Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 + Móðir okkar, STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Aðalgötu 12, Keflavík, lést í Fjóröungssjúkrahúsinu á ísafiröi 23. þ.m. Jónína V. Eiríksdóttir, Guórún Eiríksdóttir DeL’etoíle, Erla Eiríksdóttir, Sigurbjörn R. Eiríksson. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, EDITHA MULLER, verður jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Unnur MUIIer Bjarnason, Valdimar Bjarnason, Ragnheiður Sara, Rakel Ýrr. + Útför RÖGNVALDAR GUÐJÓNSSONAR, búfrseðings, Huldulandi 1, Reykjavík, fer fram frá Bústaöakirkju mánudaginn 27. febrúar kt. 13.30. Btóm og kransar afþakkaöir. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag Islands. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarns, Bodil Katrín örsted. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, GESTUR ÞÓRDARSON, Dunhaga 17, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. febrúar kl. 16.30. Kristín Helgadóttir, Helgi Gestsson, Auður Eir Guðmundsdóttir, Jón Gestur Helgason, Kristín Helgadóttir. + Útför móöur okkar og tengdamóöur, KRISTÍNAR TH. PÉTURSDÓTTUR frá Bergsholti, Grenimel 20, Reykjavík, fer fram frá Neskirkju þriöjudaginn 28. febrúar nk. kl. 13.30. Ásthildur Lúthersdóttir, Svafa Lúthersdóttir, Petrea Lúthersdóttir, Fjóla Lúthersdóttir, Jón Lúthersson, Óli B. Lúthersson, Pétur B. Lúthersson, Anton Salómonsson. Gísli Jóhannesson, Ragnheiður Jónsdóttir, Svana Svanþórsdóttir, Brigitte Lúthersson, + Útför MARGRÉTAR PÁLSDÓTTUR, Hjallalandi 14, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 28. febrúar kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hallgrímskirkju. Guðjón E. Guömundsson, Sigrún Helgadóttir, Ólafur S. Andrésson, Anna Póisdóttir, Jón H. Friöriksson. + Útför ástkærrar dóttur okkar og systur, HELGU SÓLVEIGAR, fer fram frá Fossvogskapellu á morgun, mánudaginn 27. febrúar, kl. 10.30. Eva Þórsdóttir, Daníel Einarsson, Kristinn Daníelsson, Sigríður Daníelsdóttir, Þórður Guömundsson, Þór Ingi Daníelsson, Einar Daníelsson, Hrannar Daníelsson, Oddrún Guömundsdóttir. Fœðingarminning: Lilja Sigurðar- dóttir 100 ára Því var hvíslað að mér hér á dögunum að Lilja vinkona mín frá Víðivöllum í Skagafirði ætti 100 ára minningardag þ. 26. febrúar 1984. ósköp er tíminn fljótur að líða hugsaði ég, mér fannst tiltölu- lega stutt síðan ég var á kvenna- fundi með henni og Halldóru okkar Bjarnadóttur norður í Skagafirði, og Lilja var kát og hress að vanda. En svo fór ég að hugsa betur og þá varð allt skýr- ara fyrir mér og mér fannst ótækt að hennar yrði ekki minnst þegar svo stendur á að hún hefði fyllt öldina þ. 26. febrúar, hefði hún lif- að. Ég var smábarn þegar ég heyrði fyrst Víðivalla getið og fólksins þar. Á þeim árum bjuggu þar sæmdarhjónin Guðrún Pét- ursdóttir og Sigurður Sigurðsson. Voru þau kunn um allan Skaga- fjörð og þó víðar væri leitað fyrir drengskap og höfðingsbrag. Faðir minn var Skagfirðingur að ætt og uppruna, var hann þing- maður Skagfirðinga um eitt skeið. Átti hann trygga vini á Víðivöll- um og naut þar mikillar gestrisni á ferðum sinum um héraðið. Var þess oft minnst er heim kom. Þau Víðivallahjón voru bæði Skagfirð- ingar og tóku ung við búi á Víði- völlum eftir því sem ég bezt veit. Það leið ekki á löngu þar til þau gerðu garðinn frægan. Víðivellir urðu brátt þekktur staður, þar sem innlendir sem erlendir ferða- menn nutu mikillar gestrisni. Auðugum jafnt og snauðum var tekið með mikilli hlýju og aldrei seldur