mörgum góðum gæðingi hefur lýst. í þessu bindi bætast við nokkrir kunnir hestamenn og hestavinir, sem gam- an er að heyra segja frá. Hér eru aldnir höfðingjar s.s. Steingrímur á Páfastöðum, Jón Pálsson dýralækn- ir, rosknir unglingar s.s. Jón í Skollagróf og Friðgeir Jóhannsson á Dalvík, hestelskar húsfreyjur s.s. Guðrún Sigurbjarnardóttir frá Úlfs- bæ, fulltrúar hinna yngri reiðmanna og tamningameistara s.s. Magnús Jóhannsson frá Kúskerpi og Erling Ó. Sigurðsson að ógleymdum yngsta hestavininum, Sigrúnu Maríu Brynjarsdóttir, sem er ekki nema 13 ára. Sögumönnum er að sjálfsögðu mislagið að koma reynslu sinni til skila, enda hafa flestir þeirra sýslað meir við annað en skrifa. En stund- um er skínandi vel sagt frá og getur lesturinn þá orðið eftirminnilegur og lærdómsríkur. Þeir sem brattast- ir eru láta jafnvel fljóta með eina og eina stöku að hestamannasið. Sumt af því sem þarna er sagt hefur tilhneigingu til að festa sig í hugann. Þannig er um sumar lýs- ingar hestanna. Þannig er t.a.m. um það sem Steini á Páfastöðum segir um Löngumýrar-Brún, en það var foli sem hann hafði í tamningu. Svo var Brúnn seldur. „En allt sumarið dreymdi mig þennan hest, líklega í hverri viku ... I draumum þessum var hesturinn alltaf hjá mér og stundum var hann að nudda sér upp við mig og segja mér eitthvað á sínu máli“. Ætli hug hins sanna hestamanns verði mikið betur lýst? En það eru margar fleiri frá- sagnaperlur í þessari bók, þó að ekki verði tíundaðar. Einnig er hér að finna margar prýðisvel gerðar lýsingar á góðhestum, sérkennileg- um hestum og afrekshestum. Safnast þegar saman kemur. Það er kannski hollt fyrir okkur, drembna menn, að muna eftir því að það býr ekki aðeins ein þjóð í þessu landi, að ekki á aðeins ein þjóð þetta land, þ.e. mannfólkið, og að kannski er hin þjóðin, þ.e. þjóð hrossanna, fullt eins fullkomin í sinni gerð og maðurinn, a.m.k. virðast öllu meiri möguleikar og öllu meiri áhersla lögð á að rækta hana og hreinsa úr henni sorann. Allmikið af myndum prýðir þessa bók eins og hinar fyrri. Myndir eru af sögumönnum svo og hestum þeirra og í bókarlok er myndasyrpa frá síðasta Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á sl. sumri. Skrásetjari gefur í skyn í for- málsorðum að nú fari þessum bókaflokki senn að ljúka. Það efast ég um að honum haldist uppi, ef honum endist heilsa ög líf. Björg Einarsdóttir tvíkvæntur áður. Þá þótti tignar- staða að vera amtmannsfrú. En ævi Kristjönu var ekki öll tekin út með sældinni. Óhætt mun að segja að í lífi hennar hafi skipst á bjart skin og dökkir skuggar. Kristjana varð háöldruð og lifði það meðal annars að Hannes, skáldið, sonur hennar, var eins og Björg orðar það »orðinn barn við hlið hennar í ann- að sinn.« í þættinum, Konur gerðu garð- inn, er greint frá ræktunarstörfum nokkurra kvenna, þeirra á meðal Margrétar og Önnu Schiöth á Akur- eyri. Það mun naumast hafa verið tilviljun að kopur þær, sem hófu trjárækt þar í bæ og stofnuðu Lysti- garð Akureyrar, skyldu vera danskar. Þetta var viðleitni að breyta hinum nýju, norðlægu heim- kynnum svo að örlítið minnti á svipmót heimalandsins. Og tijá- gróðurinn er það sem öðru fremur setur svip á Akureyri enn í dag. Verkalýðsforingjar nefnist þáttur af Jónínu Jónatansdóttur og Karó- línu Siemsen. Jónína var fædd 1869 og Karólína 1875 þannig að þær voru báðar orðnar fulltíða þegar íslensk verkalýðshreyfing steig sín fyrstu spor og urðu því meðal braut- ryðjenda eða, eins og Björg segir, »einna fyrstar til að gera eitthvað raunhæft í málunuma. Þess er líka minnst að Jónína gaf Alþýðublaðinu nafn þegar