Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 B 31 Nightfly heitir þessi hljómsveit og er sú nýjasta í rokkinu. Forsprakki hennar er Micky Moody fyrrum gítarleikari Whitesnake. Trommari sveitarinnar heitir Zak Starkey og mun vera sonur Ringos Starr og giskið nú á hver hann er. SIMIAINIDIAIR • AC/DC er að hljóðrita plötu. Upptökurnar fara fram í hljóðverinu Compass Point í Nassau á Ba- hama-eyjum. Platan hefur ekki enn fengið á sig nafn en piltarnir stjórna sjálfir upptökunum. • Eric Clapton er einnig að koma með nýja plötu. Upptökunum á henni stjórnaði Phil Collins og hefur platan fengið nafnið Behind The Sun. Gera má ráð fyrir henni með vorinu. • Mick Jagger sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu seint í þessum mánuöi. Hún heitir She's The Boss og eymir nlu lög. Sex peirra voru unnin af Jagger og Bill Laswell en þrjú af Jagger og Neil Rodgers. (Neil þessi var forsprakki Chic og hefur unnið með David Bowie og nú síðast Duran Duran að Wild Boys.) Aðrir sem koma við sögu eru Pete Townshend gítar (Who) Jeff Beck gitar, Neil Rodgers gitar, Herbie Hancock hljómborð, Robbie Shakespeare og Bernard Edwards bassi, Sly Dunbar trommur og Bernard Fowler söngur. Lagið Just Another Night hefur veriö valiö á fyrstu smáskffuna og ætti að vera að koma út um þessar mundir. • Gftarleikarinn Mel Galley hefur ákveðið eftir mikla umhugsun að yfirgefa Whitesnake. Aður hafði Jon Lord hætt til að vera með í endurvakningu Deep Purple eins og flestum ætti að vera kunnugt. En Mel hættir af svipaðri ástæöu. Hann mun ætla að endur- vekja gamla hljómsveit sem starfaði frá 1968 til 1973 og fór svo í gang aftur 1976 en gekk þá bara I nokkra mánuði og kallaðist Trapeze. Sá sem var bassaleikari I þessari hljómsveit var enginn annar en Glenn Hughes en Trapeze hætti 1973 vegna þess að hann gekk þá til liðs við Deep Purple. • En draumur Mel Galleys um að Trapeze nái sam- an aftur viröist ekki ætla að ganga upp. Glenn var búin að gefa jákvætt svar á að vera með og sá sem átti aö vera á trommur var Ted McKenna (MSG). En þá kom afturkippur I málið. Glenn hefur ákveðið að ganga til liðs við Gary Moore sem söngvari og bassa- leikari og verður með á helmingnum á næstu plötu hans. Trapeze mun þó ekki vera úr sögunni en fram- haldiö á þvl leiðir tlminn einn f Ijós • Annar fyrrverandi Whitesnake-gltarleikari, Micky Moody, er búinn að setja saman nýja hljómsveit. Hún kallast Nightfly og er trommuleikari hennar enginn annar en Zak Starkey sonur Ringo Stars. Annar frægur kappi er I hljómsveitinni en það er Boz Burrell en hann spilaði með Bad Company hér áður fyrr. • Deep Purple hefur sent frá sér slna fyrstu tólf tommu plötu. Lagið sem varð fyrir valinu er Perfect Strangers og á b hliðinni er leikiö lag sem heitir Son of Alerik. Þetta væri ekki svo merkilegt ef ekki kæmi til sú staðreynd aö annað lag hefur verið valið á tólftommuna í Ameríku. Þar hefur Knocking at the Back Door verið valið sem fyrsta smáskifan. A b hliðinni eru lika tvö ný sem hvergi er að finna ann- arsstaðar. • Það er búið að vera að minnast á Whitesnake hér að ofan. Af þessari frábæru hljómsveit er það að frétta að út er að koma ný plata sem á eru tvö lög af Slide It In. Bæði lögin eru tekin af amerísku útgáfunni sem var endurhljóðblönduð og gefin út sem US Re- mix. Einnig mun loksins vera komið lag á hverjir ætla „Ég kann val vid hann avona,“ aagdi aá sem skapadi þeaaa mynd og bætti vid: „þrátt tyrir að ég viti aö meö henni baki ég mér óvild hjá þúa- undum ungra akólaatúlkna.“ Fyrirmyndin er Simmon LeBon. að vera í hljómsveitinni. Auk Coverdale eru: Nell Murray bassi, Cozy Powell trommur og John Sykes gitar. • Ozzy Osbourne, sem íslenskir rokkarar sáu I banastuði síðastliðið sumar á Donington hátlðinni er aö undirbúa nýja breiðskifu. Sá sem stjórnar upptök- unum er engin annar en Martin Birch. Platan hefur þegar fengið á sig nafn og á að heita The Ultimate Sin. Það sem slðan er að frétta af pilti er að hljóm- borðsleikarinn Don Airey hefur sagt skilið við hljóm- sveitina. Annar félagi er sjálfsagt að undirbúa brott- för sina. Jack E. Lee hefur I hyggju að stofna slna eigin hljómsveit undir nafninu Jack E. Lee Band. En hann fer ekki langt þvi umboðsmaður hans verður Sharon kona Ozzy. FJALLASKIÐA- MENN Við eigum búnaðinn sem þú getur treyst TYROLIA fjallaskíðabindingar coll-tex mohairskinn og fylgihlutir TOPPmerkin í ákíðavörum öfiiS d éó.uq&'icUiquM ÞEKKING - REYNSLA - ÞJONUSTA FÁLKINN SUOURLANDSBRAUT 8 - SIMI 91-84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.