Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986 Frá ráðstef nunni á Hótel Sögu í gær. „Heilbrígði allra áríð 2000“: „Viljum bæta heilsufar- ið og lækka kostnaðinn“ - sagði Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra í setningarræðu sinni RAGNHILDUR Helgadóttir, heilbrigðisráðherra, setti ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO í gærmorgun að Hótel Sögn, en ráðstefnan stendur fram á laugardag. Fjallað er um forvamir langvinnra sjúkdóma á ráðstefnunni og sitja hana 35 fulltrúar frá 10 Evrópuríkjum auk Kanada. Forvaraarverkefn- ið er liður í áætlun WHO um „Heilbrigði allra árið 2000“. Heilbrigðisráðherra sagði m.a. í ingum, ofneyslu áfengis, hreyfing- setningarræðu sinni að hugmyndin með þessu sameiginlega verkefni væri að samræma aðgerðir til að fyrirbyggja og halda í skeQum langvinnum sjúkdómum, sem ættu það sammerkt að orsakast af öðru en smitun en ættu í ríkari mæli en aðrir sjúkdómar sök á ótímabærum dauðdaga eða örorku allt of margra. Ráðherra nefndi í þessu sambandi hjarta- og æðasjúkdóma, krabba- mein, sykursýki, slys og geðsjúk- dóma. Aherslan beindist gegn sameiginlegum áhættuþáttum svo sem óhollum neysluvenjum, reyk- arleysi og streitu auk fleiri þátta. „Við Islendingar teljum okkur hafa náð langt á sviði heilbrigðis- þjónustu svo sem sjá má af því að við erum í fararbroddi að því er varðar heilsufar mæðra og ung- bama. Engu að síður eru mörg óleyst vandamál. Heilsutjón og dán- artíðni á of oft rætur að rekja til ástæðna sem hefði verið hægt að afstýra með þekkingu og árvekni einstaklinganna sjálfra. Þetta á við um þá sjúkdóma sem ég nefndi hér áðan auk gigtar og tannskemmda, sérstaklega hér á landi. Hvað varð- Bæjarstjóm Seyðisfjarðar: Meírihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar Þorvaldur Jóhannsson áfram bæjarsljóri Seyðisfirði. SAMKOMULAG hefur tekizt með sjálfstæðísmönnum og framsóknarmönnum nm áfram- haldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjóm Seyðisfjarðar næsta kjörtímabil. Verður meirihlutinn skipaður tveimur fulltrúum Sjálfstæðisflokks og þremur full- trúum Framsóknarflokks. Máleftiasamningur hefur verið gerður og samþykktur á félags- fundum hjá báðum flokkunum. Samkvæmt samkomulagi, sem báð- ir aðilar hafa samþykkt, verður Jónas Hallgrímsson, fyrsti maður af lista Framsóknarflokks, forseti bæjarstjómar og Ambjörg Sveins- dóttir, annar maður af lista Sjálf- stæðisflokks, varaforseti. í bæjar- ráði fyrir meirihlutann verða þeir Guðmundur Sverrisson, fyrsti mað- ur af lista Sjálfstæðisflokks, for- maður, og Jónas Hallgrímsson. í hafnamefnd fyrir meirihlutann verða þau Birgir Hallvarðsson, annar maður af lista Framsóknar- flokks, formaður og Ambjörg Sveinsdóttir. Fulltrúar beggja flokka eru sammála um að framlengdur verði ráðningarsamningur við núverandi bæjarsljóra, Þorvaid Jóhannsson. Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjar- stjómar verður miðvikudaginn 18. júní næstkomandi. — Garðar Rúnar Ragnhildur Helgadóttir setur ráðstefnuna. ar gigt og tannskemmdir, hefur ráðuneytið ákveðið stórátak sem hefst á næstunni." Ragnhildur sagði undir lok ræðu sinnar að læknis- og spítalaþjónusta væri dýr en forvamir að sama skapi ódýrar. Bætt heilsufar og lækkun kostnaðar gæti því vel farið saman, en þó aðeins með samræmdum forvömum, sem hugsaðar væru til lengri tíma. Sá stærsti úr Langá? Jóhannes Guðmundsson, bóndi á Amabreku og formaður veiðifélags Langár á Mýrum, veiddi í gærmorg- un 21 punda hæng í á sinni og að sögn ýmissra kunnugra, er ekki útilokað að þar hafi farið stærsti lax sem veiðst hefur í Langá sem kölluð hefur verið af fræðimönnum, „hrein smálaxaá". Laxinn, sem var nýrunninn, veiddi Jóhannes í Glanna og taldist til tíðinda, að fiskurinn var merktur og augljós- lega af Þverárkjmi, en á síðustu árum hefur rniklu magni göngu- seiða af þeim uppmna verið sleppt í ána og mikill hluti þeirra merktur. Heimtur hafa verið misjafnar ár frá ári, en líklega er að þessi lax hafi verið misjafnar ár frá ári, en líklegt er að þessi lax hafí verið þrjú ár í sjó. Þess má geta, að talsvert hefur veiðst af merktum stórlaxi í sjávar- netin við ósa Langár að undan- fömu, 10—14 punda fiskum, 12 höfðu veiðst frá Lambastöðum og að minnsta kosti 6 stykki frá Rauðanesi. Nokkrir til viðbótar annars staðar. Bíða menn spenntir eftir lokatölum yfir þá merkta laxa sem skila sér í sumar svo og hvort sá stóri, sem Jóhannes bóndi veiddi, eigi ekki einhver systkini og jafnoka sem annað hvort eru gengnir I ána eðaeru áleiðinni. Veiðin hófst annars í Langá í fyrradag og er óhætt að segja að byijunin lofi góðu, 12 laxar lágu í valnum eftir síðdegistömina á 6 stangir, en í gærmorgun höfðu menn sig lítið í frammi. Þó fór Jó- hannes á stjá með framangreindum árangri. Laxamir voru frá 5-16 punda, flestir þó 9—11 pund og flestir veiddir á Breiðunni. Þetta er ekki síst hörkubyijun þegar minnt er á, að f fyrradag var Langá kolmórauð og tvöföld að vatns- magni. Þó veiddust tveir laxanna tólf á flugu, Þingeying og General Praktitioner. 