það var stofnað 1919. Töfrasproti leiklistar heitir þáttur af fimm leikkonum sem aliar mátti telja til brautryðjenda í íslenskri leiklist hérlendis. Af þeim er mikil saga og merk, hverri fyrir sig. Er þá aðeins fátt eitt talið af efni þessarar stóru bókar. Björg Einarsdóttir skrifar lipran stíl og vandaðan og er texti hennar bæði notalegur aflestrar en líka skýr og skilmerkilegur. Björg hefur mætur á sögufólki sínu og umgengst það með hreinskilni — en fullri gát ef svo má að orði kveða. Ennfremur er henni lagið að draga fram þess háttar atriði sem öðru framur hafa haft úrslitaáhrif á lífsstefnu þeirra kvenna sem hún segir frá — megin- línurnar! Aukaatriðum — þar sem þau eru tínd til — er líka þannig fyrir komið að þau bregði einhverju ljósi yfir efnið. En frá fræðilegu sjónarmiði er ef til vill mest um vert hversu lífskjörum og umhverfi eru gerð hér góð skil ásamt per- sónusögunni. Sá, sem hefur lesið þetta gagnmerka rit, er því stórum fróðari um líf og starf genginna kynslóða, bæði karla og kvenna. Hönnuður bókarinnar á einnig lof skilið fyrir að gefa henni þann virðulega antík-svip sem minnir á prentlist og bókagerð í þá gömlu góðu daga þegar þessar konur voru í blóma lífsins og létu að sér kveða. Súlli í Békmenntir Sigurjón Björnsson Hlöðver Johnsen. Bergið klifið. Minningar veiðimanns. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1986. 223 bls. Skyldi ekki mega búast við litríkum æviferli manns sem heitir Jón Hlöðver Árnason Johnsen, en hefur frá frum- bemsku verið nefndur Súlli „eftir þeim rómverska herforingja og alræðis- manni Súllu, sem sagður var kátur félagi og örlátur vinur, elskaði vín, konur, söng og styrjaldir?" Ef satt er hið fornkveðna að fjórðungi bregði til nafns ætti þessu ekki að skeika! Bók þessi er ekki ævisaga, enda telur höfundur líf sitt hafa „verið allt- of rysjótt til þess að ég hafi áhuga á að tíunda það“_ Engu að síður fær maður í þessum frásögnum og minn- ingabrotum forsmekk að heilsteyptu, þróttmiklu mannlífí hins velgerða, eðl- isgreinda náttúrubams. Súlli á Saltabergi, sem hér segir sögu, er hreinræktaður Eyjamaður, einn Ofanbyggjara, þaulvanur berg- klifrari og sigmaður, heimavanur í Bjamarey um áratugabil, enda nefnd- ur Bjarnareyjarjarl. Saga hans skiptist í þrjá þætti. Hinn fyrsti nefnist Fyrir ofan Hraun og segir frá búskap, sjósókn og mannlífí Ofanbyggjara snemma á þessari öld, bemskuleikjum og — brek- um og fymsu fleiru. Annar þáttur nefnist I bergi og fuglabyggð. Er þar frá mörgu sagt, allt frá bjargsigi og klifri, frá einstökum veiðiferðum, frá minisstæðum og kæmm félögum og vinum og sorglegum afdrifum sumra þeirra til mataruppskrifta. í þriðja og síðasta þætti sem ber heitið Til sjós og lands er mest sagt frá aflakónginum og mannkostamannin- um Binna í Gröf og samvistum við hann og endar kaflinn — og bókin — á lítilsháttar frásögn af Heimaeyjar- gosinu og í framhaldi þar af tilraunum til að hita bæinn upp með hita frá hrauninu — hraunhitaveitu. En höf- undur kom allmjög við sögu þeirrar hitaveitu. í inngangsorðum segja þrír vinir Súlla frá kynnum sínum af honum: Páll Magnússon, fréttamaður, Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri, og Sveinbjöm Björnsson, prófessor. Fær maður þar mjög lifandi og skemmti- lega lýsingu á þessum sérstæða manni. Bók Súlla er um marga hluti skemmtileg. Lýsing hans á Eyjalífi er ákaflega lifandi og glögg. Maður er næstum því staddur í Eyjum með hon- um. Sérstaklega fannst mér mikið til um hina einstöku samvinnu manna og gagnkvæma hjálpsemi. Þá eru lýs- ingar hans á veiðimannalífi i úteyjum