Morgunblaðið - 17.06.1986, Page 60

Morgunblaðið - 17.06.1986, Page 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986 > > á éám k Þórarmn Björnsson heiðursfélagi Ferðafélags íslands aðstoðar Morgunbiaðið/Sveinn Andri Harald Theodórsson, 5 ára, við að opna brúna formlega. Ferðafélagsmenn ganga yfir hina nýju brú. Þórsmörk: Ný g’öngubrú yfir Krossá GÖNGUBRÚ yfir ána Krossá í notkun siðastliðinn sunnudag, hundrað manns. Það var Ferðafélag íslands sem stóð fyrir gerð brúarinnar og í tilefni af opnuninni efndi Ferðafélagið til sérstakrar ferðar í Þórsmörk. Kl. 14 á sunnudag fór opnunarathöfnin fram, og voru það Þórarinn Bjömsson, 76 ára heiðursfélagi Ferðafélagsins, og Haraldur Theodórsson, 5 ára stuðningsmaður, sem tóku brúna formlega í notkun. Að því búnu bauð félagið til kaffisamsætis. Fluttu þar ávarp Magnús Þórar- insson formaður byggingar- nefndar, sem lýsti byggingar- framkvæmdum, og Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélagsins, auk þess sem Guðfinna Ragnars- dóttir las úr ljóðum eftir Jóhann- es úr Kötlum og Gest Guðfínns- son. Jóhannes úr Kötlum var um langt árabil skálavörður í Skag- fjörðsskála í Þórsmörk. Göngubrúin liggur utan í svo- nefndum Valahnúk og er í um Þórsmörk var formlega tekin í að viðstöddum hátt á þriðja 600 metra fjarlægð frá skálanum og hefur verið lagður göngustíg- ur á milli brúarinnar og skálans. Tveir klettar úr Valahnúk, sem fallið hafa í Krossá, em notaðir sem brúarstólpar en endastólpar sitt hvorum megin árinnar eru hlaðnir. Það mun hafa verið í mars, sem hugmyndir að hinni nýju brú voru festar á blað. Bygging- arframkvæmdir hófust 17. maí og voru sjálfboðaliðar að störfum við brúarsmíðina Qórar helgar fyrir opnunina. Brúin er 45 metra Iöng og er því lengsta göngubrú á Islandi. Breidd hennar er 1,3 metrar. Burðarbitar eru úr límtré, sex að tölu, þar af eru 4 bitanna 18 metra langir og vega þeir þyngstu tæpt hálft tonn. Að öðru leyrti er efni í brúnni og efnismeð- ferð áþekk því sem gerist í brúar- smíði á vegum Ferðafélagsins. Hin nýja salernisaðstaða, sem byggð var á 10 dögum. Morgunblaðið/Sveinn Andri Hér standa þeir við brúarsporðinn, frá vinstri: Höskuldur Jónsson forseti Ferðafélagsins, Pétur Guðmundsson, yfirsmiður, og Tómas Tómasson, verkfræðingur. Hönnun og verkfræðivinna var gefín af Istaki hf. og annaðist Tómas Tómasson verkfræðingur burðarþolsútreikninga og teikn- ingar. Límtré hf. gaf alla burðar- bitana og flutning þeirra að brú- arstæði. Timburverslun Áma Jónssonar gaf alla stólpa í hand- rið. íslenskir Aðalverktakar gáfu allt jám í vindstífíngar og timbur í langbönd í handriði. Vemd hf. gaf gagnvöm á brúargólfí og þverbitum undir gólfínu. Bygg- ingarvöruverslun Kópavogs gaf alla nagla í brúna og bræðumir Gunnar og Guðjón Jónssynir gáfu flutning á brúarefninu. Félaginu bámst og margvíslegar gjafír aðrar. Um 25 þúsund ferðamenn koma í Þórsmörk árlega og er brúin til mikilla bóta fyrir þá. Áður þurftu ferðamenn annað hvort að sníkja sér far með bflum yfír ána eða vaða yfír hana, eða þá að þeir hreinlega veigruðu sér við að ferðast á milli hinna ýmsu svæða í Þórsmörk. Fólk, sem ferðast vill um svæðið, á nú mun betri aðgang að því og nú er óþarfí að vaða ána; brúin þjónar því bæði sem samgöngubót og öryggistæki. Brúarsmíðin yfír Krossá er ekki eina framkvæmdin sem Ferðafélagið hefur staðið í að undanfömu. Nýlega varð félagið fyrir því áfalli, að snyrtiskálinn brann til kaldra kola. Ljóst var, að óhapp þetta gat haft mjög alvarleg áhrif á starsemi þeirra aðila, sem kynna Þórsmörk inn- lendum og erlendum gestum. Ákveðið var að hefja byggingu nýs skála hið fyrsta og reis nýr snyrtiskáli af gmnni á10 dögum. Húsið er teiknað af Ásgeiri Ás- geirssyni tæknifræðingi. Það rúmar 5 salerni á kvennasnyrt- ingu og sturtur verða þijár. Sal- emi karla verða tvö og eitt sal- emi er sérhannað fyrir fatlaða. Salemið er klætt láréttri kúptri klæðningu að utan. Ferðafélag íslands hefur tvisv- ar brúað ána Ljósá. Báðar brým- ar hafa eyðilagst í vatnavöxtum. Nú hefur þriðja brúin verið smíð- uð og verður á næstu dögum sett yfir gljúfrið spöl neðar við ána en fyrri brýr vom staðsettar. Brúin yfír Ljósá er 7 metra stál- bitabrú. Loks má geta þess, að félagið hefur látið gera stórt útigrill, þar sem unnt er að grilla heila lambs- skrokka. í ræðu, sem Höskuldur Jóns- son forseti Ferðafélagsins hélt eftir opnun Krossárbrúar, sagði hann að framkvæmdir þessar sönnuðu mátt Ferðafélags ís- lands til mikilla átaka þegar á þurfí að halda, þakkaði hann síð- an öllum þeim, sem lagt höfðu hönd á plóginn við framkvæmd- imar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.