Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 JMtogtmirifafrtfeí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Mannréttindi - veruleiki eða dauður bókstafur Ræða sú sem Geir Hall- grímsson, utanríkisráð- herra, flutti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sl. mánu- dag, hefur vakið verðskuldaða athygli. Hún fjallaði um flesta meginþætti í starfi SÞ og þær forsendur, sem aðild íslands að samtökunum byggist á. Hér verður lítillega vikið að þeim orðum ráðherrans, sem helguð vóru Mannréttindayfirlýsingu SÞ, er samþykkt var fyrir tæpum 35 árum. Um það efni sagði hann m.a.: „Trú okkar á grundvallar- mannréttindi, mannhelgi og manngildi er staðfest í Mann- réttindayfirlýsingu SÞ. Þau ákvæði mega ekki halda áfram að vera dauður bóksafur eins og raun ber nú vitni í stórum hluta heimsins. Brúa verður það hyldýpi sem skilur á milli hátíðlegra skuldbindinga og raunverulegra efnda. Það verður best gert með því að koma á og styrkja stjórn- skipulag lýðræðis, þar sem réttur einstaklingsins er virt- ur og tryggður, þar sem ríkis- valdið er þjónn fólksins en ekki kúgari." Utanríkisráðherra sagði að síður en svo væri bjart um- horfs — og langt frá að sæist til lands í þeirri viðleitni, að tryggja einstaklingum og þjóðum frið með frelsi. „Mannréttindi eru fótum troðin í Austur-Evrópu og víð- ar um heim. Stríð er háð í Líb- anon, írak og íran. Sovétríkin hafa ekki dregið innrásarher sinn í Afganistan til baka, eins og ályktanir SÞ segja fyrir um, og Víetnamar láta heldur ekki segjast í Kampútseu. Suður-Afríka heldur til streitu aðskilnaðarstefnu sinni og hefur að engu ákvarð- anir SÞ þar að lútandi. ófrið- aröldur ógna Mið-Ameríku og grimmdarlegt athæfi Sovét- manna, þegar þeir skutu niður kóreska farþegaflugvél, hefur leitt í ljós, hvaða vinnubrögð- um er beitt, sem má ekki líða að endurtaki sig.“ Utanríkisráðherra lagði áherslu á kröfuna um gagn- kvæma alhliða afvopnun undir tryggu alþjóðlegu eftirliti. Mestu varði að ná verulegum árangri í þeim samningavið- ræðum, sem standa yfir milli stórþjóða í Genf. Bandaríkin hafi nú stigið nýtt skref sem ætti að greiða fyrir árangri og þess yrði að vænta að Sovét- ríkin svari með jákvæðum hætti. Utanríkisráðherra sagði sí- fellda stríðshættu valda því, að íslendingar hafi séð sig knúna til að tryggja öryggi | sitt á grundvelli þess réttar til sjálfsvarnar sem þjóðum er áskilinn í 51. grein stofnskrár Sameinuðu þjóðanna. Aðild landsins að Atlantshafsbanda- laginu væri reist á þeim grunni. En samhliða vildi ís- land á vettvangi SÞ leggja sitt litla lóð á vogarskálar til að skapa skilyrði fyrir frelsi með friði öllum þjóðum til handa. Hjartaskurð- lækningar egar þjóðarframleiðsla hefur dregist saman um 10% á hvern vinnandi mann — þegar erlendar skuldir eru komnar í 60% af þjóðarfram- leiðslu — og þegar stefnir í hrikalegan tekju- og greiðslu- halla ríkissjóðs, er naumast tímabært að ýja að verkefni, sem kann að hafa aukin út- gjöld í för með sér. Það skal þó gert hér og nú. Enda tilefnið sérstætt og mik- ilvægt. Miklar framfarir hafa orðið í íslenskum heilbrigðismálum, svo sem víða má sjá, m.a. í lengri meðalævi íslendinga og lægra hlutfalli ungbarna- dauða en víðast annars staðar í veröldinni. íslenskar heilbrigðisstéttir ráða nú yfir þeirri þekkingu og sérhæfðu þjálfun sem þarf til þess að flytja hjartaskurð- lækningar, sem við höfum sótt utan, heim. Samkvæmt upp- lýsingum ráðuneytisstjóra heilbrigðismála kostar frá 400 til 900 þúsund krónur að senda hvern hjartasjúkling í aðgerð erlendis. Hann staðhæfir enn- fremur, að það hafi ekki telj- andi viðbótarkostnað í för með sér að hefja þessar aðgerðir hérlendis. Gjafafé er til staðar fyrir stærstum hluta tækjakostar sem til þarf, mestpart komið frá Ásbirni Ólafssyni og Seðlabanka. „Að vísu þarf að ráða 7 nýja hjúkrunarfræð- inga,“ segir Grétar Ólafsson, yfirlæknir, „en þeir munu nýt- ast öðrum deildum sjúkrahús- anna að auki.