sérstaklega glöggar og vel gerðar. Fer ekki á milli mála að bráðskýr og at- hugull maður heldur um penna, og þá jafnframt maður sem hvergi er orðs vant. Þá skaðar ekki að bókin er barmfull af ömefnum og skemmti- legu og sérstæðu málfari Eyjamanna. Bókin er ágætlega vel skrifuð. Stíll er þróttmikill og fjörlegur. Skyldi eng- inn ætla að óritvanur maður hefði um Saltabergi vélt. En æviferill Súllu á Saltabergi, eftir því ágripi sem hér er að finna, bendir ekki til langsetu við skrifborð. Mikið er af skemmtilegum myndum í bókinni. Sérstaklega eru sumar lit- myndir Sigurgeirs Jónassonar augna- yndi. Félagar höfundar, sem inngangs- orðin rita, láta mikið af því hversu skemmtilegur og sérstæður hann sé. Víst staðfestir bókin það. Samt gæti ég ímyndað mér að bókin hefði orðið eftirminnilegri ef annar hefði skrá- sett. Líklegt er að mönnum hætti nokkuð til að setja sig í stellingar og gera sig „merkilega í framan", eins og Þórbergur kynni að hafa orðað það, þegar þeir fara að skrifa um sig sjálfir, en láti fremur gamminn geisa í andvaraleysi þegar þeir segja öðrum frá. Auk þess er trúlegt að þeirra eig- in málfar og viðræðustíll haldi sér betur í munnlegri frásögn. Býst ég við að þessi bók gjaldi þess eitthvað að aðgæslan hafi á stundum verið óþarflega mikil. En þetta er aðeins órökstudd fullyrðing mín. En i sem fæstum orðum: Skemmti- leg og fróðleg bók, full af lífi og gleði, en nægri alvöru í bland. Sérhver snýr heim í hjarta sitt dáið Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Else Lasker SchUler: MÁNATURNINN Ljóð. Hannes Pétursson þýddi. Iðunn 1986. Else Lasker-Schuler (1869— 1945) er tvímælalaust meðal helstu þýskumælandi ljóðskálda þessarar aldar. Hún var í hópi expressjónista og atkvæðamikil í ljóðasafni þeirra Menshheitsdámmerung, en sú bók er áreiðanlega með merkari safnrit- um. Hannes Pétursson gerir grein fyr- ir skáldkonunni í eftirmálsorðum Mánatumsins, einkar skiimerkilega. Þar nefnir hann m.a. ást hennar til Gottfrieds Benn, sem einnig var önd- vegis skáld, en merki þessarar ástar er víða að finna í ljóðum Else La- sker-Schiilers. í Mánaturninum er ljóðið Villimaðurinn tileiknað honum, dregur upp mynd ástar þeirra. Mánaturninn er ekki löng bók. En þýðingamar eru gerðar af alúð. Ljóst er að Hannes Pétursson reynir sjald- an að koma því inn hjá lesandanum að hann sé að lesa annað en þýðing- ar. Ljóðin hans bera þess merki að þau eru þýdd en ekki frumkveðin. Ekki getur þetta talist galli því vitan- lega er það vandi að íslenska ljóð skálda á borð við Else Lasker-Schul- er. Hún er svo bundin miðevrópskum hugsunarhætti og gyðinglegum hug- myndaheimi að það væri út í bláinn að freista þess að gera hana að íslenskum óðsnillingi. Svona til að finna þessum orðum stað mætti lesa Ó Guð: Else Lasker-Schiiler Hvergi er nema stuttur svefn, í manninum, gróðrinum, í kaleik vindanna. Sérhver snýr heim í hjarta sitt dáið. — Eg kysi að ennþá væri veröldin bam — og sagt mér gæti frá andardrættinum fyrsta. Forðum var trúrækni mikil á himni háum, höfðu stjömur Biblíuna til lestrar. Að mér gæfist að halda í hönd Guði eða horfa á mánann á fingri hans. Ó Guð, ó Guð, hve langt er frá mér til þín! Sé þessi þýðing skoðuð vel kemur í ljós að hún er nokkuð stirðleg. Aftur á móti eru ljóðin sem hvað einföldust eru eðlilegust á íslensku, samanber Ég elska þig. Þar í er þetta erindi: I sundur ljúkast varir þínar ... veröldin þegir öll, veröldin kann á engu skil. Það er margt fagurt í þessum þýðingum, en þær eru misjafnar, hinar bestu sannur skáldskapur. *■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.