Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Ekkert svar við umsókn um leyfi til rækjuvinnslu i. 22. febrúar. Reyðarfjörður: NÚ ER búið að taka á móti rúmum 12 þúsund tonnum af loðnu í Sfldarverksmiðju ríkis- ins. í morgun var 2700 tonna þróarrými en Víkingur AK 100 landaði 1300 tonnum í gær. Afköst verksmiðjunnar eru 450—500 tonn á sólarhring, og hefur vinnsla gengið mjög vel. Togarinn Snæfugl er búinn að landa afla úr 3 veiðiferðum hér heima, samtals 205 tonn- um af fiski. Skiptist aflinn á milli saltfiskvinnslu GSR og frystihúss KHB. GSR fékk 110 tonn og KHB 95 tonn. Snæfugl er nú í fimmtu veiðiferð sinni frá áramótum og mun sigla með aflann til Þýskalands. Að sögn Einars Baldurssonar hjá Austursíld hf. er búið að af- skipa 1266 tunnum af síld til Rúss- lands og 700 tunnur fara í flutn- ingaskipið Vesturland sem byrjar að lesta 23. febrúar. Mjög góð verkun hefur verið á síldinni og afföll engin. Er gert ráð fyrir að öll síldin verði farin í lok mars. Síld fer frá öllum síldarsöltun- arstöðvunum fjórum um sama leyti. Þess má geta að frá því um miðjan janúar hefur Votaberg SU 14 lagt upp rækju hjá Austursíld og hefur báturinn aflað vel þegar veður hefur gefið en gæftir hafa verið mjög lélegar. Hefur þeim veiðum nú verið hætt um tíma sökum lélegra gæfta og eins vegna þeirrar biðstöðu sem skapst hefur hér í sambandi við leyfi til rækju- vinnslu. Rækjan hefur verið heil- fryst í öskjum og send til ísafjarð- ar til pillunar því engin rækju- vinnsla er á Austurlandi. Aust- firðingur hf. sem gerir út Vota- bergið hefur í samráði viö Austur- síld hf. sótt um að fá leyfi til að setja upp rækjuvinnslu í vor á Reyðarfirði en ekki fengið svar ennþá. Fer sú bið að verða mjög slæm og getur beinlínis orðið til tjóns að sögn Einars, þar sem ákveðið hefur verið að báturinn haldi til veiða á úthafsrækju strax í vor. Þess má að lokum geta að Votaberg SU er fyrsti og eini bát- urinn sem gerður hefur verið út á veiðar á úthafsrækju hér fyrir Austurlandi. Hann byrjaði í fyrr- asumar og aflaði vel. „Okkur finnst því skynsamlegt að veita brautryðjanda veiðanna leyfi til tilraunavinnslu á rækju," sagði Einar Baldursson. Atvinna hefur verið góð síðan Snæfugl lagði upp hér heima og eins síðan að loðnuverksmiðjan hóf störf. Þó eru 5 manns enn á atvinnuleysisskrá, 3 konur og 2 karlmenn. — Gréta. MorgunblaAið/ Ævar. Agnes Sigurþórsdóttir, Sigrún Bjarnadóttir og Dagmar Óskarsdóttir á golfvellinum við Byggðarholt og eins og sjá má er ekki mikill snjór á þessum slóðum. Eskifjörður: An kvóta á fiskikössum Eskifirði, 20. febrúar. í ÞÍÐU eins og verið hefur að und- hf. og fóru í róður á polli einum anförnu myndast víða pollar og er miklum sem myndast hafði hand- þá aldeilis spennandi að verða sér an götunnar. Ekki ber á öðru en úti um farkost til að sigla á. Þessir allt hafi gengið vel í róðrinum, en eskfirzku krakkar komust yfir engar fréttir höfum við af afla- fiskkassa hjá Fiskverkun Friðþjófs kvóta þessara sægarpa. Ævar Fréttabréf úr Fljótsdal: Lagarfljótsormur- inn kærir sig ekki um sjálfvirkan síma GeiUgerði, FljóLsdal, 19. febrúar. ÞAÐ SEM AF er vetri hefur verið fremur umhleypingasamt en snjó- létt. Stórviðri hafa ekki komið, en hins vegar voru óvenjulega mikil svellalög um tíma, sem nú eru mikið til horfin eftir hagstæða hláku að undanförnu, en hér hefur verið allt að 10 stiga hiti með sólskini. Nokkuð var farið að bera á hreindýrum