Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.02.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 Skíðafélag Reykjavíkur 70 ára — eftir Ingimar Jónsson I dag er Skíðafélag Reykjavíkur 70 ára. Það var stofnað 26. febrúar 1914 og er fyrsta félagið á íslandi sem stofnað var til að efla skíða- íþróttina á íslandi. Allt frá upp- hafi hefur það unnið ötullega að skíðamálum og stuðlað að við- gangi skíðaíþróttarinnar. Hér á eftir verður lítillega sagt ___frá starfi félagsins en hvorki rúm né tími var til að gera sögu þess skil eins og vert væri. Stofnað að frum- kvæði L.H. Miiller Aðalhvatamaður að stofnun félgsins var Lorentz H. Múller, sem talinn hefur verið faðir skíða- íþróttarinnar í Reykjavík. Múller fluttist frá Noregi til íslands og settist að í Reykjavík árið 1906. Hann varð fljótt virkur í íþrótta- lífi bæjarins enda mikill áhuga- maður um íþróttir, útivist og ferðalög. Skíðaskóla kom hann á fót á Kolviðarhóli og árið 1913 fór hann í mikið skíðaferðalag með tveimur ungum mönnum, þeim Herluf Clausen og Tryggva Magn- ússyni, sem mikla athygli vakti. Gengu þeir yfir 200 km á 5 dögum. L.H. Múller sagði svo frá stofn- un félagsins í ræðu á 20 ára af- mæli félagsins: „Veturinn 1914, eftir jól, var mikill snjóavetur, og á hverjum sunnudegi var heill hópur skíðamanna sem mættust í Ártúnsbrekkunum og einmitt þar kom fyrst fram hugmyndin um stofnun skíðafélags. Undirbún- ingsfundur var haldinn í Bárubúð 23. febr. 1914 og á þeim fundi voru jnættir Axel Tulinius forseti ÍSÍ, Guðmundur Björnsson landlækn- ir, Jón Þórarinsson fræðslumála- stjóri, Ólafur Björnsson ritstjóri og ég. Við undirbjuggum frum- varp til laga fyrir félagið og urð- irm ásáttir um að boða til stofn- fundar 26. febr. 1914. Ca. 60-70 áhugasamir menn mættu á fund- inum og Skíðafélag Reykjavíkur var stofnað og lög þess samþykkt." L.H. Múller var að sjálfsögðu kjörinn fyrsti formaður félagsins en í stjórn með honum voru kosn- ir: Steindór Björnsson, Herluf Clausen, Tryggvi Magnússon og Pétur Hoffmann. Fyrstu skrefín Stjórn félagsins lét þegar hend- ur standa fram úr ermum. Fyrsta verk hennar var að efna til skíða- námskeiðs eða skiðaskóla fyrir nokkra pilta. Kennarar voru L.H. Múller og Steindór Björnsson. Kennnsla fór fram á kvöldin og var þá mest „teoretísk kennsla" sem fram fór í leikfimihúsi Barna- skóians. Einnig fór kennslan fram í Ártúnsbrekkunum. Morgunblað- ið segir svo frá 9. mars: „Skíðafé- —htgið fer vel af stað. Námskeið stendur yfir þar sem allt er lært sem að skíðaför lýtur. í morgun mættum vér hr. L. Múller í fylgd með 10—20 drengjum og ungling- um á leið upp í Ártúnsbrekku. Ætluðu þeir að eyða deginum þar.