Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.09.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1983 27 tilefni námstefnunnar, en Árni er í hálfu starfi hjá Áfengisvarn- arráði og hálfu starfi hjá menntamálaráðuneytinu, til að aðstoða kennara og útbúa náms- efni um ávana- og fíkniefni og áfengi. Þeir Sigurður og Árni sögðu starfsvið Árna einkum vera að fá Kennaraháskólann til að veita kennurum aukna mennt- un á þessu sviði, og fá síðan kennara til að taka efnið fyrir í kennslu sinni á nýstárlegan hátt. Þeir sögðust vera þeirrar skoð- unar að fræðsla um áfengi og fíkniefni ætti að vera innan skólakerfisins, þó vissulega væri vel þegin aðstoð og framlög ann- arra aðila, sem mjög hafa beitt sér í þessum málum undanfarin ár. Slíkt starf kæmi þó aldrei í stað eiginlegrar skólakennslu. Við kennslu bæri síðan að leggja áherslu á að einangra ekki fræðslu um áfengis- og fíkni- efnamál, heldur ætti kennslan að tengjast sem mest öðru náms- efni, svo sem heilsufræði, nær- ingarfræði, samfélagsfræði, fé- lagsfræði og siðfræði, svo dæmi væru tekin. Óumdeilanlegt væri að áfengis- og fíkniefnavanda- mál tengdust nær öllum þáttum nútímaþjóðfélags, og því bæri ekki að einangra kennslu í þess- um efnum eins og um væri að ræða afmarkaða hluti, utan hins daglega lífs. „Það þýðir ekki að halda þessu aðgreindu," sagði Sigurður, „það verður að beita nýjum aðferðum. Við sjáum til dæmis með reykingarnar: Öllum er ljós skaðsemi þeirra, en þó pú- ar fólk líf og blóð. Könnun meðal sænskra menntaskólanema leiðir í ljós, að um 90% þeirra neyta áfengis. Um leið kemur það svo í ljós, að aðeins um 10% þessara segjast hafa gaman af áfengis- neyslu! Hér þarf með öðrum orð- um að hjálpa fólki til að taka sínar eigin ákvarðanir, styrkja fólk til að gera það sem það sjálft vill. Skólinn á ekki endilega að vera með eða á móti áfengis- eða fíkniefnaneyslu, en hann á að benda á hætturnar og hann á að brýna fyrir fólki að það taki sín- ar eigin ákvarðanir án þrýstings frá hópnum." Fundarherferð BSRB stendur sem hæst Fundarherferð BSRB um samn- ingsrétt og kjaramál stendur nú sem hæst, segir { frétt frá bandalaginu, en í þessari herferð verður fundað á 26 stöðum úti um land, auk vinnu- staða eða félagsfunda einstakra að- ildarfélaga BSRB. I frétt BSRB segir, að fundir þessir um samningsrétt og kjara- mál hafi tekizt mjög vel í alla staði og hafi þátttaka verið góð. I dag verða haldnir fundir á Patreksfirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Hvolsvelli og Höfn í Hornafirði. Þá verða haldnir fundir með Starfsmannafélögum Hafnarfjarðar og Garðabæjar í Hafnarfirði og í Starfsmannafé- lagi Reykjavíkurborgar. Fundunum verður síðan haldið áfram í næstu viku og verður fundað mánudag, þriðjudag, mið- vikudag og fimmtudag í Reykjavík og Kópavogi. ERANN ÁNORÐA og Húsgagnahöllin í Bíldshöíða er stútiull aí norðanvörum. Góðum vörum á góðu verði, sem íjúka út jainharðan. Við opnum í dag klukkan 1. Á boðstolum: Gallabuxur, úlpur, peysur, sokkar, skór i ollum regnbogans litum ______og mörgum gerðum og barnafatnaður alls konar. Enntremur: Kvenkápur, kjólar, pils og tískuvorur ur ull. Jjíka: Herralot, stakar buxur, stakir tweed jakkar, trakkar og etnisbutar. Þar að auki: Teppabutar, aklœðisefni og gluggatjold, buxnaetni, einlitt og teinótt terylene og gullíalleg ullarteppi á gjatverði. Einnig: Teppagœrur, mokkaskinn í mörgum litum, mokkatatnaður og mokkahútur. OPIÐ Og auðvitað: Garn, m.a. i stórhespum, loðband og lopi. £Fimmtudag kl. 13 - 22 Strœtisvagnaierðir irá Hlemmtorgi: Leið 10. ★J m VSA J £* SAMBANDSVERKSmjANNA A AKUREYPI Stakir jakkar og buxur. Aldrei glæsi- legra úrval, m.a. yfirstæröir. Ný sending. Hagstætt verö. GEíSIB? TÖLVU RiTuinnsLfl MARKMIÐ: Notkun ritvinnslukerfa i stað ritvéla hefur verið að færast mjög í vöxt hér á landi sem annars staðar á undanförnum árum. Til skamms tfma hefur þó ritvinnsla á minni tölvur átt erfitt uppdráttar hérlendis vegna erfið- leika við islenska stafrófið. Nú má segja að þeir séu að miklu leyti að baki og ber {jöldi ritvinnslukerfa á markaði í dag vott um það. MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að kenna ritvinnslu á minni tölvur. Eftir námskeiðið munu þátttakendur vera færir um að nota ritvinnslukerfi i starfi sinu. EFNI: Á námskeiðinu fá þátttakendur æfingu og þjálfun í notkun rit- vinnslukerfa. Bein kennsla fer fram á Wordstar, Scripsit og Applewriter en einnig verða kynnt efni frá Heimilistækjum, K. Skagijörð, Micró- tölvunni, Rafrás, og Tölvubúðinni. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa hug á að kynnast kostum rit- vinnslukerfa og þjálfast í notkun þeirra. STAÐUR OG TÍMI: Síöumúli 23. 3. hæð. 3.-6. oktúbur Id. 1315-1715 TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ATH: Verslunarmannafélag Reykjavfkur og Starfsmenntunnarsjóður Starfsmanna ríkisstofnanna greiðir þátttökugjald fyrir félaga sina á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa viðkomandi skrifstofur. kSTJÓRNUNARFÉLAG ^ÍSLANDS IM23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.