Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER1983 Sund- garp- urinn Deng Xiao- ping Sundíþróttin á greinilega við leiðtoga Kína. Á meðfylgjandi mynd má sjá Deng Xiao-ping, forsætisráðherra Kína, á sundi í sjónum skammt frá Beidaihe, vinsælum sumarleyfisstað í Kína. Þar var hinn 79 ára gamli leiðtogi í sumarleyfi í sumar. Dagblað alþýðunnar í Kína, sem birti fyrst blaða mynd þessa, sagði í frétt með henni, að Ping sé mikill líkamsræktarmaður og syndi helst ekki minna en hálfa mflu dag hvern. Mynd þessi þykir minna mjög á mynd sem birtist af Mao Tse-tung formanni í eina tíð og vakti mikla athygli. E1 Salvador: Biðjast afsökun- ar á loftárásinni Tenancingo, El Salvador, 28. september. AP. EINN yfirmanna hersins baðst í dag formlega afsökunar á árás flughers El Salvador á bæinn Tenancingo, þar sem 50 óbreyttir borgarar létu Iffið og 25 særðust eftir að hermenn stjórnar- innar höfðu þegar geflst upp fyrir skæruliðum. Eftir uppgjöflna sótti stjórnarherinn að bænum, sem þá var á valdi skæruliðanna, af láði og úr lofti með fyrrgreindum afleiðingum. „Þíð verðið að skilja stöðuna, sem við vorum í,“ sagði Domingo Mont- errosa, foringi í her E1 Salvador, við hóp 100 harmi lostinna bæjarbúa. „Við fengum rangar upplýsingar í gegnum fjarskiptakerfi okkar, sem rugluðu flugmennina í ríminu." Þá náði stjórnarherinn að nýju á sitt vald fjórum bæjum víðs vegar um landið og átti í erjum við skæruliða í nágrenni þriggja bæja til viðbótar, að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytisins. Leitin heldur áfram: Bera til baka að hafa fundið svarta kassann Tókýó, 28. september. AP. TALSMENN bandaríska flotans hafa borið til baka lífseigar fregnir þess eðlis að þeir hefðu fundið hvar „svarti kassinn“ úr kóresku þotunni væri niður kominn og væru í þann mund að fiska hann upp úr sjónum. Orðrómurinn fékk byr undir báða vængi, er talsmaður jap- önsku stjórnarinnar sagði að er- lendum fulltrúum hefði verið boðið að vera viðstaddir er svarti kassinn kæmi úr undirdjúpun- um. Talsmaður Bandaríkja- stjórnar hefur leiðrétt orð hins japanska starfsbróður sins og sagt þau misskilning, Banda- ríkjamenn hefðu vissulega boðið erlendum fulltrúum um borð í leitarskip, en einungis til að vera viðstaddir leitina, kassinn sjálf- ur væri enn ófundinn og aðeins hægt að vona að hann fyndist áð- ur en eyddist af rafhlöðum þeim sem senda hljóðmerki frá kass- anum. Álitið er að rafhlöðurnar endist fram yfir helgina og fer ERLENT því hver að verða síðastur að finna hinn eftirsótta svarta kassa. Slæmt veður hamlar nú leit- inni að kassanum, hvassviðri og stórsjór geisa og leitarskipin að- hafast lítið á meðan. 