Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 1
Sunnudagur 12. júlí Bls 33—64 HÚS SKÁLDSINS RlS ÚR ÖSKUSTÓ eftir Jane McCracken I kvöld ætla ég að tala við ykkur um íslenska þjóðskáldið Stephan G. Stephansson, eða Stefán G., eins og hann var og er gjarnan nefndur. Hann hefur einnig fengið sæmdarheitið „mesta ljóðskáld Vesturheims" og þá er ekki verið að miða við Island heldur alla Vesturálfu, og víst er að hann hefur verið eitt frjóasta og afkastamesta ljóð- skáld Kanada. Ljóðin, sem hann orti á sjötíu og fjögurra ára æfiskeiði, og sem hann nefndi Andvökur, voru gefin út í 6 bindum. Yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra er áhrifamikil og sönn ljóðlist. Hver var hann svo þessi maður og hvers eðlis voru þær ástriður sem knúðu hann til slíkrar Ijóðagerðar á andvöku- nóttum? Var hann einstakt fyrirbæri eða fulltrúi fornrar menningar í framandi um- hverfi? Stefán Guðmundsson hét hann og fæddist 3. október, 1853, á bænum Kirkjuhóli í Skaga- firði. Foreldrar hans voru fátæk- ir leiguliðar, sem skorti efni til að setja soninn til mennta, en það var honum stöðug eftirsjá alla ævi. En þau kenndu honum að lesa og skrifa og lögðu honum í brjóst ást og virðingu fyrir íslenskri menningu og tungu. Hann las hverja bók, sem hann kom höndum yfir og margar þeirra oft. Hjá honum þróaðist því fljótlega vitund og skilningur á áhrifamætti orðlistar. Töfrar tungunnar knúðu hann til átaka við þetta heillandi viðfangsefni og þegar æskuárin voru að baki hafði hann aflað sér ótrúlegs orðaforða og slíkrar leikni í að fara með hann að telja verður næstum einsdæmi. Vísnagerð var snar þáttur í uppeldinu. Á vetrarkvöldum sat fjölskyldan í baðstofunni og hlýddi á fornar sögur og ljóð. Þar voru kveðnar rímur og gerður leikur að því að setja saman nýjar af mikilli íþrótt. Stefán mundi það ekki sjálfur hve gamall hann var er hann byrjaði að yrkja. Eit^ af þeim fáu kvæðum, sem varðveist hafa frá æskuárum hans, er um lífsleiða letinnar. Óvægin sjálfs- gagnrýni fylgdi skáldinu til æviloka. Sterk föðurlandsást varð ekki látin í askana og á þessum árum bjó íslenska þjóðin við afar kröpp kjör. Árið 1873 fluttist 165 manna hópur frá íslandi til Bandaríkjanna og í honum var Stefán og foreldrar hans. Svo varð hann einn af 50 manna hópi sem settist að í skóglendi Wis- consinfylkis og þar varð hann að læra ný vinnubrögð, að byggja hús úr bjálkum, að plægja og sá. Á þessum árum giftist hann Helgu Jónsdóttur, náfrænku sinni. Árið 1880 fluttist allur þessi hópur til Norður-Dakota- fylkis og þar varð Stefán enn að læra ný störf og eftir 5 ár var hagur hans engu síðri en ann- arra nýlendubúa. En þá komu krepputímar og það hlóðust á hann skuldir. Og því var það, að árið 1889 ákvað hann að flytja búferlum enn á ný, og í þetta sinn til Kanada. Nú gerðist hann landnámsmaður lengst vestur í Albertafylki, settist að í Medi- cine River-dal í nágrenni við nokkra samlanda sína, sem einn- ig voru frumbýlingar. Þar bjó hann svo til dauðadags, árið Skáldið (t.v.) við húsið sitt 1907. Á miðri mynd er tengda- dóttir. kona Baldurs, með son þeirra og Rósa, dóttir skálds- ins. Ilún er enn á lífi. Lengst til ha gri er Baldur. sonur Stephans G. 1927, þar ól hann upp sinn barnahóp og tók virkan þátt í málefnum byggðarinnar. I skóla- nefnd var hann í mörg ár og einnig friðdómari héraðsins. Hann var hvatamaður að stofn- un bókasafns og sat í stjórn smjörsamlagsins í Markerville í mörg ár. Stefán G. var ekki ætíð í miklum metum hjá samlöndum sínum í Vesturheimi. Á dvalar- árum sínum í Bandaríkjunum hafði hann orðið andsnúinn kirkju og klerkum og gerst eindreginn ' fríhyggjumaður. Hann tók ákveðna afstöðu gegn hinni Lúthersku kirkju og „forn- fálegum kreddukenningum hennar" eins og hann orðaði það, og þá ekki síður útskúfunar- kenningu hennar. I Norður- Dakota stofnaði hann ásamt 7 löndum sínum „Hið íslenska menningarfélag". í stofnskrá þess segir að markmið þess sé „að styðja og efla menningu og siðgæði ...