Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986 Aldarminning: Jóhann Þ. Jósefsson alþingismaður ográðherra eftir Guðjón Armann Eyjólfsson Inngangur í dag hinn 17. júní 1986 er liðin öld frá fæðingu Jóhanns Þ. Jósefs- sonar alþingismanns og ráðherra. Fyrir alla sem láta sig varða ís- landssögu og þá sérstaklega sögu Vestmannaeyja á þessari öld er það tilefni til að minnast Jóhanns Þ. Jósefssonar og rifja upp lífshlaup hans og störf, sem eru hluti af þjóð- arsögunni. Hann má hiklaust telja einn af merkustu íslendingum og stjómmálamönnum á þessari öld. Jóhann Þ. Jósefsson sat lengst allra þingmanna, sem hafa setið á Alþingi fyrir Vestmannaeyjar með- an það var sérstakt kjördæmi, en svo var allan þann tíma sem hann sat á Alþingi frá 1924 til 1959 eða á 43 löggjafarþingum. Þegar Jó- hann Þ. Jósefsson lét af þing- mennsku hafði hann setið nær helming allra löggjafarþinga (frá 1874), ef aukaþingin eru talin með. Uppruni og æskuár Jóhann Þorkell Jósefsson var fæddur í Fagurlyst í Vestmannaeyj- um 17. júní árið 1886. Foreldrar hans voru Jósef Jóns- son (f. 6. maí 1848 — d. 12. jan. 1887) og kona hans Guðrún Þor- kelsdóttir (f. 10. jan. 1844 — d. 14. okt. 1919), sem þar bjuggu. Þar var áður kallað á Hólnum. Jóhann reisti síðar sérstaklega fallegt og myndarlegt íbúðarhús við hlið æskuheimilis síns, sem hann nefndi einnig Fagurlyst, og bjó þar þangað til hann flutti með fjölskyldu sína til Reykjavíkur árið 1935. Hús þetta stóð síðar við Urðarveg, en fór undirhraun í eldgosinu 1973. Foreldrar Jóhanns voru vel látin sómahjón. Jósef var mesti dugnað- armaður og „skaraði fram úr sam- tíðarmönnum sínum fyrir vitsmuna- sakir", skrifar Sr. Jes A. Gíslason, sem var honum samtíma í Vest- mannaeyjum á æsku- og unglings- árum sínum. Faðir Jósefs var Sr. Jón Þorvarð- arson (f. 1826), síðar prestur að Görðum á Akranesi og prófastur í Reykholti í Borgarfirði; sonur Þor- varðar prests Jónssonar, sem veitt var Holt undir Eyjaflöllum árið 1847 og síðar að Prestbakka á Síðu. Móðir Jósefs var Þorgerður Guð- mundsdóttir bónda að Bjamastöð- um í Grímsnesi, sem var vinnukona í Holti, þegar Jósef fæddist. Jósef var komið til fósturs í Indriðakoti undir Eyjaíjöllum hjá hjónunum Jóni Jónssjmi og Amdísi Þorsteins- dóttur, en meðal baraa þeirra var merkiskonan Þuríður í Hvammi, sem þekkt var á sinni tíð í Eyja- íjallasveitum. Jósef átti þama gott atlæti. Hann var mikill gáfupiltur, næmur og skilningsgóður og frábær reikningsmaður. Strax á unga aldri lagði hann sig eftir þekkingu á gangi himinhnatta og eftir sögn Þuríðar: „Margt af því sem var henni ráðgáta í sambandi við þau lögmál, sem stýra rás þessa hnattar var henni auðskilið, þegar Jósef var búinn að miðla henni af fróðleik sínum í þeim efnum" (Þórður Tóm- asson — Eyfellskar sagnir II). Jósef fór um tvítugsaldur til Vestmanna- eyja og lærði þar siglingafræði af dönskum stýrimanni á einni af jöktunum, sem komu hvert vor til Vestmannaeyja með vörur til dönsku selstöðuverslunarinnar. Meðan saltfiskurinn var þurrkaður yfír sumarið og