Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21, DESEMBER 1986 CATHERINE COOKSON Verlu sa*íll Hamilton Margfaldur rnetsðluhdfundur Skáldsaga eftir Catherine Cookson BÓKHLAÐAN hf. hefur gefið út bókina Vertu sæll Hamilton eftir Catherine Cookson. Á bókarkápu segir m.a.: „Svo virðist sem allar hörmungar fyrri ára séu að baki. Maisie er loks laus úr skelfilegu hjónabandi, hún hefur einnig skrifað fyrstu bókina sína, og hún varð metsölubók. Hún skrif- aði um Hamilton, hestinn stórfeng- lega, sem var aðeins hugarfóstur hennar en þó engu að síður besti vinur hennar og ráðgjafi í mörg ár. Nú var hún á leið að gifta sig aftur. Hamilton mætti til brúð- kaupsins með brúði sína, hryssu að nafni Begónía. Það er vissulega bjart framund- an, en ef til vill hafa forlögin aldrei ætlað Maisie óblandna hamingju því hennar bíða ýmsir erfiðleikar. Til allrar hamingju eru Hamilton og Begónía nærstödd til halds og trausts. Þessi saga Catherine Cookson er í senn tregablandin og gaman- söm.“ B, ' ókin Landshagir er gefin út í tilefni 100 ára afmælis Landsbanka íslands. Ellefu höfundar rita jafnmargar greinar um ýmsa þætti íslenskrar atvinnusögu síöustu 100 ára. Viöfangsefnin ná til allra meginatvinnuvega, landbúnaðar, sjávarútvegs, iönaöar og verslunar, auk banka- og peningamála. Til dæmis er fjallað um Landsbankadeiluna 1909, togaraútgerð í Reykjavík á þriðja áratugnum, rakin saga íslandsbanka 1914-1930 og umsvif Louis Zöllner, sem var atkvæðamikill fjárfestandi hér á landi um og eftir síðustu aldamót og gerði þá m.a. út sex togara. Landshagir kosta 1.450.- krónur og fást hjá öllum helstu bókaverslunum og hjá Sögufélaginu í Fishersundi, sem jafnframt annast dreifingu bókarinnar. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í 100 ár ATVINNUSÖGU í 100ÁR ÞÆTTIR UR ISLE XJöfðar til XX. fólks í öllum starfsgreinum! flnruiunM&foifo ICENWOOD VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN Sýnishorn af jólagjöfum frá KENWOOD # Djúpsteikingapottur, verö frá kr. 7.100. - # Hraðsuðukanna, verð frá kr. 2.480. - # Samlokubrauðrist, verð frá kr. 3.100. - # Hraðsuðuketill, verð frá kr. 2.285. - HF Laugavegi 170-172 Sími 695550 Isvörtu sam- félagi Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Gloria Naylor: Konurnar á Brewster Place Þýðandi: Hjörtur Pálsson Útg. Iðunn 1986 BREWSTER Place, blindgata í ömurlegu svertingjahverfí í stórborginni New York. En þar er lifað samt og þar getur að líta einkum og aðallega konum- ar sem era að heyja miskunnar- lausa baráttu. Við fjölskyldur sínar, við umhverfið, við sjálfar sig. Þarna segir frá stúlkunni Mattí, sem í upphafi bókarinnar verður ólétt og faðir hennar sendir hana í burtu. Hún hrökkl- ast til og frá, endar á Brewster Place, sem skilja má, að sé hálf- gildings endastöð í ýmsum skilningi. Mattí er ákaflega vel gerð af höfundi, umhyggja henn- ar fyrir drengnum Hlyni en verður honum bersýnilega til bölvunar, en er sprottin af þess- ari Iofsungnu móðurást. Móður- ást, sem er ekki bara blind og heyrnarlaus, heldur líka dóm- greindarlaus og hlýtur að verða vanþökkuð. Mattí verður, að því er mér fannst átakanlegasta og skýrasta mannlýsingin í bók- inni.Þó eru allar konurnar athygliverðar, hver á sinn hátt. Ég nefni Coru Lee. Hún hefur strax í bemsku sýnt einhveijar kyndugar tilhneigingar. Upp- komin eignast hún hvert bamið af öðm, sjö eða átta vom þau orðin. 0g um leið og hvert bam er ekki lengur ungbarn, sem hún getur leikið sér að eins og brúðu, gefst hún upp og ræður ekki neitt við neitt. Og kærir sig hálft í hvom kollótta um öll bömin - sem fæst eiga sama föður- þau era henni bara til angurs og hún harmar horfna tíð, þegar þessir angar vom litlir og smáir og henni háðir í orðsins fyllstu merkingu. Þroski hennar er ekki nægilegur til að hún valdi né vilji böm, sem gera til hennar aðrar kröfur en þær, sem unga- böm gera. Kannski er ekki fjarri lagi að kalla þetta smásögur, þótt örlög kvennanna, að ógleymdum fylli- raftinum og húsverðinum Ben, tengist saman, stundum á nötur- legan hátt. Kaflarnir um lesbí- umar Lorraine og Teresu em vel skrifaðir og hafi einhver haldið, að svertingjar hafi ekki fordóma gagnvart þeim, sem hneigjast til kynvillu, þá er það misskilningur. Að minnsta kosti samkvæmt bók Gloriu Naylor. Fýsileg peresóna er stúlkan Kis- wana, sem hefur flutt að heiman og skírt sig upp á nýtt til að vera að eigin dómi nógu sann- færandi svertingi, og hún er að reyna að lífga upp á tilveruna. Hún vill samstöðu hjá leigjend- unum, svo að úrbætur verði gerðar á húshjöllunum.og hún gengst fyrir uppákomum og úti- skemmtunum. Einnig hún, áköf og spræk, hlýtur að láta í minni- pokann fyrir þeim örlögum, sem fólkinu á Brewster Place er búin. Það hefði verið ágætt að hafa uppiýsingar um höfundinn. Bók- in er merkt sem verðlaunabók og því er auðvelt að trúa. En það hefði einnig mátt segja ögn frá þessum verðlaunum og hvað- an þau komu. Hjörtur Pálsson þýddi þessa afbragðs góðu bók af leikni og orðaauðgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.