Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 MEGATRENDS Bækur Björn Bjarnason Megatrends eftir John Naisbitt 332 bls. ÍJtg. 1984 Bókin Megatrends fjallar um meginstrauma í bandarísku þjóðlífi eins og höfundur hennar, John Naisbitt, sér þá með hlið- sjón af eigin rannsóknum og stofnunar sem hann rekur. Að- ferðin sem Naisbitt beitir til að meta meginstrauma í Bandaríkj- unum þótti mér forvitnileg en hann segist styðjast við stað- bundin blöð og tímarit og draga ályktanir af efni þeirra, efnis- vali, áherslum í fréttaflutningi, tíðni frétta, viðbrögðum við fréttum og svo framvegis. Segir hann þessa rannsóknaaðferð eiga uppruna sinn að rekja til síðari heimsstyrjaldarinnar þegar njósnastofnanir leituðu leiða til að kanna viðhorf sem almennt koma fram í skoðanakönnunum með því að efnisgreina blöð og tímarit í óvinalöndum. Af eigin reynslu sem ákafur blaðalesandi og fjölmiðlaneytandi hef ég mikla trú á því að þessi aðferð sem Naisbitt og félagar hans beita leiði meginstrauma í þjóð- félögum í ljós. Ég er til dæmis þeirrar skoðunar að þeir sem lesa Morgunblaðið spjaldanna á milli séu fróðari um megin- strauma í íslensku þjóðfélagi en hinir sem sífellt eru á manna- mótum eða í símanum og segjast síðan vita upp á hár um afstöðu almennings. Eg tala nú ekki um þá yfirsýn sem menn geta fengið entist þeim tími og þolgæði til að lesa öll blöð á íslandi og hlusta á allt það sem sagt er í fréttatím- um eða fréttaþáttum ríkisfjöl- miðlanna. John Naisbitt hefur fyrirtæki í þjónustu sinni sem dregur saman efni í greinum og fréttum blaða og segir hann að bók sín sé byggð á rannsóknum á meira en 2 milljón ritsmíðum um staðbundna atburði í borgum og bæjum Bandaríkjanna á tólf ár- um. Bókin skiptist í 10 kafla oggef- ur lýsing á efni þeirra til kynna hvaða tökum málefnin eru tekin: 1) Iðnaðarþjóðfélagið hefur vikið fyrir þjóðfélagsgerð þar sem megináhersla er lögð á sköpun og dreifingu upplýsinga. 2) sam- hliða tækniframförum verður lögð áhersla á mannlegt um- hverfi og mannleg samskipti. 3) Efnahagsmúrar einstakra þjóð- ríkja eru teknir að hrynja. 4) Menn láta sér ekki lengur nægja tímabundnar lausnir heldur vilja líta með skipulegum hætti fram á veg. 5) Unnt er að ná árangri með því að beita sér neðan frá ekki síður en ofan frá. Samtök einstaklinga þótt óformleg séu geta komið meiru til leiðar en formlegar stjórnir og ráð. 6) Menn treysta meira á eigin getu en stofnana og opinberra aðila. 7) Áhrif kjörinna fulltrúa minnka þegar öllum berst sama vitneskja samstundis og eru í sömu aðstöðu til að taka ákvarð- anir. 8) Menn standa ekki lengur frammi fyrir því að kjósa, „ann- aðhvort eða“ heldur hafa úr mörgum kostum að velja. Eins og gefur að skilja er höf- undurinn mjög bundinn því sem er að gerast í Bandaríkjunum og dæmin sem hann tekur máli sínu til stuðnings eru að jafnaði það- an. Auk þess er töluverðu rými varið til að skýra búferlaflutn- inga innan Bandaríkjanna og áhrif þeirra á meginstraumana þar. Á hinn bóginn tekur höfund- urinn efnið svo skýrum og ein- földum tökum að auðvelt er fyrir lesandann að færa röksemdir hans í huganum heim í ættland sitt og velta því fyrir sér hvort meginstraumarnir þar stefni til sömu áttar. „Samfélagsfræði" hefur verið töluvert til umræðu undanfarið vegna sögukennslu í grunnskól- um. Tækist sérfræðingum í þeirri grein að rita svipaða bók um þróun íslensks þjóðfélags og John Naisbitt hefur skráð um hið bandaríska væri mikið til vinn- andi að hún kæmi út sem fyrst. Ég er ekki í vafa um að þeir gætu að verulegu leyti fetað þá braut sem Naisbitt treður með bók sinni. John Naisbitt segir að „upplýs- ingaþjóðfélagið" („information