Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1981 Borgarbændur í heyskap Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til ad fólk megi slá og hirða ýmsa græna reiti borgarinnar á eigin tilkostnað. Þeir sem eiga hesta eða sauðfé hafa nýtt sér þessa aðstöðu og víða má nú sjá borgarbændur við slátt eða önnur heyverk Jóhannes Þ. Jónsson í hávöxnu grasi Sigtúns, en hann byrjar sláttinn í nœstu viku. Magnús Sigtryggsson og börn hans Sigríöur og Sigtryggur uppi á vörubílspallinum, sem flytur heyiö þeirra í hlööu. Gunnlaugur Valdimarsson var aö raka slægjunni í garða fyrir sunnan Norræna húsiö. I>að hefur tíðkast lenK> hjá Reykjavik- urborK. að veita hestamönnum ok sauð- fjárhændum á höfuðborgarsvæðinu, leyfi til að slá (>k hirða stærri spildur horgar- innar ofan í skepnur sínar. EinnÍK hefur horKÍn leyft fólki að hirða það hey, sem borKarstarfsmenn hafa þe^ar sleKÍð á hinum ýmsu Krænu reitum höfuðborKarinnar. f samtali við Theódór Halldórsson yfirverkstjóra ok Grétar Einarsson, sem hafa umsjón með þessum sva>ðum, kom fram. að þetta fyrirkomulaK hefði reynst prýðileKa hæði fyrir borKÍna ok þessa áKætu borKarhændur, þvi þarna spöruðu báðir aðilar sér fjármuni. Eftirspurn töluverd Sögðu þeir Theodór og Grétar, að það væru einkum hestaeigendur, sem nýttu þessa aðstöðu. Þau skilyrði eru sett af hálfu borgarinnar, að þeir sem slá sjálfir, beri einnig á túnin og hirði heyið eins fljótt og mögulegt er. Eftirspurnin eftir þessum hlunnindum, sögðu þeir töluverða, en þó hefði dregið úr henni á þessu ári og töldu þeir það stafa af því, að hey hefði verið mjög ódýrt á síðastliðnu ári. Þeir sem ganga vel um sín svæði fá úthlutað aftur, ef þeir óska þess, en venjulega er það sama fólkið, sem hirðir þessi lönd ár eftir ár. Aðspurðir, hvort ekki væri mikil blý- mengun i heyinu frá bílaumferð, því flest eru svæðin í nánd við fjálfarnar umferð- argötur, sagði Grétar að tekið hefði verið sýnishorn af grasi á þessum svæðum og það rannsakað. Ekki hefði fundist veruleg mengun, sem ætti að geta skaðað skepn- urnar. Það er venjulega á vorin, sem sótt er um þessa aðstöðu og um og eftir miðjan júní hefst heyskapurinn. Nú er komin júlí og víða má sjá borgarbændurna, ef má kalla þá svo, að störfum. Við hittum nokkra þeirra í vikunni og tókum þá tali. Öll fjölskyldan í heyskapnum Inn við Ægissíðu var Magnús Sig- tryggsson og börnin hans þau Sigríður og Sigtryggur, að ljúka við heyskapinn. Þau voru búin að setja síðasta heyhlassið upp á stóran vörubíl og voru um það bil að aka brott er blaðamann bar að. Sagði Magnús, að þetta væri þriðja sumarið, sem hann og fjölskylda hans heyjuðu á Ægissíðunni. Þau væru með fimm hesta upp við Rauðavatn og hefðu aldrei þurft að kaupa hey síðan þau fengu þessari spildu úthlutað. Kváðu þau þetta besta fóður, sem völ væri á, vegna þess að töluvert salt væri í heyinu, sem bærist frá sjónum. Þó mikill sparnaður væri af því að heyja sjálfur, sagði Magnús, að það væri ekki aðalástæðan fyrir þessum framkvæmdum heldur nyti öll fjölskyldan heyskaparins og útiverunnar, sem henni fylgdu. Magnús var