í byggð meðan svell- storkan lá yfir. Ekki er annað að sjá en þau líti vel út og mun þeim nú vera borgið. Óvenju lítið hefur sést af snjótittlingum hér við bæi í vetur. hluta sveitarinnar, en bæir í Norð- ur- og Suðurdal ásamt Skriðu- klaustri og Valþjófsstað fá þann síma væntanlega ekki fyrr en í haust, verða tengdir beint við Eg- ilsstaði þar til. Síminn, sem lagður var upp Velli, er tekinn í sæstreng frá Hallormsstað yfir í Geitagerði og þaðan upp Fljótsdal. Við lagn- ingu sæstrengsins var notaður all- stór prammi af timbri og einangr- unarplasti og utanborðsmótorar tveir látnir knýja hann áfram. Vegalengdin yfir fljótið er um 2,4 kílómetrar og dýpið um 110 metr- ar þar sem það er mest. I golfi EBkifirði, 25. febrúar. AUSTFIRÐINGAR hafa ekki þurft að kvarta yfír veðrinu það sem af er vetri. Varla er hægt að segja að snjór hafí komið í byggð, en þá sjaldan sem hann hefur heimsótt, hefur hann jafn- an tekið fljótt upp aftur. Menn hafa því notfært sér góða veðrið til ýmiss konar útiveru, t.d. farið á skíði í skíðalöndin í Oddsskarði, sem er mikið stundað, og ein er sú íþrótt, sem átt hefur miklum og vaxandi vinsældum að fagna hér á Eskifirði. Þetta er er golfíþróttin. Golfklúbburinn er orðinn mjög fjölmennur og hafa áhugamenn úr nágrannabyggðar- lögum gengið í klúbbinn. Eins og þeir vita, sem nálægt þessum hlut- um hafa komið er það mikið verk að byggja upp góðan golfvöll og ekki hægt nema með miklum og góðum stuðningi félagsmanna og velvilja bæjaryfirvalda og fyrir- tækja. Hér höfum við notið alls þessa og árangurinn er sá, að hér höfum við orðið góðan níu holu golfvöll í góubyrjun vel tækjum búinn ásamt klúbb- húsi. Golfarar hafa notað sér góða veðrið undanfarið og skroppið á völlinn þegar tækifæri hefur gef- ist. Það er hjá okkur eins og víða annars staðar að kvenfólkið er hvað harðast við leikinn og lætur hvorki veður né vind aftra sér í að skreppa einn hring. — Ævar. Þorrablót var haldið í félags- heimilinu Végarði í byrjun þorra og fór að sjálfsögðu hið bezta fram enda hafa Fljótsdælingar lengi verið þekktir fyrir að kunna að skemmta sér. Sá háttur hefur ver- ið hafður á að annar sveitarhelm- ingurinn býður hinum á víxl. í ágúst var byrjað að leggja lín- ur fyrir sjálfvirkan síma um ytri Veðrið gerði símamönnum erfitt fyrir og var kalsamt á fyrrnefnd- um farkosti. Auk þess gaf Lagar- fljótsormurinn það í skyn með ýmsum tilburðum, að hann kærði sig ekki um sjálfvirkan síma. Helgina 11. og 12. febrúar var svo unnið að lokatengingu símans og gamli síminn, sem séð hefur um samband milli bæjanna í nær 40 ár, lagður af. — G.V.Þ. Dansinn stiginn, kórfélagar og aldraðir Fáskrúðsfírðingar. Fáskrúðsfjörður: Vel heppnaður sam- komur fyrir aldraða Fáskrúósfirdi. 20. febrúar. RAUÐA KROSS deild Fá- skrúðsfjarðar undir forystu Agnars Jónssonar, núverandi formanns, hefur verið með opið hús í Félags- heimilinu Skrúð fyrir aldraða bæj- arbúa í vetur. Fyrir nokkru var fréttaritari Mbl. staddur í Skrúð, þar sem ein slík samkoma var haldin. Fólk spilaði og þáði veitingar, síðan söng kirkjukór staðarins við góðar undirtektir og að lok- um var stiginn dans. Góð aðsókn hefur verið að þessum samkom- um. í upphafi þessarar samveru minntist Agnar Einars Sigurðs- sonar, sem lézt nú fyrir skömmu, og risu viðstaddir úr sætum sín- um í virðingarskyni við hinn látna Fáskrúðsfirðing. — Albert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.