Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.07.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1981 39 •^Áfengisneysla móður á meðgöngutíma getur haft truflandi áhrif á heilaþroska barnsins og valdið því að það fæðist andlega vanheilt44 (SJÁ: Meðgöngutíminn) SAMGÖNGUR— Skáka nýju hraðlestimar flugvélunum? 1 september nk. mun verða bylt- ing i Evrópu, þ.e.a.s. bylting i járnbrautarsamgöngum, en þá mun verða tekin i notkun ný hraðlest á leiðinni Paris — Lyon, sem fara mun með 200 milna hraða á klukku- stund og aðeins verða tvœr stundir á leiðinni i stað fjögurra áður. Þessi 400 farþega hraðlest með nef eins og Concorde-þota mun renna eftir fyrstu meiriháttar járnbraut- inni, sem lögð hefur verið í Evrópu allt frá síðustu aldamótum. Vinna við brautarlagninguna hófst fyrir fimm árum, í tíð stjórnar Ciscard d’Estaings, en þrátt fyrir það er framkvæmdin mikið metnaðarmál fyrir hina nýju stjórn jafnaðar- manna, en það voru einmitt þeirra menn, sem þjóðnýttu járnbrautirnar fyrir 45 árum. Fyrri stjórn franskra hægri- ÓRYGGISMÁL Harðari gæsla á hátígnunum Á þessu sumri verður betur vakað yfir velferð og öryggi Elísa- betar Englandsdrottningar og öðru fóiki af enska kóngahúsinu en nokkru sinni sfðan hún kom til valda. Raunar er eftirlitið meira nú þegar en verið hefur og jafnast helst á við það, sem gerðist eftir að reynt var að ræna Onnu prinsessu árið 1974 og eftir að Mountbatten lávarður var ráðinn af dögum 1979. Gæslumenn drottningar eru samt sem áður staðráðnir í að auka enn vörsluna og ætla sér ekki að taka neina áhættu í þeim efnum. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Ekki þarf að minna á banatilræðið við Reagan Bandaríkjaforseta og Pál páfa, en það, sem veldur öryggisvörðunum hvað mestum áhyggjum, er brúð- kaup Karls prins og Diönu Spencer síðast í þessum mánuði. Við það tækifæri munu nefnilega allar há- tignirnar safnast saman eins og manna leit gjarna á nýju lestina sem táknræna fyrir „aukið frelsi í ferða- lögum" og kærkomna tilbreytni í frönskum járnbrautarmálum þar sem niðurgreiðslur og alls kyns afslættir hafa löngum tíðkast. „Við lítum einnig svo á, að með nýju Lífvarðasveitin verður efld hvort sem drottningu líkar betur eða verr. þegar drottning var krýnd 1953 og þegar hún hélt upp á 25 ára afmæli sitt á veldisstóli. Eftirlitið á sem sagt að auka, en margt bendir samt til þess, að sagan frá 1974 muni endurtaka sig, þegar drottning var búin að fá sig full- sadda af öllum ráðstöfunum og lestinni sé verið að „færa út landa- mæri hraðans,““ sagði talsmaður frönsku járnbrautanna. „Fyrir sama verð og nú gildir með lestum munu farþegar komast frá einni borg til annarrar, hraðar en ef farið væri með flugvél." Vegna nýju hraðlestarinnar mun hið ríkisrekna flugfélag, sem sér um innanlandsflug í Frakklandi, verða að taka til endurskoðunar farmiða- verð og alla þjónustu enda er búist við að lestin muni jafnvel taka við allt að 80% þeirra farþega, sem nú fara á milli borganna Parisar og Lyons með flugvél. Nýja járnbrautin liggur næstum beint á milli borg- anna og er einhver sú beinasta sem um getur. Af þeim sökum getur rafmagnsknúin lestin beitt áhættu- laust fullu vélarafli alla leið. Fyrr á árinu setti ein lestanna fullhlaðin hraðamet á þessari leið, rúmlega 200 mílur á klukkustund, og bætti með því gamalt met, sem Frakkar áttu sjálfir. Venjulegur ferðahraði lestanna mun þó ekki verða svo mikill, heldur um 170 mílur á klst. - PAUL WEBSTER krafðist þess, að dregið yrði úr pössuninni. Á síðustu árum hefur konungsfjölskyldan og drottningin sérstaklega gert sér far um að blanda meira geði við þegna sína og hún er sögð ákveðin í að afsala sér ekki því frelsi, sem hún og fjölskylda hennar hafa öðlast með því. „Við getum ekki lifað öilu lífinu í skot- heldum klefum," er haft eftir hús- ráðendum í Buckingham-höll. Drottning og fjölskylda hennar hafa þó mátt