Morgunblaðið - 17.06.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 17.06.1986, Síða 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 132. tbl. 72. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNI1986________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins 17. júní Reagan synjar skæruliðum Washington, AP. REAGAN Bandaríkjaforseti neitaði að veita afg'önskum skæruliðum diplómatíska viðurkenningu er fjórir skæruliðaleiðtogar áttu fund með háttsettum Bandaríkjamönnum í gær. Skæruliðar vonast eftir stórauknum stuðningi við skæruhemað sinn gegn sovézka innrásar- liðinu og stjómarher Afganistan. Reagan hét skæruliðum hins vegar stuðningi í baráttu sinni. Þeirra takmark væri hið sama og Bandaríkjamanna; frelsi afgönsku þjóðarinnar. Auk Reagans sátu fundinn með skæruliðum George Shultz, utanríkisráðherra, John Poindexter aðmíráll, sem er örygg- ismálaráðgjafi forsetans, og Don Regan, starfsmannastjóri. Fjórmenningamir hittu Shultz og Michael Armacost aðstoðarráðherra fyrr um daginn og síðar var fyrir- hugaður fundur með Robert Byrd, leiðtoga minnihlutans í öldunga- deild Bandaríkjaþings. Reagan kvaðst ekki vilja ræða við blaðamenn eftir fundinn og hefur það verið venja stjómarinnar að ræða ekki aðstoð við afganska skæruliða opinberlega. Talið er að aðstoðin nemi jafnvirði hundruð milljóna dollara frá innrás Sovét- manna í árslok 1979. Hermt er að skæruliða skorti nú tilfinnanlega loftvamarvopn. SDI frestað gegn fækkun eldflauga UacUi, ap Moskvu, AP. MIKHAIL Gorbachev skýrði í dag frá tillögu að nýju samkomulagi stórveldanna um takmörkun vig- búnaðar. Tillagan felur i sér að Bandarikjamenn hætti við tíl- raunir með geimvopn (SDI) í 15 ár í skiptum fyrir fækkun kjarna- vopna. Gorbachev skýrði frá tillögunni á fundi miðstjómar sovézka kommún- Óeirðanna í Soweto minnst með verkfalli Jóhannesarborg, AP. MILLJÓNIR blakkra Suður- Afríkumanna fóru i verkfall i gær til að minnast þess að 10 ár eru liðin frá blóðugum óeirðum í Soweto. Lamaðist allt athafna- lif af þessum sökum og voru aðgerðimar víðtækar. Víða kom til uppþota, en fregnir voru óljós- ar af ástandinu i landinu, þar sem fjölmiðlum vora settar enn þrengri skorður i fréttaflutningi og blaðamönnum m.a. bannað að fara inn i hverfi svartra. Utanríkisráðherrum ríkja Evr- ópubandalagsins (EB) mistókst að ná samkomulagi um viðskipta- þvinganir gegn Suður-Afríku. Hermt er að Vestur-Þjóðveijar og Bretar hafi lagst gegn víðtækum aðgerðum og einnig að ríkin yrðu skylduð til aðgerða, sem þau teldu ekki vænlegar til árangurs. Niður- staðan var sú að embættismenn geri tillögu um aðgerðir til leið- togafundar EB í næstu viku. Hermt er að blökkumenn hafí reist vegartálma á götum í mörgum hverfum svartra, m.a. í Soweto. Köstuðu þeir gijóti í átt til her- og lögreglumanna. Blaðamönnum var bannað að skýra frá viðbrögðum öryggissveita við aðgerðum blakkra íbúa. Þá var símalínum til blökku- mannahverfa lokað svo fréttabann var nánast algjört. Af hálfu ríkis- stjómarinnar var því haldið fram að hvergi hefði komið til uppþota, sem orð væri á gerandi. Desmond Tutu, biskup, gagn- rýndi stjómvöld harðlega í stólræðu og sagði það með öllu óþolandi að jafnvel nánustu skyldmenni þeirra er biðu bana í Soweto 1976 fengju ekki að minnast hinna látnu með þeim hætt sem þau sjálf kysu. í gær hófst í París ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um viðskiptaþvinganir gegn Suður- Afríku til þess að knýja stjóm hvíta minnihlutans til viðræðna við full- trúa blökkumanna um enda á óeirð- um og afnám aðskilnaðarstefnunn- ar. Sjá ennf remur bls. 29 istaflokksins í gær og kom þar fram að hún hefði verið afhent bandarísku samningamönnunum í Genfarvið- ræðum stórveldanna. Leggja Sovétmenn til að nýtt samkomulag heimili hvoru ríki að eiga allt að 1.600 langdræg kjama- vopn og að flöldi kjamaodda fari ekki yfir 8.000. Svo virðist sem tillagan nái ekki til meðaldrægra kjamavopna stór- veldanna í Evrópu og er hermt að Gorbachev hafi sagt að um fækkun þeirrayrði að semja sérstaklega. Samkvæmt ágizkan Bandaríkja- manna voru í kjamorkuvopnabúri Sovétmanna 2.832 skotkerfi og 8.900 kjamaoddar í september sl., miðað við 1.893 eigin skotkerfi og 7.500 kjamaodda. TASS skýrði frá því að Reagan Bandaríkjaforseti hefði ritað Gor- bachev bréf og lagt til að hafinn yrði undirbúningur að fundi leið- toganna I sumar eða haust. í ræðu sinni sagði Gorbachev að slikur fundur væri mögulegur en TASS sagði gerðir Bandaríkjastjómar að undanfomu valda því að menn efist um hvort Bandaríkjamenn hafi í raun áhuga á fundi af þessu tagi. Arrabal vegna láts Borges: „Sorgarár fyrir bókavini“ París, Buenos Aires, AP. „BORGES var án efa sá höfundur, sem skrifaði á spánska tungu, sem mestan orðstír gat sér. í senn var hann mikill og sannur ættjarðarvinur og heimsborgari. Þetta er mikið sorgarár fyrir bókavini — Simone de Beauvoir, Jean Genet og nu Jorge Luis Borges, öll faUin frá á fáeinum mánuðum," sagði spánska leik- skáldið Fernando Arrabal vegna láts Jorge Luis Borges í Genf á laugardag. Borges hafði verið sjúkur af krabbameini undanfama mánuði og vildi flytja til Genf í Sviss til að deyja, að sögn náinna vina hans. „Ég mun mæta dauðanum með þá einlægu von, að ekkert taki við að loknu þessu lífí," sagði hann margsinnis á efri ámm. Arrabal sagði um þau orð hans: „Nú hefur hann alténd fengið að leysa gátuna um dauðann — þessa gátu sem var honum hugleikinn alla tíð, þrátt fyrir að hann segð- ist vera trúleysingi." Borges sendi frá sér sín fyrstu verk um miðjan fjórða áratuginn og framan af fékkst hann einkum við ljóðagerð. Hann sneri sér síðar að ritun smásagna og ritgerða. Borges var án efa virtasti og þekktasti rithöfundur samtímans og var viðurkenndur og dáður vítt um veröld. Verk hans voru þýdd á margar tungur. „Meginþema verka hans, allar stundir, túlkað á ótrúlega blæ- brigðaríkan hátt var maðurinn, villtur í völundarhúsi tímans. Skilningur hans, næmi og leikni með orð gerði að verkum, að les- andanum fannst hann fá hugljóm- un að af sökkva sér í verk hans,“ sagði Mario Vargas Llosa frá Perú er hann minntist Borges. Sjá nánar um Borges á bls. 10 og 30. Jorge Luis Borges

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.