20 skip leita kassans, 13 sovésk og 7 banda- rísk. Talið er að leitin beinist ein- kum að svæði á alþjóðlegri sigl- ingaleið vestur af Moneron-eyju, örskammt frá sovésku landhelg- islinunni. Segja blöð í Japan, að bandarísku leitarskipin séu flest mjög þétt á þeim slóðum til þess að verja betur leitarsvæði sitt fyrir sovéska flotanum. Segja blöð í Japan að bandarísk leitar- skip hafi heyrt hljóðmerki frá svarta kassanum á þessum slóð- um. Gunnlaugur Ólafs son — Minning Fæddur 13. mars 1909. Dáinn 9. september 1983. Gunnlaugur ölafsson var glaður og reifur er ég kvaddi hann á Hót- el Ottoboni í Pordenone á Ítalíu. Það reyndist vera í hinsta sinn því Gunnlaugur varð bráðkvaddur í borginni daginn eftir. Glaður og reifur, þannig held ég að við samstarfsmenn hans hjá Jóhanni Ólafssyni og co. munum geyma minningu hins síglaða og ljúfa manns. Það varð að samkomulagi milli okkar Gunnlaugs að hann kæmi til starfa hjá okkur árið 1978. Okkur er það huggun að honum leið vel hjá okkur og öllum líkaði vel við hann og þótti vænt um hann. Með nokkurri glettni sagði Gunnlaugur mér frá því að hann væri nú ekki alveg nýr starfsmað- ur því árið 1923 hefði hann verið sendill eitt sumar hjá firmanu þá 14 ára unglingur. Góð kynni héld- ust og alla tíð síðan. Þegar viðskiptamálaráðherra Svavar Gestsson heimsótti fyrir- tækið var Gunnlaugur kynntur bæði sem elsti og yngsti starfs- maður fyrirtækisins þá kominn yfir sjötugt. Gunnlaugur hélt mik- ið upp á Ítalíu og fór þangað jafn- an í sumarleyfum. Hann lézt þvi í umhverfi er hann kunni mjög vel þótt aldrei sé ferðinni ekki lokið fyrr en komið er föðurtúna til. Hér kveðjum við hugljúfan samstarfsmann og geymum góðar minningar. Jóhann J. Ólafsson tmppt—»-w-: 1 1 ■ 1 9 • v’v — ,----------—-—: ; taPlli * raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar ÉFélagsstarf Sjálfstœðisfíokksins\ Mosfellssveit Sjálfstæöisfélag Mosfelllnga efnir til skoöunarferöar um Suöursveit og Reykjahverfi fimmtudaginn 29. sept. nk. Fariö veröur frá Hlégaröi stundvislega kl. 18.00 og gert ráö fyrir aö feröin taki um 2 klsf. Fargjald kr. 70 fyrir fulloröna en frítt fyrir börn aö 12 ára aldri. Leiösögumenn: Jön M Guömundsson og Bernhard Linn. Allir Mosfellssveitungar velkomnir. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi Félag sjálfstæöismanna í Skóga- og Seljahverfi boöa til almenns fundar mánudaginn 3. okt. kl. 20.30 aö Seljabraut 54 (húsi Kjöts og fisks). Dagskrá: Kostning fjögurra fulltrúa á landsþing Sjálfstæöisflokksins 1983. Stjórnln. Félag ungra sjálfstæöismanna í Njarövík Aðalfundur félagsins veröur haldinn 2. okt. kl. 14.00 í Sjálfstæöishúsinu Njarövik. Fundarefni: Almenn aöalfundarstörf. Stjórnin Félag sjálfstæðismanna Bakka- og Stekkjahverfis Boöar til almenns félagsfundar, fimmtudaginn 29. september kl. 20.30 aö Seljabraut 54 (hús Kjöt og fisks). Dagskrá: Kosning þriggja fulltrúa á landsfund Sjálfstæöisflokksins 1983. Önnur mál. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins 3.—15. október 1983 (kvöld- og helgarskóli) Stjórnmálaskóli Sjálfstæöisflokksins veröur starfræktur dagana 3.