Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 3 Fagnaðarefni að Sakharov skuli laus úr einangrun Matthías Á. Mat- hiesen, utanríkis- ráðherra „VITASKULD er það fagnað- arefni, að Andrei Sakharov skuli nú laus úr þeirri einangr- un, sem hann hefur mátt þola,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, utanrikisráðherra, er Morgun- blaðið leitaði álits hans á þeirri ákvörðun stjórnvalda í Sov- étrikjunum, að heimila Sak- harov og konu hans Yelenu Bonner að hverfa úr útlegð i Gorkí til Moskvu. „Sovésk stjómvöld hafa loks látið undan miklum þrýstingi al- mennings og stjómvalda á Vesturlöndum að láta hann lausan, en sérstök áhersla var lögð á það í ræðum vestrænna fulltrúa á Vínarfundinum um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem nú stend- ur yfir,“ sagði utanríkisráðherra. „Á hinn bóginn má ekki draga of almennar ályktanir af þessu máli, því að eftir sem áður er for- dæmanlegt hvemig komið hefur verið fram við Sakharov og fjöl- skyldu hans, en hann hefur ekkert annað til saka unnið en að vilja tryggja framgang mannréttinda- ákvæða Helsinki-sáttmálans innan Sovétríkjanna. Því miður bendir fátt til þess, að sovésk stjómvöld séu að breyta um stefnu gagnvart andófsmönnum; það em aðeins örfáir dagar síðan Ánatoly Marchenko lést við ömurlegar aðstæður í sovéskum fangabúð- um. Þá má minna á nýlega skýrslu Sameinuðu þjóðanna um hræði- legt atferli innrásarhersins í Afganistan. Vilji sovésk stjómvöld bæta álit sitt í þessum efnum verða umbætumar að vera víðtækar og raunhæfar." Jólasöngvar fjölskyld- unnar í Bústaðakirkju SAMKVÆMT hefð er enn boðið til jólasöngva fyrir ídla fjöl- skylduna í Bústaðakirkju á sunnudaginn, sem er hinn fjórði í aðventu, og hefst guðsþjónust- an kl. 2 síðdegis, en barnasam- koman rennur saman við hana. Enn verður flutt jólasaga eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka og er þetta sú fimmtánda, sem Ing- ólfur semur af þessu tilefni til flutnings í Bústaðasókn. Kórar bama koma úr Breiðagerðis- og Fossvogsskólum og reyndar víðar að og stjómar organistinn, Guðni Þ. Guðmundsson, m.a. tólf manna hljómsveit ungmenna. Og fastur liður og vel metinn er helgileikur barnanna úr Fossvogsskóla. Þá koma einnig lúsíur úr Æskulýðs- félagi Bústaðasóknar í heimsókn og flytja söngva sína. Þessi sam- koma við lok jólaföstu hefur notið mikilla vinsælda, enda gott að búa hug sinn undir komu jólanna með þessum hætti og æfa um leið nokkra þeirra söngva, sem þá heija til hæða. Sóknarprestinum til aðstoðar á þessum jólasöngvum eins og í bamastarfinu í vetur eru þær Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín Anna Antonsdóttir. (Fréttatilkynmng) Vélageymslan á Uppsölum er illa útleikinn eftir veðurofsann. Gaflinn í geymslunni lét undan í síðustu hrinunni rétt fyrir kl. 5. Aftakaveður í utan- verðum Vatnsdal Þakið er horfið af fjárhúsunum i Hjallalandi og aðeins veggimir standa. í þessum húsum vora hýstar 110 kindur og þurfti að finna Blönduósi. ÁBÚENDUR á Uppsölum í Sveinsstaðahreppi urðu fyrir stórfelldu tjóni í veðurofsa helg- arlægðarinnar. Á Hjallalandi í Sveinsstaðahreppi fauk þak af fjárhúsum sl. þriðjudag. Báðir þessir bæir eru staðsettir í utan- verðum Vatnsdal sinn hvoru megin við Vatndalsá. Virðist sem vindhraðinn hafi orðið hvað mestur á þessum slóðum í Aust- ur-Húnavatnssýslu, þó víða hafi hressilega blásið. Að sögn Önnu Helgadóttur hús- freyju á Uppsölum þá gjöreyðilagð- ist vélageymsla sem stendur skammt fyrir norðan íbúðarhúsið, gömul hlaða hvarf algjörlega og um 70 rúmmetrar af heyji sem í henni vori. Ennfremur fuku plötur af 2 metra breiðu bili af fjósþak- inu. Anna Helgadóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að veðrið hefði verið verst um klukkan hálf eitt aðfaramótt mánudagsins en hefði verið farið að ganga niður um klukkan fimm. Anna sagðist hafa búið á Uppsölum í 40 ár og aldrei fyrr upplifað annan eins þeim húsaskjól í nágrennmu. veðurofsa og þann sem var að- faranótt mánudagsins. Anna sagði ennfremur að vindáttin hefði verið austlæg sem mjög sjaldan er slæm á Uppsölum en venjulegast er suð- vestanáttin langverst. Á Hjallal- andi fuku jámplötur af fjósþakinu. En á þriðjudagsmorgun fauk þakið af fjárhúsunum á Hjallalandi af í heilu lagi og fylgdu garðamir með. Af þessum söku hafa ábúendur á Hjallalandi þurft að flytja um 110 kindur að bænum Hnausum í Sveinsstaðahreppi. Að undanfömu hefur verið mjög vindasamt í Húna- þingi en mjög bundið staðháttum hversu illskejrtt veðrið hefur verið. Jón Sig. i r í- 8 vikur a Costa del Sol VERÐ FRA 35.900 INNIHALD: ^ X HEILSUVERND • VELLÍÐAN • ÁNÆGJA • ÚTIVERA • ÖRYGGI • FÉLAGSLIF • VEÐURSÆLD Austurstræti 17, sími 26611 Bankamiryfirfæra mánadarlega lífeyrir tii Costa del Sol fyrir þá sem þess óska. Gefðu góða jólagjöf 6000 kr. utborgun, eftirstöðvar á 6 mánuðum ) beint leiguflug 4. jan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.