greiði. Urðu Víðivellir um langt árabil mjög vinsæll án- ingarstaður. Meira að segja voru þar hlaðin borð af allskonar góð- gæti, þegar áætlunarbílarnir hófu fastar ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ég var eitt sinn á ferð frá Akureyri til Sveinsstaða í Austur-Húnavatnssýslu. Lagt var af stað snemma morguns frá Ak- ureyri og haldið rakleitt að Víði- völlum. Þar beið uppbúið borð fyrir alla er með bílnum voru og tóku menn hressilega til matar síns. Þegar kom að því að greiða fyrir matinn var slikt afþakkað, Guðrún húsfreyja sagðist aldrei hafa selt gestum mat og vildi ekki byrja á því í ellinni. Þótt Víði- vallaheimilið væri þá talið vel efn- um búið, þá hefði það naumast staðið slíka rausn til langframa. Áætlun bílanna breyttist, áð var í Bakkaseli og svo kom Varmahlíð til sögunnar, en margir er um veg- inn fóru söknuðu Viðivalla. Þau Víðivallahjón eignuðust fimm börn sem upp komust, fjórar dætur og einn son, Gísla, sem var tvíburabróðir Lilju. Hinar dæt- urnar voru Guðrún, sem um lang- an aldur stjórnaði myndarbúi að Sleitustöðum í óslandshlið. Maður hennar var Sigurður Þorvaldsson kennari. Hann varð 100 ára þ. 23. janúar sl. Önnur systirin, Amalía, bjó um langt árabil á Víðivöllum. Hún var gift Jóni Árnasyni frá Reykjum í Tungusveit og bar heimili þeirra sama svipmót og eldri hjónanna. Jón dó langt fyrir aldur fram. Yngsta systirin Sigur- laug dó í blóma lifsins. Hún hafði leitað sér menntunar bæði innan- lands og utan. Um skeið kenndi hún við Kvennaskólann á Blöndu- ósi. Það var sameiginlegt þessum systkinum að þau voru gædd óvenju miklum mannkostum, svo fullyrða má að hjartað var hlýtt sem undir sló! Guðrún á Víðivöllum var mikil húsmóðir, ástrík og skynsöm móð- ir, sem vildi öllu fórna til að koma börnum sínum til manns. Skólar þekktust þá naumast á landi voru. Heimiliskennari var tekinn að Viðivöllum þegar börnin stálpuð- ust, urðu fyrir valinu kvenna- skólamenntaðar stúlkur. Þær höfðu það fram yfir karlmennina að geta kennt dætrunum handa- vinnu jafnframt bóknámi. En Guðrún vildi einnig að dæturnar lærðu snemma öll venjuleg hús- móðurstörf. Þær voru 12 ára gamlar þegar þeim var kennt að mjólka og því starfi átti að sinna í eitt ár. Viku eftir fermingu áttu dæturnar að taka við eldhúsverk- unum með eldakonunni á bænum, með umsjón húsmóðurinnar. En Guðrún á Víðivöllum var talin allra kvenna færust í matargerð, hafði ung lært þá list hjá Jensen hótelhaldara á Akureyri. Mikil al- úð var lögð við undirbúning ferm- ingar á þessum árum. Lilja getur þess í æviágripi, sem hún skrifaði, + Ástkær eiginmaöur minn og faöir, HAFSTEINN HEIÐAR HAUKSSON, Þrastanesi 7, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 29. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd foreldra, tengdaforeldra og annarra ástvina, Hallveig Sveinsdóttir, Þorbjörg Ragna Hafsteinsdóttir. + Bróöir okkar, GUNNARJÓHANNSSON frá Kirkjubóli, Brekkuhvammi 1, Hafnarfirói, veröur jarósunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi þriöjudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Systkinin + Útför systur okkar, ÞÓRUNNAR V. BJÖRNSDÓTTUR, er lóst aö heimili sínu þann 17. febrúar fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Júllana Björnsdóttir, Sigríöur Björnsdóttir, Sæmundur Björnsson. að hún hafi gengið til spurninga hjá séra Birni Jónssyni á Miklabæ frá því hún var á níunda ári og þar til hún var 15 ára. Eflaust hefur sú kristinfræðsla orðið henni að miklu liði. Breyttu við aðra