—15. október nk. Skólinn veröur aö þessu sinni kvöld- og helgar- skóli, sem hefst kl. 18.30 og stendur aö jafnaöi til kl. 23.00. Skólahald fer fram í Valhöll, Háaleitlsbraut 1. Upplýsingar eru veittar í sima 82900 á venjulegum skrifstofutíma. Síöustu innritunardagar. Mánudagur 3. október: kl. 18.30 Skólasetning. Kl. 18.45—21.00 Ræöumennska: Friöa Proppé, blaöamaöur. Kl. 21.00—23.00 Utanríkis- og öryggismál: Björn Bjarnason, lögfr. Þriöjudagur 4. október: Kl. 18.30—20.00 Sveinarstjórnarmál: Davíö Oddsson, borgarstjóri. Heimsókn í fundarsal borgarstjórnar. Kl. 20.30—23.00 Stjórnskipan, stjórnsýsla, kjördæmamál: Jón Magnússon, lögmaöur. Mióvikudagur 5. október: Kl. 18.30— 20.00 Almenn félagsstörf: Erlendur Kristjánsson, sölumaöur. Kl. 20.00—23.00 Ræöumennska: Fríöa Proppé. Fimmtudagur 6. október: Kl. 18.30—21.00 Form og uppbygging greinaskrifa: Baldur Hermannsson, blaöamaöur. Heimsókn á Morgunblaóiö. Kl. 21.00—23.00 Fundarsköp: Margrél S. Elnarsdóttir, sjúkrallöl. Föstudagur 7. október: FRi Laugardagur 8. október: Kl. 10.00—12.00 Sjálfstæölsstefnan: Frlörik Sophusson, varaform. Sjálfstæöisflokksins. Kl. 13.00—15.00 Almenn félagsstörf: Erlendur Kristjánsson. Kl. 15.00—17.00 Fundarsköp: Margrét S. Elnarsdóttir. Sunnudagur 9. október: Kl. 13.00—16.00 Ræöumennska: Fríöa Proppé. Kl. 16.00—18.00 Starfshættir og saga íslenskra stjórnmálaflokka: Siguröur Líndal, prófessor. Mánudagur 10. október: Kl. 18.30—20.00 Atvinnuuppbygging framtíöarinnar. Birgir isl. Gunnarsson, alþm. Kl. 20.00—23.00 Ræöumennska: Friöa Proppé. Gert er ráö fyrir 20 mínútna kaffihlé kl. 20.00. Athugiól — Þáttakendur velji eár eitt af þremur avióum Verkalýös- og atvinnumál SVID I Þriójudagur 11. okt.: kl. 20:00 Hlutverk launþega- og atvinnurekenda- samtaka - PANEL - Magnús L. Sveins- son, form. V.R., Magnús Gunnars- son, framkvæmda- stjóri V.S.i. Miövikudagur 12. okt.: kl. 20:00 Heimsókn i félags- málaráóuneytiö kl. 17:00. Félags- og kjara- mál. Hilmar Jónas- son, form. verka- lýósfélagsins Rang- æings. Fimmtudagur 12. okt.: kl. 20:00 Atvinnuleysis- tryggingar: Pétur Sigurösson alþm. Efnahagemál SVID II Veröbólga og verö- bólguhvatar: Þor- steinn Pálsson, alþm.. Vandamál velferö- arríkisins: Jónas H. Haralz bankastjóri. Gerö fjárlaga: Lárus Jónsson alþm. Heimsókn í fjármálaráóuneytiö kl. 16.00. Stjórnun, upþbygg- ing og fjármál laun- þegasamtaka. Sverrir Garöarson framkv.stj. Utanrfkia- og öryggiamál SVID III Heimsókn i utanrik- isráóuneytiö kl. 17:30. Geir Hallgrimsson. utanrikisráöherra Utanrikisviöskipti Guömundur H. Garöarsson, viö- skiptafræöingur. Aukjn þátttaka isl. i vörnum landsins: Kjartan Gunnarssor lögfræöingur. Island í alþjóöasam- starfi. Erlendur Magnússon, al- þjóóastjórnmála- fræöingur. Föatudagur 14. okt.: Heimsókn i Fjármálaráöuneytiö kl. 16:00. Laugardagur 15. okt.: kl. 10:00—12:00 Sjálfstæöisflokkurinn — PANEL — kl. 13:00 Þáttur fjölmiöla í stjórnmálastarfi: Heimsókn í sjón- varpiö. Markús örn Antonsson og Baldur Her- mansson. kl. 18:00 Skólaslit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.