iundaveiðin stóð sem hæst, er fiður var ásamt fiski dijúgur útflutningur frá Eyjum fyrr á tíð, var skipunum haldið til fisk- veiða á sumrin. Þetta voru 150- 200 rúmlesta seglskip. Jósef varð síðar skipstjóri á þilskipinu „Josephine sem var einmöstruð jakt og haldið til hákarlaveiða á miðum frá Vest- mannaeyjum frá Reykjanesi til Austur-Homs. Jósef kenndi síðar Sigurði Sigurfinnssyni hreppstjóra siglingafræði og ef til vili fleimm, en Sigurður var m.a. skipstjóri á hákarlajaktinni Neptúnusi. Hann kenndi síðar formönnum í Vest- mannaeyjum siglingafræði, en á aðalfundi Bátaábyrgðafélags Vest- mannaeyja 3. janúar 1910 sam- þykkti félagið, að formenn yrðu prófaðir í siglingareglum og vom þau skilyrði sett í reglugerð Báta- ábyrgðafélagsins, að formenn þeirra báta, sem væri í ábyrgð fé- lagsins hefðu þessa kunnáttu og kynnu 16 áttir áttavitans. Félagið skipaði Sigurð Sigurfinnsson til þess að prófa þá, sem tókust for- mennsku á hendur í fyrsta sinn. Jósef og lærisvein hans Sigurð Sigurfinnsson má því telja til frum- kvöðla í kennslu sjómannafræða hér á landi. Jósef fórst á sviplegan hátt í fiskróðri suður af Bjamarey hinn 12. janúar 1887. Jóhann Þorkell var þá aðeins rúmlega hálfs árs gamall og yngstur þriggja bræðra. Guðrún Þorkelsdóttir, ekkja Jó- sefs, var í móðurætt úr Vestmanna- eyjum, en faðir hennar var Þorkell Einarsson frá Eyvakoti á Eyrar- bakka. Til hennar réðst nú hinn mesti ágætis maður, Magnús Guð- laugsson frá Fíflholtshjáleigu í Landeyjum (f. 1863). Hann kvænt- ist síðar Guðrúnu meðan Jóhann Þorkell var enn á bamsaldri. Magn- ús reyndist Jóhanni sem besti faðir, þó að Jóhann lýsi síðar vel þeim Ijúfsára trega, sem gætir hjá böm- um yfir föður— eða móðurmissi. í snilldarlega vel rituðum kafla í bók- inni Faðir minn, þar sem hann ritar um föður sinn og stjúpföður; fléttar Jóhann listilega saman frásögnina og skrifar: „Ekki þarf því að lýsa hvért áfali það er fyrir bam að missa föður eða móður þegar í æsku og verður slíkt aldrei að fullu bætt“. Magnús stjúpi hans var sjómaður og reri lengst ajf á vertíðarskipi með Magnúsi Guðmundssyni á Vestur- húsum, sem var einn mesti sjósókn- arinn í Vestmannaeyjum um alda- mótin síðustu. Magnús var að sögn Jóhanns „náttúrugreindur að eðlis- fari“ og féll aldrei verk úr hendi. En það er líkast því að örlagadís- ir eða nomir skapi mönnum örlög og slái lífsvefinn. Hinn 20. maí árið 1901 drukknaði Magnús við fimmta mann í fiskiróðri á bátnum Sjólyst, sem hann var formaður með. Þetta var aðeins Qórum dögum eftir mesta sjóslys, sem orðið hefur við Vestmannaeyjar er 27 menn fórust með Fjallaskipinu Björgólfí við Klettsnef. Báturinn sem Magnús Guðlaugsson fórst með hét sama nafni og bátur sá, er Jósef, faðir Jóhanns dmkknaði af. Telja kunn- ugir að það hafi verið sami báturinn, en uppgerður og stækkaður eftir að Jósef fórst með honum árið 1887. Jóhann Þ. Jósefsson ólst því upp við aðstæður þar sem lífsbaráttan var hörð og krafðist oft á tíðum mikilla fóma. Hann var kominn af fermingaraldri tæpra 15 ára, þegar stjúpfaðir hans fórst. Það hafði farið vel á með þeim og Magnús mun þá þegar hafa veitt athygli góðum gáfum Jóhanns, því að Jó- hann skrifar svo: „Ég býst við, að hann hafi áformað að kosta mig til mennta, þó að hann væri ekki margmáll um þá fyrirætlan frekar en annað, því hann bar mig mjög fyrir brjósti og arfleiddi mig eftir sinn dag.