Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 31 Andakíll: Heyþurrkun med heitu lofti Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! ilvannatúni, Andakíl, 22. september. TÍÐARFAR breyttist um höfuðdag og hafa bændur í Borgarfirði síðan lokið heyskap. Hey eru lítil að vöxt- um og meirihluti heyjanna er afar lélegt fóður, úr sér sprottið eða hrak- ið. Votheysverkun varð ekki við komið að gagni í lágsveitum eftir að kom fram í ágúst, því varla þornaði af stcinum svo dögum og vikum skipti. Tún urðu ófær yfirferðar með vélum sökum bleytu og um annan heyskap en vélaheyskap er ekki að ræða. Mjög kalt vor og sein gras- spretta vegna kulda allt sumarið bjargaði því að gras spratt seint úr sér og varð ekki að sinu. Fátítt er — og á síðustu áratugum óþekkt — að tvær frostanætur komi í júlí. Það gerðist í sumar með þeim afleiðingum að kartöflu- grös skemmdust sums staðar i júli og margsinnis í ágúst. Því undrar það engan, að uppskeran sé lftil sem engin. í sumar og í fyrra nýttu sér tæplega 20 bændur heitt vatn frá Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar til súgþurrkunar. Bændur, sem búa við þá kvöð að hitaveitu- stokkurinn liggur um lönd þeirra, og búa við þau hlunnindi að fá afnot af heitu vatni þaðan, hafa fengið gott tilboð um notkun vatns til súgþurrkunar. Þeir greiða eng- an stofnkostnað annan en lögnina og HAB selur vatnið á hluta af venjulegu verði, án þess að leggja í umtalsverðan kostnað og má telja þetta hagstæð viðskipti fyrir báða aðila. Súgþurrkun með hit- uðu lofti bjargaði heyskap þessara bænda að hluta í sumar og í venju- legu árferði ætti að vera hægt að slá og hirða skjótar og fá betri hey. Það er mál þeirra, sem reynt hafa, að stofnkostnaður við loft- hitunina margskili sér strax á fyrsta ári. Gott heimafengið fóður hlýtur að vera öruggusta trygg- ingin svo búfénaður skili arði. KJ. Læknastofa mín flytur í Domus Medica 1. október 1983. Tímapant- anir 9—18 í síma 25305, símatími mánudag, miöviku- dag og fimmtudag 13.15—14.00. Þriðjudag og föstudag 10.30—11.00. Björgvin Bjarnason, læknir. Styrkið og fegrið líkamann Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Dömur og herrar. Ný 4ra vikna námskeið hefjast 3. okt. Hinir vinsælu herratímar í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eöa þjást af vöövabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. w Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. J Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Stykkishólmur: Fimmtíu ára klausturaf- mæli tveggja reglusystra Fransiskureglunnar StykkLshólmi, 23. september. LAUGARDAGINN 17. þessa mánaó- ar áttu tvær reglusystur Fransiskus- reglunnar í Stykkishólmi 50 ára klausturafmæli og var þess ríkulega minnst þann dag. Hófst afmælishá- tíðin með bænastund og síðar messu sem presturinn í Landakoti, séra Ág- úst, framkvæmdi. Eftir messu var boðið til kaffis og þar rætt og rabbað saman. Sunnudaginn 18. sept. var svo öldruðu fólki í Stykkishólmi sér- staklega boðið til fagnaðar og voru þar margir mættir og mikil gleði yfir hátíðlegri stund. Það sást best um þessi tímamót hversu mikil ítök systurnar hér og þeirra starf á í hugum fólksins og það eru ekki fáir sem vinna í þjónustu sjúkra- hússins. Önnur systirin, Anna, er búin að starfa hér frá opnun sjúkrahússins 1935 og systir Rósa hefir styttri feril hér, en hún hefir starfað og stjórnað prentsmiðju þeirra systra sem þær reka af myndarbrag og prenta öll eyðu- blöð fyrir bæjarbúa og fleiri, auk bóka sem þær hafa gefið út. Einn- ig er málgagn katólskra á Islandi, Merki krossins, prentað í prent- smiðjunni en ritstjóri þess er Torfi ólafsson og var hann einnig mættur til að fagna þessum gleði- lega áfanga systranna. Ég átti þess ekki kost að vera í þessum fagnaði þar sem ég var kvaddur til annarra starfa, en þegar heim kom, heimsótti ég sjúkrahúsið og það leyndi sér ekki gleðin yfir vel heppnaðri afmæl- ishátíð. Báðu þær mig að flytja bæjar- búum og öðrum velunnurum sínar bestu kveðjur og þakkir fyrir vin- semd alla og vil ég ljúka þessum pistli mínum með því að þakka þeim einnig fyrir vel unnin störf hér, og ánægjuríka samfylgd. Það verður seint metin sú gæfa Stykk- ishólms og íbúa að þessi ágæta regla hóf hér líknarstörf fyrir tæpum 50 árum. Fréttaritari. Haglabyssur — Haglabyssur fyrir gæs og rjúpu Hinar margeftirspurðu CBC-einhleypur eru komnar. 3“ magnum með sjálfvirkum útkastara. 30“ hlauplengd. Verö aðeins 4,950,- Hafið samband við viðkomandi útsölustaði. Takmarkaö magn. Útsölustaðir O.H. Jónsson hf., Sundaborg 31. sími 83518, Reykjavík. VESTURRÖST LAUGAVEGI 178 EYFJÖRÐ HF„ AKUREYRI, K.H.B. SEYDISFIRDI, K.H.B. REYÐARFIRÐI. SKIPASMÍÐASTÖÐ MERSELIUSAR BERNHARDSSONAR, ÍSAFIRÐI. O Lux HELGARFERÐIR - VIKUFERÐIR ^Apglýsinga- síminn er 2 24 80 Flug' og bíll Verð frá krónum 8.190,- Nánari upplýsingar fast hjá Söluskrlf- stofum Flugleiða umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. 0 FLUGLEIDIR . Gott fólk hjá traustu félagi Á Opiö í kvöld til kl.2C UAPITATTP Skeifunni 15 IlAVrlVAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.