Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 34
34 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 fc'IK í fréttum SIGURBJÖRN MAGNÚSSON Ungur í ábyrgðarstarfí „Ungt fólk á uppleið" nefndist eitt sinn þáttur nokkur og manni dettur ósjálfrátt slík nafngift í hug þegar maður heyrir nefndan nýjan framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Sigur- björn Magnússon, sem er aðeins 25 ára gamall, og tekur nú við starfi sem telja verður að krefjist yfirsýnar og ábyrgðar, ekki síst þar sem um er að ræða framkvæmdastjóra stærsta þingflokks landsins. Blm. lék forvitni á að eiga orðastað við hann og spurði hvernig honum litist á sig í nýja starfinu. „Það er nú lítið farið að reyna á þetta ailt saman ennþá, en þetta virðist vera fjölbreytt og töluvert erilsamt starf„en sveiflu- kennt. Fundir eru haldnir daglega sem ég þarf að vera viðloðandi, en þar fyrir utan hef ég nokkuð frjálsar hendur við verkefni og vinnubrögð og það á vel við mig.“ — í hverju er starf þitt aðallega fólgið? „í stuttu máli má segja að það sé að sinna erindum stjórnar þingflokksins og einstakra þingmanna og öðru tengdu sem til fellur. Ég fylgist með gangi mála og þarf að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast fyrir þá sem vilja spyrja og fyrir þá sem eru að vinna í Sjálfstæðisflokknum í hinum ýmsu málaflokkum. Það er veigamikið að tengja Sjálfstæðisflokkinn og þingflokkinn saman, þ.e. að hafa umsjón með starfi málefnanefnda flokksins sem eru 17 talsins, íþróttanefnd, landbúnaðarnefnd o.s.frv. og koma á tengslum við þingflokkinn. Það er einnig mikilvægt að hafa sam- band við félögin úti á landi og ég býst við að stunda erindrekstur fyrir þingflokkinn úti á landi og vinna þá einnig fyrir flokkinn sjálfan, þ.e.a.s. reyna að nýta starfskraftinn í þágu beggja aðila." — Nú ert þú formaður Heimdallar og stundar einnig nám í lög- fræði. Er ekki erfitt að samræma þetta allt saman? „Starfið í Heimdalli og fyrir þingflokkinn samræmist að mörgu leyti ágætlega og í raun eru þessi störf tengd, bæði pólitísk, mikið um fundahöld og maður fæst oft við svipuð viðfangsefni á báðum stöðum. Lögfræðinni er ég síðan að ljúka í vor og á einungis eftir að skija ritgerð." — Áhugamál fyrir utan pólitíkina? „Tja, ég á nokkur hross og ríð út á milli funda. Þau hafa verið mitt áhugamál í nokkuð mörg ár og á meðan ég get samræmt það að ríða út öðru hverju og komast yfir allt annað, þá er ég fyllilega ánægður með lífið." SIGURÐUR STEFANSSON RITSTJÓRI „Verð allavega mæringur af ÚTKALLS" ekki milljóna- þessu strax“ „Útkall“ nefnist unglingablað sem nýlega var byrjað að gefa út. Það er ungur piltur, 17 ára gamall, Sigurður Stefánsson, sem ber allan hita og þunga af útgáfunni. Blm. rabbaði aðeins við hann á dögunum um útgáfumálin: „Ég er einn með þetta bla >, þ.e.a.s. að mestu leyti, þó hef ég notið aðstoðar Guðna Björnsson- ar lítilsháttar. Það má segja, að ég hafi byrjað á þessu svona í fikti til að prófa eitthvað og blað allt í einu orðið til upp úr því. Ég reyni að hafa stuttar greinar og fá viðtöl við einhverja tengda hljómlist, fjölmiðlun eða öðru slíku. — Hvað kom blaðið út í mörgum eintökum? „Nálægt þúsund eintökum í bæði skiptin og fyrra eintakið er uppselt. — Er þetta ekki dýrt fyrir þig? „Ég geri allt sjálfur