Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 41 Kristjánsson, þegar hann þurfti að gera aðgerðir heima á bæjun- um í sveitinni. Af þessu má ráða að Lilju hefur notast vel af nám- inu ytra. Ég minnist þess, þegar Lilja var á vefnaðarnámskeiði norður á Akureyri, þá var hún hvað eftir annað kölluð heim í sveitina sína til að sinna sjúku fólki og hún brá skjótt við. Stærsta fórnin og það sem mestu máli skipti síðar fyrir líf Lilju var þegar hún árið 1917 tók lítinn dreng frá deyjandi móður til fóst- urs og uppeldis, Friðjón Hjör- leifsson bónda að Gilsbakka í Akrahreppi og unnustu hans Frið- riku Sveinsdóttur. Annaðist hún uppeldi litla drengsins af stakri alúð eins og bezta móðir. Var ávallt mikið ástríki með þeim. Lilja lét sig varða margt fleira en heimilisstörf og hjúkrun. Hún lærði garðyrkju í Gróðrastöðinni á Akureyri vorið 1912 og stundaði garðyrkju á hverju vori eftir það. Garðurinn hennar á Víðivöllum varð landskunnur, en til hans var stofnað 1914. En Lilja kom víðar við, tók unglinga á vorin og leið- beindi í garðyrkju, fór um sveit- irnar og hvatti fólk til garðrækt- ar. í tvö sumur 1928—1929 leið- beindi hún í garðyrkju um allan Skagafjörð eftir ósk garðyrkju- nefndar frá Landsfundi kvenna 1926. Fræ sendi hún í allar áttir og leiðbeiningar um sáningu og með- ferð ungjurta. Konurnar í sveit- inni blessuðu fræið hennar Lilju, það virtist hvarvetna gefa góðan ávöxt. Og Lilja gerði það ekki endasleppt. í mörg haust fór Lilja um sveitir Skagafjarðar, hélt námskeið þar sem hún kenndi húsfreyjum að matreiða grænmet- ið frá sumrinu og búa það undir geymslu yfir veturinn. Þá má geta þess að árið 1930 fékk sýslunefnd Skagafjarðar- sýslu Lilju til að standa fyrir risnu í Skagfirðingabúð á Al- þingishátíðinni á Þingvöllum. Tókst Lilju það starf frábærlega vel. Sagt var að Skagfirðingabúð hefði borið af öllum öðrum búðum á hátíðinni. Tjaldaði Lilja búðina að innan með fögru áklæði og refl- um svo undrum sætti. Sögur fóru af að jafnan hafi verið fjölmenni í Skagfirðingabúð þessa eftirminni- legu hátíðisdaga, mikið kveðið og sungið og vel veitt. Stjórnaði Lilja Steinunn dóttir — Fædd 16. júlí 1886 Dáin 19. febrúar 1984 Sunnudaginn 19. febrúar síð- astliðinn lést Steinunn Stefáns- dóttir eftir skamma legu. Ekki kom andlát hennar beinlínis á óvart, þar sem hún var öldruð og hafði nýlega orðið fyrir áföllum á heilsu. Þó hafði hún sýnt slíkt þrek, kjark og dugnað í lífi sínu hér á jörðinni, að tilhugsunin um að slíku geti lokið, virðist fjar- stæða. Steinunn Stefánsdóttir fæddist á Skáldalæk í Svarfaðardal 16. júlí 1886. Foreldrar hennar voru Stef- án Jónsson og Sigríður Jónsdóttir, vinnuhjú þar og síðan á fleiri bæj- um þar um slóðir. Þau eignuðust tvær dætur til viðbótar, Petrínu, sem lengi bjó í Glerárþorpi, en er nú nýlega flutt til Reykjavíkur, og Mariu Stefaniu, sem er látin fyrir allmörgum árum. Þær systur misstu föður sinn ungar og fóru eldri systurnar snemma að heim- an til að vinna fyrir sér. Flest unglingsár sin var Steinunn hjá frændfólki sínu í Efraási, Hjalta- dal, en tuttugu og þriggja ára gömul réðst hún sem vinnukona til foreldra minna að Viðvik i Við- víkursveit. I Skagafirði kynntist hún Jóni Jónssyni, sem hún giftist 17. maí 1914. Hann var sonur Jóns