society") hafi tekið við af iðnað- arþjóðfélaginu í lok sjöunda ára- tugarins í Bandaríkjunum. Hér á landi er rætt um frumgreinar og þjónustugreinar þegar greint er á milli þeirra sem sinna frum- framleiðslu og hinna sem starfa við þjónustu. Naisbitt segir þá vinna að upplýsingastörfum sem við myndum venjulega segja að væru við þjónustustörf en mik- ilvægi þeirra vex jafnt og þétt hér á landi eins og annars staðar í hinum lýðfrjálsa heimi. Að þessu leyti er þjóðfélagsgerðin hin sama hér og í Bandaríkjun- um og sífellt færri hendur þarf til að framleiða sama eða meira magn af landbúnaðarafurðum og svo framvegis. Nokkrar umræður hafa verið um það hér á landi að með því að nýta líffræði eða lífefnafræði með hagnýtum hætti mætti skapa verðug verkefni fyrir vinnufúsar hendur og mikil framleiðsluverðmæti. í Sók sinni segir Naisbitt: „Næstu tuttugu ár verða ár líffræðinnar með sama hætti og síðustu tuttugu ár hafa verið tími örrafeindarinnar." Og hvað um stjórnmálamenn- ina? Er hið sama að gerast hér og höfundur segir að sé að ske í Bandaríkjunum að áhrif kjör- inna fulltrúa séu að víkja af því almenningur vilji sjálfur taka ákvarðanir um mál sem áður hafa verið á valdi þinga og sveit- arstjórna? Áður fyrr var talað um „þrýstihópa" í neikvæðum tón og mönnum þótti nóg um áhrif þeirra hér á landi og ann- ars staðar. Beindist athyglin ekki síst að verkalýðshreyfingunni í því efni. Innan hennar hefur þó orðið sama breyting og annars staðar að forystan kemst ekki upp með allt sem henni dettur í hug þegar henni dettur í hug og þar með hefur verkfallsvopnið slævst. Að þessu leyti er hvorki verka- lýðsforingjum né öðrum liðið að vinna upphlaupssigra en tapa stríðinu, menn vilja ekki tíma- bundnar lausnir heldur að friður skapist til langs tíma. Verka- lýðsforingjar verða að axla sam- félagslega ábyrgð eins og aðrir forystumenn í þjóðfélaginu. Hins vegar hefur starfsemi þrýstihópa færst yfir á annað svið en bein- línis hið efnahagslega. Aðhald í verðlagsmálum og viðskiptum ai- mennt verður meira af hálfu al- mennings með auknu upplýs- ingastreymi. Opinber verðlags- höft eru afnumin. Skipulags- og umhverfismál hafa verið ofar- lega á baugi og friðarmálin nú upp á síðkastið. En í starfi hópa sem að slíkum verkefnum vinna kemur fljótt fram að í nafni al- mennings talar fámennur hópur og þegar fólki verður þetta ljóst dvínar áhrifamátturinn. En hvað um það, hið sama er að gerast hér og erlendis að vald stjórn- málamanna í skjóli forskots við öflun upplýsinga er að hverfa, al- menn menntun og góðir fjölmiðl- ar ráða meiru um þetta en van- traust eða vantrú á stjórnmála- mönnum. Megatrends er skipulega skrif- uð bók. Höfundur felur skoðanir sínar ekki í illskiljanlegu fræða- þrugli heldur dregur óhikað fram meginatriði og lýsir viðhórfum sínum undanbragðalaust. Bókin hefur selst vel um heim allan og fæst nú hér í nýrri útgáfu í papp- írskiljubroti. Skógrækt er framlag til framtíðar Sex hundruð slösuðust og átján létust í umferðarslysum á sl. ári Fyrirbyggjandi aðgerðir kosta fjármuni, slysin enn meiri fjármuni Stjórnarfrumvarp um skógrækt hefur verið lagt fram á Alþingi. l»ví er eðli- legt að spurt sé, hver eru markmiö skógræktar, önnur en þau að auka á yndi um- hverfis og tilveru? Höfuð- markmiðiö er tvíþætt, segir í greinargerð með frumvarp- inu: • Að stuðla að gróður- og jarðvegsvernd. • Að framleiða við til ýmiss konar nytja. Samtímis þjónar skógrækt öðrum tilgangi. Skógur er skjólgjafi fyrir næsta ná- grenni og skóglendi hentar vel sem útivistarsvæði við þéttbýli. Skógrækt, jarðvegs- vernd, viðarfram- leiðsla Annar megintilgangur