Morgunblaðið - 05.07.1980, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.07.1980, Qupperneq 28
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? 28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1980 Á MORGUN verður söngleikurinn Evita sýndur á Hótel Sögu. Húsið opnar klukkan sjö, en auk Evitu verður hæfileikakeppni. Þess má einnig geta að grillið verður opið fyrir þá sem vilja. HÓTELSAGA Evita NORRÆNA HUSIÐ Þrjár sýningar um helgina í ANDDYRI Norræna hússins stendur nú yfir sýning á grafikmyndum, eftir tvo danska listamenn, þá Svend Havsteen og Kjeld Heltoft. Sýningin er opin alla daga frá 09—19, og henni lýkur 5. ágúst. í bókasafni Norræna hússins er nú sýning á íslenskum þjóðbúningum og kvensilfri. Sýningin er opin alla virka daga frá 14—19, nema sunnudaga frá 14-17. Sumarsýning stendur einnig yfir í Norræna hús- inu, og sýna þar fjórir listamenn verk sín, þeir Benedikt Gunnarsson, Jó- hannes Geir, Sigurður Þór- ir Sigurðsson og Guðmund- ur Elíasson. Sýning þeirra er opin daglega frá kl. 14—19, fram til 19. ágúst. TÓNLEIKAR Akureyri og Húsavík SKÓLALÚÐRASVEITIR Árbæj- ar og Breiðholts munu halda tónleika á ráðhústorginu á Akur- eyri kl. 10.30 f.h. í dag. Lúðrasveit- irnar munu svo halda tónleika á Húsavík kl. 21.00 í kvöld. EDEN HÁSKÓLIÍSLANDS Sýning á listaverka- safni H.í. Sýningunni lýkur um helgina I Eden stendur yfir sýning á verkum Gunnars Gestssonar listmálara. Á sýningunni eru 25 olíumálverk. Sýningin verður opin í dag, en henni lýkur á morgun. Sýning stendur yfir á málverkasafni Háskóla íslands, sem Sverrir Sig- urðsson og kona hans, Ingibjörg Guðmunds- dóttir, gáfu. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá tvö til sex og stendur til þriðja ágúst. Á sýn- ingunni eru 95 málverk, og þar af eru 70 eftir Þorvald Skúlason. MOKKA Fyrsta sýn- ing Þorvalds Davíös Hall- dórssonar Á MOKKA stendur yíir sýn- ing á verkum Þorvalds Daviðs Halldórssonar frá Húsavik. Þetta er fyrsta sýning Þor- valds. Á henni eru 20 blýants- teikningar og flestar til sölu. Sýningin verður opin til 15. júli. KÓPAVOGUR Dansleikur á Rútstúni Á Rútstúni í Kópa- vogi mun tjaldi verða komið upp í dag og dansleikur fara þar fram í kvöld. Hljóm- sveitin STOP mun leika en einnig mun diskótek verða á staðnum. Ráð- gert er einnig að hljómsveitin Fræbbbl- arnir komi í heimsókn. Dansleikurinn byrjar kl. 21, en stendur til 01.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.