Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1980 Árið 1%2 voru gerðar áætlan- ir um sjóbaðstað i Nauthólsvík, þar sem volga yfirfallsvatnið frá hitaveitugeymunum skildi hita sjósundlaug, og er þetta líkan- iö af honum. Nú er lagt til að sú hugmynd verði endurvakin og unnin. En nægt rými er fyrir hátahöfn Æskulýðsráðs og siglingar minni báta til hægri við sjóbaðstaðinn. betta nota- drjúga útivistarsvæði tengist svo Öskjuhlíðinni. á ém, » Þegar hafa verið teknir fyrir þrír þættir málsins. Auk þess að ýta úr vör og finna form úti- skemmtununum fyrrnefndu, sem vonandi þróast í það að verða fastur þáttur á útivistarsvæðun- um í hverfum borgarinnar á sumrin, hefur verið farið yfir og endurskoðað hlutverk tveggja stóru opnu svæðanna, sem borgar- búar nýta sameiginlega. Annars vegar er það Öskjuhlíðin og Naut- hólsvíkursvæðið og hins vegar Laugardalurinn allur. Höfum við skoðað gamlar hugmyndir og áform, jafnt sem nýjar tillögur, og reynt að gera okkur grein fyrir nýtingu og þörf í framtíðinni, sem að sjálfsögðu er erfitt. Og loks höfum við gert tillögur um fram- tíðarnýtingu svæðanna, sem nefndirnar hafa fjallað um. Enda mjög mikilvægt að þar sé málið kannað vel nú og stefnumörkun liggi fyrir áður en skipulagsvinna embættismanna og fagfólks fer fram. Þörf fyrir allan Laugardalinn Þegar þannig er skoðaður Laug- ardalurinn, þar sem á undanförn- um árum hefur verið byggð upp góð íþróttaaðstaða og íþrótta- mannvirki í samræmi við mark- aða stefnu framkvæmdanefndar Laugardalssvæðisins frá 1967, sést hve mikil þörf er á því að þar verði framhald á. En Laugardalsnefnd- in skipti í framkvæmdaáætlun svæðinu í einingar, þ.e. íþrótta- svæði, tjaldsvæði, grasgarð, rækt- unarstöð borgarinnar o.s.frv. og er mikið búið að gera af því sem hún áformaði. Eftir að hafa tekið til umfjöll- unar þetta stærsta og mest notaða útivistarsvæði í borginni og endurmetið það í samvinnu við íþróttafulltrúa og garðyrkju- stjóra, taldi samstarfsnefndin, svo sem segir í skýrslu hennar: „aug- ljóst að þörf verði fyrir allt svæðið í framtíðinni til íþrótta- og útvist- arathafna í framhaldi af því sem þegar á á áætlun." Segir þar m.a.: „Viljum við minna á framtíðar- verkefni, sem við teljum að eigi eða geti átt heima þar: minigolf, knattspyrnuvellir til viðbótar, skautahöll, skautabraut, „squash" aðstaða, svo og aðstaða til íþrótta- iðkana fyrir lamaða og fatlaða, tennisvellir, aðstaða fyrir lyft- ingamenn (gamla þvottalaugahús- ið er að liðast í sundur undan átökunum), glímu, blak og fleiri innanhússgreinar íþrótta, íþrótta- hús fyrir IBR, aukið landrými fyrir TBR, íþróttahús fyrir ÍSI og aukin aðstaða fyrir ISÍ vegna námskeiða, æfinga o.fl. Ennfrem- ur aukin bifreiðastæði með vax- andi starfsemi, sýningarhús vegna grasgarðs o.m.fl." Þetta síðasta vísar til eldri hugmyndar um sýningargróðurhús. Og sjálf tel ég að ekki eigi alltaf að hrekja út í útjaðra undan framkvæmdum skólagarðana, fyrir unglinga, starfsemi sem flestir útlendingar dást að — og þeir eigi að vera áfram í Laugardal. En þegar litið er til næstu framtíðarverkefna í Laugardal, lagði samstarfsnefndin fram vel unnar tillögur, sem Sveinn Björnsson kom fram með og síðar voru útfærðar í samvinnu við nefndina af Stefáni Kristjánssyni íþróttafulitrúa og Hafliða Jóns- syni garðyrkjustjóra um lagningu trimm-, skíða- og göngubrauta í Laugardal, en þær þyrftu að koma upp svo fljótt sem auðið er, enda hefur íþróttaráð þegar lýst áhuga á málinu. Birtist hér með laus- Elín Pálmadóttir: Trimm- og skíðabrautir í La legur uppdráttur, sem gefur hug- mynd um tillögur samstarfsnefnd- arinnar um slíkar brautir, sem fléttast um dalinn og gætu jafnvel náð út fyrir hann. Geta menn þá valið sér leiðir og nýtt búnings- aðstöðu íþróttamannvirkjanna, eins og margir gera nú þegar. í Laugardal er, eins og á fleiri útivistarsvæðum, þörf