Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 51
líka góður skóli og glæddu hjá henni skilning og víðsýni, m.a. tileinkaði hún sér mjög hnitmiðaða ræðulist svo oft var unun á að hlýða. Náði hún þar mikilli leikni og kryddaði þá gjaman mál sitt með ljóðum, stundum fmmsömdum. Féll oft í hennar hlut að hafa orð fyrir ferða- félögum sínum og léku henni þá létt orð á tungu. Nú eru aðeins tvö af systkina- hópnum frá Hnjóti eftir á lífi. Þau Kristjana, ekkja í Keflavík og Ólaf- ur bóndi á Hnjóti, en þar hefur Egill sonur hans byggt upp byggða- safn, mikið að vöxtum og merkilegt. Gíslína var viðstödd opnun safnsins sumarið 1983, þá 94 ára að aldri. Rómaði hún mjög framtak Egils frænda síns. Eins og áður greinir varð Gíslína 97 ára 18. janúar sl. og var þá við sæmilega heilsu, og andlegum kröftum hélt hún til hinztu stundar og minnið brást henni ekki. Ham- ingjuna fann hún hjá börnum sínum og öðmm afkomendum og tók þátt í gleði þeirra yfir góðum árangri í starfí eða námi. Þegar litið er yfir langan æviveg má nærri geta að lífið hefur ekki alltaf verið sældar- leikur, en ævikvöldið reyndist henni samt hamingjuríkt. Ég vil að leiðarlokum þakka Gísl- ínu tengdamóður minni fyrir vináttu hennar og tryggð. Ámm saman tók hún þátt í jólagleðinni á heimili okkar með fjölskyldunni. Hún kunni vel að gleðjast með glöðum. Fjölskyldan öll kveður Gíslínu með söknuði. Minningin um merka konu er okkur öllum dýrmæt. Lífs- dagurinn var orðinn langur en minning hennar lifir. Deyrfé, deyjafrændr, deyrsjálfritsama, enorðstírr deyr aldregi hveimersérgóðangetr. (ÚrHávamálum) Sigurður lugason Sé ég í anda knörr og vagna knúða krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða stjómfijálsa þjóð, með verzlun eigin búða. Svo kvað Hannes Hafstein í alda- mótaljóðum sínum. Á þeim tíma reis til vegs og framkvæmda sú kynslóð sem átti eftir að valda hvað mestum breytingum á íslensku þjóðfélagi frá upphafi. Þjóðfélaginu var breytt úr bændasamfélagi í vélvætt nútímasamfélag á skemmri tíma en áður voru dæmi til. Gíslína Magnúsdóttir var ein þeirra er hér lögðu hönd á plóginn. Hún ólst upp í stórum systkinahópi á útkjálka landsins, en fluttist þaðan ung að árum til Reykjavíkur ásamt fyrri manni sínum. Eftir skamman hjú- skap missti hún manninn í hendur berklavofunnar. Áfram var samt barist með viljann einan að vopni, með berum höndum og opnum hug hinnar félagslegu heildarhugsunar. Það er sú hugsun sem íslendinga skortir í dag. Járnviljinn og metnað- urinn entist Gíslínu allt til æviloka, þó svo hún nyti lengra og þægilegra ævikvölds en flestir samborgarar hennar. Það er ekki ætlun mín hér að rekja æviferil ömmu minnar, Gísl- ínu Magnúsdóttur, heldur einungis að þakka henni í fáum orðum fyrir ógleymanlegar samverustundir. f næ.r aldatfyórðung átti ég völ á að kynnast kostum þessarar konu og nærast á fróðleik hennar um liðna tíð. Voru orð hennar á við ófáar kennslustundir. Hún var fullmennt- uð úr skóla lífsins, þeim skóla er veitir mönnum hina dýpstu mennt- un og íramar öðru skilning á mannlegu eðli. Það kom best fram í réttsýni Gíslínu. Hún greindi ávallt rétt frá röngu