“ Um svipað leyti sendi stjórnin frá sér áskorun til allra lands- manna um að veita skíðaíþróttinni lið. Áskorunin hófst með þessum orðum: „Vér undirritaðir skorum hér með. á alla, konur sem karla, unga sem gamla, að hjálpa til að efla skíðaíþróttina hér á landi og koma henni í það gengi sem hún á með réttu skilið." Margir urðu til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við áskorun félagsins og meðal þeirra voru Hannes Hafstein ráð- herra, Jón Þórarinsson sem áður var nefndur, Þorsteinn Gíslason ritstj. og stjórnarmenn ISÍ. Um páskana þennan sama vetur gengu betri skíðamenn félagsins yfir Kjöl og til Reykjavíkur eftir að hafa farið með skipi inn í Hvaifjörð. Var þetta fyrsta skíða- för félagsins en þær áttu eftir að verða fleiri. Allt fram á þennan dag hafa skíðaferðir upp um fjöll og firnindi verið einn stærsti þátt- urinn í starfi félagsins. Snjóleysi veldur deyfð Næstu vetur voru mjög snjólétt- ir í Reykjavík og var starfsemi fé- lagsins erfið af þeim sökum. Dró smátt og smátt svo úr félaginu að árið 1924 voru félagarnir aðeins sjö að tölu. Veturinn 1918/1919 var þó snjóavetur og undirbjó fé- lagið þá mikið skíðamót í Ár- túnsbrekkunum þann 23. febr. Á mótinu átti m.a. að keppa í brek- kuhlaupi og stökki pilta og L.H. Múiler ætlaði að sýna Teiemark- sving, Kristianiasving og enn fremur tvíburahlaup með O. For- berg landsimastjóra. En áður en félagið gat auglýst mótið var snjórinn horfinn. Og þannig fór þetta einnig næstu árin, hvað eftir annað varð að aflýsa mótum á vegum félagins. Veturinn 1925 fóru L.H. Múller L.H. Miiller, fyrsti formaður félags- ins. Skíðaskálinn í Hveradölum. og þrír félagar hans úr Skíðafé- laginu, Reidar Sörensen, Axel Grimsson og Tryggvi Einarsson, mikla frægðarför á skíðum úr Eyjafirði suður yfir Sprengisand. Þótti ferð þeirra félega hið mesta afrek. Árið 1927 færðist mikið líf í félagið enda var þá mikill snjóa- vetur. Eftir það fór félaginu að vaxa fiskur um hrygg og félags- starfsemin jókst með ári hverju. Veturinn 1929/30 fór félagið t.d. 13 ferðir og voru þátttakendur 705. Skíöaskálinn reistur Eitt merkasta framtak Skíðafé- lagsins var bygging Skíðaskálans í Hveradölum sem vígður var þann 15. sept. 1935. L.H. Múller var hinn drífandi maður í því máli sem öðrum hjá félaginu. Fé til byggingarinnar var safnað með ýmsu móti, m.a. með sölu merkja og svokallaðri „krónuveltu" eða „túkallsveltu", sem auk þess að vera ágæt auglýsing fyrir skálann, vakti almenna athygli og ánægju, því blöðin birtu nöfn þeirra sem skorað var a og urðu að greiða 2 kr. (minnst) og svo koll af kolli. Allur efniviður í skálann var keyptur í Noregi og kom hann til landsins í lok maímánaðar 1935 ásamt nokkrum húsgögnum í skíðaskálastíl. Skíðaskálinn var sá fyrsti sem reistur var sunnan- lands og bygging hans eitt hið mesta átak í íþróttamálum þjóð- arinnar. Hann var strax vel sóttur af skíðafólki og ekki leið á iöngu þar til félagið hafði fengið norsk- an skíðakennara til starfa við hann. Rekstur Skíðaskálans hefur ver- ið eitt helsta verkefni Skíðafélags- ins síðan en óhætt er að segja að hann hafi sannarlega verið skíða- íþróttinni mikil lyftistöng alla tíð. Fyrsta landsmótið I marsmánuði 1937 efndi Skíða- félag Reykjavíkur til fyrsta skíða- mótsins hér á landi með þátttöku víðs vegar af landinu. Þetta mót var Landsmót skíðamanna. Þessi félög sendu keppendur á mótið: Hinn