“ Jóhann Þorkell segir svo frá drakknun föður síns og fóstra: „Um það bil 14 ár liðu milli dánardægra þeirra föður míns og stjúpföður. Báðir ólu þeir önn fyrir sama fá- tæka heimilinu. Hin vota gröf varð beggja hlutskipti. Báðir fórast þeir á sömu slóðum og af sama bátnum." Þegar Jóhann ritar þetta er hann lífsreyndur maður rúmlega sextug- ur og hafði þá með ráðherraemb- ætbi náð hátindi stjómmálanna. Undirtónninn er samúð með þeim sem sorgin sækir heim. Kaflann um þá Jósef og Magnús endar Jóhann þannig: „Þau era orðin mörg heimil- in í Vestmannaeyjum, sem goldið hafa landskuldina þungu sem hafið heimtar oft af þeim, er sækja lífs- björg sína í greipar þess.“ Þroska- og manndómsár Jóhann Þorkell varð nú fyrir- vinna móður sinnar, en eldri bræður hans vora þá famir að heiman. Hann stundaði öll þau störf sem til féllu við fiskvinnu og umsvif vax- andi útgerðar. Skömmu síðar hóf hann störf hjá Gísla J. Johnsen, sem hafði þá nokkra fyrr hafið um- Jóhann Þ. Jósefsson fangsmikinn atvinnurekstur. Arið 1906, þegar Jóhanna Þ. Jósefsson stendur á tvítugu verður stórkostleg atvinnubylting í Vestmannaeyjum með tilkomu vélbáta í stað áraskipa. Hjá verslun Gísla J. Johnsen hafði Jóhann á hendi afgreiðslu skipa og flutninga á milli skips og lands með afurðir og vörar. Hann kynntist því af eigin raun hinum erfiðu hafnarskilyrðum fyrir opnu hafi og átti síðar mestan fátt í að gera Vestmannaeyjahöfn að þeirri líf- höfn, sem hún síðan hefur verið íslenska þjóðarbúinu. í þúsund ár höfðu Eyjabúar mátt búa við nær algert hafnleysi fyrir opnu hafi. Á legu fram af verslunar- húsunum fyrir innan lág sker sem sum fóra í kaf á flóði gátu skip aðeins legið óhult um sumardag og þá svinbundin með akkeri fram og aftur af skipinu auk festa á Holu- klett. Á vetrarvertíðum var leiðin oft ófær áraskipum, sem fengu þar áföll og menn fórast upp í landstein- um. Fram af stærsta verslunar- húsinu var stuttur biyggjusporður byggður úr höggnu móbergi 1880. Fólk bar allt á höndum sér og konur og böm drógu fiskinn undan sjó úr flæðarmálinu, karlmenn settu skip- in í hróf með blóðrisa bökum. Þannig vora aðstæður í Vest- mannaeyjum, þegarþessi föðurlausi og fátæki piltur byijar að sjá sjálf- um sér og móður sinni farborða. Samt var pólitískt vor í lofti og fólk fann á sér að nýir og betri tímar fóra í hönd. „Nú finnst mér vomótt, ísland, sem skjálfandi skar mót skínandi degi. — Álög þín verða brotin", kvað Landvarnamaðurinn Einar Benediktsson. Jóhann Þ. Jósefsson var í 14 ár við flutninga og afgreiðslu skipa, sem komu til Vestmannaeyja. Ekkert varð úr skólanámi hans og hann hlaut ekki aðra skólagöngu en hina almennu bamafræðslu hjá Sr. Oddgeiri Guðmundsen presti að Ofanleiti og nokkra tilsögn í ensku hjá Magnúsi Jónssyni sýslumanni. Hann mat æ síðan mikils þessa kennara síðan. Sennilega getur verið erfitt fyrir fólk nú á dögum, að gera sér grein fyrir öllum þeim ijölda erlendra skipa, sem var hér við landið á fyrstu áratugum aldarinnar. Það vora skip af fjölmörgu þjóðerni og lágu þau oft í vari við Vestmanna- eyjar og komu þangað með sjúka menn eða fengu vistir. Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum (f. 1897) greinir frá því í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1986, að hann hafí eitt sinn talið 136 skip í vari fyrir austan Eyjar. Frakkar gerðu t.d. árið 1906 180 skip út á íslandsmið, en auk þess vora fjölmargar fær- eyskar skútur, enskir og þýskir togarar. Skip frá Norðurlöndunum fluttu vaming til og frá landinu og þeirra fyrsti og síðasti viðkomustað- ur var oft Vestmannaeyjar. íslend- ingar vora enn í kröm og rétt aðeins famir að rétta úr kútnum. Það var því alþjóðlegt andrúmsloft, sem þessi ungi piltur starfaði í þegar hann afgreiddi skip, sem stönsuðu við Vestmannaeyjar. Hann lét ekki þar við sitja heldur notaði hvert tækifæri til að mennta sig í skóla lífsins. Jóhann náði undraverðum árangri og varð með sjálfsnámi svo vel menntaður maður að fágætt er um óskólagenginn mann. Auk norð- urlandamála talaði Jóhann Þ. Jó- sefsson frá unga aldri reiprennandi og las ensku, þýsku og frönsku. Hann var mjög vel lesinn í sænskum bókmenntum, kunni mikið af kvæð- um og unni fagurri hljómlist. Jóhann varð þýskur konsúll í Vestmannaeyjum skömmu eftir 1920, á dögum Weimar-lýðveldis- ins, og var síðar sendur nær árlega af ríkisstjóminni til Þýskalands til samningagerða fyrir Islands hönd. Jóhanni var boðið að verða fyrsti sendiherra Islands í Þýskalandi, en hafnaði því. Jóhann Þorkell gegndi konsúl- starfi sínu af alúð og lipurð og t.d. lesa um það í ferðabók Hubert Schongers — Auf Islands Vogel- bergen, sem kom út árið 1927. Jó- hann hafði frá unga aldri haft mikið samband við þýska sjómenn, sem komu til Vestmannaeyja og eftir að hann flutti þaðan varð hann umboðsmaður þeirra hér á landi til æviloka. Hann var heiðraður af Þjóðveijum og hlaut heiðursmerki þýska Rauða krossins fyrir störf sín að björgunar- og líknarmálum. Til að ná valdi á franskri tungu var Jóhann daglegur gestur í franska sjúkrahúsinu í Vestmanna- eyjum, sem tók til starfa á vetrar- vertíðinni 1907 og kynntist þar hinu franska starfsfólki, en þar störfuðu yfir vetrarmánuðina og fram á haust franskar hjúkranarkonur, franskur matreiðslumaður og snún- ingspiltur. í blaðaviðtali 2. ágúst 1962 sagði frú Chevillon, sem var forstöðukona franska spítalans í Vestmannaeyjum árið 1912 um Jóhann Þ. Jósefsson: —„ Svo sjarm- erandi og gáfaður piltur. Hann talaði mjög vel frönsku og kom seinna til Parísar" — Á stjóm- málaferli sínum varð Jóhann fasta- fulltrúi Evrópuráðsins og einn af forsetum ráðsins. Þar stýrði hann fundum með festu og virðingu og mælti þá jafnan á franska tungu. „Var lítilli þjóð mikill sómi og land- kynning að slíkum fulltrúa," segir Gísli Jónsson