Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNl 1986 i * l LISTAHATIÐ I REYKJAVIK „Austurstræti" 1980 — eftir Gunnar Karlsson. um um þátttöku og kemur spánskt fyrir sjónir að sjá myndir, sem ekki tengjast beinlínis útlínum höfuð- borgarinnar. Má jafnvel sjá fólk brosa og horfa í forundran á annars konar myndir, t.d. þær hugmynda- fræðilegu. Þá hefur hin sérstaka hljóðan boðsins og orðið til þess, að einn og einn myndlistarmaður hefur fundið hjá sér hvöt til að bæta Reykjavík eða höfuðborgarsvæðinu við í mynd- efnaval sitt, þótt slíkt hafi ekki verið áður á takteinunum hjá viðkomandi. Er ekki nema allt gott um það að segja, því að hveijum og einum er hollt að líta sér nær. En dregið saman í hnotskum þá tel ég, að farsælast hefði verið að stíla boðið einfaldlega á reykvíska myndlistarmenn, og hefðu menn vilj- að ákveðið þema, að setja það skýrt og skorinort fram. í hinu gefna formi ber öll sýningin þess merki, að hér hafi menn ekki verið með báða fætur á jörðinni, því að í heild virkar þetta Þessi upptalning, sem þykir e.t.v. of löng, staðfestir það, sem hér hefur áður verið sagt um rýra þátttöku þekktra myndlistarmanna í fram- kvæmdinni, og um leið segir hún heilmikið um sýninguna sjálfa. Og eiginlega er óþarfi að eyða löngu máli í útlistun sýningarinnar — hún er frekar fljótskoðuð og skilur fátt eftir í sinninu og fleiri einstakl- ingar valda vonbrigðum en hrifningu. Ég á t.d. mjög erfitt með að skilja skúlptúrverkið „Öndvegissúlur" eftir Helga Gíslason, sem er hvorki frum- legt né stórbrotið verk þrátt fyrir mikla fyrirferð. Formið, sem vex upp úr toppinum, virkar sem umsnúning- ur. A sama hátt er ég ekki með á nótunum, hvað hina stóru mynd Guðrúnar Tryggvadóttur snertir, nema hvað liturinn er djarflega meðhöndlaður. Listakonan virðist eiga erfitt með að ná áttum í þessu stóra, viðamikla verki. Þá er full mikil Munch- stemmning í myndum „í tilefni dagsins" 1986 eftir Örlyg Sigurðsson. „Nótt í borg" 1986 eftir Jóhönnu Kristinu Yngvadóttur. sem hálf tætingsleg framkvæmd, þótt ekki skuli dregið í efa, að sýning- arnefnd hafi rækt sitt hlutverk eftir bestu getu. En hér var getan, svo sem jafnan, takmörkuð við innsend verk. Sem fyrr segir þá eru hinir þekktari myndlistarmenn í minni- hluta á sýningunni, en þeir, sem á annað borð eru með, svo sem Ágúst Petersen, Jóhannes Geir, Einar Hákonarson og Örlygur Sigurðsson staðfesta fyrri styrk. Jóhannes Geir á mjög magnaðar myndir og Örlygur sér um húmorinn að vanda. Hinir kunnari nýlistamenn eru þeir Gylfi Gíslason, Daði Guðbjörnsson, Guðbergur Auðunsson, Hallgrím- ur Helgason, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Sigrún Eldjárn, Sig- urður Þórir Sigurðsson og Þorlák- ur Kristinsson og Margrét Jóns- dóttir. Þetta fólk stendur allt fyrir sfnu og kemur lítið á óvart. Svo má nefna ýmis þekkt nöfn, sem eru bæði fyrir utan og innan, ef svo má að orði komast, svo sem Jörund Pálsson, lYyggva Árnason, Katr- ínu H. Ágústsdóttur, Kristinu Þorkelsdóttur og Araa Elfar. Af framsæknu ungu fólki sem þegar hefur vakið athygli, má nefna Erlu B. Axelsdóttur, Guðrún Kristjáns- dóttur, Guðrúnu Tryggvadóttur og Gunnar Karlsson. Af nær óþekktum stærðum á sýningavett- vangi nefni ég Einar Garibaldi Einarsson, Elínu Magnúsdóttur, Ingveldi Gísladóttur, Jón Ágústs- son, Ómar Svavarsson, Rúnu Gísladóttur, Sigrúnu Gfsladóttur og Öm Þór. Aðeins einn hinna þekktari mynd- höggvara okkar er með á sýningunni, eða Helgi Gíslason, en tveir naivist- ar prýða sýninguna í orðsins fyllstu merkingu, þeir Eggert Magnússon og Sæmundur Valdimarsson. Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur og baksvið þeirra minnir miklu fremur á öldurhúsastemmningu í Kristianfu (Osló), eða Berlín, fyrir réttri öld en hér í borg. En þetta eru tilfinninga- ríkar og vel málaðar myndir . .. Þeir sækja stíft í raunsæið jafn- aldramir Gunnar Karlsson og Hall- grímur Helgason, og einkum kemst Gunnar vel frá sínu, þótt málverk hans af Austurstræti sé full óþægi- legt fyrir augað og tæknin virki frekar sem íþrótt og fingrafimi en sláandi myndræn opinberun. Það er sterkur súrrealistískur svipur yfír myndum Hallgríms, en sem maður kannast þó fullvel við. Myndaröð Gylfa Gfslasonar „Yfir, undir og allt um kring“ (Jörð, vatn, loft, eldur) er mjög virðingarverð tilraun á hugmyndafræðilegum grundvelli, sem verður hálf vand- ræðaleg, er að loftinu kemur. Guðrún Kristjánsdóttir vekur athygli fyrir skemmtilegar formrænar hugleiðing- ar, sem hún nefnir „Gangstéttarlíf". Þá eru myndir Erlu B. Axelsdóttur hressilega málaðar og það er stemmning í mynd Einars Garibaldi. Að öðru leyti hreyfa fáir við manni, en naivistamir tveir, þeir Eggert og Sæmundur, ylja manni um hjartarætur, og kannski er það þessi fölskvalausa sköpunargleði og opinskáa tilfinning, sem maður sakn- ar mest í verkum meirihluta sýnenda. Öll mikil list byggist einnig á því að viðhalda baminu f sér lífíð í gegn. „Æskan er dásamleg — synd að eyða henni i unga fólkið", er fleyg setning, sem segir okkur svo mikið. Einnig mætti segja: Lýðræðið er dásamlegt, synd að leggja það í hendur atvinnustjómmálamanna. Sýning sem þannig er stofnað til, getur aldrei orðið annað en misskilið lýðræði — og árangur eftir þvi. Athugið barnahúsgögmn okkar þar sem fara saman hagstæð verð og góð greiðslukjör. Salix húsgögnin fást í beyki, hvítu, rauðu og bláu. Jís9ögnjn sem meö A VIÐJU BARI1AHU5Q0QI1UM 20% ÚTBORC5UM 12 MÁMAÐA QREIÐ5LUKJÖR 8amíð á aðein: 'S Þaö bes(a skiiiö - Salix. HÚSGAGNAVERSLUNIN VIÐJA Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 Þar sem góðu kaupin gerast Reykjavík í myndlist Myndlist Bragi Ásgeirsson Einn af þeim myndlistarviðburðum á Listahátíð 1986, sem menn biðu eftir með hvað mestri eftirvæntingu, var sýningin „Reykjavík í myndlist". Aðdragandi hennar mun sá, að stjóm Kjarvalsstaða bauð í ársbyijun öllum starfandi myndlistarmönnum í Reykjavík að taka þátt í sýningu, sem haldin yrði á Listahátíð i tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Hugmyndin er ágæt og góðra gjalda verð, en eitthvað virðast myndlistarmenn hafa misskilið stefnumörk sýningarinnar, þvf að einungis 53 einstaklingar sendu inn hátt í 200 myndir og hér vantar marga þekktustu myndlistarmenn höfuðborgarinnar. Það væri mjög nærri lagi að álykta, að myndlistarmenn hafi mis- skilið boðið og haldið, að hér væri eins konar átthagasýning í uppsigl- ingu. Ýmsir hafa t.d. sagt við undir- ritaðan, að þeir hefðu tvímælalaust sent inn myndir, ef sýningin hefði verið auglýst undir skýrari formerkj- um. í ljós kemur, að sennilega hafa þessar vangaveltur verið óþarfar, því að ýmsir, sem fá inn myndir á sýninguna, taka einfaldlega þátt í framkvæmdinni sem reykvískir myndlistarmenn en hafa ef til vill breytt nöfnum á myndum til heiðurs borg og byggð. En þá kemur upp úr kafinu, að sýningargestir margir hveijir skilja sýninguna á svipaðan hátt og þeir, sem haida að sér hönd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.