Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 B 21 s Karlsefni seldi í Þýskalandi Togarinn Karlsefni seldi afla sinn í Þýskalandi 14. þessa mánaðar og fékk mjög gott verð fyrir aflann, 153,6 tonn. Meginuppistaða aflans var karfi og heildarverð fyrir hann var 6.111.300 krónur, meöalverð 39,81 krónur. Á mánudaginn mun Júlíus Geirmundsson landa í Bremerhav- en og óskar Halldórsson í Grimsby fyrir mánudagsmarkað. Útboðið fór til Trésmiðju Stykkishólms Stykkishólmi. 13. febró»r. NÝLEGA var á vegum Stykkis- hólmshrepps útboð á innihur-um í grunnskólanum í Stykkishólmi og gerðu 6 aðilar víðsvegar að tilboð og varð Trésmiðja Stykkishólms með lægsta tilboð og fékk verkefnið. Skólabyggingin er nú langt á veg komin og er það von allra að hægt verði að hefja skólastarfið næsta haust í nýju byggingunni. Þá flyst skólinn úr hótelbyggingunni þar sem hann hefir verið til húsa und- anfarna vetur. Er það mjög ánægjulegt fyrir Stykkishólm að aðilar í bænum skyldu fá þetta verkefni og geta unnið þetta á jafnréttisgrundvelli jafnvel við iðnvæðinguna á höfuð- borgarsvæðinu. Lofar þetta góðu í framtíðinni. — Árni. Leiðrétting í VIÐTÖLUM sem birtust sl. fimmtudag í blaðinu við aldraða í kvikmyndahúsi víxluðust mynda- textarnir þannig að Málfríður Stefánsdóttir varð Sigþrúður Jónsdóttir og öfugt. Við biðjumst velvirðingar á þeim mistökum. 1— T*\ j TÓNABÍÓ Sfmi31182 Morgunblaðid/SÍK- Jóns. Sverrir Andrésson, eigandi Bflasölu Selfoss, og Júlíus Hólm Baldvinsson sölumaður. Bílasala Selfoss flytur Selfossi, 14. febrúar. BÍLASALA Selfoss flutti starfsemi sína um set hér í bænum þann 9. febrúar sl. Eigandi bflasölunnar, Sverrir Andrésson, hefur starfrækt hana í rúm 20 ár, í bflskúrnum heima hjá sér að Eyrarvegi 22. Hin nýju húsakynni bílasölunn- ar eru utan árinnar á Arnbergi á lóð OLÍS sem þar er. Segja má að bílasalan sé nú komin í þjóðbraut. Alls eru á skrá 450 bílar hjá bílasölunni, alls staðar af landinu, stórir og smáir. Þá hyggst Sverrir taka upp sölu á notuðum munum fyrir fólk s.s. ísskápum, barna- vögnum, sjónvörpum o.fl. þess háttar þannig að þar mun kenna margra grasa. Fyrsti bíllinn sem skráður var á bílasöluna 16. maí 1964 var Ponti- ac árg. 1948. Sá fyrsti sem seldist undir umsjón Sverris var hins vegar Austin árgerð 1946 og sölu- verðið var 13 þúsund krónur. Á bílasölunni mun starfa einn sölumaður, Júlíus Hólm Bald- vinsson Sig. Jóns. FRUMSÝNIR HEFNDIN (UTU) Víöfræg og snilldar vel gerö og hörkuspennandi ný stórmynd í litum. Um 1870 hafa Bretar ekki enn getaö friöaö Nýja Sjáland. Þegar menn af ensku bergi brotnu flykktust þangaö snemma á síöustu öld hitta þeir fyrir herskáa og hrausta þjóö, Maoríana, sem ekki vildu láta hlut sinn fyrir aökomumönnum. Myndin er byggö á sögulegum staöreyndum. islenskur texti. Zac Wallace, Tim Elliot. Leikstjóri: Geoff Murphy. Sýnd kl. 5,7 og 9.10. Bönnuö börnum innan 16 ára. Myndin er tekin í DOLBYSTEREO og sýnd í Eprad Starscope. HJA SPORTVAL UNGLINGAULPUR áöur: 4.114 kr. nú 2.500 kr. DUNVESTI . 4Qn áöur: 990 kr. nu U kr. Alls konar íþróttafatnaður t.d. peysur, buxur, skór, húfur, lúffur og margt, margt fleira. Þeim sem komu á útsöluna hjá okkur sl. haust, líður sjálfsagt seint úr minni önnur eins verðtilboð eins og við gerðum þá, og ekki er þaö minni verölækkun í dag. Útsalan er á gamla staönum bak við Sportval (gengiö inn í sundið viö hliöina á Sportval.) Sportval Sendum í póstkröfu. Laugavegí 116 (við Hlemm). Sími 14390 og 26690.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.