Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 39 fclk í fréttum Black Carrington, höfuö „Dynastyu-fjölskyldunnar meö fyrri og seinni konuna sína til beggja handa. Dynasty að ýta Dallas til hliðar + Víöa um lönd er nú veriö aö taka til sýninga bandaríska sjónvarpsflokkinn „Dynasty“ og þykir flestum sem „Dallas" blikni og bláni í samanburði viö hann. „Dynasty“ er raunar bara eftirlíking á „Dallas“ og ákváöu framleiöendurnir aö hafa þaö þannig, aö þaö sem þætti svæsið í „Daltas“ skyldi vera enn svæsnara í „Dynasty". Þykir þetta hafa tekist vel, svo vel aö skúrkurinn J.R. í „Dallas“ er eins og hver annar sunnudaga- skóladrengur í samanburöi viö bragöarefina í „Dyn- asty“. Þar er þaö Carrington-fjölskyldan sem allt snýst um, en hún er bæði ríkari, fjölmennari og geggjaðri en sú sem ber ættarnafniö Ewing. iburö- urinn og bruöliö er enda eftir því og ekki notast viö neitt nema þaö aldýrasta hvort sem um er aö ræöa föt, skartgripi, hús eöa bíla. Ekki er vitaö til aö rætt hafi veriö um aö taka þennan þátt til sýningar hér á landi og kannski líka nóg aö fá einn þátt um jafn uppbyggilegt fjölskyldu- líf og getur aö líta í „Dallas". Kvikmyndatakan fór fram í Frakklandi og aö henni lokinni brá Nureyev aér á ströndina og safnaöi kröftum fyrir næsta stórverkefni en hann hefur ver- iö ráöinn til aö stjórna ballettflokki frönsku óper- unnar. í myndinni var Nastassia meö allsórstæða hár- greiöslu, sem hárgreiöslumeistararnir kölluðu „stormgreiösluna1*. Uppskriftin aö henni er aö sjálfsögðu mikió hár og að auki nokkrir hárlakks- brúsar og heilmikiö af spennum og nálum. Nureyev í mynd með Nastassla Kinskl + Rudolf Nureyev, ballettdansarinn frægi, sem á sín- um tíma flýöi frá Sovétríkjunum eins og margir aörir listamenn, er á góöri leiö meö aö geta sér gott orö fyrir kvikmyndaleik. Hann hefur nú nýlega lokiö viö aö leika í nýrri lögreglumynd, „The Exposed“, og er Nastassia Kinski motleikari hans í myndinni. Nast- assia, sem er dóttir þýska leikarans Klaus Kinski, hefur átt skjótum frama aö fagna í kvikmyndunum og getur þakkaö þaö jafnt góöum leikhæfileikum og sér- stæöri fegurð. Læriö vélritun Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Ný námskeið hefj- ast mánudaginn 3. október. Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 36112 og 76728. Vélritunarskólinn Suöurlandsbraut 20, sími 85580. w^mm^^mmmmmmmmmmmmmmmmmm—mm Viltu ná betri tökum á mannlegum samskiptum? Kynningarfundur á Dale Carnegie-námskeióinu í kvöld kl. 20.30 aö Síðumúla 35. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 82411. 82411 ccs® Einkaieyfi á islandi DALE CARNEGIE STJÓRNUNARSKÓLINN NAMSKEIÐIN Konráð Adolphsson Haustbeit Lokasmölun í Geldinganesi verður laugardaginn 1. okt. Veröa hestar í réttinní frá kl. 11 til kl. 14. Bílar veröa á staönum til aö flytja hesta í haustbeitarlönd. Hafið samband viö skrifstofuna og pantiö haustbeit. Ath.: Haustbeitina þarf aö greiöa viö pöntun. Vetrarfóðrun Þeir hestaeigendur sem voru með hesta í hesthúsum félagsins í fyrravetur og ætla aö hafa þá þar á komandi vetri, eru minntir á aö panta pláss fyrir hesta sína nú þegar eöa eigi síöar en 1. okt. Hestamannafélagiö Fákur. m^mmmmmmmmmm^mm^mmmmmm^mmÉ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.