Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 39 urðu stopulir, meðan á 7 ára stríð- inu milli Dana og Englendinga stóð (1807—1814), varð jarðepla- ræktun fyrst almenn um land allt. Er Lever kaupmanni þakkað hve ræktun 6x um Eyjafjörð. Þetta ár voru jarðepli tekin upp úr garði lævers 4. ágúst og þótti snemmt. Ýmsir prestar og prófastar á Víði- völlum, Þorvaldur Sivertsen um- boðsmaður í Hrappsey, Ólafur prófastur Sivertsen í Flatey o.m.fl.“ Hannes Þorsteinsson skrifar í fyrrnefndri grein um sögu kartöfl- unnar: „Hér á íslandi jókst rækt- un kartaflna töluvert á 19. öldinni. Fyrsti fjórðungur aldarinnar var, eins og allir vita, mjög óhagstæð- ur og erfiður landsmönnum. Þá voru stundum mikil ísaár og harð- indi og svo bættist þar ofan á sigl- ingaleysið á styrjaldarárunum 1807—1814. Var þá oft svo mikill bjargarskortur, að menn urðu að nota til matar söl, fjallagrös, sjáv- arþang og hvannir, holtarætur, skinn o.fl., sem hvorki mun hafa þótt kjarngóð fæða né sælgæti. Við öll þessi vandræði fóru augu margra að opnast fyrir því, hvaða þýðingu garðræktin getur haft, og menn sáu það, að þeir sem stund- uðu hana nokkuð, komust betur af en hinir. Fór jafnvel svo, að þeir, sem áður höfðu skopast að garð- yrkju og káláti, játuðu misskiln- ing sinn og hvöttu nú til að auka garðyrkjuna. Sennilega hefur það líka orðið mörgum hvatning til kartöfluræktar, er það .spurðist hve Lever verslunarmanni á Ak- ureyri heppnaðist kartöfluræktin ... Ýmsir prestar og framfara- bændur og aðrir merkismenn ís- lenskir studdu á þeim tímum einn- ig mjög svo mikið að aukinni garð- og kartöflurækt, svo sem Pétur próf. Pétursson á Víðivöllum, Þorvaldur Sivertsen umboðsmað- ur í Hrappsey, ólafur próf. Siv- ertsen í Flatey o.fl. o.fl., sem of langt yrði að telja upp hér. En afleiðingarnar af starfi þessara manna urðu þær að tala matjurta- garða á öllu landinu sem árið 1804 var eftir skýrslum 193, var orðin 1194 árið 1810, 1659 árið 1813 og 3466 árið 1817. Svo fækkar og fjölgar görðunum á víxl árin þar eftir. Árið 1858 eru þeir taldir flestir eða 7442. Sama er að segja um kartöfluupppskeruna, eins og hún er talin fram. Hún er mjög misjöfn ár frá ári; en tekin sem heild vex hún mikið. Skýrslurnar um þetta munu þó naumast vera áreiðanlegar." Um þetta leyti verður vart kart- öflusýki. Samkvæmt heimildum dr. Sturlu varð hennar fyrst vart 1852, einkum á dönsku útsæði. Kartöfluræktunin hafði þá aukist að mun og voru margir kartöflu- garðar í notkun í Reykjavík. Og 1875 segir hann: „Frá árunum 1860 hafði kartöfluræktunin verið í hálfgerðri afturför, en fór nú enn að færast í aukana." Hvað sér Þorvaldur Thoroddsen á ferðum sínum um landið á þess- um árum? Það er fróðlegt að at- huga. Þegar hann nefnir kartöflu- rækt, virðist það helst til að segja frá því að illa gangi á hrjóstrug- ustu stöðunum á landinu að rækta kartöflur, sem e.t.v. má leyfa sér að túlka sem svo að ekki sé í frá- sögur færandi annað. Hann getur þess t.d. 1882 að bóndinn á Grímsstöðum á Fjöllum hafi reynt að rækta kartöflur, en mistekist því klaki fari svo seint úr jörðu þar. Undirvöxturinn varð of lítill. Aftur á móti segir hann 1886 að Barðaströndin sé ágætlega fallin til jarðeplaræktar, í sendnum jarðvegi móti sólu, enda sé þar að tiltölu mikil kartöflurækt. Árið eftir er hann í Reykjafirði, þar sem er hverahiti og talar um stór- an kartöflugarð við lækinn við sjó- inn. 1889 kemur hann að