heimsfrægi skíöakappi, Birger Ruud, kom til landsins á vegum SR írið 1939. Hér sést hann stökkva heljarstökk á Thlulmótinu. Skíðafélagið Einherjar Isafirði, Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðafé- lagið Siglfirðingur (síðar Skíða- borg), KR, Ármann og að sjálf- sögðu Skíðafélag Reykjavíkur. Á mótinu var keppt í göngu og stökki. Auk einstaklingsgreina var í göngunni keppt um sveitarverð- iaun. „Thule-bikarinn“ sem Vá- tryggingaféigið Thule hafði gefið. Sigurvegari í göngunni (18 km) varð Jón Þorsteinsson úr Skíðafé- lagi Siglufjarðar. Hann var þá að- eins 15 ára að aldri. Skíðastökkið vann hins vegar Alfreð Jónsson úr Skíðafélaginu Siglfirðingi. Hann var aðeins tveimur árum eldri en Jón: „Thule-bikarinn" vann sveit Skíðafélags Siglufjarðar. Skíðafélag Reykjavíkur hélt aft- ur mót árið eftir og var það kallað „Thulemót" enda þótt „Thule- gangan" væri aðeins ein keppnis- greina. Á þessu móti var keppt í svigi í fyrsta sinn opinberlega á Islandi. Siglfirðingar unnu „Thule-bikarinn" öðru sinn og síð- ar til eignar. Ólympíumeistari í heimsókn Á 25 ára afmæli félagsins, 1939, var efnt til afmælismóts á Hell- isheiði sem jafnframt var „Thule- mót“. Tilraunir stjórnar félagsins til þess að fá keppendur frá Norð- urlöndunum báru ekki árangur en henni tókst hins vegar að fá norska skíðakappann Birgi Ruud til að koma til landsins. Hann var þá ólympíumeistari í skíðastökki, reyndar tvöfaldur, því hann hafði sigrað á vetrarleikunum í Lake Placid 1932 og í Garmisch-Part- enkirchen 1936. Koma hans til landsins vakti gífurlega athygli og fjölmenntu áhorfendur á afmæl- ismót félagsins. Birgir sýndi svig og skíðastökk á mótinu og einn daginn stökk hann heljarstökk á skíðum. Má nærri geta að stökkið hafi vakið undrun og aðdáun hjá áhorfendum. Ný forusta Árið 1939 gaf L.H. Múller ekki lengur kost á sér í embætti for- Matthías Sveinsson, núverandi for- maöur SR. manns enda hafði hann verið for- maður féiagsins óslitið í 26 ár. Við formennsku tók Kristján Ó. Skagfjörð sem átt hafði sæti í stjórn félagsins um 20 ára skeið. Eins og L.H. Múller var Kristján míkill áhugamaður um skíða- göngu og fjallaferðir. Hann átti um árabil sæti í stjórn Ferðafé- lags (slands og var fararstjóri í ótal ferðum þess. Formannstið Kristjáns í Skíðafélaginu stóð í átta ár eða til ársins 1947. Þá tók Stefán G. Björnsson við for- mennsku og reyndist hann, eins og forverar hans, hinn ötulasti for- maður. Kristján Ó. Skagfjörð lést í sept. 1951 og í aprílmánuði árið eftir lést L.H. Múller. Báðum þessum íþróttafrömuðum reisti Skíðafé- lagið vegiegan minnisvarða við Skiðaskálann. Skíðaskálinn og skíðaferðir Eftir „Thulemótin" og Lands- mótið 1943 stóð Skíðaféiagið ekki fyrir skíðamótum um stundarsak- ir enda aðrir aðilar komnir til sög- unnar til að sinna slíku, þ.