Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 40
40 B MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 ást er... ... ab vita hvað hann villfá í afmœlisgjðf. TM R*g. U.S. Pat Ofl.—all rights reservw) ®1984 Los Angeles Times Syndteale Svona reykingavarnir hér heima eni nánast ögrandi! Ég teiknaði einu sinni svona mynd heima og var flengdur! HÖGNI HREKKVISI „pETTA ER ZTÚKfíAKASSlNN HENNAR BRXÁLOPU 0/nu" Rauðsokkurökfærsla Þorbergur Kristjánsson skrifar: í þættinum „Gárur", sem birtist í Mbl. hinn 10. febrúar, skilst mér, að vikið sé að ummælum í Kast- ljósþætti 5. þ.m. Orðum mínum þar, varðandi skattamál heimila, er þó hagrætt eftir því sem henta þykir og þau túlkuð með þeim hætti, að mjög orkar tvímælis, vægast sagt. Málflutningurinn minnir á þær röksemdir rauðsokka, er á sínum tíma flæmdu löggjafana á flótta frá þeirri fyrirætlun að haga skattlagningu þannig, að sam- bærileg heimili með sömu tekjur greiddu álíka skatt, hvort sem hjónin bæði öfluðu teknanna eða annað. í téðum sjónvarpsþætti var ég vissulega ekki að tala um skatt- álögur á fólk í hvers konar að- stöðu, enda var þetta enginn skattalagaþáttur. Hins vegar nefndi ég það lauslega — tók það sem dæmi um þörf meiri kristinna áhrifa á löggjöfina, að heimili, þar sem annað hjónanna gætti bús og barna og hitt aflaði teknanna eitt, bæru nú þyngri skatta en þau, sem bæði öfluðu tekna, þótt þær væru hinar sömu. Mér virðist því, að komi ekki annarlegar hvatir til, eigi það ekki að vefjast fyrir neinum, hvers konar heimili við var átt. Heimilið hald og traust Heimilið, fjölskyldan hefir frá upphafi vega verið einstaklingn- um hald og traust, — uppvaxandi kynslóð öruggast skjól. Kirkjan hefir ávallt lagt áherslu á hlut- verk heimilisins f mannlífinu, en ýmislegt veldur því, að það á nú í vök að verjast. Það skipti sjálfsagt ekki sköp- um, þótt leiðrétt yrðu þau ákvæði skattalaga, sem hér var að vikið, en gæti þó haft þýðingu ásamt með öðru. Fyrir síðustu Alþingiskosningar lýstu talsmenn núverandi ríkis- stjórnar yfir því, að þeir vildu breyta núgildandi skattalögum í það horf, að eigi yrði áfram gengið á hlut þeirra heimila, þar sem að- eins annað hjónanna ynni úti. Það ber að viðurkenna, að nú nýlega hefir nokkur litur verið á því sýndur að efna þetta fyrirheit. Það var þó aðeins lítið skref stigið. Málum er enn svo háttað, að þegar aðeins annað hjónanna vinnur úti, en hitt sinnir heimil- isstörfum einvörðungu og hefir því engar tekjur fram að telja, — málum er enn svo háttað, að þetta leiðir til þess, að hjónin lenda í mun hærri skattstiga en ef bæði hefðu verið um að afla teknanna. Við samningu núgildandi skattalaga var upphaflega gert ráð fyrir jöfnun tekna á hjónin, en hávaðahópar brugðust þá ókvæða við og héldu því fram að slíkt yrði aðeins til hagsbóta fyrir hátekju- fólk, — þar sem aðeins annað hjónanna þyrfti að vinna úti, — og, eins og áður sagði, dugði þetta til þess, að frá þeirri fyrirætlan var horfið. En þetta var og er auðvitað rangt. Óþarft ætti að vera að færa rök fyrir því, að æskilegt sé, að annað hjónanna geti verið heima, meðan börnin eru ung, — og enda á grunnskólaaldri. Á sumum heim- ilum eiga ekki bæði hjónin heim- angengt, vegna vanheilla barna t.d. eða annarra, sem líta þarf til með, — og svo getur eigin van- heilsa komið til. Enn má nefna það, að atvinna liggur vissulega ekki alltaf á lausu. Bréfritari segir að ómögulegt sé að hella úr lltrafernunum án þess aö einhver mjólk hellist niður. Af mjólkurumbúðum SJ.S. skrifar: Ég er svo mikill bannsettur klaufi, að alltaf hellist dálítið niður af mjólk hjá