eins og þú vilt að aðrir breyti við þig var hennar trúarjátning, ef svo má segja. Ef allir væru sama sinnis væri lífið fegra. Þegar tfmar liðu sótti Gísli nám í Hólaskóla, en Lilja fór í Kvenna- skóla Eyfirðinga, sem þá var flutt- ur frá Laugalandi til Akureyrar og tók þaðan próf eftir 2 vetur. En Lilja hafði hug á frekara námi. Sigldi hún til Danmerkur og dvaldi þar í tvö ár. Hún átti mörg áhugamál og dvölin í Danmörk varð henni lærdómsrík. Taldi hún að hjúkrunarnám, er hún stundaði erlendis, hefði komið sér að best- um notum er heim kom. Lilja var ákaflega nærfærin að eðlisfari og skilningsgóð á mannleg mein. Hennar mesta gleði var fólgin í því að verða öðrum að liði, einkum þeim sem voru einstæðingar eða áttu um sárt að binda. Henni var umhugað um að veita yl í kalsamt líf. Lilja var hugsjónakona, hún sá í anda fagra drauma rætast, ekki síður en góðskáldin. Hún tók undir með Hannesi Hafstein: „Sú kemur tíð að sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga." Stóri fallegi bærinn að Víðivöll- um brann þ. 13. apríl 1908. Má nærri geta að slíkt var mikið áfall fyrir húsbændur og heimafólk. Éftir því sem ég bezt veit missti Sigurður bóndi heilsuna skömmu síðar. Þó hafði hann þrek til þess að halda veizlu ári eftir brunann. Var þá öllum hjónum í sókninni boðið til fagnaðar. Hélt Sigurður bóndi þá ræðu, er lengi var í minn- um höfð í héraðinu. Bað hann alla viðstadda, að hugsa aldrei til 13. apríl sem óhappadags, heldur með þakklæti til Guðs fyrir varðveizlu og hjálp þann dag, því enginn hefði slasazt eða orðið fyrir minnsta áverka. Ég býst ekki við að margir hefðu farið þannig að, en Víðivallafólkið var sérstætt og mátti margt göfugt af því læra. Þakklætið fyrir að enginn varð fyrir slysi í brunanum var því efst I huga, en ekki tjónið sem af brun- anum hlauzt, þó brunnu þar mikil verðmæti. Eftir að heilsu Sigurðar bónda fór að hnigna tók Gísli sonur hans við bústjórn með móður sinni, og þegar fram liðu stundir tók Lilja við stjórn innanbæjar. Héldu þau systkinin sömu rausn og áður hafði tíðkast. Gísli á Víðivöllum var mikill öðlingur, að allra sögn er til þekktu og hvers manns hugljúfi. Betri vin var ekki hægt að hugsa sér sagði maðurinn minn, Jón Pálmason á Þingeyrum, en þeir voru aldavinir. Mjög kært var með þeim tvíburasystkinun- um, Gísla og Lilju, meðan bæði lifðu. Gísli kvæntist árið 1935 Helgu Sigtryggsdóttur frá Fram- nesi í Skagafirði, mikilli myndar- konu. Kom því að því, að Lilja þurfti að hugsa fyrir nýju heimili fyrir sig og fóstursoninn Friðjón, sem hún unni mjög. Hafði hún tekið hann nýfæddan frá deyjandi móður, eins og síðar getur. Eftir að Gísli Sigurðsson féll frá árið 1948 tók Gísli Jórsson, systurson- ur hans, við búi á Víðivöllum og býr enn rausnarbúi. Það fór ekki á milli mála að hjúkrunarnám Lilju í Danmörku kom að góðum notum þegar Lilja hvarf aftur heim. Nútímafólk skil- ur vafalaust ekki þá erfiðleika, sem algengir voru á þessum árum, að komast á milli bæja, hvað þá flytja sjúkt fólk staða á milli. Þá þekktust hvorki bílar né flugvélar, farartæki voru ekki önnur en þarfasti þjónninn. Vegir ekki ruddir og sími aðeins á örfáum bæjum. En eftir því sem Lilja hef- ur sjálf sagt frá, þá hefur hún ver- ið yfir veikum á flestum bæjum í Akrahreppi og staðið við dánarbeð margra, auk þess sem hún tók á móti börnum þegar þau gátu ekki beðið eftir komu ljósmóðurinnar. Þá bar það stundum við að hún aðstoðaði héraðslækninn, Jónas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.