einmitt í sumarfríi og sagðist venjulega nota fríið sitt til þessara verka. Heyjar ánægjunnar vegna Gunnlaugur Valdimarsson er einn þeirra, sem fengið hefur spildu til að slá og hirða, en það er hin fræga Vatnsmýri sunnan við Norræna húsið. Gunnlaugur er hestabóndi úr Kópavoginum. Hann kvaðst leigja sér traktors-sláttuvél og fá mann til að slá fyrir sig. En sjálfur dreifði hann úr heyinu, rakaði því saman og flytti síðan á brott, annaðhvort á vörubíl eða í lítilli kerru, sem hann hefur aftan í bíl sínum. Gunnlaugur kvaðst hirða ofan í skepnur sínar ánægjunnar vegna einnig hefðu lítil frændsystkini hans og ungir vinir þeirra mikla skemmtun af heyverkunum og mættu alls ekki til þess hugsa að verða af þessu gamni. Gunnlaugur er með fjóra hesta og kvaðst fá fóður fyrir tvo þeirra, þegar búið væri að draga allan tilkostnað frá. Kvaðst hann reyna að stóla á veður- spána, þegar hann hæfi heyskapinn og kvað það dagsverk að slá en síðan þyrfti hann tvo daga til að þurrka heyið og raka því saman og koma í hlöðu. Gunnlaugur gerði lítið úr menguninni og sagðist hafa fengið vin sinn, sem vinnur á Keldum, til að rannsaka heyið og sagði sá, að lítil mengun fyndist í því, svo óhætt væri að gefa það skepnunum. Ekki banginn viö mengunina Jóhannes Þ. Jónsson var eitt sinn bóndi norður í Skagafirði en rekur nú vinnuvéla- leigu. Jóhannes á hesta en vildi ekki segja frá því hve margir þeir væru, eða eins og hann sagði: „Hver hefur heyrt um Skag- firðing, sem gefur upp hestaeign sína?“ Jóhannes slær Sigtúnið og hefur gert það undanfarin sex ár. Hann kvaðst hafa gaman af því að hirða og heyja ofan í hrossinn sín, sagðist vilja gera allt sjálfur fyrst hann væri að þessu á annað borð. Það eru líka hæg heimatökin hjá Jóhannesi þar eð hann rekur vinnuvéla- leigu. Jóhannes notar því nýtísku vélar við heyskapinn, það er að segja slátturþyrlu til að slá snúningsþyrlu, til að snúa heyinu, múavél til að múa og heybindivél til að raka heyinu saman og binda það. Svæðið, sem Jóhannes hefur til afnota er á fjölförnum stað eða framan við Hótel Esju, enda sagðist Jóhannes þurfa að vanda mjög til verka, því krafist væri mikillar hirðusemi. Sprettan hefur verið góð í sumar, að sögn Jóhannesar, en kalblettir á stöku stað, þó í minna mæli en hjá alvöru bændum. Fjölskylda Jóhannesar hjálpar honum við heyskapinn og sagði Jóhannes, að hann gæti tekið allt frá þremur dögum upp í hálfan mánuð eftir því hvernig viðraði. Hvort sparnaður væri af þessu fyrir- tæki, vildi Jóhannes ekki gera mikið úr en sagði það fara eftir því hvernig þessir hlutir væru reiknaður út. Auðvitað kæmi þetta tiltölulega vel út fyrir sig, þar sem hann ætti allan vélarkost og gæti eytt frítíma sínum til þess arna. Við mengun kvaðst Jóhannes ekki banginn og kvað sína hesta hafa fóðrast vel af heyinu af Sigtúni. x-x-x-x-x-x Hvort þessir ágætu hestabændur halda töðugjöld eins og tíðkast víða til sveita, vitum við ekki. Þeir fagna þá góðum heyfeng eins og aðrir bændur og lofa máttarvöldin ef vel viðrar til þessara útiverka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.