16 punda laxinn sem veiddist var hængur og greinilega skyldari þeim stóra heldur en hinum hefðbundnari Langárlöxum ef marka mátti vaxtarlagið. Upplýsingamar að framan eru frá Runólfi Agústssyni f veiðihúsinu að Langárfossi komnar, en er haft var samband við Ingva Hrafn Jóns- son í veiðihúsi sfnu f Stangarholtsl- andi, var hljóðið ekki síður gott. „Það var svo mikið flóðið í gær að við gátum óvíða rennt, þó náði Gulli (Bergmann) einum, en í morg- un var áin að sjatna mikið og við erum famir að sjá hann stökkva hér og þar. Þá var áin orðin 9 gráðu heit f hádeginu og hin veiðilegasta," sagði Ingvi í gærdag. Ingvi sagði ennffemur, að laxa- gengd í Langá hefði hafíst óvenju- lega snemma að þessu sinni, eða strax upp úr mánaðamótunum síð- ustu, „þegar ég athugaði ána 4. júní siðastliðinn, sá ég 15 til 20 laxa bæði í stiganum við Skugga- foss og víðar þar í kring, siðan hefur verið að renna upp lax og hann er örugglega kominn fram á efstu svæðin þó ekki hafi veiðst þar neitt fyrstu dagana. Þurrkamir í fyrrasumar komu illa niður á Langá, vatnið í uppi- stöðustfflunni þvarr er á sumarið leið og Langá varð að hálfgerðum læk. Ingvi Hrafn sagði ástandið nú til muna betra, meiri snjó f fjöllum og þó ekki kæmi deigur dropi úr lofti væri Langá tryggð am.k. út júlí. Sprengibyijun í Miðfjarðará „Þeir byijuðu geysilega vel, fengu 63 laxa fyrstu 3 dagana, þar af 35 fyrsta daginn," sagði Benedikt á Staðarbakka í Miðfirði um byijunina í MiðQarðar að þessu sinni. Benedikt sagði mestu veiðina hafa verið í Kistunum í Vesturá sem oft endranær á þessum tíma, en ekkert hefði veiðst í þeirri á fyrir ofan Hlíðarfoss. Laxinn væri genginn langt fram eftir Núpsá og væri kominn alla leið fram að Kambsfossi í Austurá. Þetta hefur verið stór og fallegur lax í Mið- firði, meðalþunginn um 10 pund og sá stærsti til þessa 13 punda fiskur. Árnar eru vatnsmiklar og dálítið skolaðar. Að glæðast í Norðurá Veiðin hefur verið heldur treg um hríð í Norðurá og heildarveiðin aðeins um 120 laxar sem þykir ekkert sérstakt á þessum tíma og það þrátt fyrir góða veiði fyrstu dagana. Hins vegar telja ýmsir að bati sé í nánd og vísa til góðrar veiði að undanfömu á Munaðar- nessvæðinu. Þá hefur Norðuráin bæði verið vatnsmikil og afar köld það sem af er júní. í Munað- amesi hafa veiðst allt að 8 laxar á dag og reytingur hefur einnig verið í Stekknum. í Munaðamesi veiðist jafnan best þegar áin er vatnsmikil langtímum saman. Ný íslensk kvikmynd í sjónvarpinu í kvöld Fjallar um hvað það getur verið erfitt að búa í litlu sam- félagi, segir höfundiuiim og aðalieikarinn Ágúst Guðmundsson NÝ ÍSLENSK kvikmynd, Ást í kjörbúð, verður á dagskrá sjón- varpsins í kvöld. Höfundur handrits er Agúst Guðmundsson, og jafnframt þvi að leikstýra fer hann með aðalhútverkið í mynd- inni, sem var kvikmynduð í Reykjavík og Kópavogi á síðastliðnu hausti. Aðspurður um efni kvikmynd- arinnar sagði Ágúst að hún ijall- aði um kaupmann sem yrði ást- fanginn að einum viðskiptavini sínum. „Upphaflegu hugmyndina að handritinu fékk ég árið 1972 og notaði það meðal annars til að komast inn í kvikmyndaskól- ann í Bretlandi, þar sem ég stund- aði nám,„sagði Ágúst. „Á þessum §órtán árum sem síðan eru liðin hefur sagan breyst talsvert mikið og handritið verið mikið endur- bætt. Nafn myndarinnar segir býsna mikið um hvað hún fjaliar, og kannski ekki ástæða til að fara of mikið út f þá sálma, en segja má að hún ijaili um hvað það getur verið erfítt að búa í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla,„ sagði Ágúst. Um það hvemig á því stæði að hann léki sjálfur aðalhlutverkið sagðist hann hafa haft ákveðinn leikara upphaflega í huga til að fara með aðalhlutverkið en hann síðan reynst upptekinn þegar átti að taka til við upptökur. Þá Kvaðst Ágúst hafa leitað til ann- arra en þeir einnig verið önnum kafiiir. „Þá greip ég á það ráð að fara sjálfur með aðalhlutverkið Ágúst Guðmundsson en menn þurfa ekki að óttast að ég sé með þessum hætti að líkja eftir Charlie Chaplin, Woody Allen eða Orson Welles. Myndin er gerð á vegum sjón- varpsins og er um 50 mínútna löng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.