skóg- ræktar, sem tíundaður er í grein- argerð með stjórnarfrumvarpi um það efni, er sagður gróður- og jarðvegsvernd. Hver eru þá áhrif skógar á umhverfi? • í fyrsta lagi bindur hann jarð- veg betur en allar aðrar plöntur. • í annan stað er hann helzti miðlari vatns á jörðinni. • í þriðja lagi veitir hann öðrum gróðri skjól og raka. Annar gróður dafnar sum sé betur í skjóli skóg- ar en án hans. • í fjórða lagi skapar skógur skil- yrði fyrir fjölbreyttara dýralífi en skóglaust land. Hinn höfuðtilgangur skógrækt- ar er viðarframleiðsla, en hvers konar viðarafurðir getur skógrækt hér á landi skenkt í þjóðarbúið? Skógræktarfrumvarpið gefur þessi svör: 1) Staura til margs konar nota. 2) Eldivið (en viður er í vaxandi mæli þann veg nýttur í orkukreppunni). 3) Spónaplötur. 4) Borðavið ýmiss konar. 5) Jóla- tré og skrautgreinar. íslenzkur markaður fyrir viðar- afurðir af þessu tagi er talinn 25—30 þúsund tré. Skógræktarsvæði Skilyrði til skógræktar á íslandi eru mjög misjöfn eftir landshlut- um og svæðum innan landshluta. Sá þáttur veðurfars sem líklega skiptir mestu máli um vaxtartíma er hitafar. Þau afmörkuðu svæði, sem höfundar frumvarps telja bezt henta til skógræktar (sjá meðfylgjandi mynd) eru þessi: • Fljótsdalshérað innan Egils- staða. • Eyjafjörður frá Hörgá og inn í Saurbæjarhrepp. • Suðurdalir Borgarfjarðar og innanverður Hvalfjörður. • Uppsveitir Árnessýslu, efri hluti Landssveitar og Rangár- valla, Fljótshlíð og Þórsmörk. • Innsti hluti Köldukinnar með- fram Skjálfandafljóti, efsti hluti Aðaldals og Reykjadalur. Alþingi veitti fyrst fé á fjárlög- um til skógræktar 1969. Síðan hef- ur slík fjárveiting haldist á fjár- lagalið Skógræktar ríkisins og nefnist „til framkvæmda í Fljóts- dal“. í Fljótsdal hafa verið settar upp girðingar á 12 jörðum og girt- ir af um 450 hektarar. Nær ein- göngu hefur verið gróðursett lerki — og með góðum árangri. Fyrst var gróðursett þarna vorið 1970. Lerkið hefur nú náð 5 metra hæð og verður hægt að fella fyrsta stauraviðinn er um 20 ár eru liðin frá gróðursetningu. Þetta er tal- inn sá hámarksvöxtur á lerki, sem búast má við hér á landi. Síðar hafa komið til áætlanir um nytja- skógrækt víðar um land, sem ekki er rúm til að rekja að sinni. Öll skógrækt, hvaða markmiði sem hún þjónar, er verðmætainn- legg í banka moldar og framtíðar. Lítill vafi er á því að hún á eftir að skila sér margföld að kostnaði í ýmiss konar viðarafurðum, ef rétt er á málum haldið. Það skiptir þó ekki minna máli að hún er í senn farvegur fyrir hug fólks til lands og umhverfis og hollur lífsmáti til hliðar við hraða og hávaða augna- bliksins. Slys í umferð í skýrslu sem landlæknisemb- ætti hefur tekið saman um slys í umferð kemur fram að slys eru algengasta dánarorsök í aldurs- hópnum 7—20 ára. Á aldrinum 17—25 ára eru umferðarslysin ein algengari dánarorsök en nokkur önnur. Það er því sýnt að allra ráða verður að leita til að tryggja rétt ungra vegfarenda og umferð- aröryggi á heildina litið. Salome Þorkelsdóttir, forseti efri deildar Alþingis og fjórði þingmaður Reyknesinga, hefur verið einn helzti talsmaður fyrir- byggjandi varna í umferð á lög- gjafarsamkomunni. Hún hafði frumkvæði um að sett vóru lög um bílbelti. Hún er talsmaður þess að setja reglur um að bifreiðum skuli ekið með ljósum allan sólarhring- inn. Hún hefur flutt frumvarp um auðkenni og rétt bifreiða sem flytja skólabörn. Hún er með- flutningsmaður að frumvarpi sem kveður á um að vanræksla um notkun bílbelta sæti refsingum. Og nýlega bar hún fram fyrir- spurn á Alþingi til dómsmálaráð- herra um rannsóknir umferðar- slysa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.