á mikilli framræslu. Reykjavík er byggð á hæðum með holtum og melum, en mýradrög í lægðum á milli. Frá- tekin útivistarsvæði eru af eðli- legum ástæðum flest í skjólgóðum, grónum lægðum. Framræslan er nokkuð dýr framkvæmd og hefur gengið hægar en æskilegt væri og tefur fyrir notkun. Svo er um þann hluta Laugardalsins, sem ekki hefur verið nýttur undir mann- virki og nauðsynlegt að gera átak í að ræsa fram, til að gera umferð fólks greiðari. Umhverfismálaráð hefur ýtt á fjárveitingar til slíks, nú síðast til framræslu í nánd við Laugardalshöll og standa þær framkvæmdir yfir. Annars er í dalnum mikið af gamalgrónum túnum, í mismikilli ræktun, fyrir utan skrúðgarðasvæðið norðan til með skjólgóðum trjálundum og flötunum, sem fólk sækir mikið á góðviðrisdögum. Nýlega skrifaði Gísli vinur minn Sigurðsson í Lesbók, að varla sæist sála á ferli í trjálundunum í borginni, sem sýnir að hann hefur ekki komið oft inn á svæðin, enda Hafnfirðingur og ekur líklega bara framhjá eftir Miklubrautinni eða Suðurlandsbraut. Og þannig sést lítið af mannaferðum, sem er t.d. mjög mikil í lundunum í Laugardal á góðviðrisdögum. Og jafnvel orðið mikið af skíðafólki á göngu á vetrum auk skokkaranna. En greinargerð samstarfsnefndar- innar fylgir úttekt á býlum og húsum, sem enn eru í dalnum, sem sum eiga þar vel heima áfram á útivistarsvæði, svo sem Hafrafell- ið hans Örlygs málara, en önnur eru á fallanda fæti. Augljóst er, að taka þarf afstöðu til framtíðar- þarfa á þessu svæði, áður en farið er að gera tillögur um að láta eitthvað af því undir annað, svo sem byggingar. Því furða ég mig mjög á samþykkt í skipulagsnefnd nýlega, um að fá ráðgjafa til að gera frumtillögu að afmörkun og gerð íbúðarsvæðis vestan Glæsi- bæjar. En fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, Birgir Isl. Gunnarsson og Hilmar Ólafsson, arkitekt, mæltu gegn því. Lagnir vantar í Nauthóls- víkursvæðið Um framtíðanýtingu öskjuhlíð- ar- og Nauthólsvíkursvæðisins hefur samstarfsnefndin gert til- lögur. Hvað snertir Nauthólsvík- ina er lagt til að teknar verði aftur upp tillögur borgarlæknis frá Volga sjósundlaug í Nau Tillögur samstarfsnefndar um nýtingu útivistarsvæða Á þessum vordögum í Reykjavík hefur komið vel í ljós hversu útivist og áhugi á almenningsíþróttum og leikjum hvers konar hefur farið vaxandi hér á landi. Þar sem aðstæður eru fyrir hendi kemur fólk saman til að blanda geði og stunda sameiginleg áhugamál við sitt hæfi — iþróttir, sund, göngur, gróðursetningu, hvers kyns leiki og tónlistariðkun. Andsvar einstaklinganna við einangrun á fámennum heimilum eftir vinnu og auknum frístundum er nú að koma fram hér sem víðast annars staðar. Lífsmynstrið að breytast. Því blómstra nú útisamkomur hvers konar. Jafnvel listahátíð tók að þessu sinni að hluta á sig svip karnivals. Einstök veðurblíða hjálpaði til. í ár ætlar að verða eitt alls herjar útihátíðasumar í höfuðborginni. Eftir listahátíð tók við hin mikla útihátíð á íþróttasvæðinu í Laugardal. Og síðar í sumar koma svo fyrstu tilraunir til útiskemmtana í hverfunum, í samræmi við tillögur sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn um nýtingu útivistarsvæðanna undir kjörorðinu „Líf í borg“, sem m.a. miða að því að hvetja og styðja íbúana sjálfa og félög þeirra af ýmsu tagi til samkoma og leikja á sumrin á nálægum opnum svæðum. Til að ýta því úr hlaði koma til liðs þeir Gestur ólafsson og Kristinn Ragnarsson, sem þekktir eru af útimarkaðinum á Lækjartorgi, sem þeir komu upp í kjölfar þess að lokað var Lækjartorgi og Austurstræti fyrir bílaumferð og göngusvæðið búið undir slíkt um 1974. Þeir eru nú að undirbúa slíka útiskemmtun seinna í sumar með frjálsum félögum í þeim hluta Laugardals, sem helgaður hefur verið gróðri og ræktaður upp. Og einnig er í ráði að þeir standi fyrir skemmtun með dálítið öðrum blæ í Hljómskálagarði, þar sem m.a. verða sett upp útitjöld. Um framkvæmd á þessum tillögum leitaði til þeirra samstarfsnefnd, sem í vetur hefur starfað vegna fyrrnefndra tillagna um líf í borg og nýtingu útivistarsvæðanna. í henni eru frá umhverfismálaráði Elín Pálmadóttir, sem er formaður, og Örnólfur Thorlacius, frá íþróttaráði Gísli Þ. Sigurðsson og Sveinn Björnsson og frá Æskulýðsráði Davíð Oddsson og Guðmundur Björnsson. 