Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1986 41 Ljósm./Heimir Stígsson Guðrún Þura Knstjánsdóttir, dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja, með þau verðlaun sem hún hlaut fyrir framúrskarandi námsárangur í ýmsum fögum. „Fjölbraut Suðurnesja er skóli á uppleið“ — segir Guðrún Þura Kristjánsdóttir, Fjölbrautaskóla Suðurnesja „Ég sé ekki eftir þvi að hafa farið í Fjölbrautaskóla Suður- nesja,“ sagði Guðrún Þura Krist- jánsdóttir, „það er mjög gott samstarf nemenda og kennara i skólanum, gott félagslíf — þetta er skóli á uppleið." Guðrún Þura varð dúx í FS en hlaut þar að auki verðlaun fyrir góðan námsárangur, í ensku, dönsku, frönsku, stærðfræði, raun- greinum og íslensku. í haust stefnir Guðrún Þura á nám í tannlæknadeild háskólans. „Þetta er ákvörðun sem ég tók fyrir tveimur árum og ég hef miðað nám mitt í Fjölbrautaskólanum við það. Ég held að tannlækningar séu mjög áhugaverðar og auk þess getur maður unnið sjálfstætt við þær. En ef tannlækningamar reyn- ast ekki eins áhugaverðar og ég held þá hef ég einnig mikinn áhuga á tungumálum og get hugsað mér að stunda nám í þeim.“ Guðrún er trúlofuð Geir Jóni Karlssyni, húsasmíðameistara, og eignuðust þau dóttur fyrir einu ári, en hún fæddist þremur dögum eftir að Guðrún Þura lauk síðasta vor- prófínu í fyrra. „í sumar vinn ég í sjoppu," sagði Bára að lokum, „og svo ber ég út Morgunblaðið og passa dóttur mína.“ Sif Einarsdóttir, Menntaskólan- um í Kópavogi, hlaut viðurkenn- ingu fyrir góðan námsárangur í frönsku, þýsku, íslensku og sögu nú í vor. „Læri til þess að læra“ — segir Sif Einarsdóttir, Menntaskólanum í Kópavogi Ég er ekki farin að finna fyrir neinum námsleiða ennþá,“ sagði Sif Einarsdóttir sem hlaut viður- kenningu fyrir góðan námsár- angur í frönsku, þýsku, islensku og sögu í Menntaskólanum í Kópavogi nú í vor. „Ástæðan fyrir þvi að mér gekk svona vel,“ sagði Sif, „er að ég var að fást við það sem ég hef áhuga á, tungumál, sögu, félagsfræði og sálfræði. Ég hálf vorkenni þeim sem fara á mis við menntaskóla- árin, þau eru mjög ánægjuleg." í haust ætlar Sif í sálfræði og heimspekinám í háskólanum. „Ég fer í það sem ég hef áhuga á. Ég læri til þess að læra ekki til þess að verða eitthvað, er bara svona „ópraktísk" í hugsun." Sif sem vinnur í Gramminu hálf- an daginn, og einnig við og við á bamaheimili, segist senn vera á förum út. „Við erum 11 íslenskir krakkar sem förum út á vegum „Connaisance de France“ en það er félag sem veitir krökkum sem hafa lært einhverja frönsku og vilja kynnast landinu betur, styrki. Þeir borga allt innan Frakklands. í sumar verður farið um Elsass- héraðið í norðurhluta Frakklands," sagði Sif að lokum. „Það var erfitt fyrir okkur bæði að stunda nám“ - segir Bára Elíasdóttír, Kvennaskólanum í Reykjavík ísafirði. „Ég kunni vel við mig í Kvennaskólanum,“ sagði Bára Elíasdóttir, dúx frá Kvennaskól- anuni í Reykjavík. Bára Iauk náminu á 3 árum en venjulegur námstími til stúdentsprófs er 3'A ár í Kvennaskólanum. Hún tók sér frí veturinn 1983-84, en hún eignaðist þá dóttur í desember. Til að jafna upp forföllin vann hún síðan upp eina önn á seinni vetri námstimans. Bára er trúlofuð Óskari Ár- mannssyni, en hann lauk stúdents- prófi úr Verslunarskólanum nú í vor. „Það er erfítt fyrir okkur bæði að stunda nám,“ sagði Bára, „en nú léttist vonandi róðurinn þegar við förum í háskólann og getum tekið námslán, en það gátum við ekki þegar við vorum í mennta- skóla. En við áttum nú bæði góða að sem studdu okkur með ráðum ogdáð". Bára, sem er ísfirðingur, sagðist hafa farið frá ísafírði til náms í Reykjavík vegna áhuga hennar á uppeldisfræðum, en Kvennaskólinn er einmitt með námsbrautir á því sviði. „Ég ætla þó ekki í fram- haldsnám á því sviði, það þýðir ekkert að hugsa um það vegna lágra launa að námi loknu. Ég fer Bára Elíasdóttir, dúx Kvenna- skólans í Reykjavík. í lögfræðinám í háskólanum í haust og Óskar í tölvunám," sagði Bára aðbkum. úlfar Iðnskólinn í Reykjavík: 