Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 45 Eftirmæli hátíðar frá sjónarhóli áhugamanns Þá er kvikmyndahátíö gengin um garð fyrir nokkru meö allri sinni pomp og prakt. Sýnist sitt hverjum um ágæti þessarar eins og svosem hina fyrri, en ég held hún hafi veriö svona meö lakara móti núna þegar á heildína er lit- iö, þó innanum hafi verið margar góöar myndir, sumar mjög góöar og jafnvel einstök gullkorn. En þaö var eins og margar þessara ágætu mynda hafi fallið í skugg- ann af miður kræsilegum mynd- um, sem lítið erindi, ef nokkurt, hafa átt á þessa okkar árlegu kvikmyndahátíö. Einn ágætur maöur skaut því aö mér aö ef fjöldi myndanna á hátíö- inni heföi veriö skorinn niöur um kannski tæplega helming, heföi út- koman orðiö tiltölulega góö hátíö. Ég held þaö sé margt til í því. Þaö er eins og mest kapp hafi verið lagt í aö hafa uppá sem flestar kvikmyndir aö bjóöa og aö þaö hafi komið niöur á gæöunum. Þá þótti mér vanta myndir frá löndum eins og italíu, Ástraliu, Nýja Sjá- landi eöa Ungverjalandi svo eitt- hvaö sé nefnt, nýrri myndir frá Bandaríkjunum, fleiri frá Bretlandi tíö. og Þýskalandi og svo mætti lengur telja, en meira um þaö seinna. Verst var aö sú mynd sem hvaö mesta athygli vakti úti í hinum stóra heimi á síöasta ári, Volver a Empezar eftir José-Luis Garci skyldi ekki hafa komist til landsins eftir allt. Nóg haföi maöur hlakkaö til aö sjá hana. Annars komu spænsku myndirnar verulega á óvart. Mér tókst aö sjá þrjár þeirra og var hver annarri betri. Ef El Crack, Valentína og Suðriö eru lýs- andi dæmi um spænska kvik- myndagerð í dag, er hún meö þeim bestu í heiminum. Þaö var regluleg hátíö aö fá tækifæri til aö sjá þess- ar myndir. Ég talaöi um miður kræsilegar myndir og þá koma auðvitað fyrst upp i hugann myndirnar hans John Waters frá Bandaríkjunum, Pink Flamingos, Female Trouble og Desperate Living, sem var nýjasta mynd hans á hátíðinni, gerö fyrir sjö árum. Myndir Waters eiga ekk- ert skylt viö list enda segir hann sjálfur aö yfirlýst markmiö hans sé aö gera mestu „óþverramyndir í sögu kvikmyndanna“. Þaö er ekki aö efa að framsýnir menninarpost- ular geti fundiö út listrænt giidi í myndum Waters en ég efast um aö hann geri þaö sjálfur. Aörar bandarískar myndir voru eftir John Cassavetes, leikara og sjálfstæöan kvikmyndageröar- mann, og var tilgangurinn aö sýna verk eftir einn slíkan frá Bandaríkj- unum. Myndir Cassavetes standa fyrir sínu en heföi ekki mátt vera með nýlegri myndir? Til dæmis er Faces frá árinu 1968, og A Women Under the Influence hefur veriö hér á kvikmyndahátíö áður. I'm Danc- ing As Fast As I Can eftir Jack Hofsiss var sýnd aðeins einu sinni og ekki í Regnboganum heldur í Menningarstofnun Bandaríkjanna. Liquid Sky eftir Slava Tsukerman var afar skondin og skemmtileg og mikill fengur í henni á hátíöinni. Franskar myndir skipuöu veg- legan sess á hátíöinni sem endra- nær. Le prix du danger eftir Boiss- et og L’Ete meurtrier eftir Jean Becker voru hreint ágætar, sér- staklega þó sú sföarnefnda, sem er ein besta mynd sem ég hef séö í lengri tíma. Ekkert skil ég í því af hverju ekki voru fleiri þýskar kvikmyndir á há- tíöinni. Þaö eina sem boöiö var uppá var Querelle eftir Fassbinder og heimildarmynd um gerö henn- ar. Reyndar botnaöi ég aldrei neitt í Querelle, frétti aö tveir