Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JULI 1981 Tökum börnin með í kirkju! Ilversvejína? Vegna þess, að þau tilheyra kirkjunni, fjölskyldu Guðs á jörð. I guðsþjónustunni kemur sú fjölskylda saman til fjöl- skylduhátíðar. Þar gleðjumst við yfir því að vera til, og þökkum Guði fyrir allt það góða, sem hann gefur okkur. Við hlustum á Guðs orð og biðjum saman hvert fyrir öðru og hvert með öðru, og við neytum saman máltíðarinnar við Guðs borð, altarið. Þetta er í stuttu máli eðli þeirrar athafnar, sem við í daglegu tali köllum mes.su. Því miður hefur áherslan oft verið um of á hinum stífa og þunglamalega hátíðleika, og harla lítið umburðarlyndi gagn- vart „truflunum" óvita. Þetta er sem betur fer að breytast mikið, og þær breytingar, sem' m.a. er stefnt að með hinni nýju „Hand- bók íslensku kirkjunnar“, sem nú er nýkomin út, miða að því, að guðsþjónustan verði opnari, frálslegri og meira lifandi sam- félagi. Orð Jesú eru líka ótvíræð: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki,“ og: „Nema að þér snúið við og verðið eins og þörnin komist þér alls eigi inn í himnaríki." Hið kristna samfélag nær líka til barnanna. Við vitum það líka, að börnin læra mest á því að líkja eftir hinum fulloðrnu. Þessvegna er ekkert eðlilegra í kristnu uppeldi en að þau fái að sjá og upplifa guðsþjónustu kirkjunnar ásamt með fjölskyldu sinni. Það er bara ekki svo auðvelt! „Börnin eiga svo erfitt með að sitja svo lengi." Það er satt, og auðvitað kostar MIN fj KIRKEBOK það þjálfun, eins og flest annað. Best er að byrja nógu snemma. Góð regla er að sitja nógu innarlega, svo börnin sjái vel það, sem fram fer. Margir reyna að venja börnin við með því, að Á ÞIG, Jesú Krist, ég kalla, Veit, að það, sem heimur heldur kraft mér auka þig ég bið. heill, ei dragi mig frá þér. Hjálpa þú mér ævi alla, Það, sem fyrir gott hann geldur, að ég haldi tryggð þig við. gjarnan spott og vanþökk er, Líkna mér og lát mér falla en það sælu æðstu veldur, Ijúft að stunda helgan sið. ef vér, Drottinn, hlýðnumst þér. Eg svo hlýði ætíð þínum Þá skal trú mín, þýði Herra, elskuboðum, Herra minn, þægan ávöxt bera sinn, votti trú í verkum mínum, Drottins ætíð dýrðin vera, vel að reki’ eg feril þinn, dug og kraft er efldi minn, þinni raust með sannleik sínum fasta vörn skal fyrir bera, sífellt gegni varfærinn. freistar mín ef heimurinn. Fullkomnun, sem fyr’ir mig lagðir, Heyrir þú mitt hróp, ég treysti, framt ástunda gef þú mér, Herra, þér, og stenzt ég þá. þá að elska, sem þú sagðir, Þótt mín syndir þráfalt freisti, samt af alhug varast hér þú mér aldrei víkur frá, neinn að fleka fölsku bragði, en mér sendir sanna hreysti, fyrst að bræður erum vér. sigri frægum loks að ná. Agricola — Sb. 1589 — Jón Espólín taka aðeins þátt í hluta mess- unnar til að byrja með, sitja t.d. fram að prédikun fyrstu skiptin, og bæta þannig smám saman við. í kirkju einni, sem þég þekki til eru myndabækur með Biblíu- sögum, sem meðhjálparinn lánar börnunum til að stytta þeim stundir. Mikilvægt er að gefast ekki upp, segja aldrei: „Þetta geri ég aldrei aftur!" Og mikil- vægt er, að börnin finni helgi þess, sem fram fer, sjái að foreidrarnir taka þátt í því, sem fram fer, syngja með, lúta höfði og loka augum í