Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 5 Útvarp kl. 16.20: Um vísindi og fræði — lasergeislinn tekinn til umfjöllunar „Um vísindi og fræði" nefn- ist þáttur sem er á dagskrá út- varpsins á hverjum sunnudegi. í dag hefst hann kl. 16.20 og mun Agúst Kvaran eðlisefna- fræðingur fjalla um lasergeisla að þessu sinni. „í fyrsta lagi,“ sagði Ágúst, „fjalla ég um eiginleika og eðli lasergeislans. Þá segi ég frá rannsóknum á uppsprettu hans og er það raunar yfírskrift þátt- arins, og að lokum geri ég að umfjöllunarefni notkunar- möguleika þessa geisla. Lasergeislar eru aðallega notaðir við augnlækningar Ágúst Kvaran hér á landi og þá við lagfær- ingar á augnbotnum. Grundvallarrannsóknir inn- an háskólans á lasergeisla tengjast þróun lasertækninn- ar, en erlendis er hún mikið notuð í iðnaðarframleiðslu." Ágúst gat þess að lokum að fyrsta lasertækið hafi verið smíðað í Huges-rannsókna- stofunni í Bandaríkjunum, en hér á landi hefði enn sem komið væri, ekkert slíkt tæki verið smíðað. bjó ennþá á heimilinu. Andrés hefur sagt um leikrit sitt að það sé „lítil svipmynd úr hversdagslegu lífi, þar sem skyggnst er inn í hugarheim barnsins," enda leikritið skrifað á ári barnsins. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson, sá hinn sami og hlaut mikla viðurkenningu fyrir mynd sína „Andra dansen" í Berlín fyrir skömmu. „Þessi blessuð börn“ hefur nú Þessi blessuð börn! Sjónvarpsleikrit eftir Andrés Indriðason „Þessi blessuð börn“,leikrit Andrésar Indriðasonar, verður sýnt í sjónvarpinu í kvöld kl. 20.45. Leikritið fjallar um Bjössa, átta ára dreng, og hvernig hann upplifír skilnað foreldra sinna. Andrés skrifaði „Þessi blessuð börn“ árið 1979, á ári barnsins. Faðir Bjössa flytur að heiman við skilnað þeirra hjóna og til stendur að selja íbúðina þeirra. Hjón koma til að skoða íbúðina. Á meðan reikar hugur Bjössa litla til þess tíma, er faðir hans verið keypt til Svíþjóðar, Dan- merkur og Noregs, þar sem það verður væntanlega sýnt á næst- unni í þarlendum sjónvarps- stöðvum. Sigrún, móðir Bjössa (Steinunn Jó- hannesd.), sýnir Fjólu (Margréti Ólafsd.) hvernig eldavélin virkar á mcðan Steingrímur (Róbert Arn- fínnsson) lætur sér fátt um fínnast. DUBROV perla Adríahafsins Þaö er Samvinnuferöum-Landsýn sönn ánægja aö kynna íslendingum eina skærustu perlu sólarlanda, Dubrovnik í Suður-Júgóslavíu, þann ferðamannastað sem Júgóslavar telja áhugaverðastan og fallegastan í landi sínu. Út frá ævafornri borginni hlykkjast klettótt strönfiin, vörðuð glæsilegum hótelum, verslunum, veitingastöðum og fjölbreyttri aðstöðu fyrir sólþyrsta ferðamenn. Börn og fullorðnir njóta nýrra ævintýra á hverjum degi. þeir sem ekki liggja flatir í mjúkum sandinum, bregða sér á sjóskíði, í bátsferð, tennis eða golf, eða fá sér sundsprett í ylvolgu Adríahafinu. Og yngstu ferðamennirnir gleyma sér í leiknum á ströndinni, byggja miðaldakastala í sandinum og leyfa sjónum að leika um tærnar. Rithöfundurinn George Bernard Shaw hafði lög að mæla þegar hann sagði: „Þeir sem leita að paradís á jörð, ættu að koma til Dubrovnik." verð frá kr. ig 900 miðað víð o-»U0 tJeptún wJd ufZl" ‘ h6'el baka/eiðinni Sferdam mö9uleg ioni) «'e9 W.8S®#0 we.)U(n WO*®' Hotelgisting við allra hæfi. Fjölbreyttar skoðunarferðir á sjó og landi. ÞU LIFIR LENGI A GÓÐU SUMARLEYFI 7i e" Dubf°vr 'sér\ega •'SSnzT Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SiMAR 21400 8 23727 Sjónvarp kl. 20.45:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.