Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 . Salazar, fyrrum einrteðisherra i Portúgal. áhrifamenn, sem hann umgekkst talsvert. Til þess að taka þátt í samsærinu varð hann sér úti um fölsuð skilríki og þóttist vera ræðismaður Persa í Haag. Þar með tryggði hann sér diplómata- vegabréf. Þriðji þátttakandinn var Adolf Hennies, sem var fæddur í Þýzka- landi, en hafði gerzt svissneskur ríkisborgari. Hann hafði vægast sagt vafasama fortíð. Hann hafði m.a. starfað í þýzku leyniþjónust- unni. Peningarnir streyma Dag nokkurn í desember 1924 birtist Marang í skrifstofu Sir William Waterlow, stjórnarfor- manns hins heimsþekkta og virta fyrirtækis Waterlows, stærstu seðlaprentsmiðju í heiminum, sem fyrr á árum hafði prentað peningaseðla fyrir Portúgala. Waterlow var auðtrúa og trúði því að Marang, sem gekk á hans fund skrýddur orðum, væri í raun og veru fulltrúi Portúgalsbanka. Marang sagði honum að hann væri fulltrúi alþjóðafyrirtækis, sem kunnur fjármálamaður í Lissabon, Reis að nafni, hefði stofnsett. Þetta fyrirtæki hefði áhuga á að ráðast í miklar fjár- festingar í Angola, nýlendu Port- úgala í Afríku, sem þá var gjald- þrota. í þakklætisskyni hefðu portúgölsk stjórnvöld leyft fyrir- Bygging Portúgalsbanka. Myndin var tekin 1925, skömmu áður en Reis reyndi að „leggja hann undir sig“. tækinu að gefa út eigin peninga- seðla handa nýlendunni að sama verðgildi. Um leið og peninga- seðlarnir kæmu til Angola yrðu þeir yfirstimplaðir. Marang spurði Waterlow hvort hann vildi samþykkja pöntunina og prenta 580.000 seðla í fyrstu umferð. Hann sagði að þessi viðskipti yrðu að fara leynt, en þetta væri allt skýrt í nákvæmum stjórnarbréfum, sem bæru full- komnar undirskriftir og innsigli. Waterlow tók vel í málaleitan Marangs, enda vildi hann trúa því að hann fengi auknar pantan- ir frá Portúgalsbanka. En hann kvað nauðsynlegt að hann fengi í hendur skriflegt leyfi frá Portú- galsbanka. Reis var gert viðvart og lét til skarar skríða. Hann greiddi prentara nokkrum nokkur hundr- uð krónur fyrir að prenta bréfs- efni, þar sem „skrifstofa banka- stjóra Portúgalsbanka" stóð í bréfhausnum. Á þetta bréfsefni skrifaði hann sjálfur leyfi það, sem Waterlow hafði beðið um. Hann falsaði undirskriftir bankastjórans og annarra fulltrúa í stjórn bankans með því að líkja eftir undirskrift- um þeirra á portúgölskum banka- seðli. Marang fékk peningana og þeg- ar hann kom með þá til Lissabon ásamt öðrum þátttakanda í sam- særinu hófst Reis handa um að skipta sínum „eigin“ seðlum fyrir venjulega portúgalska peninga- seðla og síðan erlendan gjaldeyri eins fljótt og hann gat. Hann réð í sína þjónustu nokkra viljuga menn, sem spurðu engra óþægilegra spurninga, og þeir ferðuðust um landið þvert og endilangt og fóru í öll bankaútibú til þess að skipta seðlunum. Fyrir þetta fengu þeir 2% af verðgildi hvers seðils. í apríl 1925 höfðu Reis og vitorðsmenn hans þegar grætt rúmlega sex milljónir í dollurum og enskum pundum. „Stal“ Portúgal Samt var Reis ekki ánægður. Hann bað ríkisstjórn Portúgals um leyfi til að koma á fót eigin banka. Þar með taldi hann að hann gæti sjálfur sett alla seðl- ana frá