og stóð fast á sinni meiningu, með tunguna eina að vopni. Til þess var Gíslína fullfær til hinstu stundar, þar sem minni hennar var úr stáli gert. Gíslína hafði skilning á gildi bók- legrar menntunar og fann ég ávallt fyrir andlegum styrk hennar meðan á erfíðum próftökum stóð. Hún vildi ávallt fylgjast með námsárangri skyldmenna sinna og veitti það mér MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1986 51 sem öðrum visst aðhald. Hún átti jú þátt í að gera ísland að því menningarríki sem það nú er og það var eins og hún vildi hafa eftir- lit með hvort erfiðið hefði skilað árangri. Hafi hún þökk fyrir að fræða óharðnaðan ungling um gildi lífsins og eiga þátt í mótun heiðar- legs þankagangs. „Requiem aetemam dona eis, Domine, et lux perpetua luceat eis.“ Orn Sigurðsson Þann 8. júní lést á Elliheimilinu Grund Gíslína Magnúsdóttir.sem fæddist 18. janúar 1889, á Hnjóti í Rauðasandshreppi. Gíslína dvaldi uppvaxtarár sín í föðurhúsum, en 17 ára gömul ræður hún sig í vist hjá útgerðarmanni á Geirseyri við Patreksfjörð. Þar kynnist hún fyrri manni sínum, Einari Ólafssyni. Með Einari eign- ast hún einn son, en Einar lést árið 1915. Síðan flytur Gíslína til Reykjavíkur og þar kynnist hún seinni manni sínum, Jóni Halldórs- syni. Með honum eignast hún tvær dætur og einn son. Jón lést árið 1973. Þau bjuggu lengst af á Freyjugötu 27, en síðustu árin dvaldi Gíslína á Elliheimilinu Grund. Börnin sín ól hún upp og kom til manns. Gíslína var mikil félags- vera og jafnhliða húsmóðurstörfum vann hún mikið að félagsmálum. Gékk hún fljótlega í Verkakvenna- félagið Framsókn, en þar taldi hún hagsmunum sínum best borgið. Við konur í Verkakvennafélaginu Framsókn, sem komnar eru yfir miðjan aldur, minnumst hennar sem hinnar glaðværu og athafnasömu konu, sem alltaf var reiðubúin að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Má þar minna á störf hennar í stjórn Verkakvennafélagsins Framsóknar og í basamefnd sem hún sat í rúm 30 ár og einnig brennandi áhuga hennar á málefnum „Vorboðans", og var hún í stjórn þar, en það var félagsskapur á vegum Verka- kvennafélagsins Framsóknar og fleiri félaga, sem hafði það markmið að koma bönum verkamanna í sumardvöl fyrir utan borgina. Höfðu verið reistar búðir í Rauð- hólum í þessu augnamiði. Árið 1964 er Gíslina gerður heið- ursfélagi í Verkakvennafélaginu Framsókn fyrir störf hennar í þágu félagsins. Minningin um góðan félaga mun lengi lifa og stjómin og aðrar konur í Verkakvennafélaginu Framsókn senda börnum hennar og öðrum ættingjum dýpstu samúðarkveðjur. Stjórn og félagar í Verka- kvennafélaginu Framsókn. Sigrún H. Pálsdóttir Steinum - Kveðjuorð Fædd 22. júní 1934 Dáin 10. júní 1986 í gær var til moldar borin Rúna systir mín, Sigrún Hanna Pálsdótt- ir, Grindavík, sem var búin að heyja langt stríð við erfiðan sjúkdóm. Mig langar til að þakka henni fyrir margar ánægjulegar stundir og alla tyllidagana, sem hún ein mundi eftir. Þeir glöddu mig mikið. Það er sárt að sjá á eftir henni fyrir okkur öll, en á móti koma allar gleðistundimar, sem við áttum á heimili hennar og Rúnars þegar fjölskyldan kom saman. Það er