Jónssonar og Guðrúnar Stefáns- dóttur, Hringveri, Viðvíkursveit. Næstu ár voru þau Jón og Stein- unn m.a. í húsmennsku í Viðvík, en fengu jörðina Enni í Viðvík- ursveit til ábúðar 1917 og bjuggu öilu innan búðar með miklum skörungsskap svo Iandfleygt varð. Sem fyrr sagði giftist Gísli árið 1935 og sem að líkum lætur hætti þá Lilja að standa fyrir búi á Víði- völlum. En ekki var til setu boðið. Nú snerist hugur hennar um framtíðarheimili þeirra Friðjóns. Hún hafði ákveðið að reisa það í fögrum hvammi austan við veg- inn, rétt fyrir ofan Víðivallabæ- inn, og bærinn þeirra átti að heita Ásgarður. Róm var ekki byggð á einum degi að sagt var, og að reisa bæinn að Ásgarði tók líka sinn tíma og það þurfti að afla fjár. Lilja tók sig upp haustið 1935 og réð sig til starfa að Núpsskóla í Dýrafirði og þar settist Friðjón á skólabekk. A Núpi dvaldi hún í tvo vetur og Friðjón naut þar skóla- vistar. Næstu tvö árin eru þau á Hvanneyri í Borgarfirði, Friðjón við nám en Lija við matreiðslu- störf. Að vorinu vinnur hún svo að garðyrkju við skólann. Veturinn 1942—43 var hún ráðskona hjá mér á Þingeyrum. Þann vetur var ég ráðin forstöðukona við Hús- mæðraskóla Reykjavíkur á Sól- vallagötu 12, sem þá var að kom- ast á laggirnar. Leysti hún heimil- isstörfin á Þingeyrum með mestu prýði, eins og öll önnur störf, er hún tók að sér. Næstu ár var unnið af kappi hvar sem færi gafst, t.d. kenndi Lilja matreiðslu í þrjú ár við skólann á Löngumýri. Vefnað kenndi hún við Kvennaskólann á Blönduósi, og svo mætti lengi telja. Og svo rann upp hin stóra stund að hafizt var handa við byggingu í Ásgarði þ. 20. júlí 1947. Hafði Lilja gert teikningar að skipulagi og húsum er áttu að rísa í hvamminum hennar og það var enginn kotungsbragur á býlinu því. Unnið var heima að sumrinu en lagt af stað f atvinnuleit þegar haustaði að, því það kostaði mikið að byggja stóran og fallegan bæ. Það sætir undrum, þá hugsað er til þess, hve miklu þessi mæðgin áorkuðu. Einhver hefði gefizt upp, en Lilja hélt gleði sinni og hug- sjónin um Ásgarð gaf henni þrek. Sumarið 1955 var svo langt komið byggingum f Ásgarði að þau mæðginin gátu verið þar yfir sumarið. Það vor fengu þau raf- magn í bæinn og litlu síðar vatn. Enginn, nema sá sem hefur reynt það, getur ímyndað sér þá erfið- leika sem geta fylgt því að hafa ekki vatn. En trú Lilju var sterk og hún tók öllu með þolinmæði og var þakklát fyrir hvað lítið sem bætti hag þeirra Friðjóns. Sumarið 1955 taka þau mæðgin börn til sumardvalar í Ásgarði. Fyrsta sumarið voru tveir litlir vinnumenn. Þeir fengu viss skylduverk og fundu strax að þeir tilheyrðu heimilinu. Þeir voru ekki bara kaupstaðarbörn, sem komið var í sveit, heldur urðu brátt vitandi um gildi sitt. Lilja var stjórnsöm og hafði lag á að skipuleggja tímann. Drengirnir hennar höfðu ákveðinn vinnutíma en þeir áttu einnig sínar ákveðnu frístundir til leikja og reglu- bundna hvíld. Um haustið gáfu þau Friðjón litlu vinnumönnunum sitt lambið hvorum. Það var gefið stórt af litlum efnum. Eftir þetta fyrsta sumar má segja að örlög litlu drengjanna væru ráðin. Þeir hlökkuðu aftur til vorsins því þeir vildu hvergi annars staðar vera að sumri en í Ásgarði hjá Lilju og Friðjóni og þangað var ferðinni heitið næstu sumrin. Börnunum í