Waterlow í umferð og sparað milliliðakostnað. Leyfið fékkst og Banco Angola e Metropole tók til starfa í Lissa- bon og Oporto. Bankinn eignaðist fljótt marga viðskiptavini, því að þar var auðvelt að fá lán og gengi á erlendu fé var hagstæðara þar en annars staðar. Hins vegar vakti starfsemi bankans ugg og tortryggni víða. Aðrir bankar fylltust öfund og starfsmenn Portúgalsbanka grunaði að ekki væri allt með felldu. Reis lét það ekki á sig fá og fljótlega pantaði hann fleiri pen- ingaseðla. Aftur greiddi hann prentaranum í Lissabon nokkur hundruð krónur, fékk aftur nokk- ur bréfsefni með nafni Portú- galsbanka og falsaði tvö bréf til Waterlow. I öðru bréfinu bað hann um að prentaðir yrðu 380.000 nýir seðlar með mynd af Vasco da Gama, en með hinu bréfinu fylgdi listi yfir þau núm- er, sem ættu að vera á seðlunum. Síðan beið Reis spenntur eftir Maðurinn Alves Reis þegar hann slapp úr fang- elsi. Einn þessara samstarfsmanna Reis var Portúgalinn Jose Band- eira, sem safnaði vinkonum eins og sumir safna frímerkjum, og hafði þegar setið í fangelsi tvisv- ar sinnum fyrir smáfjárdrátt, En hann hafði þann kost að bróðir hans var starfsmaður utanríkis- þjónustunnar og var sendiherra Portúgala í Haag. Það var mjög mikilvægt atriði, ef ráðabruggið átti að heppnast. Annar þátttakandinn í sam- særinu var hollenzkur heildsali, Karel Marang, sem hafði það sér til ágætis að hann var gæddur miklum fortöluhæfileikum og mikilli rökfimi, sem hann beitti af mikilli færni i samræðum við sem revndi " ' al að „stela“ EINFALT RÁÐ til að eignast peninga er að panta þá í seðlaprentsmiðju. Þetta gerði ungur og duglegur kaupsýslumaður í Portú- gal þegar hann rambaði á barmi gjaldþrots og var í annað sinn á leið í skuldafangelsi. Dag nokkurn haustið 1924 samdi þessi maður, Art- uro Virgilio Alves Reis, fjögurra síðna skjal, sem gerði hann að auðugasta manni Port- úgals á tveimur árum. Hann varð einnig valdamesti maður Portú- gals á skömmum tíma og að lok- um hataðasti maður landsins. Alves Reis var 28 ára gamall þegar hann samdi skjalið. Hann átti ekki grænan túskilding, hafði enga reynslu að baki á sviði glæpa og hafði þann galla að hann var ekki nógu nákvæmur — hann hirti ekki um smáatriði. Hann fékk þrjá menn til liðs við sig og gat aldrei sagt þeim hvernig í öllu lá, því að þá hefðu þeir bent honum á að ráðagerðir hans væru óðs manns æði og dæmdar til að mistakast. Þrátt fyrir þetta báru áætlanir hans árangur. „Hann sigraði af því hann var gæddur stórkostlegu hugmynda- flugi af því tagi sem hvergi er að finna nema hjá meðalgreindu fólki,“ segir ævisöguhöfundur hans, „því sjálfstrausti, sem byggist á yfirborðslegri þekkingu á staðreyndum lífsins og auk þess var hann ótrúlega heppinn eins og algengt er með byrjendur." Djarft fyrirtæki Djarft fyrirtæki hans er í röð mestu glæpa þessarar aldar. Það var mesta áfall, sem Portúgal hafði orðið fyrir síðan í jarð- skjálftanum mikla 1755, lagði grundvöllinn að langlífu einræði Salazars, vakti meiri skelfingu en nokkuð annað sem þjóðin hafði orðið fyrir síðan í Napoleonstyrj- öldunum, varð banabiti borga- stjóra Lundúna og mikill álits- hnekkir fyrir