Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur: Þekkt tónverk með ríkri jóla- stemmningu Fyrstu hljóm sveitartónleikarnir í Hallgrímskirkju ÞRETTÁNDA starfsár Kammer- sveitar Reykjavíkur hefst með jólatónleikum í Hallgrímskirkju i dag, sunnudag, kl. 17. Þar verð- ur flutt barokktónlist frá fyrstu áratugum 18. aldar, eftir fjögur ítölsk og þýsk tónskáld: Manfred- ini, Albinoni, J.S. Bach ogCorelIi. „Það verður rík jólastemmning á þessum tónleikum. Flest verk- anna eru vel þeklct hér á landi og öll eru þau mjög falleg,“ sagði Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari. Hún sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem haldnir eru hljóð- færatónleikar í kirkjunni. Nokkrir tónlistarmenn og -nemar sem komnir eru frá útlöndum í jóla- leyfi leika með sveitinni að þessu sinni. Þeirra á meðal er Unnur M. Ingólfsdóttir, fiðluleikari, sem starfað hefur í Bem í Sviss undan- farin ár. Leikur Unnur dúett með Rut í konsert Bachs fyrir tvær fiðl- ur, strengi og continuo. „Ég var ákaflega glöð þegar mér var boðið að leika á þessum tónleikum. Það eru þrjú ár síðan ég lék síðast með sveitinni. Það er ávallt jafn mikið undrunar- oggleðiefni að sjá hversu fjölbreytt tónlistarlíf hér á íslandi er samanborið við það sem ég þekki í Mið-Evrópu. Hér stöndum við öðr- um þjóðum fyllilega jafnfætis." Þetta eru fyrstu tónleikamir í kirkjunni þar sem einungis er leikið á hljóðfæri, án söngs. Ekki em all- ir á einu máli um hljómburðinn í Hallgrímskirkju og lá því beint við að spyija hvemig tónlistarmönnun- um líkaði hann. „Hvert hús hefur sitt sérkenni. Vissulega er bergmál- ið mikið í kómum, og ég finn dálítið fyrir því að maður heyrir illa í hin- Morgunblaðið/Einar Falur Einleikarar á tónleikunum í dag, ásamt Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. (Frá vinstri:) Ásgeir H. Steingrímsson, trompetleikari, Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Unnur María Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Lárus Sveinsson, trompetleikari, Helga Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson, orgelleikari. Á myndina vantar Kristján Þ. Stephensen. um hljóðfæraleikurunum. En við þurfum aðeins að leggja á okkur vinnu til að læra hvemig best sé að spila hér,“ sagði Unnur. Helga Ingólfsdóttir, semballeikari, sagði að sér þætti hljómburður kirkjunnar sveija sig í ætt við gotneskar kirkj- ur í Evrópu. „Ég hef oft spilað þar sem bergmálið var mun meira. Þessar aðstæður krefjast þess ein- faldlega að maður spili styttri og skýrari nótur. Hvert hús hefur sinn spilamáta." Rut sagði að á tónleik- unum yrði bæði leikið í kómum og niðri í salnum við orgelið. Kæmi þá betur í ljós hvar tónar hljóð- færanna skiluðu sér best til áheyr- enda. Rut sagði að tónleikamir hæfust á konsert eftir Manfredini, fyrir tvo trompeta, strengi og continuo. Þeir Láms Sveinsson og Ásgeir Stein- grímsson leika dúettinn. Leikið verður Adagio í g-moll eftir ítalska tónskáldið Albinoni, og spilar Hörð- ur Áskelsson orgelröddina við undirleik strengjasveitar. Tveir konsertar eftir Bach eru á efnis- skránni. Unnur María og Rut leika dúett í öðmm þeirra, en Kristján Þ. Stephensen leikur einleik ásamt Rut í þeim seinni. Tónleikunum lýk- ur með „Jólakonsert", Concerto grosso no. 8, eftir ítalska tónskáld- ið Corelli. Börnin í Fossvogsskóla sátu prúð og stillt og fylgdust vel með skenuntiatriðum á „Litlu-jólunum“. Jólin eru hátíð barnanna JÓLIN hafa löngnm verið nefnd Hátíð barnanna o g það með réttu. Bráðum koma blessuð jólin, en sumir taka dálítið forskot á sæluna og halda „Litlu- jólin". Það gerðu böm í Fossvogs- skóla fyrir skömmu. Þegar litið var inn á skemmtunina hjá þeim var greini- legt að allir vom í hátíðarskapi. 'í'y 4 wm Leikrít um boðskap jólanna tilheyra á jólaskemmtunum og greinilegt er að litlu leikararnir í Fossvogsskóla lifa sig inn í hlutverkin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.