svo ótalmargt að þakka þeim fyrir, sem mér reynist eiifitt að koma á blað. Mér er minnisstæð gleði Rúnu á sjúkrahúsinu, þar sem hún var með myndir af litlu barnabörnunum sín- um — og hún sýndi mér mynd af nýfæddum sonarsyni sínum. Gleði hennar var mikil yfir þeim öllum litlu krílunum. Ég veit að við hitt- umst á ný á öðrum og betri stað, þar sem engar þjáningar eru og við munum gleðjast þar saman á ný. Sælt hefði verið að fá að hafa Rúnu lengur en Guð, sem öllu ræður, hefur kallað hana til sín. Nú er hún lögð af stað í ferðina löngu, þar sem ljóssins faðir mun leiða hana um ókomna stigu og á fund ástvina sinna, sem á undan eru famir. Sælt er að eiga allar minningam- ar um Rúnu systur. Við sem eftir lifum þurfum engu að kvíða um framtíð hennar. Hún getur ekki orðið annað en blómum stráð, því líf hennar héma megin var alltaf svo hreint og tært. Hún fær nú að njóta ávaxta af sinni miklu hlýju og góðvild, sem prýddi allar hug- sjónir og gjörðir. Guð varðveiti sálu hennar. Það er líka margt að þakka Rúnari. Það er aðdáunarvert hve hann stóðst vel þessar erfiðu stund- ir, síðustu tvo mánuði. Ég er þakk- lát fyrir það, hvað systir mín eign- aðist vel gerðan mann. Betri mann en hann, er vart hægt að finna. Hafí hann þökk fyrir það. Elskulegu frændsystkini, Grétar, Anna María og Margrét, sorg ykkar er líka stór. Megi algóður guð vera með ykkur öllum, mökum ykkar og börnum. Mig langar til að enda þessi fá- tæklegu orð á eftirfarandi þremur stökum eftir Hugrúnu. Um stundu lokast leiðir en lífið á sinn þrótt. Ávorivakna blómin þá víkur heldimmnótt, til Ijóssins he§um huga |)á harmur burtu flýr. Því lausnarinn hann lifir ogljómardagurnýr. Þú hefur fengið friðinn ogfullaheilsubót. Þú líðurekki lengur enlagðirsumrimót. Blómabúöin Hótel Sögu sími 12013 Blóm og skreytingar gjafavörur heimsendingar- þjónusta Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Þóttlíkið liggiímoldu eilífiðdáiðfær. Því andinn áfram lifír jáeinsídagogígær. Nú þér við þakkir færum viðjwkkum liðnatíð. Viðjxikkumástúðalla afalhug.fyrrogsíð. Við leggjum blóm á leiðið sem lítinn þakkarkrans. Oghorfumupptilhæða hinshuldafriðarlands. Ég og ijölskylda mín sendum ykkur öllum okkar dýpstu samúðar- kveðjur, einnig til aldraðra foreldra, tengdaföður og systkina. Guð blessi ykkuröll. Erla Wómostofa FriÓfimts Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pi6 öft kvöld til kl. 22,- éinnig um helgar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. 21 auðveldar terðalög iim tandið Nú þarftu ekki lengur að skila bílnum á sama stað og þú fékkst hann. Bíl sem þú leigir í Reykjavík eða hjá umboðsmönnum okkar á Akureyri, í Borgarnesi, á Egilsstöðum, Hornafirði, Húsavík, Hvolsvelli, Sauðárkróki og Siglufirði getur þú skilað á hvern þessara staða sem þér sýnist. BÍLALEIGA Reykjavíkurflugvelli Umboð: Bílaleigan Örn, Akureyri Bílaleigan Nes, Borgarnesi Bílaleiga Þráins Jónssonar, Egilsstöðum Bílaleiga Hornafjarðar Bílaleiga Húsavíkur Bílaleigan Hvolsvelli Bílaleiga Sauðárkróks Bílaleiga Siglufjarðar FLUGLEIÐA Sími (91) 690 200 B.BACKMAM SiA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.