Ásgarði fjölgaði eftir því sem árin liðu og öll voru þau á launum ef svo má segja. Eftir því sem ég veit bezt voru börnin hennar Lilju sama sinnis. Þeim þótti vænt um hana og virtu hennar miklu mannkosti. Lilja sýndi mikla hugkvæmni í uppeldinu. Hún tók þátt i leik barnanna og starfi. Af tilviljun rakst ég á miða sem Lilja skrifaði einhverju sinni. Er það einskonar ávarp til íslenzkra barna en Lilja bar æskuna mjög fyrir brjósti. Lilja varpar þeirri spurningu til barnanna sem hún talaði til: „Finnst ykkur ekki það muni vera meira gaman að eiga inni en skulda í kaupstaðnum? Eg ætla að segja ykkur það börnin mín, að hver sem eyðir meiru en hann vinnur fyrir hlýtur að verða skuldugur. Vinni hann aftur á móti fyrir meiru en hann eyðir á hann inni. Það er ekki nóg þó menn fái mikla peninga fyrir vinnu sína, að þeir geti borgað með þeim allt sem þeir þurfa, þeir verða að hafa unnið fyrir þeim peningum, annars skulda þeir. Það er leiðinlegt og rangt að taka mik- il laun fyrir litla og lélega vinnu en gaman að gera mikið og vel Stefáns- Minning þar til ársins 1923 er Jón lést af slysförum. Þau eignuðust þrjú börn: Stef- án, bílstjóra á Selfossi, sem er kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur; Guðjón, fyrrum vinnuvélastjóra, nú starfsmaður Pósts og síma í Reykjavík, og Sigurjónu, skrif- stofumann í Reykjavík. Eftir fráfall Jóns sýndi Stein- unn ótrúlegt þrek, þar sem hún neitaði alfarið að láta börnin frá sér. Vann hún fyrir sér og þeim í húsmennsku á bæjum í Skagafirði um nokkurra ára skeið og lagði ávallt sérstaka áherslu á að þiggja enga hjálp og greiða alla sína skatta og skyldur. Að því kom að hún gat sest að í Enni aftur og bjó þar með börnum sinum uns hún brá búi og fluttist til Reykjavíkur ásamt Sigurjónu, dóttur sinni, ár- ið 1944. Þar hafa þær búið saman síðan, nú síðast I Stigahlíð 26. Var umhyggja Jónu fyrir móður sinni slík, að seint yrði fullþakkað. Hjá þeim mæðgum ólst upp sonur Jónu, Haukur Eggertsson, raf- magnsverkfræðingur, sem starfar við Borgarspítalann. Ég þekkti Steinunni eins lengi og ég man, og er fyrsta bernsku- minning mín frá giftingu hennar og Jóns í Norðurstofunni í Viðvík. Reyndi ég að ýta Jóni í burtu, því að Steinunni vildi ég eiga ein. Alla tíð var hún mér eins og önnur móðir. Trygglyndi hennar var mikið og sýndi hún mér og fjöl- skyldu minni alltaf einstaka rækt- arsemi og litu börnin á hana sem eina af ömmum sinum. Meðal barnabarna minna var hún svo orðin að langömmu. Steinunn var sívinnandi og ekki nóg með það, heldur var hand- bragð hennar slíkt að af bar. Hún var fjörug og skemmtileg og fylgd- ist vel með öllu því sem var að gerast í heiminum, enda fékk hún notið góðrar heilsu og góðs minnis bæði á gamalt og nýtt allt til síð- asta dags. Já, fjarstæða er, að slíku lífi geti lokið. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Guðbrandsdóttir og börn. hvað sem launum líður. Þið hafið öll notið svo mikilla gæða og gleði og fyrir það eruð þið í skuld og hana eigið þið að borga hvenær sem þið fáið tækifæri til þess. Það er í rauninni sama hverjum þið borgið þá skuld, aðeins að þið látið eins mikið gott af ykkur leiða og helzt meira en þið hafið notið sjálf. Ef allir gera það verður lífið svo yndislegt og mæðurnar og börnin glaðari með hverju ári sem líður.