“ í stað kredduboð- skapar hinna mismunandi kirkjudeilda vilja þeir mannúð og bræðralag, í stað efalausrar trúar á kennisetningar komi rökhyggja og frjáls könnun, í stað bókstafstrúar komi eigin sannfæring, í stað fáfræði og fordóma komi frjáls hugsun og framfarir. Vitaskuld urðu við- brögð kirkjunnar harkaleg. Menningarfélagið var stimplað sem samtök guðleysingja og Stefán G. nýr Anti-Kristur. En StefánG. var enginn guðleys- ingi, hans Guð var bara allt öðruvísi Guð en sá sem kirkjan prédikaði um. Er ég hef í huga kvæði eins og „Við verkalok" get ég ekki hugsað mér Stefán annað en trúaðan mann. Stefáni tókst einnig að reita samlanda sína vestanhafs til reiði með friðar- stefnu sinni, andstöðu við Búa- stríðið og Heimsstyrjöldina fyrri. Er Vestur-íslendingar fögnuðu aðild að framlagi Kan- ada í þeim hildarleik sendi friðarsinninn Stefán G., sem hataði þá „lögvernduðu slátrun", frá sér eftirfarandi lýsingu: .Evrópi er sláturhús. þar myrða þoir af múAi ok mannahúka í spaútunnurnar hrytja i or* ok Kríú. Virt troKÍÚ situr Knvcland ok or aó hra ra i hlóAi moú ollum sinum kaupmonnum ok ha jar- Kútulýð.“ Það munaði minnstu að „Víg- slóði“, hin hárbeittu ádeilukvæði SJÁ NÆSTU SÍÐU Ariö 1975 var hús skáldsins, Stephans G. Steph- anssonar, nálægt smábænum Markerville í Alberta- fylki, gert aö vernduöum minjastaö (Historical Site) í umsjá Menningarstofnunar Alberta (Alberta Culture), sem um leiö tók aö sér endurbyggingu og umsjá þess. Þaö var húsnefnd, skipuð fulltrúum frá hinum þremur íslendinga- félögum í Albertafylki (í Edmonton, Mark- erville og Calgary), sem tókst aö koma þessu til leiöar, en í ein 2—3 ár mátti hún svo horfa upp á næstum algjört aögerö- arleysi í málinu. En 1977 var skipaður nýr forstjóri stofnunarinnar sem fékk mikinn áhuga fyrir þessu verkefni, og hann fól konunni, sem flutti meöfylgjandi fyrirlestur á fundi í íslendingafélaginu í Edmonton, Jane McCracken, aö sjá um framkvæmd þess. Fyrirlestur hennar var svo prentaður í Lögbergl-Heimskringlu þann 24. apríl sl. og þar sem mér fannst full ástæöa til aö láta hann einnig koma fyrir almenningssjónir hér heima, snaraði ég honum á íslensku. Undir stjórn þessarar konu hefur veriö unniö þarna reglulegt þrekvirki eins og sjá má á fyrirlestrinum. En þaö fór fyrir henni eins og svo mörgum öörum sem komast í náin kynni viö skáldskap Stefáns G., aö hann varö ansi fyrirferöarmikill í huga hennar. Ég held aö allir, sem lesa þennan fyrirlestur, veröi mér sammála um, aö á þessum fáu árum hafi hún öölast ótrúlega mikla þekkingu og einnig skilning á Ijóöum skáldsins og bera tilvitnanir hennar í þau því glöggt vitni. Aö lokum uröu áhrif skáldsins þaö sterk, að henni fannst hún veröa aö kynnast af eigin sjón og reynd landinu þar sem hann fæddist og ólst upp, landinu, sem haföi lagt í brjóst hans þessa einstöku náðargáfu og mikinn manndóm. Hingaö til íslands kom hún svo þann 1. júlí og veröur hér til þess 18. Mun hún heimsækja æskuslóöir skálds- ins á Noröurlandi og feröast víöar um landiö. Þann 16. júlí veröur mannfagnaö- ur á Hótel Sögu, sem Stéttarsamband bænda og Þjóöræknisfélag íslendinga gangast fyrir, sameiginlega. Þar mun Jane McCracken flytja erindi og sýna litskyggnur af framkvæmd þessa merka verkefnis hennar. Þangað eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Gísli Guömundsson STUTT FORSPJALL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.