Lofts- stöðum í Árnessýslu, þar sem kartöflur þroskast mjög vel í sandinum, og hafi menn mikinn styrk af garðrækt f því byggðar- lagi. Ekki kveðst hann hafa séð nema tvo kartöflugarða á Langa- nesi, sem ekki sé vel fallið til garð- ræktar. Á Skeggjastöðum er þó kartöflugarður og heppnast allvel. Er það nyrsti jarðeplagarður á Langanesströndinni og í Þistil- firði. En þegar Þorvaldur ríður 1896 frá Akureyri í Fnjóskadal, sér hann garða við laugar á Reykj- um, sem sprettur vel í. „Ávöxtur kvað vera 20-faldur. Þyngsta kartaflan sem fékkst þar 1895 var eitt pund, en margar voru hálft pund.“ í Hindisvík yst á Vatnsnesi eru „kartöflugarðar góðir, enda er garðurinn ágætlega hirtur, annars gengur illa með kartöflurækt á nesinu, veðurlag er þar oft kalt og hráslagalegt". Staddur í Fljóts- tungu í Borgarfirði skrifar Þor- valdur: „Sá bær stendur utan í hálsenda, rúma 220 m yfir sjó. Rófur þroskast þar vel, en kartöfl- ur mjög illa, sem þó tímgast vel og vaxa um alla Hvítársíðuna og Hálsasveit." Kartöflusýkin er orðin algeng við Faxaflóa um 1890, einkum á votviðrasumrum. Aðalfrömuður garðræktarinnar um þetta leyti er Schierbeck landlæknir. Hann stóð m.a. fyrir stofnun Garðyrkjufé- lagsins 1885. Og 1899 stofnaði Búnaðarfélag íslands tilraunastöð í Reykjavík. En árið eftir hóf Ein- ar Helgason skipulagðar tilraunir með ýmis kartöfluafbrigði. Tókst mikið að kveða niður kartöflusýk- ina á fyrstu fimm árum 20. aldar- innar, bæði með því að breyta til með útsæði og eins með því að tína hinar sjúku frá með meiri ná- kvæmni en áður. Fyrsta úðun gegn kartöflumyglu var gerð á Stokkseyri 1919 og þótti gefast vel. Og nú fara að koma nýjar og hent- ugri tegundir. 1920 sendi Land- búnaðarháskóli Norður-Skotlands hingað kartöfluafbrigðið Kerrs Pind, sem hér var kallað Eyvind- Um sveitir voru matjurtagarðar gjarnan í hlaðvarpanum, og þar ræktaðar kartöflur. Hér er Fremri Háls í Kjós. Peningahúsin að bæjarbaki og kálgarðurinn framan við húsið. Myndina tók Sigfús Eymundsson. Uppskera í kartöfluræktarhéraðinu mikla, Þykkvabænum. ur. Var það talið uppskerumikið og ekki næmt fyrir kartöflumyglu. 1930 fékk Kelemenz á Sámsstöð- um sent kartöfluafbrigðið Gull- auga frá Holti við Tromsö í Nor- egi. 1942 var lokið úrvali úr rauð- um íslenzkum kartöflum, sem Ólafur Jónsson ráðunautur hafði hafið 1936. Reyndist það óvöldu tegundinni miklu fremra að upp- skeru og jafnara að stærð og grassprettu, að því er fram kemur í grein Sturlu Friðrikssonar.Var það kallað ólafsrauður. Þannig jukust möguleikar kartöflurækt- enda til að ná árangri mjög er komið var fram á 20. öldina. Kartöfluframleiðsla lands- manna hefur allt fram á þennan dag farið fram að nokkru leyti í heimilisgörðum og sú ræktun hef- ur verið þýðingarmikil fyrir þjóð- ina til neysluaukningar og gjald- eyrissparnaðar og mun verða um ókomin ár, þótt atvinnugarðrækt á ekrum sé nú stunduð i stórum stíl í veðursælustu sveitunum, þar sem notaðar eru stórvirkar vélar við framleiðslustörfin, eins og það er orðað í Matjurtabók Garð- yrkjufélags íslands. Lýkur þar með þessari lauslegu samantekt, þar sem stiklað er á stóru, en ætti þó að gefa þeim sem áhuga hafa hugmynd um framgang kartöfl- unnar í þessu landi í 225 ár. Hún hefur lengi verið búbót í erfiðu landi. (E.Pá. tók saman.) Jón Óskar Hafsteinsson við eitt verka sinna. Morgunbi»«i6/Friíþjófur. ^000** Kjarvalsstaðir: Jón Oskar Hafsteins- son sýnir 38 málverk JÓN ÓSKAR