að heita má, nema offsetprenta það, svo kostnaðurinn í sjálfu sér liggur einungis þar og í minni vinnu. Maður verður allavega ekki milljónamæringur af þessu strax. Eg dreifi blaðinu í verslanir á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en hef ekki enn sem komið er farið með það út á land. — Ætlarðu að halda áfram í blaðamcnnsk- unni? „Ég held allavega áfram með þetta blað eitthvað. Hugurinn stefnir síðan í nám tengt blaðaútgáfu, hvort sem það verður útlitshönn- un eða blaðamennska. Þetta er a.m.k. hlutur sem ég vil vinna að í framtíðinni." 500 BÖRN SÓTTU SÝNINGARNAR í VESTMANNAEYJUM „Þau púa á mann ef eitthvað fer úrskeiðis" Börnin í Vestmannaeyjum fengu kærkomna gesti í heim- sókn um síöustu helgi er þar voru á ferð Helga Steffensen og Sigríð- ur Hannesdottir með Brúðubílinn. Þær höfðu fjórar sýningar í Bæj- arleikhúsinu í samvinnu við Tómstundaráð Vestmannaeyja og var þetta liður í dagskrá vegna árs æskunnar. Geysileg og innileg gleði bland- in eftirvæntingu var ríkjandi með- al barnanna að hitta þarna augliti til auglitis gamla kunningja, en brúður og brúðuleikhús er talinn einhver ákjósanlegasti fjölmiðill fyrir yngstu leikhúsgestina. Og það sýndi sig og sannaðist með að- sókninni á sýningarnar um helg- ina, því rúmlega 500 börn á ýms- um aldri sóttu sýningarnar. Á sunnudaginn var Helga Steff- ensen með sýningu á brúðunum og útskýrði gerð þeirra fyrir starfs- konum á barnaheimilum og gæsluvöllum bæjarins. Sóttu þá kynningu 14 fóstrur og kennarar og ríkti mikil ánægja með þetta námskeið Helgu og fram kom mik- ill vilji að fá hana aftur til Eyja til þess að leiðbeina frekar og kenna handbrögð við brúðugerð, efnis- notkun og stjórnun brúða. Helga Steffensen sagði í viðtali að þær stöllur væru í sjöunda himni yfir móttökunum í Éyjum, aðsóknin hefði verið stórkostleg og börnin yndislegir leikhúsgestir eins og reyndar alls staðar. „Það er mjög krefjandi að sýna fyrir börn, þau púa á mann ef eitthvað fer úrskeiðis, en eru líka á hinn veginn jafn einlæg í gleði sinni. Sem sagt miklu opnari leikhús- gestir en fullorðna fólkið," sagði Helga Steffensen. Þær Helga og Sigríður vildu koma á framfæri góðum kveðjum til allra Vest- manneyinga og þakklæti til þeirra Guðmundar Þ.B. Ólafssonar tómstundafulltrúa og Magnúsar Magnússonar og Hjálmars Brynj- ólfssonar hjá Leikfélagi Vest- mannaeyja. Þessu má svo ljúka með stöku sem einn af öfunum gaukaði að Mbl., að aflokinni sýningu: Furðuverurnar fóru á kreik, fingranettum hjá stýrimeyjum. Brosandi tóku þeim brúðuleik, börnin okkar í Vestmannaeyjum. Hann kom þeim á framfæri... Ein vísasta leiðin til frægðar í Hollywood fyrir ungar stúlkur er að komast fram fyrir linsuna hjá Alan Houghton sem hér hallar sér makindalega fram á vélina. Houghton er vel þekktur í glimmerborginni frægu og þær eru orðnar æðimargar frægu leikkonurnar í dag sem vöktu fyrst athygli eftir að myndir hans af þeim höfðu birst. Má þar nefna þær sem hér fylgja honum á síðu Mbl., Lindu Evans úr Dynasty, Heather Locklear, einnig úr Dynasty, Victoriu Principal og Audrey Landers úr Dallas, svo einhverjar séu nefndar. Myndirnar sem hér birtast af leik- konunum eru allar úr safni Alans Houghton, mannsins sem uppgötvaði stúlkurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.