“ Meðan Lilju entist aldur til hélt hún upp á afmæli Ásgarðs þ. 20. júlí. Var þá öllum börnum í sveit- inni ásamt foreldrum þeirra boðið til stórveizlu í Ásgarði. Að skemmtun lokinni afhenti Lilja hverju barni fallegan blómvönd, sem börnin fluttu heim með sér. Hugðist Lilja með því móti glæða fegurðarsmekk barnanna fyrir blómarækt en blómarækt taldi Lilja mannbætandi. Ekki lét Lilja sér nægja að skemmta börnunum bara á sumrin. Að vetrinum stofn- aði hún til ieiksýninga og stundum hélt hún álfadans, sveitungunum til yndis og ánægju. Gömul vin- kona hennar lét eitt sinn svo um mælt að „Lilju var sýnt um að skemmta og fræða, mér fannst ég auðgast í hvert sinn er ég hitti hana“. Þótt gata Lilju væri eigi ávallt greið né rósum stráð þá tel ég að Lilja hafi verið lánsöm kona. Hún sáði alla ævi því góða sæði og það brást furðu sjaldan að fræið henn- ar félli í góða jörð, og því færði það góða uppskeru. Aldrei hef ég heyrt Lilju hallmælt. Alls staðar kom hún fram til góðs, sagði fólk- ið. Meira lán er vart hægt að hugsa sér en að vera öðrum til láns. Færi margt betur ef við ætt- um margar konur Lilju líkar. Fyrir 20 árum, þegar Lilja varð áttræð, héldu konur í Akrahreppi Lilju samsæti. Var fjöldi fólks þar saman kominn. Fluttar voru ræð- ur henni til heiðurs og mikið sung- ið. Áður en samsætinu lauk flutti Lilja kvæði eftir sig því hún var vel hagmælt. Kvæðið var 100 vís- ur, sem fólu í sér stutt ágrip af ævisögu hennar. Fyrsta vísan hljóðar svo: , Hugur geymir helgar myndir, héldust þær um áraraðir, góðhjörtuð og glaðlynd móðir, gætinn bezt, og spakur faðir. Veittu börnum veganesti af völdu og hollu andans fóðri og af hug og hjarta öllu hlúðu að lífs og sálargróðri. Lilja Sigurðardóttir andaðist 24. mars 1970. Gaman væri ef Skagfirðingar og annað áhugafólk um skógrækt minntist Lilju á þessum tímamótum með því að styðja hugsjón Lilju og fegra sveitina sem þakklætisvott fyrir mannbætandi störf hennar og fag- urt fordæmi. Hulda Á. Stefánsdóttir t Maðurinn minn, OLGEIR VILHJÁLMSSON, fyrrverandi bifreiðaeftirlitsmaður, Meöalholti 13, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Eulalia Steinunn Guðbrandsdóttír. 1 Hjartans þakkir færum viö öllum |r jeim sem auösýndu okkur samúö og innilega vináttu viö fráfall eiginmanns míns, fööur okkar, sonar og tengdasonar. GRÉTARS ÞÓRS KARLSSONAR, loftskeytamanns, Glæsibæ 15. Guö veri með ykkur öllum. Sigrún J. Haraldsdóttir, Elín Klara Grétarsdóttir, Haraldur Þór Grétarsson, Arndís Hreiðarsdóttir, Elín K. Valdimarsdóttir, Karl Bender, Helga Jakobsdóttir, Haraldur Einarsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar, fósturfööur, tengdafööur, afa og langafa, JÖRUNDARJÓNSSONAR, vélstjóra, Ljósheimum 22. Guðlaug Gísladóttir, Torfi Jörundsson, Hildigunnur Sigvaldadóttir, Þorgerður Jörundsdóttir, Guðbjartur Sturluson, Þorfinna Stefánsdóttir, Ólafur Viglundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað veröur mánudaginn 27. febrúar nk. vegna jaröarfarar GESTS ÞÓRÐARSONAR. Sápuhúsiö hf., Laugavegi 17. Lokað RANNSÓKNASTOFNUN LANDBÚNAÐARINS veröur lokuö, vegna jarðarfarar, mánudaginn 27. febrúar, frá kl. 12.00. Rannsóknastofnun landbúnaöarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.