Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 Það hafa skipzt á skin og skúrir í lífi ELISABETH TAYLOR _ r Hún er enn fögur sem forðum, leikkonan Elizabeth Taylor, komin yfir fímmtugt. I lífí hennar hafa þó skipst á skin og skúrir eins og kunnugt er, allt það er viðkomið hefur einkalífí hennar þykir það fréttnæmt að blaðaefni verður úr. Það vakti því að vonum athygli í desembermánuði 1983, þegar læknir hennar gerði heyrumkunn- ugt, að hún væri komin inn á stofnun vegna ofnotkunar á áfengi og lyfjum. Við Eisenhower-sjúkrahúsið í Ranco Mirage í Kaliforníu var fyrir nokkrum árum komið á fót deild til að annast ofneytendur áfengis og lyfja, deildin er kennd við Betty Ford, fyrrverandi forsetafrú, og þangað fór Elizabeth, eins og margar aðrar stjörnur hafa gert. Menn voru að vonum undrandi, það vissu þó allir að hún var oft veik. Elizabeth Taylor hefur orðið fyrir margskonar áföllum, andlegum sem líkam- legum, og líf hennar hefur oftar en einu sinni hangið á bláþræði í bókstaflegri merkingu þess orðs. Elizabeth Taylor tólf ára gömul, þegar hún lék í myndinni „National Velvet.“ Elizabeth Taylor er fædd á Bretlandi en flutti barn að aldri til Banda- rikjanna ásamt foreldrum og bróður. Hún hóf ung kvikmynda- leik og varð þekkt eftir leik sinn f kvikmyndinni „National Velvet", þá tólf ára gömul. Á meðan að á tðku þeirrar myndar stóð varð hún fyrir því óhappi, að detta af hest- baki og meiðast illa í baki. Það er auðvitað ekki vitað hvort henni hafi verið gefin deyfandi lyf til að hægt væri að halda kvikmyndatökunni áfram, en er ekki ólíklegt. Hún vandist því snemma að allar óskir hennar væru uppfylltar og hún vernduð fyrir óþægindum sem öðru. Meiðslin hafa verið langvar- andi og hún oft sárþjáð vegna þeirra. Elizabeth var orðin fræg kvikmyndastjarna á unglingsaldri og líf hennar í hvfvetna ólíkt Iffi flestra jafnaldra hennar. Hún gekk aldrei í almennan skóla og eignað- ist því ekki félaga utan kvikmynda- versins. Það er ótrúlegt en satt, að móðir hennar þrábað bróður henn- ar, Howard, að reyna að finna ein- hvern strák meðal vina sinna, sem vildi fara með Elizabetu í bíó eða á ball. Strákur sagði sem var, að ekki fengist nokkur maður til að fara á mannamót með frægi kvikmynda- stjörnu. Sumarið ’49 Sumarið 1949 var hafinn undir- búningur töku kvikmyndarinnar „A Place in the Sun“, sem gera átti eftir sögu rithöfundrains Theodore Dreissers: An American Tragedy. I aðalhlutverk voru þau valin Eliza- beth Taylor, þá sautján ára gömul, og Montgomery Clift ungur glæsi- legur leikari og átrúnaðargoð millj- óna stúlkna um allan heim. Shelly Winthers var í þriðja aðalhlut- verkinu. Þeir hjá Paramount kvikmyndafélaginu fengu þá hug- mynd, til að vekja athygli á mynd- inni og tryggja þar með væntanlega aðsókn, að koma þeirri sögu á kreik að Elizabeth og Monty (Montgom- ery Clift) væru hrifin hvort af öðru í raun og veru í einkalífinu. Gripið var til þess ráðs, að biðja Monty að bjóða Elizabeth með sér á frumsýningu kvikmyndarinnar „The Heiress“ þar sem hann lék að- alhlutverkið. Honum var það mikið á móti skapi, hann þekkti alls ekki stúlkuna og bar öllu mögulegu við; hann ætti ekki smoking, hann væri blankur og gæti þvf ekki boðið henni upp á hressingu á eftir og fleira f þeim dúr. En þessar mótbárur voru ekki teknar til greina enda auðvelt úr að bæta. Þegar Monty sá hina gullfallegu ungu stúlku standa f dyragættinni, er hann sótti hana, hvarf öll ólund eins og dögg fyrir sólu. Þegar glæsi- bifreiðin rann upp að kvikmynda- húsinu beið þar mannfjöldi eftir að fagna þeim og fréttaljós ■ myndarar biðu tilbúnir að smella af. Einum þeirra tókst að smella af mynd, þar sem Elizabeth var að laga hálsbindi fylgdarsveins sfns og þá þurfti ekki frekari vitnanna við — það var Þriöjí eigínmaöurinn Mike Todd. Eddie Fisher var nr. fjögur. greinilega eitthvað á milli þeirra, — þau hlutu að vera ástfangin. Myndin birtist í dagblöðum um all- an heim næstu daga á eftir. Taka kvikmyndarinnar „A Place in the Sun“ byrjaði í spennu, það var búið að fjalla svo mikið um hana fyrirfram, leikstjórinn reyndi að fá nærmyndir af Elizabeth og Montgomery við sem flest tækifæri, enda óvenjulega fallegt fólk og al- menningur vildi að þau væru ást- fangin. Elizabeth hreifst sannarlega af unga manninum, fyrir utan glæsi- legt útlit var hann framúrskarandi kurteis og tillitsamur, hann var vel að sér, víðlesinn og skemmtilegur að vera með. Hann og vinur hans kölluðu hana Bessie, og þau virtust njóta félagsskapar hvors annars. Það var á heldur kaldranalegan hátt, að ungu stúlkunni varð ljóst að hann hafði ekki tilhneigingar til kvenna, eftir þvi sem hún sagði sjálf. Monty var eins nærgætinn og hægt er að vera, gerði sér títt um hana á alla lund í 3—4 daga en þá mætti hann allt í einu til vinnu sinnar, með einhvern unglings- strák, sem hann hafði húkkað upp af götunni. Strákarnir hurfu svo jafnfljótt aftur og Monty reyndi á allan máta að bæta fyrir brot sitt, eins og hann sæi eftir öllu saman. Stúlkunni skildist loks hvernig komið var. Myndin, sem þau léku í „A Place in the Sun“ fékk mjög góða dóma og hlaut mikla aðsókn. Þau léku í að minnsta kosti tveimur myndum síð- ar: Raintree Country, árið 1956 og Suddenly Last Summer árið 1959. Þau bundust sterkum vináttubönd- um og Elizabeth reyndi að hjálpa honum þegar hann var orðinn illa farinn af áfengi og lyfjum. Eiginmennirnir Elizabeth er marggift kona, eins og kunnugt er. Það er sagt, að róm- antík unglingsáranna hafi alla tfð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.