1948, 1962 og 1967 um sjóbaðstað með viðhiítandi hreinlætisað- stöðu, baðstrandarsandi, þ.e. volgri sundlaug, þar sem heita yfirfallsvatnið úr hitaveitugeym- unum hitar sjósundlaugina. En þessar áætlanir hafa legið niðri vegna mengunar í Fossvogi, sem með lengingu Fossvogsræsis, síð- ast 1978, smá lagaðist fram undir þetta, og hlýtur að verða að vinna bug á. M.a. með því að Kópavogur loki öllum opnu ræsunum sín megin meðfram ströndinni. I mörg ár hafa vísindamenn verið að rannsaka lífríkið í firðin- um á vegum Reykjavíkurborgar, svo sem nauðsynlegt var talið í tillögum dönsku sérfræðinganna á árinu 1970 um framtíðarlausn á skolplögnum, svo að hafa megi það til leiðbeiningar um hvar og hvernig ræsin megi liggja. Hefur verið eytt í það ófáum milljónum og fimm stórar skýrslur liggja fyrir, en ennþá stendur á 1—2 skýrslum frá hafrannsóknastofn- un til að hægt sé að gera þessar rannsóknir upp. Á meðan tefur það og er afsökun fyrir að gera ekkert í þessu dýra en mikilvæga heilbrigðismáli á höfuðborgar- svæðinu. Nú hlýtur að verða að halda þessu áfram. Taka aftur til við 5 ára áætlunina um að hreinsa Elliðavoginn og safna skolpi af norðursvæðinu í stóra lögn út af Laugarnestanga, sem komin var í gang 1948, þegar hún var stöðvuð og skrúfað fyrir fjárveitingar, eins og nýlega kom fram í umræðum í borgarstjórn. Þá leyfði ég mér, eftir að hafa rakið það sem unnið hefur verið til undirbúnings í málinu á undanförnum áratug — sem vissulega er alltof lítið þó mjakast hafi — að kalla það hneyksli að stöðva þetta áformaða verkefni í Elliðavogi, sem þó var loks komið af stað. En sleppum því. Samnýting á snyrtiaðstöðu Auk sjóbaðstaðarins er í Naut- hólsvík ágætt rými fyrir athafna- svæði æskulýðsráðs og siglingar minni seglbáta, svo sem gert er ráð fyrir í áætlun um umhverfi og útivist frá 1974. Og er lagt til að svo verði. En nauðsynlegt er að bæta sem fyrst bryggjuna, sem orðin er hættuleg. Mundi þá vera hægt að samnýta snyrtiaðstöðu, veitingasölu o.fl. þessháttar, sem nauðsynleg er hvar sem fólk kemur saman. En jafnframt þarf að gera staðinn aðgengilegri með göngu- og hjólreiðaleiðum og með áningastöðum með ströndinni. En lagning gönguleiðar með strönd- inni hefur dregist vegna þess að hún krefst dýrra ganga undir Suðurlandsveginn. Hefur um- hverfismálaráð einróma mælt með þessum tillögum samstarfs- nefndarinnar eftir að hafa um þær fjallað og áréttað óskir sínar um að hraðað verði skipulagningu á Nauthólsvíkursvæðinu og veitt fé til að gera svæðið byggingarhæft. Um Öskjuhlíðina leggur sam- starfsnefndin fyrrnefnd einfald- lega til að sem minnst verði hróflað við landslagseinkennum. Öskjuhlíðin „nýtist sem slík til almennrar útivistar, svo sem verið hefur og tengist Nauthólsvíkur- svæðinu. Verði Öskjuhlíðin áfram með þeim hætti sem náttúru- verndarnefnd lagði til og borgar- ráð samþykkti í maí 1972. En eftir því hefur verið unnið og Öskju- hlíðin verið í góðri umsjá Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur og garðyrkjustjóra." Enda hefur fólk í síauknum mæli leitað í Öskju- hlíðina, ekki síst í skjólsæla bolla í suðurhlíðinni. Nýlega samþykkti borgarráð að setja niður keiluspilaskála í suð- vesturhorni Öskjuhlíðar. Um- hverfismálaráð hafði lagst gegn því og mælst til að skálanum yrði fenginn staður við Nauthólsvík- ina, eins og upphaflega var áform- að. En það hefði strandað á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.