1.250 nemendur síðasta vetur Um 1.250 nemendur voru við nám í skólanum síðastliðinn vet- ur og var kennt á um 50 náms- brautum. Á sl. ári hófst kennsla á tveim nýjum brautum, tölvu- braut og tæknifræðibraut. Á næsta ári er ráðgert að hefja kennslu í öldungadeild í bóka- gerðargreinum og rafeindavirkj- un. Ingvar Ásmundsson skólastjóri ræddi starfsemi skólans í skólaslita- ræðu sinni. Auk nýju námsbraut- anna í öldungadeild, sem eru til voru stofnuð með kr. 285.87 inn- leggi á sparisjóðsbók árið 1915, með því fororði að þegar vextimir næðu 10 krónum skildu þær veittar sem fyrstu verðlaun og þegar þeir næðu 15 krónum skildu önnur verð- laun, 5 kr., veitti. Bergljót Sigurðar- dóttir húsgagnasmíðanemi hlaut þessi táknrænu verðlaun, 10 gamlar krónur, og einnig verðlaun Iðnaðar- mannafélagsins. Þórir Björgvinsson rafvirkjunamemi fékk önnur verð- laun, 5 krónuseðil gamlan. Einnig fengu sérstök verðlaun Ingvar Ásmundsson, skólastjórí Iðnskólans i Reykjavík, brautskráir nemanda. komnar vegna brýnnar þarfar, og til að nýta búnað dagskólans, þá er einnig á döfinni að ráða námsráð- gjafa og auka kennslu í námstækni. í janúar síðastliðnum fóm 19 kennarar skólans í endurmenntun- arferð til Skotlands, fyrir fé sem fyrrverandi iðnaðarráðherra ánafn- aði endurmenntunarsjóði kennara. Skólanum bárust margar gjafír á síðastliðnu ári, s.s. tvær stórar tölv- ur og hugbúnaður til textameð- ferðar frá Morgunblaðinu, bflvélar, viðgerðartæki og handbækur frá Bflaborg hf. Þá voru veitt margvísleg verð- laun fyrir góða frammistöðu. Virðu- legust og elst em verðlaun Þránar sem var fyrsta nemendafélagið. Þau Amar Smári Þorvarðarson, húsa- smíðanemi, Siguijón Ólafsson, bif- reiðasmíðanemi, Ragnar Aðal- steinsson fyrir vélvirlqun og renni- smíði og Þorsteinn Hallgrímsson, rafeindavirkjunamemi. Verðlaun skólans fengu Bergljót Sigurðardóttir, húsgagnasmíða- nemi, Brynja Hafsteinsdóttir, tækniteiknunamemi, Eva Andersen tækniteiknunamemi, Helga Jó- hannesdóttir, tækniteiknunamemi, Jóhann Kristinsson, tækniteiknun- amemi, Láms Pétursson, bifvéla- virkjunamemi, Magnús Sigurðsson, blikksmíðanemi, Sigurgeir Guð- mundsson, rafeindavirkjunamemi og Úlfar Ormarsson, tækniteiknun- arnemi. Egilsstaðir: Sundlaugarbygging við Vonarland í augsýn Egilsstöðum. Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi hyggst nú gangast fyrír þvi að bygging sundlaugar við vistheimilið Vonarland á Egilsstöðum rísi af grunni i sumar. Þessi áfangi sundlaugar- byggingarinnar hefur þegar veríð boðinn út og var lægsta tilboði tekið. Reyndist það vera frá byggingaverktökunum Baldri og Óskarí sf. i Fellabæ. Nokkur ár era síöan gmnnur sundlaugarinnar var byggður — en sú vinna var að mestu unnin í sjálf- boðavinnu félagsmanna Lions- klúbbsins Múla á Héraði auk þess sem þeir lögðu nokkurt fé til bygg- ingarinnar. Styrktarfélagið hugðist síðan gera sundlaugina fokhelda — en þegar til kom var því verki skotið á frest þar sem brýnna var talið að festa kaup á húsi fyrir sambýli þroskaheftra að Stekkjartröð 1 — og var sjóðum félagsins því varið til þeirra kaupa. Nú em þau kaup í höfn og mun Styrktarfélag van- gefínna á Austurlandi því snúa sér af alefli að byggingu sundlaugar- innar. Um leið og stjóm Styrktarfélags vangefínna á Áusturlandi þakkar Lionsmönnum liðsinni þeirra við byggingu sundlaugarinnar væntir hún stuðnings Austfirðinga við 2. áfanga byggingarinnar — en gíró- seðlar verða sendir félagsmönnum 'innan tíðar vegna árgjalda yfír- standandi árs. — Ólafur -----» » » Sýnir í Færeyjum íslenska myndlistarmanninum G.R. Lúðvíkssyni hefur verið boðin þátttaka í myndlistarsýn- ingu á Menningar- og listavöku Suðureyinga í Færeyjum, frá 27. til31.júní. Auk hans sýna færeyskir lista- menn. G.R. Lúðvíksson mun sýna u.þ.b. 30 vatnslita- og olíumyndir. Listamaðurinn verður svo með sýn- ingu í Eden í Hveragerði frá 23. september til 7. október í haust. Þetta em 11 og 12 sýningar hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.