forseti Sameinaðs Alþingis, er hann minntist hans við þingsetningu 10. október 1961. Bjami heitinn Benediktsson forsæt- isráðherra ritaði merka minningar- grein um Jóhann í Morgunblaðinu hinn 25. maí 1961 og um tungu- málagáfu Jóhanns skrifar hann eftirfarandi: „Eitt sinn er Jóhann var á efri áram staddur á alþjóða-ráðstefnu með tveim háskólagengnum löndum sínum, nefndu þeir hann til sérstaks trúnaðarstarfs vegna þess að þeir töldu hann sér fremri í málakunn- áttu." „Verslunarfræði og viðskipti kunni hann betur flestum sínum samtíðarmönnum" ritar Bjarni í sömu grein. Sem fyrr segir vora mikil tíðindi að gerast á íslandi upp úr síðustu aldamótum og enn meiri vora í vændum. íslendingar vora að vakna eins og Jón Sigurðsson forseti hafði svo lengi vonað og vora að taka í hendur stjórn eigin mála. Upp- bygging atvinnulífs og nýrra kaup- staða, fyrirheit ungum mönnum vora fram undan. Strax frá unga aldri hafði Jóhann mikinn áhuga á stjómmálum og skipaði sér í flokk Landvamamanna, sem vora rót- tækustu samtökin í sjálfstæðis- baráttu íslendinga á áranum 1902—1912 og var meginstefna þeirra, að ísland yrði fijálst og óháð sambandsland Danmerkur. Helstu forvígismenn flokksins vora Bjami Jónsson frá Vogi, Benedikt Sveinsson (yngri) þingforseti, Þor- steinn Erlingsson og Jón Jensson bróðursonur Jóns forseta. Upp úr flokki Landvamamanna og fleiri samtaka var síðar stofnaður Sjálf- stæðisflokkurinn gamli. Landvam- armenn höfðu mikil áhrif á Þing- vallafundinum árið 1907, en hann hafði afgerandi áhrif á sjálfstæðis- baráttu Islendinga. Jóhann var út- sölumaður blaðsins Ingólfs, sem var málgagn flokksins og birtust þar oft ágætir fréttapistlar úr Vest- mannaeyjum, sem Jóhann hefur sennilega skrifað. Stjórnmálaferill — bæj- arfulltrúi og þingmaður Umsvif í Vestmannaeyjum vora ótrúlega mikil á fyrsta og öðram áratugi aldarinnar eftir að vélbáta- öldin hófst. Árið 1918, þegar ísland verður fullvalda ríki var íbúatala Vestmannaeyja orðin yfir tvö þús- und manns (2033) og vélbátar 63 að tölu en 12 áram áður við upphaf vélbátaaldar vora íbúar rúmlega 600 manns og tveir vélbátar réra á vetrarvertíð 1906. Stjóm skipulegs kaupstaðar var brýn nauðsyn og hinn 22. nóvember 1918 vora samþykkt lög um kaup- stað í Vestmannaeyjum. Hinn 16. janúar 1919 fóra fram fyrstu bæj- arstjómarkosningar í Vestmanna- eyjum. Þó hefst glæsilegur stjóm- málaferill Jóhanns Þ. Jósefssonar, sem er síðan óslitinn næstu 40 árin, en hann lét af þingmennsku árið 1959. Fyrstu bæjarstjómarkosningar í Vestmannaeyjum vora leynilegar hlutfallskosningar og fékk Jóhann flest atkvæði þeirra sem vora kjörn- ir í bæjarstjóm. Kosið var um menn en ekki lista. Jóhann Þ. Jósefsson var síðan bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum næstu tuttugu árin til 1938. Árið 1923 bauð Jóhann sig fram til þings á móti Karli Einarssyni sýslumanni, sem hafði verið sýslumaður Eyja- manna síðan 1910 og sýnt mikinn dugnað við stofnun Björgunarfé- lags Vestmannaeyja og var kjörinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.