Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 Jazzhátíð í Reykjavík um næstu helgi: Tíu af fremstu nútímajazzleik- urum Evrópu mæta til leiks Margir helstu tónlistarmenn í evrópskum nútímajazzi munu koma fram á jazzhátíð, sem haldin verður í Reykjavík um næstu helgi, dagana 22. og 23. febrúar, í Félags- stofnun stúdenta. Það eru hljómplötuútgáfan Gramm og Ulli Blobel Koncert- buro, sem skipulagt hafa þessa jazzhátíð í sameiningu og hefur undirbúningur hennar staðið i rúmlega hálft ár. Hafa Goethe Institut í Þýskalandi, Plo Hel- vetia f Sviss og aðrar menning- arstofnanir viðkomandi landa veitt styrki til hátíðarinnar. Að því er aðstandendur hátíð- arinnar tjáðu blm. eiga tónlist- armennirnir tíu, sem leika munu á tónleikunum í Félagsstofnun stúdenta nk. föstudag og laug- ardag, það sameiginlegt að vera brautryðjendur í þeirri stefnu evrópskrar jazztónlistar, sem kennd er við frjálsan jazz eða spuna og á upphaf sitt að rekja miðbiks 7. áratugarins. Hefur allt þetta tónlistarfólk hlotið viðurkenningu á alþjóðavett- vangi og haldið tónleika vítt og breitt um heiminn, svo sem í Japan, Ástralíu og austan- tjaldslöndunum, á Indlandi og upp á síðkastið hefur það í aukn- um mæli haslað sér völl í fæð- ingarlandi jazzins, Bandaríkjun- um. Aðstandendur jazzhátíðarinn- ar gátu þess einnig, að hún hefði þegar vakið töluverða athygli erlendis, fréttir af henni hefðu birst í öllum helstu jazztímarit- um á meginlandinu og þýska stórblaðið Die Welt hefði birt ít- arlegar fréttir af henni fyrir skömmu. Þá er vitað að talsverð- Trommu- og slagverksleikarinn Han Bennik kemur frá Hollandi. ur hópur útlendinga mun koma sérstaklega hingað á hátíðina. Tónlistarmennirnir sem sækja Islendinga heim að þessu sinni eru: Irene Schweizer, píanóleik- ari frá Sviss, Han Bennik, trommu- og slagverksleikari frá Hollandi, Fred van Hove, píanó- leikari frá Belgíu, Evan Parker, saxófónleikari frá Englandi og Ulrich Gumpert, píanóleikari frá Austur-Þýzkalandi. Frá Vestur- Þýskalandi koma svo trompet- leikarinn Heinz Becker, píanó- leikarinn Alexander von Schlippenbach, trommuleikar- inn Paul Lovens, saóafón- og Píanóleikarinn Alexander von Schlippenbach kemur frá Vestur-I>ýzka- landi klarinettleikarinn Peter Brötz- mann og bassaleikarinn Peter Kowald. Þeir tveir síðastnefndu koma hingað beint eftir tónleika í Carnegie Hall í New York og er það í fyrsta sinn, sem þýskir jazzleikarar leika í því fræga Þau hafa unnið að undirbúningi jazzhátíðarinnar. F.v.: Árni Óskarsson, bókmenntafræðingur, Ásmundur Jónsson í Gramminu, Coletta Burling, yfirmaður Goete Institut á íslandi, og Örn Þórisson. húsi. Þau Brötzmann, Kowald og Schweizer eru íslendingum reyndar að góðu kunn, því þau hafa öll haldið tónleika hér á landi áður og fengu þá afar góða dóma íslenskra tónlistargagn- rýnenda. Dagskrá jazzhátíðarinnar verður sem hér segir: Föstudagurinn 22. febrúar, kl. 21.00: Fred van Hove - einleikur. Heinz Becker, Irene Schweiz- er, Peter Kowald og Paul Lovens - kvartett. Peter Brötzmann, Han Benn- ik - dúett. Laugardagurinn 23. febrúar, kl. 21.00: Ulrich Gumpert - einleikur. Axexander von Schlippenb- ach, Evan Parker og Paul Lovens - tríé. Irene Schweizer - einleikur. Frekari upplýsingar um jazzhá- tíðina má fá í Gramminu, Lauga- vegi 17, og þar verður einnig for- sala aðgöngumiða. s Kr. Sjónval, Kirkjustræti 8. Sími 22600. Kr.firf 510 Kr. >0rí 3.500 Sendum í póstkröfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.