mér, þegar ég Bjórinn er bölvaldur Fundur í stúkunni Einingunni nr. 14, Reykjavík, haldinn mið- vikudaginn 6. febrúar 1985 varar eindregið við samþykkt frumvarps um að heimiluð verði sala og framleiðsla áfengs öls hér á landi. Fundurinn telur þær hugmynd- ir sem fram hafa komið um að sala áfengs öls geti bætt hag ríkis- sjóðs afar óraunverulegar og álít- ur að sala öls muni þvert á móti auka á fjárhagsörðugleika ríkis- ins. Fundurinn telur ekki ástæðu til að færa fram frekari röksemdir gegn samþykkt frumvarpsins en þar er af nógu að taka. Það er ljóst, að sá tvískinnungur sem nú ríkir í bjórmálum landsins er lóð á vogarskálum bjórunnenda. Áfeng- ur bjór er nú ólöglega seldur ferðamönnum og áhöfnum flug- véla í Keflavík og áfengur bjór er ólöglega seldur í fjölmörgum veit- ingahúsum landsins. Fundurinn hvetur hið háa Al- þingi til að veita yfirvöldum nægi- legt aðhald til að framfylgja gild- andi lögum og að Alþingi hafni þeirri lausn að gera hið ólöglega löglegt með samþykkt frumvarps- ins um áfengt öl. Virðingarfyllst, St. Einingin nr. 14. Sigurlaug R. Sævarsdóttir, æðstitemplar, Einar Hannesson, ritari. helli úr litrafernunum. Það er sama hvað ég reyni að vanda mig, ég bara fæ þær ekki til þess að vera góðar og vinsælar, eins og Mjólkursamsalan segir að þær séu og svo segir Samsalan, að þær séu þær einu af mjólkurumbúðum, sem fólk vill kaupa. Þá sjaldan ég finn tveggja lítra fernurnar, þá kaupi ég þær, en því miður þá eru þær ekki til í mat- vörumörkuðunum, þar sem ég verzla. Nú vill svo til, að við Reykvík- ingar sitjum einir að þessum dýr- indis fernum, sem hafa þann eig- inleika að drýgja söluna hjá Mjólkureinkasölunni, því það get- ur bara ekki verið, að ekki séu fleiri en ég sem hella niður mjólk á borðin hjá sér. Gaman væri að vita hvað það eru mörg hundruð lítrar samtals á ári og hverjar niðurgreiðslur ríkisins eru sam- tals af þeirri mjólk, sem þannig fer fyrir. Hvernig sem á því stendur, þá fást tveggja lítra fernurnar ekki, en víða úti á landi er mjólkin seld í eins lítra fernum, sem eru eins í laginu og þessar tveggja lítra og á þær er hægt að setja stút, sem beinir mjólkinni beint fram, en ekki út til hliðar eins og þessar hábölvuðu. Hvernig stendur á því, að þær fernur fást ekki hér, heldur er bú- in til forsenda fyrir því að Reyk- víkingar vilji ekki annað en þessar lítrafernur, sem Samsalan selur eingöngu.?Svo horfir maður á mjólkursölusérfræðing í sjónvarp- inu, sem segir að þetta verði ein- göngu á boðstólum, annað ekki, því fólkið vilji ekki annað. Ég vil segja við þá Samsölu- menn, þið ættuð bara að reyna að bjóða sveitamanninum þessar lítrafernur, hann léti ekki bjóða sér þær. M VISA VIKUNNAR Frumvarp Kvennalistans til útvarpslaga: „Þetta er afturhaldsfrumvarp — sagði Eiður Guðnason ÞrtU er .fiurl»aM*fnii«Tarp. ngði FJtar IMnm (A), er frum*.rp hópur valinn með tilviljunanir KvenaalMU i.l élvarpnlafta kom til fynrtu umræðu I efri deild í «*r. Uki, aem ekki v*r. nánar akýrt. Kulliruar KveaaaltoU beyra ekkl kall kina nýja tima b*tti kaaa vi*. Hann vitnaði til forystugreinar KjármálakM fntmvarpaina. aem aamþykkt þýddi fifnrlefaa ul«ald. Jónasar Kri.tjánssonar I DV þar auka. er »11 I myrkri of óviaaa. Éf er aammáU Jóaaai Krúrtjáaaayai. sem fram k*mi að konurnar ritatjóra DV, aafði Eiður efaWefa, að þetla er vitlaaaaau plaff æm hefðu verið .gabbaðar til að * -*• *iKineí f dac. flytja frumvarDÍð*. Ef er sam- Sælleg er Sigríður Dúna segja allar kannanir núna. Blessaðan Eið hefur borið af leið hann ætti að faðma að sér frúna. Hákur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.