Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1981 4 5 Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÖTTIR Laxinn er mikill merkisfiskur. Það er ekki aðeins við hér sem höfum dálæti á því lostæti. Lax er alls staðar hafður í hávegum þar sem hann veiðist og það er nokkuð víða, og var þó enn víðar áður fyrr. Þá veiddist hann í ýmsum ám í Evrópu, t.d. í Þýzkalandi, Frakklandi og Póllandi, en þar sést hann víst vart lengur. Skotar og Irar veiða enn sinn lax og hefur tekizt að vernda hann þrátt fyrir aðsteðjandi mengun og mann- virkjagerð við árnar. Rússar veiða hann sömuleiðis, svo og Finnar og aðrir Norðurlandabúar. Laxinn er í Atlants- hafi og það liggur einnig að Kanada og Bandaríkjunum og einnig þar njóta menn góðs af laxinum, og meta hann mikils. Svo er til Kyrrahafslax, frábrugðinn Atlantshafslaxinum. Og aðrar tegundir eru í Miðjarðarhafinu, í Svartahafi og Kaspíahafi. Laxinn fer því býsna víða og nafn hans kemur fyrir í mörgum tungumálum. Það er ekki óforvitnilegt að huga að þeirri hlið málsins. Karl- og kvenfiskurinn heita hængur og hrygna á íslenzku. Orðið hængur er örugglega dregið af króknum á kjafti karlfisksins. Hrygna er dregið af hrogn, af skiljanlegum ástæð- um. Orðið lax er germanskt, og skyld orð eru notuð um fiskinn í germönskum málum, nema hvað á ensku heitir hann salmon, sem er rómantískt orð, en einnig t.d. í slavneskum málum og svo í tokkarísku. Hún er indó-evrópskt mál, sem var síðast talað í sinkíang, lengst inni við eyðimerkur Asíu, rétt áður en Island byggðist. I tokkarísku þýddi orðið lax reyndar fiskur, enda var líklega langt um liðið síðan Tokkarar sáu laxinn sjálfan. Eins og laxinn var útbreiddur hér áður fyrr, eins var líka mikið af honum. Iðnlærlingar á miðöldum lærðu ekki aðeins hjá meistara sínum heldur sváfu þar einnig og borðuðu. Á þeim stöðum, þar sem mest var um lax, settu lærl- ingarnir gjarnan það skilyrði að þeim væri ekki borinn lax oftar en tvisvar í viku. Þetta er gjarnan rifjað upp þegar minnt er á að á þessum sömu stöðum hefur lax ekki sést síðan á síðustu öld. Sagan minnir okkur líka á að það er mjög gott að bragða lax öðru hverju, en þetta er matarmikill og seðjandi fiskur og því enginn hversdagsmatur. Og það er sagt að hundarnir í Biskupstungum hér áður fyrr hafi lagt niður skottið og laumast út þegar þeir heyrðu orðið lax. Vegna þess hve laxinn er víða til, eru til fjarska margar og mismunandi upp- skriftir að honum. Það er því um auðugan garð að gresja þegar hugað er að laxuppskriftum. Hér á eftir ætla ég aðeins að spjalla um laxmatseld víðs vegar um heimkynni laxsins. Fyrr á öldum var erfitt að geyma mat, t.d. lax, sem aðeins náðist í á tilteknum árstím- um. Þá var laxinn gjarnan saltaður. Svíar gera enn nokkuð af því að léttsalta lax, þ.e. leggja hann í saltpækil og láta hann liggja í 1—2 sólarhringa. Þetta kalla þeir að rimma lax. Auk þess að sjóða laxinn og borða þannig, bjuggu þeir og búa enn til laxbúðing úr söltuðum laxi. Þá er settar kartöflu- sneiðar í form, laxbitum og kartöflu- sneiðum raðað á og loks lok úr kartöflu- sneiðum efst, eggjum og rjóma er síðan hellt yfir og þetta bakað í ofni. Sömu- leiðis útvötnuðu þeir stundum saltaðan lax, veltu svo sneiðum upp úr eggi og brauðmylsnu, steiktu og báru fram með kartöflum og kúrenusósu. Báðir þessir réttir tilheyrðu hefðbundnum sænskum páskamat. Laxbúðingurinn er enn nokk- uð algengur. í stað kartaflna eru oft notuð hrísgrjón. Önnur gömul geymsluaðferð var að grafa laxinn, léttsaltaðan. Afbrigði af þessari aðferð er hinn mjög svo vinsæli graflax. Jafnmiklu af salti og sykri er stráð á flök, ásamt nýju dilli. Flökin eru lögð saman og látin liggja í um tvo Lax sólarhringa. Það er reyndar hægt að grafa annan fisk og einnig kjöt. Finnar kunna ýmislegt fyrir sér í matargerð, t.d. að búa til góða laxsúpu. I hana nota þeir lax og kartöflur. Lax, þ.e. haus og sporður, er soðinn ásamt piparkornum, lauk, gulrótum og lárvið- arlaufi. Síðan er soðið síað frá, og kartöflur, skornar í bita, soðnar í soðinu. Og þá kemur spurningin: Á að setja mjólk eða ekki í súpuna? Um það eru Finnar ekki sammála. En ef það er gert, þá er hún sett í þegar kartöflurnar eru soðnar til hálfs. Þegar þær eru fullsoðn- ar, er laxinum bætt í í bitum og súpan borin fram. Samkvæmt