Hafsteinsson mynd- listarmaður opnar sýningu á 38 mál- verkum að Kjarvalsstöðum klukkan þrjú í dag. Jón Óskar hefur undan- farin þrjú ár stundað nám í New York við School of Visual Arts og var einn af 12 nemendum skólans sem hlutu heiðursútskrift, auk þess sem hann fékk fyrstu verðlaun úr sér- stökum minningarsjóði skólans. Jón Óskar stundaði áður nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Öll verk sýningarinnar eru unnin á sl. tveimur árum. „Þessar myndir á sýningunni eru unnar með blandaðri tækni, eins konar sambland af ljósmynd og málverki," segir listamaðurinn um verk sín. „Ég hef bæði gert það að kópiera fyrst stórar ljósmyndir og mála ofan í, og eins hitt, að hálfpartinn snúa málverkinu við, mála með akríllitum líkama, and- lit og föt fólks og taka síðan ljósmynd af.“ Þetta er fyrsta einkasýning Jóns Óskars, en hann hefur sýnt á samsýningum víða, í New Ýork, Japan og Belgíu. Sýningin á Kjarvalsstöðum stendur til 11. mars. Ný skiptinemasam- tök hefja starfsemi „ÞESSI samtök eru að verða hálfrar aldar gömul og eru upphaflega stofn- uð í Svíðþjóð. Sænskir menntamála- frömuðir tóku þá að beita sér fyrir því að sænskir unglingar ættu kost á námsdvöl í öðrum Evrópulöndum. Bandaríkin komu síðan inn í mynd- ina 1975 og síðan Kanada, og þang- að er ætlunin að senda skiptinema til ársdvalar,“ sagði Stefanía Harð- ardóttir framkvæmdastjóri ASSE ís- land. ASSE stendur fyrir American Scandinavian Student Exchange, skiptinemasamtök sem starfrækt eru á öllum Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Sviss og Bretlandi. „Tilgangurinn með starfsemi ASSE á íslandi er að senda íslensk ungmenni til námsdvalar erlendis, til að byrja með til Bandaríkjanna og Kanada, í þeirri trú að með samvinnu sem þessari megi auka skilning milli landa og bæta sam- skipti þjóða," sagði Stefanía. Hún sagði skiptinema þá sem sendir verða á vegum ASSE búa hjá fjöl- skyldum sem valdar eru sérstak- lega úr stórum hópi umsækjenda. Þær taki til sín skiptinema án nokkurrar greiðslu vegna þess að þeim þyki áhugavert og ánægju- legt að hafa í fjölskyldunni ungl- ing frá öðru landi. Engin kvöð er á fjölskyldu íslenskra skiptinema að taka ungling á móti. „Umsækjendur þurfa að vera fæddir á tímabilinu 1966 til 1968, en við val á skiptinema er tekið mikið tillit til umsagnar kennara. Umsækjendur þurfa að auki að skrifa ritgerð um sjálfa sig á ensku og íslensku. Þeir eru síðan kallaðir í viðtöl og að því loknu er ákvörðun tekin um val skipti- nema. Við leggjum mikla áherslu á að valdir séu unglingar sem hafa bestu forsendurnar og geta risið undir því álagi að vera fjarri fjöl- skyldum sínum í heilt ár og að þeir séu á allan hátt verðugir full- trúar íslands, skóla síns og ASSE,“ sagði Stefanía. ASSE Island mun opna skrif- stofu um næstu mánaðamót. Sími fram að þeim tíma er 19385 eftir kl. 14 og pósthólf er 10104, 130 Reykjavík. Framkvæmdastjóri ASSE á ís- landi er Stefanía Harðardóttir og stjórnarformaður er Pétur J. Ei- ríksson. Sjálfboðastarf slysavarnafólks Eskifirði, 20. febrúar. SLYSAVARNADEILDIRNAR á Eskifirði eru með það stórvirki í gangi að byggja hús yfir starfsemi deildanna. Mest af starfinu hefur verið unnið í sjálfboðaliðavinnu. Um helgina voru nokkrir félagar að vinna við húsbygg- inguna, en búið er að reisa neðri hæðina og vonast er til að byggingin verði fokheld á þessu ári. — Sævar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.