“ Yfirlæknirinn segir að „þrír sérfræðingar í skurðlækning- um standi tilbúnir" til um- ræddra starfa „og sá fjórði er í Uppsölum í Svíþjóð og bíður eftir að komast heim og hefj- ast handa“. Ef það tækifæri sem nú er tiltækt til að hefja hjartskurð- lækningar er ekki nýtt, kann það dragast um nokkurt árabil að slík þekking og þjálfun verði til staðar á ný. Jafnvel í efnahagslegum þrengingum höfum við ekki efni á að hafna tækifæri, sem færir íslenska heilbrigðisþjónustu enn eitt stórskrefið til aukins öryggis og framfara. Hundahald á Stór-Reykjavíkursvæðinu: Breytilegar reglur frá einu sveitarfélagi til annars REGLUR um hundahald í Stór- Reykjavíkursvæðinu eru nokkuð breytilegar frá einu sveitarfélagi til annars. í Reykjavík og Hafnarfirði er lagt blátt bann við hundahaldi al- mennings, en í Garðabæ, Mosfells- sveit og á Seltjarnarnesi á almenning- ur þess kost að halda hund sé ákveðn- „REGLUGERÐ um hundahald hefur nú verið í gildi í Seltjarnarneskaup- stað um 7 ára skeið og margsannað ágæti sitt,“ sagði Magnús Erlendsson forseti bæjarstjórnar er Morgunblaðið leitaði álits hans á hundahaldi í þétt- býli. „Áður en reglugerðin var sett var þetta mikið vandamál bæði fyrir bæjaryfirvöld og lögreglu ekkert síður en í Reykjavík. Eftir að reglu- gerðin var sett fækkaði hundum stórlega, þeir einir héldu hunda sem vildu leggja á sig fjárútlát og um- hyggju fyrir dýrunum. Þegar upp er staðið hagnast allir hlutaðeigandi, bæjarfélagið fær tekjur af hverjum hundi, hvert dýr er skráð og fær sitt númer, og framvísa verður á hverju ári vottorði frá dýralækni um hreinsun á hundunum. Bæjarfélagið um skilyrðum fullnægt. f Kópavogi er hundahald bannaö, en í bráðabirgða- ákvæðum nýrrar samþykktar er gert ráð fyrir því að þeir sem nú halda hund í lögsagnarumdæmi Kópavogs fái að halda hundi sínum áfram að gefnum vissum skilyrðum, en ný leyfi til hundahalds almennings verði ekki réð einn af lögreglumönnum bæjar- ins til að annast eftirlit með að reglugerðin væri haldin, og vinnur hann þessi störf á frívöktum frá lögreglustörfum. Óhætt er að full- yrða að reglugerðin hafi reynst ein- staklega vel, vart berast fleiri en 1 til 2 kærur á ári til lögreglunnar. Það er furðuleg skammsýni að neita að horfast í augu við þá staðreynd að hundum og öðrum húsdýrum verður aldrei útrýmt. Þess vegna tel ég nauðsyn fyrir bæja- og borgar- yfirvöld að stinga ekki höfðinu í sandinn heldur setja reglur um þennan málaflokk. Það hefur sýnt sig óhrekjanlega í Seltjarnarnes- kaupstað undanfarin ár að hægt er að leysa þetta vandamál algjör- lega,“ sagði Magnús Erlendsson að lokum. veitt. Þar sem hundahald er bannað er heimilt að veita undanþágur frá banninu ef um sérstök tilvik er að ræða, svo sem ef sótt er um leyfi fyrir hund vegna búreksturs, fyrir lögreglu- og hjálparsveitir vegna gæslu- og björgunarstarfa, fyrir blinda menn þeim til leiðsagnar eða fyrir einstaklinga af læknisfræði- legum forsendum. Ef Garðabær er tekinn sem dæmi stendur í fyrstu grein reglugerðar um hundahald að það sé bannað í Garðabæ. Þessi grein er þó heldur máttlítil því í næstu grein er kveðið á um það að heimilt sé að veita und- anþágur frá banninu gegn því að hundaeigandinn fullnægi ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru m.a. þau að eigandinn sjái til þess að hundurinn gangi ekki laus og ónáði ekki bæj- arbúa. Eins má ekki fara með hann inn á opinbera staði. Þá þarf að greiða leyfisgjald fyrir hundinn, sem var eitt þúsund krónur fyrir sl. ár, en inni í því er falinn kostnaður við hreinsun hundsins og trygg- ingariðgjald. Jóna Bjarkan, hundaeftirlitsmað- ur í Garðabæ, sagði í samtali við blm. Mbl. að gerðist hundaeigandi brotlegur við einhver ákvæði reglu- gerðarinnar mætti svipta hann leyfi til hundahalds. Það væri þó ekki gert fyrr en um ítrekað brot væri að ræða. f Garðabæ eru 220 hundar á skrá. Svipuð reglugerð er í gildi á Sel- tjarnarnesi, en þar eru á skrá um 80 dýr. Leyfisgjaldið þar er nú 1500 krónur á ári. Hundahald á Seltjamarnesi: „Reglugerðin reynist einstaklega vel" — segir Magnús Erlendsson, forseti bæjarstjórnar Ráðstöfunarfé aldraðra: Tryggingaráð undir forsa Jónssonar samþykkti sk< Það var Tryggingaráð undir forsæti Stefáns Jónssonar, fyrrv. þingmanns Alþýðubandalagsins, sem gerði sam- þykkt um skertar greiðslur á lág- marksráðstöfunarfé vistmanna á dval- arstofnunum aldraðra, frá því sem fyrir var mælt í reglugerð og skýring- um tryggingaráðuneytis. Strax og ráðuneytið fékk vitneskju um þennan misskilning var tekin ákvörðun um fulla leiðréttingu. Viðbót á ráðstöfunar- fé í áföngum Þegar lög nr. 91/1982 vóru sam- þykkt var á síðustu stundu sett í þau bráðabirgðaákvæði, sem m.a. mæla fyrir um að ákvæði 26. grein- ar laganna (sem fjalla um lág- marksráðstöfunarfé vistmanna á dvalarstofnunum aldraðra) skuli framkvæmd í áföngum. I þessari grein, sem framkvæma átti í áföng- um, segir efnislega, að vistmaður á dvalarstofnun sem falli undir 17. gr. 2. tl. (dvalarheimili aldraðra) skuli halda eftir til eigin þarfa 25% tekna sinna og aldrei lægri fjárhæð en kr. 1.950 á mánuði, en vistmaður á stofnun er falli undir 3. tl. (sjúkra- stofnun elliheimilis eða hliðstæð stofnun) kr. 1.330 á mánuði. Endanleg reglugerð, sem Svavar Gestsson, fyrrverandi trygginga- ráðherra, setti um framkvæmd þessara laga, var dagsett 14. april sl. Sú reglugerð átti sinn aðdrag- anda. Áður höfðu verið samin drög að reglugerð ráðuneytis Svavars, sem komin vóru það langt á veg að vera send Tryggingastofnun ríkis- ins til kynningar. í þeim drögum var slegið föstum dagsetningum sem tímasettu áfangagreiðslur viðbótar á ráðstöfunarfé vistmanna. Svavar Gestsson Ráðherra dró þessi reglugerðardrög til baka á siðustu stundu og setur nýja reglu gerð, sem dagsett var sem fyrr segir 14. apríl sl. í endan- legri útgáfu er aðeins fyrsti áfang- inn á greiðsluferlinum ákveðinn, sem koma átti til framkvæmda á fyrsta útborgunardegi Trygginga- stofnunar. Ráðherra var þá þeirrar skoðunar að síðari áfanga bæri að ákveða af þeirri rikisstjórn, sem við tæki eftir kosningar sem þá vóru á næsta leiti. Ákvörðun Tryggingaráðs undir forsæti Stefáns Jónssonar Sem fyrr segir var endanleg út- Stefán Jónsson gáfa viðkomandi reglugerðar dag- sett 14. apríl. Af þeim sökum gat fyrsta viðbót ráðstöfunarfjárins komið til greiðslu 10. maí sl. Af hag- kvæmnisástæðum fór Trygginga- stofnunin fram á að fresta þeirri greiðslu til 10. júní, svo sameina mætti hana öðrum útborgunarþátt- um í tölvukeyrslu. Fyrrverandi ráð- herra féllst á þá seinkun. Tryggingafræðingur, sem starfar hjá Tryggingastofnun ríkisins, sendir nú fyrirspurn til viðkomandi ráðuneytis um efnis- og fram- kvæmdaatriði málsins. Hann fær skriflegt svar frá Jóni Ingimars- syni, skrifstofustjóra ráðuneytisins,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.