finnskri venju er þessi súpa ekki forréttur, heldur aðal- réttur, gjarnan með gerpönnukökum, líkum rússneskum blini, í eftirrétt. Og þetta minnir okkur á að laxsúpur eru veglegur matur, sem vert er að hafa bak við eyrað, ekki sizt af því að þetta er drjúgur matur. Austurríkismenn þurfa vart að hug- leiða laxasuðu um þessar mundir, en í uppskriftasafni, sem ábótinn í Mána- vatnsklaustri (Mondsee) átti 1453 er m.a. uppskrift af laxi, soðnum í bjór, já gat nú verið ... Á þeim tíma tíðkaðist það að ríkismenn arfleiddu klaustur að pen- ingaupphæð til að láta syngja minn- ingarmessu um sig á andlátsdegi sínum eða árstíð. Jafnframt var munkunum borið eitthvert lostæti fyrir ómakið, Sömuleiðis greitt af þessum peningum. Peningagjöfin kallaðist pittans og fljót- lega var farið að kalla mat, sem greiddur var með þessum peningum, sama nafni. Það er einmitt laxapittans sem lýst er í handriti ábótans. Það var búið til soð úr vatni, og bjór til helminga, kryddjurtum, salti og ediki og látið sjóða um stund. Síðan voru laxasneiðar látnar sjóða í soðinu og bornar fram heitar. Væntan- lega hefur þessi réttur fallið vel í smekk munkanna við Málavatn á því herrans ári 1453 ... Frakkar kunna ýmislegt fyrir sér í matargerð, eins og alkunna er. í þorpinu Caudebec við Signufljót, rétt fyrir ofan Rúðuborg, Rouen, búa þeir til laxahleif. Þeir sjóða lax og láta hann kólna. Síðan eru kartöflur soðnar, og þær stappaðar með smjöri, rjóma, kryddjurtum og skalotten-lauk. Stappan á að vera nokk- uð stíf. Þá er laxinum bætt í í bitum og vætt í með ofurlitlu hvítvíni eða eplavíni. 'Dropi af eplabrennivíni þykir setja punktinn yfir i-ið. Síðan er þetta sett í form og látið jafna sig í a.m.k. 6 klst, en gjarnan um nótt. Hleifurinn er borinn fram, skorinn í þunnar sneiðar, ásamt rjóma, bragðbættum með salti og pipar, sítrónusafa og kryddjurtum. Slíkur rétt- ur sómir sér vel á kalt borð, ekki satt... Rússar búa til firna góðar laxsúpur. Einna þekktasti laxarétturinn þeirra er reyndar nokkurs konar laxhleifur, kule- byaka. Kulebyaka er pæi, og fyllingin getur verið allt mögulegt. Fyrst er búið til gerdeig og fylling. Fyllingin er síðan sett inn í deigið og allt bakað saman.a Hleifurinn er ýmist borinn fram heitur eða kaldur, gjarnan með sósu úr sýrðum rjóma. í hleifinn er notaður lax, sem er steiktur í smjöri, ásamt svolitlu af lauk. Þessu er svo blandað saman við söxuð, harðsoðin egg, ásamt hráu eggi, kryddað dilli og pipar, áður en deiginu er vafið um og bakað. Soðin hrísgrjón eru gjarnan notuð undir og yfir fiskblönd- una, og það finnst mér býsna góð útgáfa. Þá er bleytt svolítið í grjónunum með eggi og e.t.v. sýrðum rjóma, auk dills. Ef við leggum land undir fót og höldum yfir hafið til Kanada og Banda- ríkjanna, verða væntanlega á vegi okkar ýmsir góðir laxaréttir. Bandaríkjamenn hafa komist upp á lag með að matreiða bæði kjöt og fisk á brettum úr hickory- viði eða eik. Vafalaust er þetta einhver gömul eldunaraðferð. Maturinn er þá settur á bretti, sem eru fyrst smurð olíu. Síðan er hann bakaður í ofni eins og þarf og loks borinn fram, gjarnan er þá bretti á mann. Þessi aðferð hentar einkar vel við lax. Japanir borða eðlilega ekki Atlants- hafslax, en þeir kunna vel að fara með fisk. Þeir borða hann t.d. oft hráan. Ef þið eigið glænýjan lax, þá er það sannkallað lostæti að skera hann í þunnar ræmur og bera fram með góðri, ekta sojasósu. Já, það er eftirminnilegt lostæti ... Eg vona að ykkur detti eitthvað gott í hug út frá þessu rabbi hér á undan, næst þegar þið standið með laxbita í höndun- um. En það er ekki ósennilegt að fyrsta laxbitann sjóðið þið, því soðinn lax með kartöflum og smjöri er vissulega herra- mannsmatur. ISUZU pf_ Hverjar sem þarfir þínar eru, Isuzu-pallbíllinn er lausnin. Með margbreyti- legum fylgibúnaði og bensín^eða dísilvél uppfylla þeir ólíklegustu þarfir^ vinnubíla og sport- eða skemmtibíla. Engu skiptir hvernig búinn þú veftir þér Isuzu, þú færð aðeins það, sem er betra en þú bjóst við; þægindi ökumanns og farþega, endingu og sparneytni véla, sem kreista orku úr hverjum dropa. Þegar þú sérð Isuzu-pallbílinn veistu undir eins að hann er byggður fyrir þínar þarfir. ISUZU SAMBANDSINS Á rmúia 3 Reykjavík Sími38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.