Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 B 41 Flugvöllinn til Keflavíkur Árni Jóhannsson hringdi: Ég er algerlega sammála Al- bert Guðmundssyni, fjármála- ráðherra, um það að Reykjavík- urflugvöllur verði látinn hverfa héðan úr borginni og færður til Keflavíkur sem allra fyrst. Hvar í heiminum þekkist það að flugvöllur sé hafður inni i miðri borg? Ég þori ekki einu sinni að hugsa um afleiðingarn- ar ef eitthvert óhapp yrði hjá vél yfir Reykjavík. Vil ég þakka Albert fyrir að koma fram með tillögu sína al- veg milliliðalaust og sendi ég honum hér með Vals-kveðju. Þá vildi ég víkja að öðru. í málgagni forsætisráðherra, NT, stóð fyrir skömmu risafyrirsögn greinar einnar sem hljóðaði þannig; Hættulegasti vinnu- staður á íslandi. Þannig vill til að ég vinn á umræddum stað, Áburðarverksmiðju ríkisins. Ég M.S. skrifar: í Velvakanda eru oft bréf um tillitsleysi fólks. Mig langar til að leggja orð í belg og segja frá hinu gagnstæða. í janúar sl. var ég stödd niðri í miðbæ Reykja- víkur. Það var mjög kalt og hryssingslegt þennan dag. Þar sem ég er sest upp í bílinn minn Dagur og vegur Tvær tilvitnanir að gefnu tilefni: 1. „Tvær stefnur í Noregi fagna því flestir, að Finnmörk var endurbyggð, en hér fara óðul í eyði, og er það talin dyggð. Annar á vaxtarviljann, vakir og ræktar sand. Hinum er mest í muna að minnka sitt föðurland." (Davíð Stefánsson) 2. „Grinvicensis: Mér finnst það minnsta sem krafist verður af einum morðingja sé að hann tali kurteislega um þann mann sem hann hefur myrt.“ (Halldór Laxness) V.H. varaði við því á opnum fundi með borgarfulltrúum og fl. hér í Hólabergi að byggt skyldi svo nálægt verksmiðjunni. Samt er þar að rísa allt að tíu þúsund manna byggð. Því verða það K.S. skrifar: Bændur kvarta ekki þótt þeim séu áætlaðar tekjur í gegnum skrifstofur í Reykjavík. Það er aðdáunarvert, hvað þeir þegja við öllu, sem af þeim er krafist og ætlast af mönnum sem fara með þeirra mál. Þeir hafa í hendi sér kvóta, kjarnfóður og verð á afurðum. Ja, verð á af- urðum, sem er fjandakornið sama og ekkert. En það er ekki hægt að ætlast til að neytendur og er að aka út af stæði, heyri ég að maður flautar á mig og bend- ir á bílinn minn. Ég sá strax að eitthvað var að, stöðva bílinn, fer út og er þá sprungið. Ég stend þarna í kuldanum illa klædd og illa á mig komin, hafði verið veik. Kemur þá öku- maðurinn sem benti mér á sprungna dekkið og býðst til að hjálpa mér að skipta um dekkið. Ég tók þessu auðvitað fegins hendi þar sem ég gat ekki gert það sjálf vegna veikinda minna. Mig langaði bara að benda á þetta sem dæmi um hjálpsemi við náungann. Ég hef verið mik- ið erlendis og held að hjálpsemi við fólk sé meiri hér en annars staðar. bæði flugvöllurinn og verk- smiðjan sem ógna borgarbúum í framtíðinni nema einhverjar úr- bætur verði gerðar á, s.s. að völlurinn verði fluttur eins og ég gat um hér að framanverðu. geti keypt landbúnaðarafurðir, á þessu verði, sem á þeim er út úr verzlun, fólk með 20—25 þús. kr. tekjur getur ekki veitt sér þann munað. Ég tek smá dæmi af fjölmörgum ... viðvíkjandi verði á því sem bóndi fær og svo því sem varan er seld á út úr verzlun. Bændur sætta sig við að fá t.d. fyrir kálfakjöt 55--64 kr. kg. (í des. ’84 þá, er búið að draga frá sláturkostnað). Hvert kíló er svo selt út úr verzlun á 198 kr,- 520 kr. kg. (21. jan. ’85). Bændur fá ekkert fyrir lifur og hjörtu, sem aftur á móti kostar 93 kr. út úr verzlun. Bóndi fékk í haust 47 kr. fyrir kíló af folalda- og trippakjöti, sem er selt út úr verslun (31. jan. ’85) á 279 kr.- 318 kr. hvert kg. Smjör úr rjóma sem kannski er tekinn úr léttmjólkinni, með- al annars, er selt á óheyrilega háu verði. Framleiðsluráð lítur svo á, osta- og smjörbirgðir, sem hrannast upp, fyrir það að fólkið í landinu getur ekki keypt vör- urnar. En söluaðilar segja, það er offramleiðsla á afurðum. Þeim dettur ekki í hug að lækka verðið til neytenda, lækka ef börn og fullorðið fólk borðuðu meira af landbúnaðarafurðum. Börn sem fá nógan og hollan mat, sækjast ekki eftir sælgæti. En eiga Islendingar ekki met í sykuráti? Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til (Óstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvKðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Hjálpsemi við náungann Illa farið með bændur Utsala Innlagðir skápar og borð. Teppi í stærðum 122x183 og 152x244. &S75 6.682 Sjónval, Kirkjustræti 8. Sími 22600. GÆÐA BOLLUR Allar tegundir af bollum, einnig vatnsdeigsbollur. VATNSDEIGS- RJÓMAHRINGUR ttóÆFYRIR 6—8m. IbÖRSBÁllSSl Á 150 KR. Borgarholtsbraut 19 siml 43560 Virkilega vandaðir kvenskór á einstöku verði Allir úr mjúku skinni og meö leðursóia Nr. 1.6250 Hælahæö 41á cm. Litir; Svartir, hvítir, drapplitir og rauöir. Kr. 1.586,- Póstsendum Nr. 2.1431 Hælahæð: 31/í cm. Litir: hvítir, bláir, svartir og rauöir. Verð kr. 1.586,- TOE|0 —"SKORINN VELTUSUNDI 1 21212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.