sætta sig við, að gæslan verði aukin og sem liður í því er stofnun nýrra sveita á vegum hersins, sem búnar verða bandarísk- um og ísraelskum hríðskotabyssum. Þar að auki eru svo sveitir lögreglu- manna og óeinkennisklæddra spæj- ara. Fram til þessa hafa tiltölulega mjög fáir menn gætt öryggis drottn- ingar ef miðað er við þá gæslu, sem er um aðra þjóðarleiðtoga. Yfirleitt hafa þeir verið 20 talsins, raunar úrvalsmenn, sem gengið hafa í gegnum mjög stranga þjálfun og eru allir vel vopnaðir. - PHILIP JORDAN Óhugnanlegar upplýsingar um áhrif áfengis á vanfærar konur með eðlilegum hætti og liða- mót eru stirð. Urslit rannsóknarinnar sem fram fór á Charing Cross- sjúkrahúsinu hafa þegar verið birt. Þar kom fram að 5% vanfærra kvenna drekka dag- lega einn til tvo sjússa, 6% drekka þrjá til fjóra en aðeins 7% kvenna neyta einskis áfengis á meðgöngutíma. Áfengisneyzla brezkra kvenna hefur aukizt óðfluga. Á árunum 1970—1978 jókst það um 64% að konur hlytu dóma vegna áfengisneyzlu og á sama tímabili jókst það um 137%, að konur legðust inn á sjúkrahús vegna áfengis- neyzlu. Þá fjölgaði dauðsföll- um kvenna vegna drykkju- skapar um 130%. Frá miðjum sjöunda til miðs áttunda áratugar þre- faldaðist tala áfengissjúkra kvenna. Ein af ástæðunum fyrir þessum ískyggilegu upplýs- ingum er sú, að kvenlíkaminn er síður til þess fallinn að veita viðnám gegn skaðvæn- legum áhrifum áfengis en líkami karla. Helztu skýr- ingarnar eru þær að konur eru yfirleitt minni er karl- menn og hafa minni líkams- vökva en þeir. Þá hafa konur fleiri fituvefi en karlmenn og fituvefirnir drekka áfengi mjög hægt í sig. Shirley Otto var ómyrk í máli er hún fjallaði um böl það er konum stafaði af Bakk- usi. Gagnrýndi hún harðlega áfengisauglýsingar, er höfð- uðu til kvenna sérstaklega og lækkun á raunvirði áfengis. Ennfremur taldi hún óráðlegt að áfengi væri selt í matvöru- verzlunum og annars staðar, þar sem konur hefðu alltof greiðan aðgang að því. Loks taldi hún aukna áfengisneyzlu kvenna stafa af því að þær tækju í ríkari mæli en áður að sér ábyrgðarmikil störf, sem framkölluðu streitu, og karlmenn í slíkum störfum hefðu lengi haft fyrir sið að drekka óhóflega. Loks sagði hún, að smánar- blettur félli á þær konur, sem ánetjast hefðu áfengisnautn. Þær væru oft tregar til að leita aðstoðar sérfræðinga við þessum sjúkdómi vegna þess að þær mættu þar oft kulda og andúð. - ANDREW VEITCH Stofnfundur blóðgjafafélags verður haldinn 16. júlí 1981 kl. 20.30 (8.30 e.h.) í Domus Medica, aðalsal. Dagskrá: 1. Erindi. Hlutverk blóðgjafafélags. 2. Lög félagsins kynnt, rædd og borin upp til samþykktar. 3. Stjórnarkosning. 4. Ársgjald ákveðið. Allir blóðgjafar velkomnir og aörir sem vilja styðja blóösöfnunarstarf og blóöbankastarfsemi í lækn- inga- og rannsóknaskyni. Fyrir hönd undirbúningsnefndar, doktor med. Ólafur Jensson, forstöðumaður blóöbankans. BJÖRGUNAR VESTI Brodr Sunde A/S Fæst í flestum veióafæraverslunum Drakespur Antiquities Limited Jersey, Channel Islands flBt Ab Vischschoonmaker í samvinnu við Galleries International Laren N.H., Holland Konráð Axelsson Heildverslun Ármúla 1, Reykjavík halda sérstaka sýningu á PERSNESKUM TEPPUM m.a.fjárfestingar- verðum teppum, ..Antique' teppum og nýrri teppum úr silki og ull. að Hótel Loftleiðum Kristalssal i Sunnudag I Mánudag Þriðjudag V Miðvikudag Wæ 12. 13. 14. 15. É júli Júlí i júlí 6 Sýningin verður opin daglega frá kl. 11 30 til kl. 21 00 Heimildakvikmyndin ..History of the Persian Carpet' verður sýnd þeim sýningargestum. sem þess óska “al Drakespur Antiquities Limited Normandy House Grenville St. - St. Helier Jersey. Channel Islands Ab Vischschoonmaker Galleries International Specialists in Oriental Carpets and Tapestries o Laren Holland Honolulu Hawaii Konráð Axelsson Heildverslun Armúlal, 105 Reykjavík Sao Paulo Brazil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.