á m. Skíðaráð Reykjavíkur (stofnað 1938). Starf félagsins beindist einkum að skíðaferðum og rekstri Skíðaskálans. Árlega skipulagði félagið ferðir. Veturinn 1944—45 t.d. voru farnar 22 skíðaferðir á vegum þess og voru þátttakend- urnir í þeim 1955 eða 178 fleiri en árið áður. Veturinn 1948—49 var farin 31 skíðaferð og þátttakend- urnir tæplega 1.000. Viðhald og rekstur Skíðaskálans kostaði félagið jafnan mikið fé og mikla fyrirhöfn. Ýmsar endurbæt- ur voru gerðar á skálanum og viðbyggingar reistar. Frá 1942 til 1959 sáu systkinin Ingibjörg og Steingrímur Karls- son um rekstur skálans og veit- ingar með miklum myndarbrag. Á 35. afmælisári félagsins var bygging sundlaugar við skálann helsta áhugamál þess. Sundlaugin var teiknuð og margvíslegur und- irbúningur hafinn. Þegar á reyndi var félaginu neitað um fjárfest- ingarleyfi og um síðir varð það að hætta við að byggja laugina. Síðar var sett upp leirbað og gufubað í kjaliara skálans. Miillersmótið Á 45. afmæli félagsins, veturinn 1959, gáfu ekkja og börn L.H. Múller fagran bikar til þess að keppa um í sveitakeppni í svigi innan íþróttahéraðs Reykjavíkur. Keppt var um bikarinn í fyrsta sinn árið 1961 og nokkrum árum síðar vann ÍR hann til eignar. Eft- ir það hefur verið keppt um bikara sem Skíðafélagið hefur gefið. Hin síðari ár hefur einnig verið keppt í skíðagöngu á Múllersmótinu. Vaxandi starfsemi Tvo síðustu áratugina hefur starfsemi félagsins aukist jafnt og þétt og orðið sífellt fjölþættari. Það yrði of langt mál að, gera grein fyrir öllum baráttumálum og verkefnum félagsins á þessum tíma, en þó skal minnt á nokkur þeirra. Um langt skeið hefur fé- lagið staðið fyrir skíðamótum á ári hverju. Má þar nefna Múll- ersmótið, svigmót unglinga og skólamótin. Allt frá því um 1970 hefur félagið lagt mikla rækt við skíðagöngu og má segja að það hafi endurvakið skíðagöngu sunn- anlands. „Skíðafélagsgangán" hef- ur verið fastur liður í starfi fé- lagsins og það hefur staðið fyrir mörgum öðrum göngum. Síðast en ekki síst hefur félagið haldið uppi skíðakennslu fyrir unga sem aldna. Dugmiklir forustumenn Félagið hefur jafnan átt því láni að fagna að eiga dugmikla og fórn- fúsa forustumenn. Áður hefur ver- ið minnst á fyrstu þrjá formenn félagsins, þá L.H. Múller, Kristján Ó. Skagfjörð og Stefán G. Björns- son. Árið 1968 tók Leifur Múller við formennskunni og stýrði félag- inu af miklum áhuga næstu 7 árin. Þá tók Jónas Ásgeirsson skíða- kappi við stjórninni í eitt ár og næstu tvö árin (1976—78) var Páll Samúelsson formaður. Frá 1978 hefur Matthías Sveinsson haldið um stjórnvölinn. Auk formanna og annarra stjórnarmanna félagsins hafa margir stutt það með ráðum og dáð, sumir áratugum saman eins og Ellen Sighvatsson, Eysteinn Jónsson og Haraldur Pálsson. Nefna mætti marga aðra sem verðugar þakkir eiga skilið fyrir óeigingjarnt og mikilsvert starf í þágu félagsins, og hafa gert því kleift að vinna skíðaíþróttinni og íslensku þjóðinni ómetanlegt gagn. Formenn Skídafélags Reykjavíkur L.H. Miiller 1914-1939 Kristján ó. Skagfjörð 1939-1947 Stefán G. Björnsson 1947-1968 Leifur Muller 1968-1975 Jónas Ásgeirsson 1975-1976 Páll Samúelsson 1976-1978 Matthías Sveinsson 1978-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.