bæn og taka undir svörin, trúarjátninguna og „Faðir vor“, eru með. Þannig skynja þau að messan er samfé- lag. En hvað þejrar er altarisRaniía Takið þá börnin með til altar- is! Látið þau krjúpa með ykkur við gráturnar. Presturinn leggur hönd sína á höfuð barnanna með blessunarorðum. Samkvæmt samþykkti kirkjuþings og með hinni nýju Handbók þá er heim- ilt að útdeila ófermdum börnum altarissakramentinu ef þau eru í fylgd foreldra sinna eða ann- arra aðstandenda, en nauðsyn- legt er, að þeir foreldrar, sem þess óska láti prestinn vita og undirbúi börnin með því að segja þeim hvernig við minnumst Jesú á þennan hátt og mætum hon- um, eins og hann lofaði sjálfur á skírdagskvöld. Tökum börnin með í kirkju! Sameiginleg kirkjuferð fjöl- skyldunnar á helgum degi verð- ur brátt ómissandi þáttur fjöl- skyldulífsins og ómetanleg upp- spretta gleði og blessunnar. Dæraið ekki! Eitt af því sem allt of mikið einkennir samræður manna er illt umtal. Mikl- um tíma og mikilli orku er óneitanlega varið í að tala illa um náungann, baktala hann, gera lítið úr honum og helst niðurlægja hann. Fátt hefur orðið til meiri skaða í sögu aldanna en einmitt þetta. Dæmið sem Jesús tekur í einu guðspjalla dagsins er um bjálkann og flísina og hann spyr: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkan- um í auga þínu?“ — Þetta er sönn lýsing á eðli og framkomu mannsins. Við eigum svo undur auðvelt með að sjá það sem miður fer í fari annarra. Oft gerum við í því að finna veiku hliðar samferða- mannanna til þess síðar að geta gert lítið úr þeim og helst dæmt þá út frá því. Það er raunar ótrúlegt hvað menn geta lagst lágt í að dæma aðra án þess oft á tíðum að gera minnstu til- raun til að setja sjálfa sig í spor viðkomandi. Dæmið ekki til þess að þér verðið ekki dæmdir! — M.ö.o. við erum hvött til þess að spyrja okkur sjálf áður en við kveðum upp dóm yfir öðrum. Enda er gott að spyrja sem svo: Hvernig hefði ég sjálfur brugðist við í sömu aðstæð- um og náungi minn sem féll í synd eða þurfti að láta í minni pokann út af ein- hverju? Hvernig hefði ég brugðist við ef ég hefði mætt sömu aðstæðum og sá sem gjörsamlega hefur orð- ið undir í lífsbaráttunni? — Það er auðvelt að benda á rónann sem flækist um göturnar dag eftir og dag og hneykslast á ræfildómn- um í honum. Er ekki oft sagt um slíka menn að þeir séu bara aumingjar sem eiga að rífa sig upp og fara að vinna eins og aðrir menn. En þegar við förum að setja okkur inn í líf þeirra þá verður oft annað upp á teningnum. Þannig er það í öllum málum, við þurfum að læra þá list að setja okkur í spor þeirra sem við áfellumst og breyta við þá eins og við vildum að breytt yrði við okkur við sömu aðstæður. Bjálkinn í okkar eigin auga er víst sannarlega fyrirferðarmikill ef við skoðum líf okkar í sann- leika, hvað þá ef við gerum það í ljósi Guðs orðs, en það skulum við einmitt gera í dag út frá orðum Jesú í Fjallræðunni. Bibliulestur vikuna 12.-18. júlí Sunnudagur 12. júlí Lúk. 6,36-42 Mánudagur 13. júlí Jóh. 8,1-11 Þriðjudagur 14. júlí II. Kor. 2,5-11 Miðvikudagur 15. júlí Matt. 5,43-48 Fimmtudagur 16. júlí Matt. 18,15-20 Föstudagur 17. júlí Róm. 15,1-7 Laugardagur 18. júlí Gal. 6,1-5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.