sálfræöi- nemar viö Háskólann heföu veriö yfir sig hrifnir. Því trúi ég vel. Ég held ég heföi haft meira gaman af aö sjá Hammett eftir Wim Wend- ers. Fassbinder var auðvitaö á margan hátt ágætur leikstjóri og kvikmyndageröarmaöur en ég held aö hróöur hans hér uppi á íslandi hafi oft veriö geröur meiri en efni stóöu til. Þaö leiðir hugann líka aö því hvort maöur sé ekki oft plataöur á miöur góðar myndir meö spenn- andi lýsingum í dagskrá. Gott dæmi er aö finna í kvimyndagagn- rýni Ólafs M. Jóhannessonar í Morgunblaöinu 8. þ.m. þar sem hann fjallar um sænsku myndina Hemligheten undir fyrirsögninni „60 mínútna röfl“. Segir hann myndina ekki ganga út á annað en röfl tveggja Stokkhólmsbúa. En í dagskrá hátíöarinnar kveöur sér- deilis viö annan tón. Þar er vitnaö í gagnrýnanda aö nafni Jannike Alund, sem segir eftirfarandi um myndina: „Þessi kvikmynd er full af ódrepandi lífslöngun. Hún snýst gegn öllum eyöingaröflum á rokk- þrunginn galvaskan hátt.“ Þá þótti mér vanta heilmargar myndir sem maður á varla kost á aö sjá nema á hátíöum sem þess- um. Skulu hér nokkrar nefndar. My Dinner With André, sem er kana- dísk gerö 1982 eftir Louis Malle, Angelo, My Love eftir leikarann Robert Duvall, sem er bandarísk, gerö á síöasta ári, E La Nove Va eöa Skipiö siglir áfram eftir Fellini sem einnig var gerö á síöasta ári, Danton eftir André Wajda gerö í Frakklandi 1982, L'Argent eftir Robert Bresson gerö í Frakklandi 1983, mynd þeirra bræðra Paolo og Vittorio Taviani, La notte di San Lorenzo frá 1982, Cammina cammina eftir Ermanno Olmi gerö á síöasta ári, Storie di ordinaria follia eftir Marco Ferreri frá 1982, Sasame Vuki eftir Kon lchikawa og Come Back To the 5&Dime, Jimmy Dean, Jimmy Dean, bandarísk eftir Robert Altman frá 1982, svo nokkrar séu nefndar. Auövitaö hlýtur þetta alltaf aö vera spursmál um peninga en mér þykir furöu sæta aö engin þessara annars merkilegu mynda skyldi hafa veriö fengin hingað á kvik- myndahátíö. Þaö mætti segja mér aö einhver þeirra heföi sett sterkan svip á hátíöardagana. Þaö væri reyndar nógu gaman aö vita hvernig myndir eru valdar yfirleitt á þessar hátíðir. — ai. væru enn einu sinni aö gera þeim slæman grikk. Fréttir um þetta birtust í „Inquiry Magazine" áriö eftir og vöktu mikla athygli. Þetta var þó aöeins eitt af mörgum svipuöum atvikum. Á tímabilinu frá því í janúar 1979 til júní 1980 voru 147 viövaranir skráöar í varnarmiöstöð í Chey- enne-fjalli í Colorado. Fleiri en ein uröu til þess aö kalla varö saman svipaöan fund og áöur var nefnd- ur. Strákurinn sem leikur tölvufríkiö heitir Matthew Broderick. Sá er síst óvanur því aö leika á hvíta tjaldinu og hefur meira aö segja unniö til Tony-verölauna fyrir fram- lag sitt. Dabney Coleman, sem þekkist úr Tootsie, On Golden Pond og 9 to 5, leikur Dr. John McKitterick, sérfræöing í tölvum varnarmiö- stöövarinnar og John Wood leikur Dr. Stephen Falken, fööur stríös- leikjaforrits tölvunnar, sem seinna í myndinni er fenginn til aö fást viö tölvuskömmina þegar allt viröist ætla aö enda í ragnarökum. Leikstjórinn John Badham hefur veriö aö sækja í sig veöriö æ síöan hann lét frá sér fara myndina Sat- urday Night Fever meö gull- drengnum Travolta og viröist ekki geta gert annað en aö leikstýra velsóttum myndum eins og Blue Thunder ber meö sér og nú War Games. — ai (UnniA úr l’hotoplay) Loftmynd af kvikmyndaverinu 20th Century Fox. Erlendir fréttapunktar Þeir Francis Coppola og Georg Lucas munu leggjast saman á eitt um aö gera næstu mynd Paul Schraders (Blue Collar, American Gigolo, Cat People), aö veruleika. Shcrader hefur löngum fariö sinar eigin leiöir og fer þessi nýj- asta mynd hans, Mishmia, ekki varhluta af því þar sem allt tal á henni veröur á japönsku! Eins og nafnið bendir til, fjallar myndin um japanska skáldiö (Sjó- arinn sem hafiö hatnaöi, m.a.), og stjórnmálamanninn umdeilda, Yukio Mishima, sem framdi sjálfsmorö áriö 1970. Útkoman veröur örugglega forvitnileg. Nýjasta stórfyrirtækiö í kvik- myndagerö á vesturströndinni nefnist Home Box Office — HBO — og hefur fram aö þessu einung- is matreitt efni í sitt risavaxna kaplasjónvarpsfyrirtæki, samnefnt, er nú komiö meö fyrstu myndir sín- ar í gang frammi fyrir myndavélun- um. Nefnast þær Flashpoint, meö þeim ágætu leikurum Kris Kristoff- erson og Treat Williams í aöalhlut- verkum, Bill Tannen leikstýrir. Sú næsta veröur Catholic Boys og er myndatakan aö hefjast í N.Y.C., meö Donald Sutherland og John Heard í aöalhlutverkum. Michael Dinner leikstýrir. Báöar eru myndirnar dýrar og eru þetta góöar fréttir úr heimi sífækkandi kvikmynda. Góöar fréttir! Sá merki leikstjóri, Stanley Kubrick, hefur nýlega gert þriggja mynda samning viö Warn- er Bros, en ekkert hefur heyrst fyrr frá karli síöan 1980, er The Shin- ing birtist á tjaidinu. Fyrsta myndin mun nefnast Full Metal Jacket, byggö á skáld- sögunni The Short Timers eftir Gustav Hasford, sem tók þátt í Viet Nam-styrjöldinni 1967. Telja margir hana vera bestu skáldsög- una sem fjallar um stríöiö. Hún fjallar um nýliöa i landgönguliði flotans, feril hans allt frá upphafi í æfingabúöum til stórorrustunnar í Hue 1968. Keir Dullea og Douglas Rain munu endurtaka hlutverk sín i 2010, úr forveranum 2001, en Dullea lék geimfarann David Kris Kristofferson fer meö annaö aöalhlutverkiö í Flashpoint, sem gerist í Tucson, Arizona. Viö skulum vona að sá vestri lukkist betur en þessi sem myndin er úr, Heaven’s Gate. Bowman en Rain var hin minnis- stæöa rödd tölvunnar H.A.L. Taka myndarinnar er aö hefjast þessa dagana hjá M.G.M. undir stjórn Peter Hyams sem þegar hefur ráöiö í þrjú aöalhlutverkin þá Roy Scheider, John Lithgow og Bob Balaban, en þeir munu leika vísindamenn sem gerðir eru út af örkinni i leit aö hinu týnda geim- skipi Discovery, meö þá H.A.L. og Bowman innanborös. Kvikmyndafyrirtækiö 20th Cent- ury Fox varö stærst í samkeppn- inni á milli bandarisku risanna í fyrra. Lá þar þyngst á metunum kvikmyndin Return of the Jedi, sem nú hefur tekiö inn rösklega kvartbilljón dala, en fyrirtækiö átti 21% af innkomu allra kvikmynda- sýninga vestan hafs í fyrra. Warner Bros var annaö meö 17% hlutdeild, Columbia og Para- mount deildu meö sér þriöja sæt- inu meö 14%. Universal var skammt undan meö 13% og MGM/UA lenti í sjötta sæti meö 10% af kökunni. Orion fékk 4% og Buena Vista (Disney) 3%. 20th Century Fox og Warner Bros hafa oftast hlotiö toppsætiö frá árinu 1970, eöa fjórum sinnum hvort. Universal og Paramount þrisvar. S.V. Hér sjáum viö mynd úr hinni sögufrægu 2001. A Apaco Odyssey. Nú er framhald myndarinnar aö fæöast hjá MGM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.