Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 21
apor fO UTTOArTTTVÍVÍTTP (TTTT7A Ifln/TTOflOTA MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 oo 21 Teikning gerð eftir lýsingu Dickens á æsknminningu, þegar hann ungur drengur sá Grímuna skeifilegu, sem fylgdi honum ævilangt. ' ' Þessar seinni sögur nutu flestar vinsælda á sínum tíma en aðeins ein hefur staðist tímans tönn, enda eru þær flestar í smásöguformi og það form hentaði Dickens illa. Hann var maður skáldsögunnar fyrst og fremst. Það eina sem þessar harð- soðnu jólasögur skilja eftir fyrir okkur sem nú lifum eru sjálfsævi- söguþættimir sem Dickens skaut inn í þær. Faðir hans, John Dick- ens, var vel stæður, og græddist fé, þar til Dickens var fjórtán ára, þá fór allt úrskeiðis og fjölskyldan á vergang. John var settur í skulda- fangelsi og Dickens litli byrjaði að vinna fyrir sér og sínum. Þessi ár vom ákaflega dökk í lífí skáldsins unga og mótuðu sál hans upp frá því. Dickens þekkti fátækt af eigin raun og vissi hvað hann var að gera þegar hann samdi sögur um olnbogaböm þjóðfélagsins í bestu skáldsögum sínum. Þessarar hörm- ungarreynslu gætir mjög, meira að segja í hugljúfum ævintýmm hans eins og jólasögunum, en, eins og fyrr segir, þá er aðeins ein sem stenst hina alræmdu tönn tímans. Martröð í draumi „Jóladraumur" er e.k. siðferðis- prédikun matreidd sem æsispenn- andi martröð. Dickens trúði því, á þeim tíma sem hann samdi söguna, að glæpir, ofbeldi, ójafnrétti, raunar allar hörmungar lífsins, mætti rekja til fáfræði almennings. Menntun er máttur, vom einkunnarorð hans; spumingin var bara hvemig mennta átti lýðinn. Aðalsöguhetjan er Scrooge hinn moldríki. Hann er ógleymanleg táknmynd síngjama mannsins, þess sem græðist fé á tá og fíngri og fær aldrei nóg, mannsins sem ekki má sjá af eyri til hins fátækasta af fátækum. Andspænis honum stillir Dickens upp fátækum böm- um. Dickens vildi trúa því að enn væm til velmegandi kaupahéðnar sem gætu breytt heiminum, breytt sér í krafti auðæfa sinna til að gera heiminn að betri heimi. Þann- ig er það með Scrooge, hann er í upphafí draumsins frekar vondur maður með illan bifur á öllu sem hreyfíst, en máttur draumsins (daprar æskuminningar Scrooges, og enn dapurlegri örlög Tomma litla; með öðmm orðum: prédikun höfundarins í verkinu) er slíkur að Scrooge breytist og verður betri maður í lok draumsins. Jólin em því nokkurs konar hreinsunareldur Scrooges gamla. Charles Dickens leysir þjóðfélag- ið ekki upp í frumeiningar sínar til að benda á illskuna sem alls staðar leynist; sagan er bara saga, ævin- týri handa bömum, spennandi, heillandi, ógnvænleg, fyndin; hæfí- lega blönduð hryllingi martraðar- innar svo að lesandinn skynjar forgengileikann, hversu brothætt lífið er og tilviljanakennt. Rauði þráðurinn í draumi Scrooges er til- viljunin: bam fæðist og það er hending ein hvort bamið lendir í silkivafínni vöggu auðkýfíngs eða sótsvörtum klút fátæklings. En ætli flestir taki ekki söguna sem óð til jólanna, eða eins og segir á vísum stað: „Það er stundum hreint ágætt að vera bam, og aldrei betra en einmitt á jólunum, þegar hinn almáttugi Faðir var sjálfur bam.“ HJÓ SPENNANDI FALLEGAR OG VANDAÐAR VORUR Garfield Grettir My little pony J( M/m r HERI IASKÓR INIR Falla sérstaklega vel að islenskum fótum! K. Einarsson & Björnsson, Laugavegi 25, sími 13915. LAUGAVEGI 100, SIMI 19290 SÉRVERSLUN MEÐ KARLMANNASKÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.