virtasta seðla- prentsmiðjufyrirtæki heimsins og leiddi til einhverra flóknustu og kostnaðarsömustu réttarhalda í brezkri réttarfarssögu. Alves Reis var fæddur 8. sept- ember 1896. Faðir hans var útfar- arstjóri, en hann minnti alla á að hann væri af sömu ætt og frægur portúgalskur flotaforingi, Reis, sem ein af aðalgötum Lissabon er kennd við. Hann stundaði einnig lánastarfsemi, en tapaði aleig- unni á fjárfestingum í portú- galska olíufélaginu 1914. Það ár átti sonur hans að hefja háskóla- nám, en hann varð að leggja þær ráðagerðir á hilluna. í þess stað ákvað hann að leggja stund á tækniverkfræði, en hætti námi í henni eftir aðeins eitt ár til þess að ganga að eiga Maríu Luiza d'Azevedo, dóttur aðalgjaldkera brezks tollaf- greiðslufyrirtækis. Þegar Portúgalir hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni 1916 tókst Alverez að koma því til leið- ar að hann var ekki sendur á vígstöðvarnar heldur til Angola. Áður en hann fór þangað varð hann sér úti um „skírteini" frá „verkfræðideild Oxford-háskóla", þótt slík stofnun væri ekki til. Hann hafði komizt að raun um að auðvelt var að falsa skjöl og að allar dyr stóðu skjalafölsurum opnar. Þetta átti ekki sízt við um í Angola, þar sem hann varð eftir- litsmaður opinberra fram- kvæmda á tveimur árum. Það gat hann þakkað falsskírteini sínu og óumdeilanlegum hæfileikum. Fljótlega eftir þetta varð hann yfirverkfræðingur járnbrautanna og síðan ákvað hann, þá 24 ára gamall, að gerast umsvifamikill kaupsýslumaður. Hann hafði lagt nokkurt fé fyrir og fór ásamt konu sinni (þau eignuðust þrjá syni) til Lissabon. í fangelsi Árin eftir fyrri heimsstyrjöld- ina voru erfið í Portúgal. Hann fjárfesti í ýmsum fyrirtækjum og þau urðu öll fljótlega gjaldþrota, enda var það algengt á þessum árum. Peningar hans hurfu eins og dögg fyrir sólu. Áð lokum var Reis dæmdur í fangelsi fyrir fjárdrátt og skjala- fals. í fangelsinu kviknuðu hjá honum nýjar hugmyndir byggðar á námi, sem hann stundaði þar. Hann kynnti sér aðallega skipu- lag, stjórn og hlutverk portú- galska þjóðbankans. Hann komst m.a. að því að árið 1924, þegar Portúgalir voru í raun og veru orðnir gjaldþrota, gaf bankinn út 100 sinnum fleiri seðla en nam því fjármagni sem hann réð yfir í raun og veru. Hann komst einnig að því að bankinn hætti allri starfsemi í mánuðunum júlí og ágúst og að innan hans var engin deild, sem fylgdist með því hvort í umferð væru seðlar með sömu númerum eða hvort númerin á seðlum í um- ferð kæmu heim og saman við númerin á þeim þegar bankinn gaf þá út. Stórbrotin ráðagerð hans byggðist á þessum þremur atrið- um. Vitorðsmenn Til þess að hrinda henni í framkvæmd tryggði hann sér hjálp þriggja manna. Varla er hægt að segja að þeir hafi verið meðsekir honum, því að þeir vissu aldrei til hlítar í hverju ráðagerð Reis fólst. Einnig trúðu þeir allt til loka þeirri skýringu Alves Reis að hann starfaði fyrir „tvo ráðamenn Portúgalsbanka, sem hann hefði mútað“. Löngu seinna komust þeir að raun um að stórar fjárfúlgur, sem nota átti til að „múta" bankastjórunum, runnu beint í vasa Reis. t i I i 1 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.